Hagnaður Íslandsbanka tvöfaldaðist á síðasta ársfjórðungi

Íslandsbanki hagnaðist um 3,5 milljarða króna á síðasta fjórðungi ársins 2020. Það er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tímabili árið á undan.

Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka
Auglýsing

Rekstr­ar­nið­ur­staða Íslands­banka var þokka­lega góð á síð­asta árs­fjórð­ungi, en bank­inn skil­aði tvö­falt meiri hagn­aði heldur en á sama tíma­bili árið á und­an, þrátt fyrir að minni munur hafi verið á inn- og útláns­vöxtum og meiri virð­is­rýrnun hafi orðið á útlánum bank­ans. Hagn­aður síð­asta árs var hins vegar nokkuð minni heldur en árið 2019, og gæti þar spilað inn mikil rýrnun á virði útlána­safns bank­ans.

Þetta kemur fram í árs­fjórð­ungs­upp­gjöri og árs­reikn­ingi Íslands­banka sem voru birt á vef Kaup­hall­ar­innar fyrr í dag. Sam­kvæmt árs­fjórð­ungs­upp­gjör­inu var 2,5 pró­senta munur á inn- og útláns­vöxtum bank­ans í lok síð­asta árs, sem er minni munur en á sama tíma­bili árið 2019. Útlán bank­ans voru hins vegar tölu­vert meiri í fyrra, svo vaxta­tekj­urnar voru svip­aðar á báðum tíma­bil­um.

Minni stjórn­un­ar­kostn­aður og miklar fjár­muna­tekjur

Stjórn­un­ar­kostn­aður bank­ans var þó minni í fyrra, en sam­kvæmt bank­anum er það vegna hag­ræð­ing­ar­að­gerða síð­ustu tíma­bila og breyt­inga í rekstri vegna heims­far­ald­urs­ins. Þar að auki græddi bank­inn tæpar 800 milljón króna af fjár­fest­ingum sín­um, en í til­kynn­ingu bank­ans segir að sá hagn­aður skýrist að hluta til af hag­felldum ástæðum á verð­bréfa­mark­að­i. 

Auglýsing

Minni hagn­aður en árið 2019

Hagn­aður árs­ins hjá Íslands­banka eftir skatta var hins vegar 6,8 millj­arðar og er það tæp­lega tveimur millj­örðum krónum minni hagn­aður heldur en árið 2019. Helsta ástæða þess er umfangs­mikil virð­is­rýrnun bank­ans, en hún nam 8,8 millj­örðum króna í fyrra miðað við 3,5 millj­arða króna árið 2019. 

Meiri vaxta­tekjur en minni þókn­ana­tekjur

Líkt og á fjórða árs­fjórð­ungi vó mikil aukn­ing í útlánum gegn minni vaxta­mun milli ára og dróg­ust því hreinar vaxta­tekjur ekki sam­an. Þvert á móti juk­ust þær um 1,7 pró­sent milli ára, eða um rúman hálfan millj­arð króna. Þókn­ana­tekjur bank­ans minnk­uðu hins vegar lít­il­lega milli ára, en sam­kvæmt til­kynn­ingu Íslands­banka má að mestu rekja hana til minni korta­veltu í kjöl­far COVID-19.

15,6 pró­sent lána­safns­ins í útlána­hættu

Vegna far­ald­urs­ins metur bank­inn það svo að stór hluti eigin lána­safns, eða 15,6 pró­sent, sé í svo­kall­aðri útlána­á­hættu, þar sem óvíst er hvort óvíst er hvort það tak­ist að greiða þau aft­ur. Til sam­an­burðar voru ein­ungis 2,6 pró­sent lána­safns­ins í útlána­á­hættu árið 2019. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent