Hugnast ekki að breyta um stefnu og reyna að „útrýma“ veirunni í stað þess að bæla hana

Á Írlandi er þessa dagana rætt um að skipta um kúrs í slagnum við kórónuveiruna og reyna að „útrýma“ henni eins og gert hefur verið t.d. í Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þessu verði ekki auðveldlega stýrt.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Tölu­verð umræða hefur verið um svo­kall­aða „út­rým­ing­ar­leið“ (e. elimini­ation stra­tegy) í bar­átt­unni gegn kór­ónu­veirunni á Írlandi und­an­farna daga. Kröfur hafa verið uppi um það, á vett­vangi stjórn­mál­anna að reynt verði að skipta um kúrs í bar­átt­unni við veiruna, enda hafi það sýnt sig að tíma­bundnar aðgerðir sem miði að því að bæla hana niður virki ekki.

Írar slök­uðu á sótt­varna­að­gerðum sínum eftir jól og úr varð að tíðni greindra smita á hverja milljón íbúa fór hærra þar en raunin hefur orðið í nokkru öðru landi frá því að kór­ónu­veiran lét fyrst á sér kræla í upp­hafi síð­asta árs. Tíðnin er nú á hraðri nið­ur­leið, enda gríð­ar­lega harðar aðgerðir í gildi og verða áfram til 5. mars. Írar hugsa nú með sér hvað sé rétt­ast að ger­a. 

Sumir telja rétt­ast að stefna að útrým­ingu veirunn­ar, en aðrir telja það óraun­hæft, meðal ann­arra helsti sótt­varna­sér­fræð­ingur lands­ins, Philip Nol­an.

Nýgengi smita á hverja milljón íbúa fór upp úr öllu valdi á Írlandi í upphafi árs. Mynd: Our World in Data

Í stuttu máli sagt þá er „út­rým­ing­ar­leið­in“, sem stundum er kölluð Zer­o-Covid eða núll­stefna, sú leið sem ríki á borð við Nýja-­Sjá­land, Ástr­al­íu, Víetnam og Taí­van hafa valið sér í bar­átt­unni við veiruna allt frá upp­hafi. 

Miklar tak­mark­anir hafa verið á landa­mærum þess­ara ríkja og fyr­ir­séð að þær verði lengi enn. Miklu púðri er síðan varið í að ná utan um smit þegar þau spretta upp í sam­fé­lag­inu eftir að hafa lekið inn fyrir þær sótt­kví­ar- og skimun­ar­varnir sem til staðar eru. 

Auglýsing

Þetta hefur virkað vel, ef ein­ungis er horft til þró­unar far­ald­urs­ins, eins og sjá má á línu­rit­inu með sam­an­burði á fram­gangi far­ald­urs­ins í þessum ríkjum og hér á landi hér að neð­an. Nú er svo komið að við­burðir þar sem þús­undir safn­ast saman þykja ekk­ert til­töku­mál.

Faraldurinn hefur í raun lítið sem ekkert farið af stað í þeim löndum sem hafa fylgt „útrýmingarstefnunni“ frá upphafi. Þróun faraldursins á Íslandi til samanburðar. Mynd: Our World in Data

Lítið hefur verið rætt um þetta sama hér á Íslandi. Sér­fræð­ingar frá Nýja-­Sjá­landi og Ástr­al­íu, sem veittu stjórn­völdum þar ráð­gjöf, skrif­uðu grein í Brit­ish Med­ical Journal (BMJ) skömmu fyrir jól þar sem þeir færðu rök fyrir því að útrým­ing­ar­stefnan gæti verið fýsi­leg­asta leið ríkja til að takast á við COVID-19 og fram­tíð­ar­far­sótt­ir.

Minnst er á Ísland í grein þeirra, í sam­hengi við efna­hags­leg áhrif sem ríki þurfi að taka til­lit til þegar þau velji sína leið. „Ís­land end­ur­opn­aði sig fyrir ferða­mennsku en eft­ir­spurnin hélst áfram lít­il, inn­fluttum til­fellum COVID-19 fjölg­aði og heild­ar­út­koman varð meiri sam­dráttur vergrar lands­fram­leiðslu en sást í Nýja-­Sjá­land­i,“ skrifa grein­ar­höf­und­ar.

Verður ekki auð­veld­lega stýrt

Kjarn­inn spurði Þórólf Guðna­son sótt­varna­lækni að því hvort hann teldi að Ísland væri í stöðu til að útrýma veirunni úr sam­fé­lag­inu nú og hvort hann teldi það hyggi­legt. Blaða­maður spurði reyndar einnig að því hvort Ísland væri mögu­lega komið á þessa veg­ferð, án þess að það væri sagt upp­hátt af hálfu yfir­valda.

Þórólfur var skýr um það, í skrif­legu svari til Kjarn­ans, að stefna íslenskra yfir­valda hefði ekki á nokkrum tíma­punkti verið sú að reyna að útrýma veirunni úr sam­fé­lag­inu. „Okkar stefna hefur alltaf verið að bæla veiruna niður eins og hægt er,“ skrif­aði Þórólf­ur. 

Skýringarmynd úr grein vísindamannanna úr Eyjaálfu um þær mismunandi leiðir sem hægt er að fara í glímunni við veiruna. Mynd: Af vef BMJ.

Hann bætti við að það væri ekki svo að þessu yrði „auð­veld­lega stýrt með ákvörðun að útrýma eða ekki“ og sagði enn­fremur að hann væri ekki sam­mála „til­lögum um mjög harðar aðgerðir á þess­ari stund­u,“ sem þyrfti til að útrýma veirunni alveg. Það sem meira er seg­ist Þórólfur ekki búast við að stjórn­völd yrðu það held­ur.

Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna á fimmtu­dag sagði Þórólfur að það kæmi vel til greina að slaka á gild­andi sótt­varna­ráð­stöf­unum að ein­hverju leyti fyrr en áætlað var, en núver­andi tak­mark­anir eru í gildi til 17. febr­úar sam­kvæmt reglu­gerð Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra.

Landa­mærin við Norð­ur­-Ír­land flæki málin

Æðstu ráða­menn á Írlandi, for­sæt­is­ráð­herr­ann Micheál Martin og vara­for­sæt­is­ráð­herr­ann Leo Vara­d­kar, hafa báðir lýst yfir efa­semdum um að ganga skuli lengra og stefna að útrýma veirunni. Vara­dkar hefur sagt sér­fræð­inga stjórn­valda á þeirri skoðun þetta myndi ekki virka í írsku sam­hengi.

Rökin eru þau, sam­kvæmt frétt Irish Times, að landa­mærin við Norð­ur­-Ír­land þurfi að vera opin og að Írar séu í ýmsum nauð­syn­legum tengslum við bæði Bret­land og Evr­ópu. 

Einnig gæti tekið langan tíma að útrýma veirunni úr sam­fé­lag­inu og eitil­harðar aðgerðir þyrftu að vera til staðar á með­an. Útrým­ing „þýðir að inn­an­lands­smitin séu núll... 14 daga í röð,“ er haft eftir Vara­dk­ar. Hann bætti við að í Mel­bo­urne í Ástr­alíu hefði þetta tekið þrjá mán­uði og gæti tekið „mun lengri“ tíma í Írlandi.

Þetta segja „út­rým­ing­ar­sinn­ar“ á Írlandi að sé ávísun á að önnur bylgja far­ald­urs­ins rísi þegar núver­andi hörðum aðgerðum verði aflétt, en til stendur að gera það afar var­lega frá og með 5. mars, miðað við orð ráða­manna.

Mary Regan, stjórn­mála­skýr­andi írska rík­is­fjöl­mið­ils­ins RTÉ, segir þó að ýmis teikn séu á lofti um að írska stjórnin sé að fær­ast í átt að þeim aðgerðum sem „út­rým­ing­ar­stefn­an“ bygg­ist á. Þau kalli það bara ann­að, eða „langvar­andi bæl­ingu veirunn­ar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar