Laumu-landverndari sem vill okra á stóriðju?

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, skrifar um umræður sem áttu sér stað á Alþingi á fimmtudag.

Auglýsing

Í umræðu um stór­iðju á Alþingi á fimmtu­dag (28. jan­ú­ar) sagði máls­hefj­and­inn, Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins:

„Ég hef verið þeirrar skoð­unar að okkar mesta fram­lag til lofts­lags­mála á heims­vísu hafi verið fram­leiðsla á umhverf­is­væn­asta áli í heimi. Ég full­yrði að ekki er til grænna ál í heim­inum en það sem er fram­leitt hér á landi með end­ur­nýj­an­legri orku.“

Raunar gæti þessi full­yrð­ing alveg eins átt við Nor­eg, en það er önnur saga.

Auglýsing

Þegar við berum niður aðeins síðar í ræðu Berg­þórs, þá segir hann: „Ekki ætla ég að standa hér og halda því fram að raf­orka skuli afhent fyr­ir­tækj­unum á útsölu­prís,“ en segir sig skilja stra­tegísk samn­inga­út­spil beggja aðila og dregur þá ályktun „að með heldur ákveðnum hætti sé gengið fram hvað það varðar að ná fram verð­hækk­unum í raf­orku­sölu­samn­ingum eða við­halda ósjálf­bæru verð­i“.

Hér er þungt reitt til höggs og spyrja verður hverjir þessu óprút­tnu aðilar eru sem vilja okra á helstu bjarg­vættum gegn ham­fara­hlýnun hér á landi, stór­iðju­hring­un­um.  Berg­þór er ekki í vafa og seg­ir: „Hópar sem margir hverjir hafa lít­inn skiln­ing á verð­mæta­sköpun hafa gengið fram með þeim hætti að aug­ljóst er að þeir vilja fyr­ir­tæk­in, hið minnsta sum þeirra, í burt.“ 

Senni­lega á Berg­þór ekki við Rótarý í Stykk­is­hólmi heldur nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin vondu fyrir sunn­an. Hann bætir við og seg­ir:

„Auð­vitað er hinum ýmsu félaga­sam­tökum og ein­stak­lingum frjálst að hafa allt á hornum sér gagn­vart þessum mik­il­væg­ustu orku­kaup­endum lands­ins. En þegar skila­boð stjórn­valda virð­ast á löngum köflum vera þau að stuðn­ingur við slíka starf­semi sé horf­inn, þá versnar í því.“

Með öðrum orð­um: Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök sem skortir skiln­ing á verð­mæta­sköpun mega hafa mál­frelsi en það má ekki leiða til að stuðn­ingur rík­is­sjóðs við orku­kaup­endur minnki.

Kenn­ingin er þessi: Hand­hafi hluta­bréfs rík­is­ins í Lands­virkj­un, sjálfur fjár­mála­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, er orð­inn laumu-land­vernd­ari og hann hefur falið Herði Arn­ars­syni að fylgja slíkri stefnu, enda sé hann nú alræmdur fyrir óhóf­legar arð­sem­is­kröfur með þeim afleið­ing­um, að „mestar fréttir [hafi] borist af því að fyr­ir­tækin kveinki sér undan upp­færðum raf­orku­sölu­samn­ing­um.

Þessi stefna sé óhæfa, enda séu álverin hér á landi „með hvað lægsta kolefn­is­fót­spor álfyr­ir­tækja í heim­in­um“.

Stað­reyndin er sú að öll álver alls staðar í heim­inum verða að hætta allri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Þetta skilja eig­endur Fjarða­áls og Ísals í Straums­vík, Alcoa og Rio Tinto. Þeir hafa nú ásamt Apple og stjórn­völdum í Kanada hafið bygg­ingu álvers í Montréal sem ekki brennir kol­araf­skautum til að bræða ál. Mark­miðið er að nýta þessa nýju tækni til að byggja ný álver en ekki síður til að end­ur­nýja þá tækni sem hefur verið nýtt í áliðn­aði frá árinu 1886. Fram­tíðin er kolefn­is­hlut­leysi og til þess þurfum við kolefn­is­frí álver, líkt og Líneik Anna Sæv­ars­dóttir benti á í gær. Ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. 

Ekki skal van­met­inn áhugi Mið­flokks­manna á lofts­lags­málum en það er því miður mis­skiln­ingur hjá Berg­þóri að minna kolefn­is­spor álvera á Íslandi sam­an­borið við álver í Kína geti talist við­un­andi eða „um­hverf­is­vænt“. Svo er ekki.

Í sept­em­ber sl. lýsti for­seti Kína, Xi Jin­p­ing, því yfir að Kína stefndi á kolefn­is­hlut­leysi árið 2060. Þetta er fyrsta lang­tíma­á­ætlun Kína í lofts­lags­mál­um, og þýðir að árið 2060 mun losun koltví­sýr­ings í Kína verða núll eða – sem er lík­legra – drag­ast veru­lega sam­an, og að magn þess kolefnis sem er umfram núll-losun verði fjar­lægt úr and­rúms­loft­inu með ein­hverjum hætti. Gefur auga leið að ný tækni til að bræða ál á eftir að kosta minna en að fjar­lægja allt það kolefni sem núver­andi tækni veld­ur.

Höf­undur er for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar