Stjórnendur Arion banka geta fengið allt að 25 prósent af árslaunum í bónusgreiðslur

Arion banki innleiðir nýtt kaupaukakerfi á næsta ári sem felur í sér að allir starfsmenn geta fengið bónus ef bankinn sýnir meiri arðsemi en helstu samkeppnisaðilar hans á Íslandi.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Allt starfsfólk Arion banka mun geta fengið allt að tíu prósent af föstum árslaunum sínum á næsta ári í kaupauka þegar ársreikningur bankans fyrir árið 2021 liggur fyrir, ef þau markmið sem nýtt kaupaukakerfi tilgreinir nást. 

Þeir stjórnendur og það starfsfólk sem hefur hvað mest áhrif á tekjur og kostnað bankans mun geta fengið allt að 25 prósent af föstum árslaunum í kaupaukagreiðslu, en þá í formi hlutabréfa í bankanum sem verða ekki laus til ráðstöfunar fyrr en að þremur árum liðnum. 

Það fólk er með mun hærri laun en venjulegt starfsfólk bankans. Mánaðarlaun Benedikts Gíslasonar, bankastjóra Arion banka, voru til að mynda 4,7 milljónir króna á mánuði í fyrra. 

Auglýsing
Miðað við þau laun eru árslaun hans um 56,4 milljónir króna og bónusgreiðsla til hans, samkvæmt nýja kerfinu, gæti numið um 14 milljónum króna á ári miðað við þau laun sem hann hafði árið 2019. 

Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason var ráðinn aðstoðarbankastjóri Arion banka í fyrra og hóf störf  5. september. Hann starfaði auk þess sem framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingabankasviðs frá 26. september. Laun Ásgeirs voru að meðaltali hærri en laun bankastjórans, en alls fékk hann greiddar 22,5 milljónir króna í fyrra fyrir tæplega fjögurra mánaða störf. Það þýðir að meðallaun hans á mánuði voru um 5,6 milljónir króna.  Miðað við það myndi Ásgeir fá tæpar 17 milljónir króna í bónus ef markmiðum nýja kaupaukakerfisins yrði náð. 

Stefán Pétursson, fjármálastjóri Arion banka, er líka með ágætis laun, eða um fjórar milljónir króna á mánuði.  Slík laun gætu skilað honum um 12 milljónum króna í bónus vegna ársins 2021. 

Þurfa að græða meira en hinir bankarnir

Þau markmið sem Arion banki þarf að ná til að kaupaaukakerfið fari í gang fela í sér að arðsemi bankans verðir að vera hærri en vegið meðaltal arðsemi helstu keppinauta bankans: Íslandsbanka, Landsbanka og Kviku. „Náist þetta markmið ekki, verður ekki greiddur út kaupauki. Heildarfjárhæðin sem veitt verður til kaupaukagreiðslna verður þó aldrei hærri en sem nemur arðsemi bankans umfram vegið meðaltal arðsemi samkeppnisaðila,“ segir í tilkynningu frá Arion banka til þeirra hlutabréfamarkaða sem bankinn er skráður á, en hann er tvískráður á Íslandi og í Svíþjóð.

Stjórn Arion banka hefur samþykkti hið breytta kaupaukakerfi og telur það í fullu samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins um kaupaukagreiðslur starfsfólks fjármálafyrirtækja og starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var á hluthafafundi. Áður hafði stjórn bankans samþykkt að engar kaupaukagreiðslur yrðu greiddar út vegna ársins 2020.

Með of mikið eigið fé

Þegar uppgjör þriðja ársfjórðungs Arion banka var birt í október síðastliðnum var haft eftir Bene­dikt í tilkynningu að bankinn væri í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé sem nær ómögu­legt væri að ávaxta í takt við eigin mark­mið. Frá ára­mótum og til loka septembermánaðar jókst eig­in­fjár­grunnur sam­stæð­unnar um tæpa 30 millj­arða. Eig­in­fjár­hlut­fall hans var 27,6 pró­sent í lok september 2020. 

Sam­kvæmt upp­gjör­inu nam hagnaður bank­ans tæpum fjórum millj­örðum króna á nýliðnum árs­fjórð­ungi, sem var fimm sinnum meiri en afkoma bank­ans á sama tíma­bili í fyrra. Tekjur uxu og kostn­aður lækk­aði, en sam­kvæmt bank­anum spiluðu skipu­lags­breyt­ingar sem fram­kvæmdar voru í fyrra miklu máli þar. 

Tekjur af kjarna­starf­semi jukust um 6,2 pró­sent milli ára, en bank­inn hefur einnig aukið útlán til heim­ila í kjöl­far mik­illa vaxta­lækk­ana Seðla­bank­ans í vor. Lána­bók bank­ans hækkaði um sjö pró­sent frá ára­mót­um, auk þess sem bank­inn jók vaxta­mun sinn. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent