Guðmundur aftur ráðinn forstjóri Brims

Tæpum níu mánuðum eftir að hafa hætt sem forstjóri Brims hefur aðaleigandi félagsins, Guðmundur Kristjánsson, sest aftur í forstjórastólinn.

Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson.
Auglýsing

Guð­mundur Krist­jáns­son, aðal­eig­andi Brims, hefur verið ráðin for­stjóri félags­ins á ný. Guð­mundur lét að störfum að eigin ósk 30. apríl í fyrra. Nokkrum dögum síðar sagði hann í við­tali við Kast­ljós að það hefði verið vegna þess að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefði til­kynnt honum að það ætl­aði rann­saka meint yfir­ráð hans og tengdra félaga yfir Brim.

Hann sagði að eft­ir­litið hefði gert athuga­­semdir við stöðu mála hjá Brimi alveg frá því að hann tók við for­­stjóra­stólnum í júní 2018. Guð­­mundur upp­­lifði það þannig að Sam­keppn­is­eft­ir­litið væri að elt­­ast við hann per­­són­u­­lega og hann lang­aði til að berj­­ast við það. En skyn­­semin hefði sagt honum að gera það ekki. „Það er ekki hægt að stöðva þróun fyr­ir­tækis út af einum mann­i.“

Auglýsing
Samkeppniseftirlitið sendi frá sér yfir­lýs­ingu í kjöl­farið þar sem það sagð­ist ekki hafa kraf­ist þess að Guð­mundu myndi láta af störfum sem for­stjóri. 

Ekk­ert er fjallað um Sam­keppn­is­eft­ir­litið í til­kynn­ingu Brims til Kaup­hallar Íslands vegna end­ur­ráðn­ingar Guð­mund­ar.

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Guð­mundi að það sé ánægju­legt að vera kom­inn aftur til starfa. „Ég hef nýtt tím­ann vel og kem fullur krafts og til­hlökk­unar til starfa. Við höfum séð að þegar aðstæður í efna­hags­líf­inu verða erf­ið­ar, eins og síð­ustu miss­eri, að sjáv­ar­út­vegur er burð­ar­stólpi í íslensku sam­fé­lagi og við hjá Brim munum leggja okkar af mörkum til þess að svo verði áfram. Brim stundar ábyrgar veiðar og vinnslu enda er það grund­völlur fyrir því að tryggja til fram­tíðar trausta atvinnu og byggð á Ísland­i.“ 

Brim er sú útgerð sem heldur á mestum kvóta á Íslandi, eða 10,13 pró­­sent. Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­vík­­­ur, sem á 43,97 pró­­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­­ur­­fé­lag sitt RE-13 ehf, hefur fengið úthlutað 3,51 pró­­sent af öllum afla­heim­ild­­um. Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­víkur er að upp­i­­­stöðu í eigu Guð­­mund­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent