Dagur: „Í mínu hjarta þá er komið hingað og ekki lengra”

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir við RÚV að skotárás á bifreið fjölskyldu hans hafi uppgötvast á laugardag. Hún hafi verið áfall og ætti að verða tilefni til umræðna um hvernig við viljum hafa þjóðfélagsumræðuna.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Auglýsing

„Það er höggvið ansi nærri manni þegar heim­ilið er ann­ars veg­ar, því þar býr ekki bara ég heldur fjöl­skylda mín og krakk­arn­ir,“ sagði Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri í við­tali við Rík­is­út­varpið í dag. Eins og greint var frá í morgun var skotið með byssu á bíl Dags, ein­hvern­tím­ann í síð­ustu viku.

Borg­ar­stjóri seg­ist í við­tal­inu hafa tekið eftir skot­götum á fjöl­skyldu­bif­reið­inni síð­asta laug­ar­dag, er hann var að ganga inn í bíl­inn. Lög­regla hafi síðan fengið bíl­inn í hend­ur, tekið hann til rann­sóknar og fundið kúlur inni í hurð­inni. Dagur segir í við­tal­inu að ekki liggi nákvæm­lega ljóst fyrir hvenær skotið var á bíl­inn eða hvort bíll­inn hafi þá staðið fyrir utan heim­ili hans. Þessir hlutir séu á meðal þess sem lög­regla rann­sakar nú.

Í við­tal­inu við RÚV stað­festir Dagur að gripið hafi verið til ráð­staf­ana fyrir utan heim­ili hans í kjöl­far þess að skot­götin upp­götv­uð­ust. „Við erum bara þakk­lát fyrir það,“ sagði Dag­ur.

Hann segir að fjöl­skyldan hafi reynt að halda sjó síð­ustu daga, en þetta hafi verið mikið áfall. „Þetta auð­vitað tekur svo­lítið yfir líf­ið, ég neita því ekki, en um leið og við gefum lög­reglu núna bara færi á að vinna málið þá vil ég bara slá skjóli um fjöl­skyld­una og hafa það bara út af fyrir okk­ur,“ sagði Dag­ur.

Til­efni til umræðna um hörk­una í umræð­unni

Hann sagði aðspurður að hann von­aði að þetta mál væri ekki til marks um að við værum að ganga inn í nýja tíma í póli­tík á Íslandi, þar sem opin­berar per­sónur gætu átt von á svona lög­uðu. Þetta ætti þó að verða til­efni til umræðna um hvernig við viljum hafa umræð­una, sam­fé­lag­ið.

Auglýsing

„Það taka allir eftir þeirri hörku sem er hlaupin í ýmis sam­skipti, það eru stór orð sem eru notuð og þar berum við öll sem sam­fé­lag ábyrgð. Hvar við drögum mörk­in. Hættan er alltaf sú að línan færi alltaf aðeins lengra … og í mínu hjarta þá er komið hingað og ekki lengra,” sagði Dagur sem hálf­part­inn komst við á þessum tíma­punkti í við­tal­inu.

Dagur tjáði sig sömu­leiðis um mynd­band á vegum póli­tískra and­stæð­inga hans sem birt­ist skömmu fyrir jól, en þar sást heim­ili hans glögg­lega undir orðum Vig­dísar Hauks­dóttur borg­ar­full­trúa, sem sak­aði Dag um spill­ingu. Í dag hefur þetta mynd­band verið sett í sam­hengi við skotárás­ina á bif­reið Dags og fjöl­skyldu, meðal ann­ars af hálfu borg­ar­full­trúa meiri­hlut­ans.

„Ég lá ekk­ert á því á sínum tíma að það vakti með mér óhug og mér fannst þarna verið að fara í ein­hverja nýja átt sem við höfum ekki séð áður í íslenskri póli­tík eða sam­fé­lags­um­ræðu - að birta aug­lýs­ingar sem bein­ast að heim­ili fólks. Og ég stend við það. Við vitum hins vegar ekk­ert um þetta atvik sem getur fengið mig til að full­yrða um ein­hver orsaka­tengsl. Þetta er bara hluti af þessu umhverfi sem við hljótum öll að vera hugsi yfir. Og þurfum að spyrna fótum við. Mér fannst það þá og ekki síður í dag,” sagði borg­ar­stjóri við RÚV. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent