Faraldurinn í hámarki í Ísrael

Þrátt fyrir að beita „ofurvopnunum“ tveimur; hraðri bólusetningu og hörðum aðgerðum, hefur þriðja bylgja faraldursins í Ísrael nú náð miklum hæðum. Fjórðungur dauðsfalla vegna COVID-19 frá upphafi hafa orðið í janúar.

Tæpleag þrjár milljónir Ísraela hafa þegar fengið fyrri skammtinn af bóluefni Pfizer.
Tæpleag þrjár milljónir Ísraela hafa þegar fengið fyrri skammtinn af bóluefni Pfizer.
Auglýsing

Smit af kór­ónu­veirunni eru nú mun útbreidd­ara í Ísr­ael en áður en bólu­setn­ingar hófust í land­inu fyrir fimm vik­um. Viku eftir að bólu­setn­ing­ar­her­ferðin hófst voru sam­komu- og ferða­tak­mark­anir hert­ar. Staðan í Ísr­ael er til marks um þá löngu og ströngu veg­ferð sem heims­byggðin á fyrir höndum áður en hjarð­ó­næmi næst og hægt verður að láta af þeim fjöl­þættu aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna far­ald­urs­ins.Allra augu bein­ast nú að Ísr­ael því vegna sér­staks samn­ings við lyfja­fram­leið­and­ann Pfizer hafa þegar yfir þrjá­tíu pró­sent þjóð­ar­innar fengið fyrri skammt bólu­efnis fyr­ir­tæk­is­ins gegn COVID-19 og meira en 15 pró­sent báða skammt­ana.

AuglýsingHeil­brigð­is­ráð­herra lands­ins greindi fyrr í vik­unni frá inni­haldi samn­ings­ins sem felur í grunn­inn í sér bólu­efni í skiptum fyrir rann­sókn­ar­gögn. Kostir þess að fram­kvæma rann­sókn sem þessa í Ísr­ael eru m.a. sagðir þeir að heil­brigð­is­kerfið er háþró­að, þjóðin nokkuð fámenn og skipu­lag bólu­setn­inga, með aðstoð hers­ins, ítar­legt.Greint var frá fyrstu nið­ur­stöðum úr for­rann­sóknum tengdum bólu­setn­ingum í Ísr­ael á mánu­dag og sam­kvæmt þeim minnkar hættan af sýk­ingu af völdum kór­ónu­veirunnar mikið þegar eftir fyrri skammt bólu­efn­is­ins og báðir skammt­arn­ir, þ.e. full bólu­setn­ing, veitir betri vörn en búist hafði verið við. Af þeim 428 þús­und manns sem fengið höfðu báða skammt­ana höfðu 63 sýkst af veirunni viku síðar eða 0,014 pró­sent af heild­ar­fjöld­an­um.Daglegur fjöldi smita hefur aldrei verið meiri í Ísrael en undanfarna daga.

En þrátt fyrir yfir­burða­stöðu Ísra­ela í bólu­setn­ingum á heims­vísu hefur þriðja bylgja far­ald­urs­ins skollið á af krafti. 8. jan­ú­ar, aðeins viku eftir að her­ferðin hóf­st, voru því settar á harðar tak­mark­anir á ferða­lög og sam­komur fólks.„Of­ur­vopn­ið“ í bar­átt­unni við COVID-19, eins og hin umfangs­mikla bólu­setn­inga­her­ferð Ísra­ela hefur verið köll­uð, á að tryggja hjarð­ó­næmið eft­ir­sótta á met­tíma og von­ast stjórn­völd til að jákvæð áhrif á efna­hags­lífið verði farin að sýna sig þegar í byrjun mars.

Fleiri alvar­lega veikirEnn sem komið er hafa þó ofur­vopnin tvö, bólu­efni og harðar aðgerð­ir, ekki dugað til að sveigja þriðju bylgj­una niður og staðan á far­aldr­inum er verri en stjórn­völd höfðu von­ast til. Í fyrra­dag greindust tæp­lega 8.000 manns með veiruna, um 9,6 pró­sent allra sem fóru í sýna­töku þann dag­inn. Margir mán­uðir eru síðan slíkur fjöldi smita greind­ist dag­lega í land­inu. Fólki með virkt smit hefur því haldið áfram að fjölga síð­ustu daga og álagið á sjúkra­hús er einnig mjög mik­ið. Fjöldi alvar­lega veikra er að nálg­ast 1.200 og deildir á sumum sjúkra­húsum orðnar full­ar.Í gær voru 393 á gjör­gæslu með COVID-19, þar af 311 í önd­un­ar­vél. Rúm­lega 4.500 manns hafa lát­ist vegna sjúk­dóms­ins í Ísr­ael frá upp­hafi far­ald­urs­ins og hefur fjórð­ungur dauðs­falla verið nú í jan­ú­ar.

Það eru fáir á ferli á flugvöllum Ísraels þessar vikurnar. Mynd: EPAHinar hörðu tak­mark­anir í land­inu sem fel­ast m.a. í lokun allra skóla og versl­un­ar- og þjón­ustu sem ekki er talin nauð­syn­leg, áttu að vera í gildi fram á sunnu­dag. Stjórn­völd vilja nú hins vegar fram­lengja þeim og segja ísra­elskir fjöl­miðlar að eng­inn hafi átt von á því að staða far­ald­urs­ins væri jafn slæm á þessum tíma­punkti og hún er.Er hinar hörðu aðgerðir voru kynntar á fyrstu dögum jan­úar var talað um að þær væru „brú­in“ inn í fram­tíð­ina – þær síð­ustu sem þyrfti að fara í til að hafa betur gegn kór­ónu­veirunni. En svo kom breska afbrigð­ið. Af­brigði veirunnar sem er meira smit­andi en önnur og er þegar orðið það sem oft­ast grein­ist í Ísr­ael þessa dag­ana.

Far­sótt­ar­þreyta í bland við bjart­sýni?En skýr­ing­arnar á upp­sveifl­unni í far­aldr­inum eru fleiri. Talið er að hin svo­kall­aða far­sótt­ar­þreyta sem margir jarð­ar­búar finna fyrir hafi orðið til þess að Ísra­elar fylgja ekki sótt­varna­reglum jafn ítar­lega og áður. Aðrir þættir gætu einnig spilað inn í, svo sem mikil bjart­sýni í tengslum við bólu­setn­inga­her­ferð­ina miklu. Enn fleira gæti mögu­lega skýrt hina snörpu þriðju bylgju í Ísra­el, atriði sem spálíkön tóku ekki til­lit til.Lík­legt er talið að far­ald­ur­inn væri á enn verri stað í land­inu ef bólu­setn­ing væri ekki hafin af krafti. Sömu­leiðis má leiða líkum að því að bylgjan væri enn svæsnari ef ekki hefði verið gripið til hinna hörðu aðgerða í byrjun jan­ú­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent