Mikilvægi þess að hafa rétt til tjáningar um lífsreynslu

Matthildur Björnsdóttir fjallar um áhrif áfalla í æsku í aðsendri grein.

Auglýsing

Ég frétti fyrir nokkrum vikum síðan að það væri rann­sókn í gangi á Íslandi sem fjallar um hvaða áhrif það hefur á konur að vera ætlað að bæla alla erf­iða reynslu varð­andi það að fæða börn í heim­inn.

Ég ákvað þá að deila þeim hluta sögu minnar sem er um upp­lifun á bæl­ingum til þögg­unar á líð­an. Sú saga er smá dæmi um lang­tíma­af­leið­ingar þess að mega ekki segja frá.

Um aldir var hvorki sam­eig­in­legur skiln­ingur né sam­þykki um tján­ingu um hinar dýpri til­finn­ingar í mann­kyni. Og það allra síst að það gæti verið óánægja í konum að verða barns­haf­andi og fjölga mann­kyn­inu. Hvað þá að það gæti verið mögu­legt að for­eldrar gætu mis­notað börn sín.

Auglýsing

Dæmin eru um hvað það geri í innra lífi og lík­ama mann­vera, ekki bara kvenna heldur beggja kynja, að vera kraf­inn um að þegja og bæla. En hér er áherslan á það fyrst og fremst varð­andi kon­ur. Áhrif bæl­ingar til­finn­inga sem ekki mátti tjá og sem þá lenda sem lang­tíma­geymsla í lík­am­an­um, í kerfum lík­am­ans eins og ég hef upp­lifað en mér var oft bannað að sýna tár.

Reynsla sem konur máttu ekki og gátu ekki tjáð sig um, fyrr en við­horfin fóru að mýkj­ast um slíka tján­ingu.

Það hafa verið þó nokkrar greinar í blöðum á net­inu und­an­farin ár um erf­iða lífs­reynslu yngri kyn­slóð­ar­innar á Íslandi. Það er ljúft fyrir mig að sjá að nú megi tjá sig um slíkt opin­ber­lega. Og að mínu áliti er það mikil bylt­ing frá þeim tímum sem ég var ung á Íslandi, fædd um miðja síð­ustu öld.

Mann­verur eru ekki staðl­aðar en þannig var álitið

Þegar ég hafði sagt það við vini um árið og þá meina ég fyrir nærri fimm­tíu árum síðan að barnið í móð­ur­lífi myndi hafa upp­lifað van­sælu mína, þá var mér sagt að það gæti ekki ver­ið. Hvernig gæti annað ver­ið? Þar sem lík­ami barns er þá hluti af þínum lík­ama. Og hér í Ástr­alíu stað­festi læknir það að stress móður á með­göngu og eftir hefði áhrif á og í barn­inu. Svo að stressið í kon­unni sem ég kom frá var auð­vitað eins.

Lífs­reynsla er auð­vitað heill heimur af alls­konar atvik­um. En um sumt af þeim hafa sam­fé­lögin kraf­ist þögg­unar um ald­ir, af því að það hent­aði ekki að opna sam­fé­lagið fyrir öllum þeim til­finn­ing­um. Og margir, ef ekki allir eða flestir af eldri kyn­slóðum hafa lifað við slíkar kröfur um að þegja yfir sinni erf­iðu og flóknu lífs­reynslu.

Tján­ing um lífs­reynslu hefur trú­lega alla­vega tvenns­konar gagn og mark­mið. Það er í fyrsta lagi fyrir við­kom­andi að koma henni í orð og út. Og létta þannig á því sem inni fyrir býr frá slæmri lífs­reynslu. Reynslu sem er og hefur verið byrð­i. ­Byrði sem þarf að kom­ast út í ljósið til rök­rænnar og til­finn­inga­legrar vinnslu, svo að sárin skapi ekki lang­tíma­vanda­mál and­lega, til­finn­inga­lega, eða lík­am­lega eins og verið er að við­ur­kenna af lækna­vís­indum á síð­ari tím­um. Svo er auð­vitað meiri til­gangur í tján­ing­unni ef reynslan gefur öðrum inn­sýn til að læra af því sem tjáð er. Eða bara vita að þau hafa ekki verið ein um að hafa slíka reynslu. Ég hef heyrt marga varpa önd­inni léttar við að læra um aðra sem hafa upp­lifað það sama og þau.

Svo er það köf­unin

Ferlið í að finna orðin fyrir reynslu sem lík­am­inn hefur geymt í langan tíma er líka byrj­unin á heilun og dýpri skiln­ingi á þeim atrið­um.

Það getur þó tekið suma langan tíma að fá slíkan orða­forða og opnun fyrir sig og í sér. Það var til­fellið með mig af ótal óvenju­legum ástæð­um. Og það ekki síst í máli eins og því íslenska vegna þess að þetta mál er ansi fátækt af til­finn­inga­legum orðum eins og íslensku­kenn­ari í MH við­ur­kenndi fyrir mér um árið.

Svo er tján­ingin frá köf­un­inni auð­vitað mik­il­væg til að læra enn meira um hið ríka lit­róf til­finn­inga sinna sem er kjarn­inn þess að geta lifað öllu sínu eigin til­finn­inga­lífs-lit­rófi. ­Til­finn­ingar voru séðar á sér­kenni­legan hátt á mínum tím­um. Og tján­ing um til­finn­ingar varð­andi getnað og með­göngu voru undir þungu fargi kröfu þögg­un­ar. Þau að mínu mati voru tengd við álit trú­ar­bragða sem kaus að staðla kynin og ákveða hvernig hlut­irnir ættu að vera. Það var eng­inn mögu­leiki á fjöl­breytni um hugs­anir um slík mál.

Bældar til­finn­ingar eru orka sem hlað­ast upp

Ég heyrði konur ekki tala um löngun í börn á þeim árum. Kon­urnar í kring um mig voru lík­lega konur sem höfðu aðrar þrár en barn­eign­ir, og áttu auð­velt með að verða barns­haf­andi. Svo að það var hluti af nátt­úr­unni sem gat verið burt­séð frá hvort það var í raun löngun í barn. Það gæti trú­lega hafa verið frá því að mömmur þeirra og ömmur áttu erfitt með sínar með­göngur vegna fátæktar og ann­arra vanda­mála. Og enga lækn­is­hjálp að fá.

Ég lifði við þann þögg­un­ar­arf vegna hegð­unar móður í því ástandi. Konan sem fæddi mig í heim­inn var ekki glöð þegar hún var þunguð af mér. Seinna þegar ég var tíu ára og svo aftur tólf ára þá vitn­aði ég komu tveggja síð­ustu systra bæt­ast í hóp­inn.

Ef við berum við­brögð við komu þeirra saman við það sem ger­ist í dag eins og í þátt­unum „Eitt barn fæð­ist á mín­útu hverri“, eða „One born every minu­te“ eins og þátt­ur­inn kall­ast á ensku, þá voru þau í meira lagi und­ar­leg.

Ég skildi ekki fyrr en löngu seinna hvað slíkt gleði­leysi við komu fínna heil­brigðra barna gerði mér hið innra. Það er af því að þegar maður er svo háður þeim sem fæddu mann í heim­inn þá er slíkt á sinn hátt eins og gildra.

Slík hegðun for­eldra fer þá hár­fínt fram­hjá manni sem barni og ung­lingi. And­rúms­loftið situr samt auð­vitað í manni. Þögul skila­boð á öldum orkunnar sem segja að það að fæða börn í heim­inn sé ekki af neinu mik­il­vægi, né gleði.

Hin ósýni­lega en þunga orka bæl­inga

Hin nei­kvæða orku­hleðsla hins óvel­komna getn­aðar getur verið á þessa leið. Og var á þessa leið við komu mína í heim­inn. ­Getn­aður ger­ist. Konan er van­sæl. Hana dreymdir um starfs­frama. Skömmin og smánin í þeim kring­um­stæðum að verða barns­haf­andi án þess að hafa sagt já við prest og mann við alt­ari, lét hana verða að fara í felur með þung­un­ina. Það var smán. Smán sem sat í lík­ama mínum þangað til ég náði að skilja það og ákveða að kveðja þá sekt. Það var auð­vitað löngu fyrir tíma þess að þung­un­ar­rof væru leyfð.

Þar af leið­andi fóru þær til­finn­ingar auð­vitað sem orka óvildar inn í barn­ið. Það eru fyrstu skammt­arnir af þeirri ósýni­legu nei­kvæðu orku hleðslu sem fara inn í lík­ama barns­ins. Hin innri skila­boð um að vera ekki vel­kom­inn í líf þess­arar konu er auð­vitað þung orka. Ekki sú létta og ljúfa sem fylgir ást og því að vera fyr­ir­fram óskað eftir og vel­kom­inn. Þetta dæmi á ekki bara við um mig og mitt líf, heldur millj­ónir ann­arra.

Fæð­ing fyrir rúmum 73 árum í heima­húsi

Fæð­ing sem tók 72 tíma. Barnið fædd­ist með mjöðm úr liði. Sú sem fæddi það í heim­inn yfir­gaf barnið svo til að fara til ann­ars lands. Það var af því að henni og þeim manni sem hún hafði mökin við var skipað að gift­ast.

Barnið end­aði í sjúkra­húsi á tímum þegar eng­inn skiln­ingur var á til­finn­inga­legum þörfum ungra barna fyrir að hafa þá nán­ustu hjá sér. Sem sam­kvæmt nútíma­skiln­ingi er slæmt. Neðra heila­hvolfið fær ekki þá örvun sem er nauð­syn­leg og tefur þroska þess.

Barnið var í gæslu ömmu og afa fyrstu tvö til þrjú árin. Einn dag kemur þessi kona svo sem fæddi hana í heim­inn og tekur hana til þess ann­ars lands sem hún hafði komið frá til að ná í hana. Og sál­fræð­ingur sagði mér barn myndi upp­lifa slíkt sem mikið áfall. Ólýs­an­leg reynsla sem barnið getur auð­vitað ekki gert neitt við. Til­finn­ing­arnar fara í óað­gengi­leg hólf í heil­an­um.

Barnið hefur enga teng­ingu við þessa konu sem fæddi það í heim­inn, eða fær neitt í heil­ann sem geymir reynsl­una um ferð­ina. Það fær heldur ekki neitt í heila­búið til að muna neitt um dag­ana í nýju landi og umhverfi, og skilur auð­vitað ekki málið sem er tal­að. Barnið hefur auð­vitað enga mögu­leika til að hafa hugsun um það þá. Ekk­ert fest­ist í þeim hluta heil­ans sem geymir minn­ingar og myndir frá lífs­reynslu þess. Teng­ingar á milli lægri og efri hluta heil­ans eru ekki virk­ar. Það var auð­vitað vegna skorts for­eldra á áhuga fyrir þroska henn­ar, og þeirra tíma hæfn­is­leysi og þekk­ing­ar­leysi til að skilja mik­il­vægi slíks fyrir ung börn. Það að grunn­þörf fyrir þróun heila­búa þeirra sé að for­eldrar kunni að lesa til­finn­ingar barna sinna um það sem var að ger­ast í lífi þeirra og umhverfi. Engin nánd­ar­teng­ing hafði gerst á milli hennar og for­eldr­anna.

Annað tíma­bil um þessar bæl­ingar

Það er ansi sér­kenni­legt að vita rök­lega að við fluttum til Íslands árið 1954 en hafa enga minn­ingu um neitt af því. Það stað­festir hið mikla tóma­rými í sam­band­inu í fjöl­skyld­unni. Það er lík­ami sem hafði verið færður eins og peð á tafli í svo mörg ár án tján­ingar sem myndu skilja myndir og annað eftir í heila­bú­inu.

Eftir fjögur ár í öðrum löndum fluttum við til baka til Íslands. Fyrsta barn­ið, ég sem hafði verið færð eins og peð á tafli í mörg ár, fékk enga glóru í heil­ann þó að ég væri þriggja ára þegar næsta systir fædd­ist né þegar lík­ami minn var fimm ára, að enn eitt nýtt barn væri í vændum og bætt­ist við, og það í tveim mis­mun­andi lönd­um. Hvar var ég? Ég, eða lík­ami minn var sjö ára þegar við snerum til baka til Íslands. En ég hef ekk­ert í heil­anum um þá ferð né neitt ann­að, og veit ekki heldur hvort neinir tóku á móti okkur við kom­una, eða hvort við ferð­uð­umst í flug­vél eða á skipi.

Það er sem engin gleði hafi verið í þeim stað­reyndum að við vorum þrjár þá. Þjón­usta við nauð­ung­ar­gift­ingu og kyn­hvöt virð­ist hafa ráðið ferð­inni.

Svo er spurn­ing hvort að und­ir­liggj­andi ástæður hafi hugs­an­lega verið þjón­usta við þörf þjóð­ar­innar fyrir fjölg­un? En ekki neinar til­finn­ingar í gangi um að hlakka til að eign­ast börnin og kynn­ast þeim. Ég lýsi reynslu minni eins og ég hef lært að sjá hana í stærri mynd­inni eftir á. Svo auð­vitað einnig vegna þarfar til að kafa í feril lífs míns. Það lenti ekki í hinu staðl­aða formi sem þjóð­fé­lagið ætl­að­ist til.

Að minni sýn núna var því einnig stýrt alla­vega að miklum hluta af þeim aðilum trú­ar­bragða sem skáld­uðu um lífið út frá eigin henti­semi, og vildu sjá mann­kyn og hegðun þess staðl­aða. Og eins og ég sé þau við­horf, voru þau hugsuð frá trú sem byggð var á lífi dýra.

Dýr hafa ekki drauma um starfs­frama, það hefur mann­kyn hins­veg­ar. Og það þeim mun meira sem iðn­væð­ing og tæki­færi birt­ust til að nota heilabú og hæfi­leika komu til sög­unnar á þeim tím­um. Og það eru ekki allir fyrir það eitt að fjölga genum sín­um, sumir kjósa að sleppa því alger­lega.

Tíma­mót nýs skiln­ings

Það fer allt í hul­iðs­heima eins og greint er frá í bók­inni „The Power of Showing up“ eftir Daniel J Siegel, MD og Tina Payne Bryson, PhD.

Höf­undar bók­ar­innar segja að það sé ekki barn­inu að kenna hvað því sé gert rangt og slæmt. Þó kemur fram að hægt sé að breyta hlut­unum fljótt eftir að barnið fer að heim­an. Það tæki­færi var þó ekki fyrir hendi í mínu til­felli. Og engin þekk­ing, við­horf né tæki­færi til staðar á Íslandi minna tíma.

Í þessu til­felli kom það tæki­færi til að skilja slíkt ekki fyrr en ég flutti til Ástr­al­íu. Flutn­ingur huga og lík­ama sem gáfu tæki­færi fyrir ótal til­finn­ingar og orku úr iðrum mínum að rísa frá löngu liðnum tím­um.

Það tæki­færi kom of seint fyrir mig og börnin sem ég fæddi í heim­inn. Þó að betra sé seint en aldrei til að læra meira um veru­leik­ann.

Áhrif þess dulda á hið innra sem kemur upp ára­tugum síðar

Nei­kvæð orku­hleðsla frá erf­iðum lang­tíma­til­finn­ingum var ekki til í þessu máli á mínum tímum á land­inu. Það er mik­il­vægt hug­tak, af því að það lýsir því sem ger­ist þegar mann­veran sem barn eða ung­lingur er alger­lega ófær um að verja sig eða standa upp fyrir sjálfu sér í slæmum kring­um­stæð­um. Eins og til dæmis þegar slæmum orðum er hellt yfir það í gegnum árin og engin vitni til þeirra orða nema þol­andi. Nei­kvæðir orku­skammtar sem ekki var eða er hægt að vinna úr í augna­blik­inu, né næstu ár og ára­tugi.

Þá sér björg­un­ar­kerfið í und­ir­vit­und­inni um að demba þeirri orku inn í lík­amann, og setja hana ein­hvers stað­ar. Á stað sem við­kom­andi hefur ekki einu sinni tæki­færi til að hafa glóru um hvar er, né getur náð í þær. Þær til­finn­ingar finna þá leið til hlið­ar­spora eða rása hið innra. Þær fara þangað sem þær finna góða boð­leið. Af því að þær fá ekki að vera tjáðar eins og nátt­úran reiknar með. Stig og gráður til­finn­inga­legra tján­inga er lík­leg til að lækka í sumum kring­um­stæð­um, en hækka í öðr­um.

Þær tvær bækur sem hafa varpað hvað mestu ljósi á hvað vant­aði í lífi mínu sem barns og ung­lings eru „The Body Keeps the Score“ eftir Bessel Van Der Kolk. Lík­am­inn geymir reynsl­una, sem Daniel J Siegel, MD og Tina Payne Bryson, PhD, tala líka um í bók sinni „The Power of Showing up“. Þau leggja áherslu á mik­il­vægi þess að for­eldrar lesi til­finn­ingar barna af mik­illi nákvæmni og nær­færni, inn­sæi og skiln­ingi. Um leið og þau við­ur­kenna að for­eldrar hafi líka öðrum hnöppum að hneppa.

Lest­ur­inn skýrði fyrir mér afleið­ingar þess að hafa ekki upp­lifað þann til­finn­inga­lestur í mér sem þau tala um. Það eru allt hleðslu­at­riði bæl­inga til langs tíma.

Lestur for­eldra á til­finn­ingum barna sinna eru hin mik­il­vægu atriði fyrir börn til að öðl­ast góða til­finn­ingu um eigið virði og til að öðl­ast „til­finn­inga­legan þroska“. Hug­tak sem ég heyrði ekki fyrr en eftir að koma til Ástr­alíu þegar bók kom út með þeim titli.

Bók Dani­els og Tinu stað­festi og sýndi mér fleiri smá­at­riði sem ég hafði ekki fengið á mót­un­ar­árum eða síð­ar. Það var trú­lega vegna þess að þessi fræði höfðu ekki komið fyrir augu almenn­ings. Hin almenna félags­lega hlið var það sem ríkti án djúprar per­sónu­legrar nánd­ar, og var það sem ég upp­lifði í umhverfi mínu. Ég tel að slíkt hafi verið séð sem nægt atlæti á þeim tím­um. Þar af leið­andi hafa margir ein­stak­lingar lært að þagga allt erfitt nið­ur.

Bók Sæunnar Kjart­ans­dóttur „Árin sem eng­inn man“ er líka meiri­háttar lestur um mik­il­vægi þess að for­eldrar lesi og sinni til­finn­inga­legum þörfum barna sinna.

Svo er það stað­reynd að hlut­verk blóra­bögg­uls er aldrei auð­velt. Mis­tök sem end­uðu draum kon­unnar um starfs­frama sem varð barns­haf­andi gegn eigin vilja eða óskar, og gerð­ist í stund­ar­kæru­leysi nautn­ar.

Það barn getur ekki orðið annað en lang­tíma­blóra­bögg­ull, af því að til­vist þess er hin eilífa áminn­ing um það stutta augna­blik sem eyði­lagði draum­inn. Blóra­bögg­ull­sá­standið situr í því þangað til að það vaknar til að enda þá stöðu.

Skugg­arnir sem sitja í lík­am­anum frá íhalds­sömum við­horfum og van­þekk­ingu

Ástæð­urnar fyrir þess­ari algeru hundsun á mér sem barni voru trú­lega tvær. Dæmið var rangt fyrir þau sem ein­stak­linga, og engin þjálfun var veitt þá í að lýsa eigin til­finn­ingum fyrir sjálfum sér eða öðr­um. Og for­eldrar höfðu öðrum hnöppum að hneppa, vinnu á einn veg­inn, og áhugi fyrir nýja land­inu á hinn. For­eldr­arnir voru með sína eigin stóru skammta af bæl­ing­um, sem ég fékk auð­vitað líka í svo­kall­aðan orku­arf með því sem bætt­ist á og í mig í nei­kvæðum athuga­semdum um útlit mitt og til­veru í gegnum árin.

Lestur á til­finn­ingum barna var trú­lega ekki einu sinni orð eða hugsun í mál­inu á þeim tím­um. Voru þau hugs­an­lega ekki séð sem eitt­hvað sem þörf væri á að kenna fólki?

Þegar til­finn­ingar for­eldra eru líka hunds­aðar af for­eldrum þeirra þá fer margt í und­ir­heima. Það má kannski líkja því við að vængir þeirra hafi verið brotnir og þá halda for­eldrar áfram að brjóta vængi barna, eða þeirra sem þeim líkar ekki til­vistin á. Til­finn­ingar fara í aðrar rás­ir. Og ekki neitt rými fyrir hendi til að skilja og vinna með til­finn­ingar barn­anna. Lög frum­skóg­ar­ins í sam­fé­lag­inu séð sem nóg.

Hin lærða nið­ur­staða eftir öll þessi ár

Það sem ég vitn­aði í sam­fé­lag­inu um slæma reynslu, og að vera með til­finn­inga­semi, var að það var hvorki skiln­ingur né einu sinni vilji til að við­ur­kenna til­finn­ingar mín­ar. Hvað þá að sú stað­reynd væri skilin að erfið til­finn­inga­leg reynsla hyrfi ekki „si svona“ eins og eyð­ing­ar­takki á tölvu gerir þegar ýtt er á hann um leið og slæma atvikið gerð­ist. Það var og er þægi­leg rétt­læt­ing fyrir þá sem vildu og vilja ekki þurfa að hugsa um orð sín.

Sem betur fer eru hin hug­lægu vís­indi að afhjúpa þá afneitun nú á tím­um. Sá sann­leikur að það sé mik­il­vægt að tjá sig um að vera með­tek­inn í land­inu. Og þjóðin byrjuð að skilja tjónið af kröf­unni um þögg­un­ina.

Bæði kynin hafa auð­vitað fengið þá kröfu um að þegja. Karl­mönnum var líka skipað að halda til­finn­ingum sínum fyrir sig, til að sýna sig sem alvöru karl­menn. Sem er auð­vitað slæm teg­und mis­notk­un­ar. Ég veit auð­vitað meira um til­finn­inga­legu teng­ing­arnar um þögg­un­ar­kröf­urnar sem varða kon­ur. Þó að ég skilji auð­vitað að sú krafa til karla hefur valdið ótal ófyr­ir­séðum vand­ræðum og sárs­auka í heim­in­um, sem og í sam­skiptum kynj­anna.

Sorg­leg og van­hugsuð kenn­ing sem sett var inn í heilabú karl­kyns fyrir mörgum öld­um. Og margir eru því miður að lifa þann veru­leika og trú í sér enn þann dag í dag.

Þögg­un­ar­krafan hvað varð­aði tján­ingu um erf­ið­leika í með­göngu og eftir hana var frá þeirri trú að konur yrðu að „bera harm sinn í hljóði“ til að þjóna þjóð­inni með því að fjölga henni sem átti auð­vitað líka við um óþæg­indi fyrir bæði kyn að sjá sem dyggð að halda fyrir sig.

Konur áttu ekki að afsanna kenn­ingar presta með því að tjá hið gagn­stæða við það sem þeir höfðu haldið fram um reynslu barns­haf­andi kvenna. Álit sem ég sé þannig að þeir töldu sig skilja út frá þessu með dýr­in.

Það var séð sem guð­last að segja eitt­hvað nei­kvætt gegn því áliti þeirra að konur upp­lifðu alltaf himna­rík­is­sælu við að vera með barni. Álit án rann­sóknar inn í sann­leika kvenna.

Ég sé núna sem 73 ára gömul hvernig slík þögg­un­ar­krafa rað­að­ist hið innra í heila­búið mitt. Og lærði að kerfin mín fundu leiðir til að fara fram­hjá afleið­ingum þeirrar van­rækslu í aðrar áttir og að nota það sem seinna voru góðir hæfi­leikar fyrir ann­að.

Afleið­ingar þess að vera svo sjálfri ýtt í að finna mann og skaffa þegna af þeim konum sem settu virði mitt sem mann­veru á núll, þegar heilabú mitt og sál voru engan veg­inn komin á réttan stað í mér til að vita hvað ég vildi gera við líf mitt. Sú skipun átti sér auð­vitað rætur í mjög van­þroskuðum hugum kvenna sem skildu ekki mik­il­vægi réttar kvenna til sjálf­ræðis um líf sitt.

Né höfðu þær neina hug­mynd um hvað það gerði tauga­kerfi ungrar konu með hrein­lega ekk­ert sjálf­virði. Ég hafði ekk­ert í mér til að neita full­yrð­ingum þeirra um fram­tíð mína. Full­yrð­ingar sem voru nei­kvæðir spá­dómar um mig sem fólust í þessum hræði­legu árásum þegar þær helltu þeim hat­urs­fullu orðum að mér. Orðum sem ég lærði ekki að skilja hvers konar tjón hafði skapað og orðið fyrr en meira en hálfri öld síð­ar. Sú stað­reynd varð mér þá fyrst ljós við að lesa bók­ina „The Power of Showing up“ sem ég hef nefnt fyrr í þess­ari grein. Stelpur víða um heim eru enn að lifa slík við­horf.

Ég er að fara í gegnum mjög óvæntar lang­tíma­leifar í mér núna í ell­inni. Það var mjög óvænt ferli að upp­lifa hvernig til­finn­ing­ar, sem höfðu verið bældar mest alla ævina, skriðu svo upp, eins og úr leyndum hólfum við réttar athuga­semdir fólks. Og líka við að sjá kvik­myndir um líf­ið.

Við komu mína hingað vissi ég að ég yrði að vinna í sjálfri mér og laga mína brotnu vængi. Ég fann rétta aðila fyrir mig eftir heim­sókn til Íslands fimm árum frá brott­för, sem stað­festi það enn frekar fyrir mér. Með­ferð sem fólst í hreinsun á orku­hjúpum sem og við­horf­um. Aðferðum sem ger­breyttu svo mörgu til góðs í lífi mínu sem leiddi til þess að ég náði að finna mig og til­gang minn.

Þá, eins og áður er sagt, voru greini­lega samt djúp atriði sitj­andi í und­ir­heimum lík­ama míns. Veru­leika­mynd sem heim­ur­inn hafði ekki haft svör fyrir árið 1993 sem ég fór í yfir­haln­ing­una. Svör sem svo birt­ust frá tveimur aðilum á árinu 2017, 2019 og til dags­ins í dag.

Ég tel að afleið­ingar bæl­inga séu að gerj­ast hjá mun fleirum en nokkurn grunar og sumir geta kannski ekki melt hvað sé að hrær­ast innra í þeim. Elli­heim­ilin í öllum heim­inum gætu verið full af fólki sem upp­lifir slíkt á einn veg eða ann­an. Þær gömlu til­finn­ingar sem gætu birst í óvæntum tárum og sorg. Og þær og þau hefðu öll gott af að fá hjálp til að tjá sig um kröfur um þögg­un.

Ég verð að taka fram að ég skrifa þetta út frá eigin reynslu, inn­sæi og upp­lifun en ekki sem sér­fræð­ingur frá háskóla. Bara skóla míns eigin lífs og lestri bóka sem hafa stað­fest það sem ég upp­lifði og vitn­aði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar