Albertína mun ekki gefa kost á sér fyrir næstu kosningar

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, mun ekki gefa kost á sér fyrir næstu alþingiskosningar. Nýtt verkefni bíður hennar nú, að því er fram kemur á Facebook-síðu hennar.

Albertína
Auglýsing

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér fyrir næstu alþingiskosningar. Frá þessu greinir hún á Facebook í kvöld.

Segir hún það hafa verið mikil forréttindi að sitja á þingi fyrir Samfylkinguna þetta kjörtímabil sem nú er að renna sitt skeið. Síðustu vikur og mánuði hafi hún verið að velta fyrir sér framhaldinu.

„Ég hafði hug á að halda áfram en nú er ég í þeirri stöðu að líf mitt og okkar hjónanna mun breytast verulega í vor en við eigum von á okkar fyrsta barni,“ skrifar hún.

Auglýsing

Tekur Albertína fram að þingstörfin séu að mörgu leyti virkilega gefandi og skemmtileg og hafi henni þótt ómetanlegt að vera fulltrúi Norðausturkjördæmis á þingi. Raunveruleikinn sé samt sem áður sá að starfið krefjist mikils og sé ekkert sérstaklega fjölskylduvænt. Þá sakni hún þess alltaf að geta ekki verið meira á Akureyri.

„Eftir mikla umhugsun hef ég því komist að þeirri niðurstöðu að mig langar að veita nýja verkefninu alla mína athygli næstu mánuðina og hef ég því tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér til að taka sæti ofarlega á lista Samfylkingarinnar fyrir næstu Alþingiskosningar.

Þetta er ekki auðveld ákvörðun en ég held hún sé sú eina rétta fyrir mig og fjölskylduna á þessum tíma. Ég óska auðvitað félögum mínum í Samfylkingunni alls hins besta og mun áfram leggja mitt að mörkum til að Samfylkingin nái góðum árangri í kosningunum í haust, enda trúi ég því að jafnaðarstefnan sé lykillinn að þeim samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag,“ skrifar hún.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent