Guðmundur aftur ráðinn forstjóri Brims

Tæpum níu mánuðum eftir að hafa hætt sem forstjóri Brims hefur aðaleigandi félagsins, Guðmundur Kristjánsson, sest aftur í forstjórastólinn.

Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson.
Auglýsing

Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Brims, hefur verið ráðin forstjóri félagsins á ný. Guðmundur lét að störfum að eigin ósk 30. apríl í fyrra. Nokkrum dögum síðar sagði hann í viðtali við Kastljós að það hefði verið vegna þess að Samkeppniseftirlitið hefði tilkynnt honum að það ætlaði rannsaka meint yfirráð hans og tengdra félaga yfir Brim.

Hann sagði að eft­ir­litið hefði gert athuga­semdir við stöðu mála hjá Brimi alveg frá því að hann tók við for­stjóra­stólnum í júní 2018. Guð­mundur upp­lifði það þannig að Sam­keppn­is­eft­ir­litið væri að elt­ast við hann per­sónu­lega og hann lang­aði til að berj­ast við það. En skyn­semin hefði sagt honum að gera það ekki. „Það er ekki hægt að stöðva þróun fyr­ir­tækis út af einum mann­i.“

Auglýsing
Samkeppniseftirlitið sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem það sagðist ekki hafa krafist þess að Guðmundu myndi láta af störfum sem forstjóri. 

Ekkert er fjallað um Samkeppniseftirlitið í tilkynningu Brims til Kauphallar Íslands vegna endurráðningar Guðmundar.

Í tilkynningunni er haft eftir Guðmundi að það sé ánægjulegt að vera kominn aftur til starfa. „Ég hef nýtt tímann vel og kem fullur krafts og tilhlökkunar til starfa. Við höfum séð að þegar aðstæður í efnahagslífinu verða erfiðar, eins og síðustu misseri, að sjávarútvegur er burðarstólpi í íslensku samfélagi og við hjá Brim munum leggja okkar af mörkum til þess að svo verði áfram. Brim stundar ábyrgar veiðar og vinnslu enda er það grundvöllur fyrir því að tryggja til framtíðar trausta atvinnu og byggð á Íslandi.“ 

Brim er sú útgerð sem heldur á mestum kvóta á Íslandi, eða 10,13 pró­sent. Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem á 43,97 pró­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt RE-13 ehf, hefur fengið úthlutað 3,51 pró­sent af öllum afla­heim­ild­um. Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur er að uppi­stöðu í eigu Guð­mundar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent