Starfsmenn Arion banka gera kaupréttarsamninga upp á 1,9 milljarða króna

Á síðustu misserum hefur Arion banki ýtt úr vör bæði kaupaukakerfi og kaupréttaráætlun fyrir starfsfólk sitt. Verðið sem starfsfólkið getur keypt bréf á er 14 prósent undir núverandi markaðsvirði bankans.

arionbankinýtt.jpg
Auglýsing

Allir 628 fast­ráðnir starfs­menn Arion banka sem eiga rétt á að gerð kaup­rétt­ar­samn­ing við bank­ann hafa gert slík­an. Í samn­ingnum fellst að starfs­menn­irnir geta keypt hluta­bréf í bank­anum fyrir alls 600 þús­und krónur einu sinni á ári í fimm ár. Fyrsti nýt­ing­ar­dagur er í febr­úar á næsta ári en sá síð­asti í febr­úar 2026. 

Kaup­verð starfs­manna Arion banka á hlutum í bank­anum er vegið með­al­verð í við­skiptum með hluta­bréf félags­ins tíu við­skipta­daga fyrir samn­ings­dag, sem er 3. febr­úar 2021, eða 95,5 krónur hver hlut­ur. Það er um 14 pró­sent undir núver­andi mark­aðsvirði Arion banka, en bréf bank­ans hafa hækkað tölu­vert í verði síð­ustu daga. 

Sam­an­lagt kaup­verð þeirra bréfa sem starfs­menn­irnir geta keypt er um 377 millj­ónir króna á ári, eða um 1,9 millj­arðar króna yfir samn­ings­tím­ann. 

Kaup­rétt­ar­á­ætl­un­in, sem nær til allra fast­ráð­inna starfs­manna, var sam­þykkt á aðal­fundi Arion banka í mars í fyrra og mark­mið hennar er sagt vera að „sam­þætta hags­muni starfs­fólks við lang­tíma­hags­muni bank­ans.“

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands sem send var út í gær. Sam­hliða var send út inn­herj­a­til­kynn­ing þar sem greint var frá því að allir helstu stjórn­endur Arion banka hafi einnig tekið þátt í kaup­rétt­ar­á­ætl­un­inni, þar með talið Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri bank­ans, og Ásgeir Reyk­fjörð Gylfa­son aðstoð­ar­banka­stjóri hans. Þeir áttu fyrir umtals­verðan hlut í Arion banka. Bene­dikt á nú alls hluti sem metnir eru á um 207 millj­ónir króna miðað við mark­aðsvirði og Ásgeir á hluti sem metnir eru á 125 millj­ónir króna.

Auglýsing
Ríkisskattstjóri hefur stað­fest að áætl­unin sé í sam­ræmi við lög. Það var gert 15. des­em­ber síð­ast­lið­inn.

Kaupauka­kerfi inn­leitt

Til við­bótar við kaup­rétti stendur starfs­fólki Arion banka til boða kaupaukar, einnig kall­aðir bónus­ar. Í des­em­ber í fyrra var greint frá því að öllu fast­ráðnu starfs­­fólki bank­ans muni standa til boða að geta fengið allt að tíu pró­­sent af föstum árs­­launum sínum á árinu 2021 í kaupauka þegar árs­­reikn­ingur bank­ans fyrir árið 2021 liggur fyr­ir, ef þau mark­mið sem nýtt kaupauka­­kerfi til­­­greinir nást. 

Þeir stjórn­­endur og það starfs­­fólk sem hefur hvað mest áhrif á tekjur og kostnað bank­ans mun geta fengið allt að 25 pró­­sent af föstum árs­­launum í kaupauka­greiðslu, en þá í formi hluta­bréfa í bank­­anum sem verða ekki laus til ráð­­stöf­unar fyrr en að þremur árum liðn­­­um. 

Það fólk er með mun hærri laun en venju­­legt starfs­­fólk bank­ans. Mán­að­­ar­­laun banka­­stjóra Arion banka voru til að mynda 4,7 millj­­ónir króna á mán­uði á árinu 2019.

Þau mark­mið sem Arion banki þarf að ná til að kaupa­auka­­kerfið fari í gang fela í sér að arð­­semi bank­ans verðir að vera hærri en vegið með­­al­­tal arð­­semi helstu keppi­­nauta bank­ans: Íslands­­­banka, Lands­­banka og Kviku. „Ná­ist þetta mark­mið ekki, verður ekki greiddur út kaup­­auki. Heild­­ar­fjár­­hæðin sem veitt verður til kaupauka­greiðslna verður þó aldrei hærri en sem nemur arð­­semi bank­ans umfram vegið með­­al­­tal arð­­semi sam­keppn­is­að­ila,“ segir í til­­kynn­ingu frá Arion banka til þeirra hluta­bréfa­­mark­aða sem bank­inn er skráður á, en hann er tví­­­skráður á Íslandi og í Sví­­þjóð.

Stjórn Arion banka hefur sam­­þykkti hið breytta kaupauka­­kerfi og telur það í fullu sam­ræmi við reglur Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins um kaupauka­greiðslur starfs­­fólks fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja og starfs­kjara­­stefnu bank­ans sem sam­­þykkt var á hlut­hafa­fundi. Áður hafði stjórn bank­ans sam­­þykkt að engar kaupauka­greiðslur yrðu greiddar út vegna árs­ins 2020.

Kaupa eigin bréf fyrir 15 millj­arða

Arion banki birtir upp­gjör sitt vegna síð­asta árs síðar í dag. Á mánu­dag til­kynnti bank­inn um að fjár­­­mála­eft­ir­lit Seðla­­banka Íslands hefði veitt honum heim­ild til að kaupa aftur eigin hluta­bréf að and­virði 15 millj­­arða króna. Heim­ildin nær til allt að 8,7 pró­­sent af útgefnu hlutafé bank­ans. 

Líkt og arð­greiðslur eru kaup á eigin bréfum (e. buyback) ein leið fyr­ir­tækja til að gefa eig­endum sínum hluta af eigin fé. Í slíkum kaupum greiðir fyr­ir­tækið mark­aðsvirði ákveð­ins hluta af útgefnu hlutafé til hlut­hafa sinna. 

Sam­­kvæmt til­­kynn­ing­unni sem birt­ist á vef Kaup­hall­­ar­innar veittu hlut­hafar Arion banka stjórn bank­ans end­­ur­nýj­aða heim­ild til að kaupa allt að 10 pró­­sent af útgefnu hlutafé þess á síð­­asta árs­fundi bank­ans í fyrra. Hins vegar voru fyr­ir­huguð end­­ur­­kaup sett á bið eftir að heims­far­ald­­ur­inn skall á og Seðla­­bank­inn gaf út til­­­mæli til bank­anna um að greiða ekki til hlut­hafa sinna á meðan hið opin­bera yki fram­­boð fjár­­­magns í fjár­­­mála­­kerf­inu með ýmsum aðgerð­­um.

Á síð­­­ustu mán­uðum hefur Arion banki svo gefið til kynna að hann hygð­ist greiða hluta af eigin fé til hlut­hafa, en í síð­­asta árs­fjórð­ungs­­upp­­­gjöri sagð­ist bank­inn vera með of mikið eigið fé sem nær ómög­u­­legt væri að ávaxta í takt við eigin mark­mið. 

Arion banki minnt­ist einnig á eig­in­fjár­­­stöðu sína í til­­kynn­ingu sinni vegna end­ur­kaupa á eigin bréf­um, en þar sagði hann hana vera mjög sterka. Bank­inn minnt­ist einnig á skulda­bréfa­út­­­boð bank­ans í fyrra, sem veitti bank­­anum fé að and­virði 13 millj­­arða króna. 

Ekki hefur enn verið ákveðið að ráð­­ast í end­­ur­­kaupa­á­ætl­­un­ina, en áform un fram­­kvæmd hennar bíða nú ákvörð­unar stjórnar Arion banka. Upp­­lýst verður um ákvörðun hennar sam­hliða birt­ingu árs­­upp­­­gjörs bank­ans sem verður birt, eins og fyrr seg­ir, síðar í dag.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar