Arion banki hagnaðist um 12,5 milljarða og ætlar að skila 18 milljörðum til hluthafa

Eiginfjárgrunnur Arion banka jókst um 28 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. Bankinn náði að vera yfir markmiði sínu um arðsemi eigin fjár á síðasta ársfjórðungi.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Arion banki hagn­að­ist um 12,5 millj­arða króna á árinu 2020 og arð­semi eigin fjár var 6,5 pró­sent hjá bank­an­um. Það er undir mark­miði hans, sem er tíu pró­sent arð­semi á eigið fé. Hagn­að­ur­inn er rúm­lega ell­efu sinnum hagn­aður árs­ins 2019, þegar hann var 1,1 millj­arður króna. Hlut­hafar bank­ans munu njóta góðs af þess­ari stöðu. Til stendur að kaupa eigin bréf fyrir 15 millj­arða króna og greiða út þrjá millj­arða króna í arð. Með því verður 18 millj­örðum króna skilað í vasa hlut­hafa á grund­velli frammi­stöðu Arion banka á síð­asta ári. 

Auglýsing
Bankanum gekk mjög vel á síð­asta árs­fjórð­ungi árs­ins og var hagn­aður hans þá 5,8 millj­arðar króna. Hagn­aður af áfram­hald­andi starf­semi var 56 pró­sent meiri á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins 2020 en á sama tíma árið á und­an. Arð­semi eigin fjár á fjórða árs­fjórð­ungi var 11,8 pró­sent og þar með yfir mark­miði Arion banka. 

Þetta kemur fram í afkomutil­kynn­ingu sem birt var í Kaup­höll Íslands síð­degis í dag sam­hliða því að árs­reikn­ingur Arion banka fyrir síð­asta ár var gerður opin­ber.

Eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans var 27 pró­sent um nýliðin ára­mót og hlut­fall almenns eig­in­fjár­þáttar 1 var 22,3 pró­sent þegar tekið hefur verið til­lit til áður­nefndrar til­lögu stjórnar um arð­greiðslu kaup á eigin bréf­um. Heildar eigið fé nam 198 millj­örðum króna í árs­lok 2020, sem er átta millj­örðum krónum hærra en það var í árs­lok 2019. Að með­töldum arð­greiðslum og þeim fjár­hæðum sem nýttar verða í kaup á eigin bréfum jókst eig­in­fjár­grunnur sam­stæð­unnar um 28 millj­arða króna frá árs­lokum 2019. 

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, segir það mjög ánægju­legt tíð­indi fyrir bank­ann að Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands hafi sam­þykkt beiðni bank­ans um að kaupa til baka eigin bréf fyrir allt að 15 millj­arða króna. Þrátt fyrir það, og til­lögu um þriggja millj­arða króna arð­greiðslu, sé fjár­hags­legur styrkur bank­ans með því besta sem ger­ist í Evr­ópu og mikil útlána­geta sé fyrir hendi.

Hann segir að merki séu um að umsvif í efna­hags­líf­inu séu að aukast í kjöl­far þess að dregið hefur úr óvissu í umhverf­inu. „Mik­il­vægt er að við­spyrnan verði kröftug svo að íslenska hag­kerfið nái fljótt fyrri styrk. Arion banki er í góðri stöðu til að leggja sín lóð á vog­ar­skál­arnar til að svo megi verða, í góðu sam­starfi við sinn öfl­uga hóp við­skipta­vina.“ 

Breyt­ingar á hlut­hafa­hóp

Tölu­verð breyt­ing hefur orðið á hlut­hafa­hóp Arion banka á síð­ustu mán­uð­u­m. Frá því í lok sept­­em­ber í fyrra, fyrir fjórum mán­uðum síð­­an, hafa tveir stærstu eig­endur bank­ans á und­an­­förnum árum selt sam­tals 13,92 pró­­sent hlut í hon­­um. Um er að ræða vog­un­­ar­­sjóð­ina Taconic Capi­­tal Advis­ors og Sculptor Capi­­tal Mana­­gement. Mark­aðsvirði þess hlutar sem þeir hafa selt, að mestu á allra síð­­­ustu vik­um, er yfir 23 millj­­arðar króna.  

Fleiri vog­un­­ar­­sjóð­ir, sem komu inn í eig­enda­hóp Arion banka eftir að hafa til­­heyrt kröf­u­hafa­hópi Kaup­­þings,hafa líka verið að selja sig niður að und­an­­förn­­um. 

Inn­­­lendir fag­fjár­­­festar hafa keypt stærstan hluta þess sem vog­un­­ar­­sjóð­irnir hafa selt. Þeir eru að mestu íslenskir líf­eyr­is­­sjóð­­ir. Á síð­­­ustu fjórum mán­uðum hafa þrír stærstu líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins: Gildi, Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­­ar­­manna og Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LSR) bætt við sig sam­an­lagt 4,61 pró­­sent hlut í Arion banka. 

Fleiri líf­eyr­is­­sjóð­ir: Stapi, Birta, Frjálsi líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn og Lífs­verk hafa allir líka bætt við sig í Arion banka á síð­­­ustu mán­uð­u­m. 

Sam­an­lagður eign­­ar­hluti þeirra líf­eyr­is­­sjóða sem birt­­ast á lista yfir 20 stærstu eig­endur bank­ans var 22,42 pró­­sent í byrjun síð­­asta árs. Í lok sept­­em­ber 2020 hafði hann auk­ist í 29,17 pró­­sent og síð­­­ustu fjóra mán­uði hefur hann farið upp í 36,29 pró­­sent. Á rúmu ári hefur hlutur sjóð­anna því stækkað um rúm­­lega 60 pró­­sent. Það þýðir að fjár­­­fest­ing þeirra átta líf­eyr­is­­sjóða sem eru á meðal 20 stærstu hlut­hafa í Arion banka er nú um 60 millj­­arða króna virð­i. 

Á meðal ann­arra sem keyptu hluta­bréf í Arion banka af  Taconic Capi­tal­ný­verið eru íslensku fjár­­­fest­inga­­fé­lögin Mótás, Hval­­ur, Stál­­skip og Sjá­v­­­ar­­sýn. Hvalur sem átti fyrir 1,5 pró­­sent hlut, stækk­­aði sig upp í 2,13 pró­­sent með því að kaupa bréf fyrir um millj­­arð króna. Mótás, sem nýverið keypti sig inn í Stoð­ir, stærsta inn­­­lenda einka­fjár­­­fest­inn í Arion banka, keypti 0,6 pró­­sent hlut fyrir tæp­­lega 800 millj­­ónir króna. Fjár­­­fest­inga­­fé­lagið Stál­­skip, í eigu eigu hjón­anna Guð­rúnar Lár­us­dóttur og Ágústs Sig­­urðs­­sonar og þriggja barna þeirra, keypti fyrir 300 millj­­ónir króna og Sjá­v­­­ar­­sýn, í eigu Bjarna Ármanns­­son­­ar, for­­stjóra Iceland Seafood og fyrr­ver­andi banka­­stjóra Glitn­is, keypti fyrir 200 millj­­ónir króna.

Þorri þess sem út af stendur hefur verið keypt af sjóð- og eigna­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tækjum banka eða ein­fald­­lega í nafni ann­­arra banka.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent