Arion banki hagnaðist um 12,5 milljarða og ætlar að skila 18 milljörðum til hluthafa

Eiginfjárgrunnur Arion banka jókst um 28 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. Bankinn náði að vera yfir markmiði sínu um arðsemi eigin fjár á síðasta ársfjórðungi.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Arion banki hagnaðist um 12,5 milljarða króna á árinu 2020 og arðsemi eigin fjár var 6,5 prósent hjá bankanum. Það er undir markmiði hans, sem er tíu prósent arðsemi á eigið fé. Hagnaðurinn er rúmlega ellefu sinnum hagnaður ársins 2019, þegar hann var 1,1 milljarður króna. Hluthafar bankans munu njóta góðs af þessari stöðu. Til stendur að kaupa eigin bréf fyrir 15 milljarða króna og greiða út þrjá milljarða króna í arð. Með því verður 18 milljörðum króna skilað í vasa hluthafa á grundvelli frammistöðu Arion banka á síðasta ári. 

Auglýsing
Bankanum gekk mjög vel á síðasta ársfjórðungi ársins og var hagnaður hans þá 5,8 milljarðar króna. Hagnaður af áframhaldandi starfsemi var 56 prósent meiri á síðustu þremur mánuðum ársins 2020 en á sama tíma árið á undan. Arðsemi eigin fjár á fjórða ársfjórðungi var 11,8 prósent og þar með yfir markmiði Arion banka. 

Þetta kemur fram í afkomutilkynningu sem birt var í Kauphöll Íslands síðdegis í dag samhliða því að ársreikningur Arion banka fyrir síðasta ár var gerður opinber.

Eiginfjárhlutfall bankans var 27 prósent um nýliðin áramót og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 22,3 prósent þegar tekið hefur verið tillit til áðurnefndrar tillögu stjórnar um arðgreiðslu kaup á eigin bréfum. Heildar eigið fé nam 198 milljörðum króna í árslok 2020, sem er átta milljörðum krónum hærra en það var í árslok 2019. Að meðtöldum arðgreiðslum og þeim fjárhæðum sem nýttar verða í kaup á eigin bréfum jókst eiginfjárgrunnur samstæðunnar um 28 milljarða króna frá árslokum 2019. 

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir það mjög ánægjulegt tíðindi fyrir bankann að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi samþykkt beiðni bankans um að kaupa til baka eigin bréf fyrir allt að 15 milljarða króna. Þrátt fyrir það, og tillögu um þriggja milljarða króna arðgreiðslu, sé fjárhagslegur styrkur bankans með því besta sem gerist í Evrópu og mikil útlánageta sé fyrir hendi.

Hann segir að merki séu um að umsvif í efnahagslífinu séu að aukast í kjölfar þess að dregið hefur úr óvissu í umhverfinu. „Mikilvægt er að viðspyrnan verði kröftug svo að íslenska hagkerfið nái fljótt fyrri styrk. Arion banki er í góðri stöðu til að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða, í góðu samstarfi við sinn öfluga hóp viðskiptavina.“ 

Breytingar á hluthafahóp

Töluverð breyting hefur orðið á hluthafahóp Arion banka á síðustu mánuðum. Frá því í lok sept­em­ber í fyrra, fyrir fjórum mán­uðum síð­an, hafa tveir stærstu eig­endur bank­ans á und­an­förnum árum selt sam­tals 13,92 pró­sent hlut í hon­um. Um er að ræða vog­un­ar­sjóð­ina Taconic Capi­tal Advis­ors og Sculptor Capi­tal Mana­gement. Mark­aðsvirði þess hlutar sem þeir hafa selt, að mestu á allra síð­ustu vik­um, er yfir 23 millj­arðar króna.  

Fleiri vog­un­ar­sjóð­ir, sem komu inn í eig­enda­hóp Arion banka eftir að hafa til­heyrt kröfu­hafa­hópi Kaup­þings,hafa líka verið að selja sig niður að und­an­förn­um. 

Inn­lendir fag­fjár­festar hafa keypt stærstan hluta þess sem vog­un­ar­sjóð­irnir hafa selt. Þeir eru að mestu íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Á síð­ustu fjórum mán­uðum hafa þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins: Gildi, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) bætt við sig sam­an­lagt 4,61 pró­sent hlut í Arion banka. 

Fleiri líf­eyr­is­sjóð­ir: Stapi, Birta, Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn og Lífs­verk hafa allir líka bætt við sig í Arion banka á síð­ustu mán­uð­u­m. 

Sam­an­lagður eign­ar­hluti þeirra líf­eyr­is­sjóða sem birt­ast á lista yfir 20 stærstu eig­endur bank­ans var 22,42 pró­sent í byrjun síð­asta árs. Í lok sept­em­ber 2020 hafði hann auk­ist í 29,17 pró­sent og síð­ustu fjóra mán­uði hefur hann farið upp í 36,29 pró­sent. Á rúmu ári hefur hlutur sjóð­anna því stækkað um rúm­lega 60 pró­sent. Það þýðir að fjár­fest­ing þeirra átta líf­eyr­is­sjóða sem eru á meðal 20 stærstu hlut­hafa í Arion banka er nú um 60 millj­arða króna virð­i. 

Á meðal annarra sem keyptu hluta­bréf í Arion banka af  Taconic Capi­talnýverið eru íslensku fjár­fest­inga­fé­lögin Mótás, Hval­ur, Stál­skip og Sjáv­ar­sýn. Hvalur sem átti fyrir 1,5 pró­sent hlut, stækk­aði sig upp í 2,13 pró­sent með því að kaupa bréf fyrir um millj­arð króna. Mótás, sem nýverið keypti sig inn í Stoð­ir, stærsta inn­lenda einka­fjár­fest­inn í Arion banka, keypti 0,6 pró­sent hlut fyrir tæp­lega 800 millj­ónir króna. Fjár­fest­inga­fé­lagið Stál­skip, í eigu eigu hjón­anna Guð­rúnar Lár­us­dóttur og Ágústs Sig­urðs­sonar og þriggja barna þeirra, keypti fyrir 300 millj­ónir króna og Sjáv­ar­sýn, í eigu Bjarna Ármanns­son­ar, for­stjóra Iceland Seafood og fyrr­ver­andi banka­stjóra Glitn­is, keypti fyrir 200 millj­ónir króna.

Þorri þess sem út af stendur hefur verið keypt af sjóð- og eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækjum banka eða ein­fald­lega í nafni ann­arra banka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent