Stjórnendur Arion banka geta fengið allt að 25 prósent af árslaunum í bónusgreiðslur

Arion banki innleiðir nýtt kaupaukakerfi á næsta ári sem felur í sér að allir starfsmenn geta fengið bónus ef bankinn sýnir meiri arðsemi en helstu samkeppnisaðilar hans á Íslandi.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Allt starfs­fólk Arion banka mun geta fengið allt að tíu pró­sent af föstum árs­launum sínum á næsta ári í kaupauka þegar árs­reikn­ingur bank­ans fyrir árið 2021 liggur fyr­ir, ef þau mark­mið sem nýtt kaupauka­kerfi til­greinir nást. 

Þeir stjórn­endur og það starfs­fólk sem hefur hvað mest áhrif á tekjur og kostnað bank­ans mun geta fengið allt að 25 pró­sent af föstum árs­launum í kaupauka­greiðslu, en þá í formi hluta­bréfa í bank­anum sem verða ekki laus til ráð­stöf­unar fyrr en að þremur árum liðn­um. 

Það fólk er með mun hærri laun en venju­legt starfs­fólk bank­ans. Mán­að­ar­laun Bene­dikts Gísla­son­ar, banka­stjóra Arion banka, voru til að mynda 4,7 millj­ónir króna á mán­uði í fyrra. 

Auglýsing
Miðað við þau laun eru árs­laun hans um 56,4 millj­ónir króna og bón­us­greiðsla til hans, sam­kvæmt nýja kerf­inu, gæti numið um 14 millj­ónum króna á ári miðað við þau laun sem hann hafði árið 2019. 

Ásgeir H. Reyk­fjörð Gylfa­son var ráð­inn aðstoð­ar­banka­stjóri Arion banka í fyrra og hóf störf  5. sept­em­ber. Hann starf­aði auk þess sem fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja- og fjár­fest­inga­banka­sviðs frá 26. sept­em­ber. Laun Ásgeirs voru að með­al­tali hærri en laun banka­stjór­ans, en alls fékk hann greiddar 22,5 millj­ónir króna í fyrra fyrir tæp­lega fjög­urra mán­aða störf. Það þýðir að með­al­laun hans á mán­uði voru um 5,6 millj­ónir króna.  Miðað við það myndi Ásgeir fá tæpar 17 millj­ónir króna í bónus ef mark­miðum nýja kaupauka­kerf­is­ins yrði náð. 

Stefán Pét­urs­son, fjár­mála­stjóri Arion banka, er líka með ágætis laun, eða um fjórar millj­ónir króna á mán­uð­i.  Slík laun gætu skilað honum um 12 millj­ónum króna í bónus vegna árs­ins 2021. 

Þurfa að græða meira en hinir bank­arnir

Þau mark­mið sem Arion banki þarf að ná til að kaupa­auka­kerfið fari í gang fela í sér að arð­semi bank­ans verðir að vera hærri en vegið með­al­tal arð­semi helstu keppi­nauta bank­ans: Íslands­banka, Lands­banka og Kviku. „Ná­ist þetta mark­mið ekki, verður ekki greiddur út kaup­auki. Heild­ar­fjár­hæðin sem veitt verður til kaupauka­greiðslna verður þó aldrei hærri en sem nemur arð­semi bank­ans umfram vegið með­al­tal arð­semi sam­keppn­is­að­ila,“ segir í til­kynn­ingu frá Arion banka til þeirra hluta­bréfa­mark­aða sem bank­inn er skráður á, en hann er tví­skráður á Íslandi og í Sví­þjóð.

Stjórn Arion banka hefur sam­þykkti hið breytta kaupauka­kerfi og telur það í fullu sam­ræmi við reglur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um kaupauka­greiðslur starfs­fólks fjár­mála­fyr­ir­tækja og starfs­kjara­stefnu bank­ans sem sam­þykkt var á hlut­hafa­fundi. Áður hafði stjórn bank­ans sam­þykkt að engar kaupauka­greiðslur yrðu greiddar út vegna árs­ins 2020.

Með of mikið eigið fé

Þegar upp­gjör þriðja árs­fjórð­ungs Arion banka var birt í októ­ber síð­ast­liðnum var haft eftir Bene­dikt í til­kynn­ingu að bank­inn væri í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé sem nær ómög­u­­legt væri að ávaxta í takt við eigin mark­mið. Frá ára­­mótum og til loka sept­em­ber­mán­aðar jókst eig­in­fjár­­grunnur sam­­stæð­unnar um tæpa 30 millj­­arða. Eig­in­fjár­­hlut­­fall hans var 27,6 pró­­sent í lok sept­em­ber 2020. 

Sam­­kvæmt upp­­­gjör­inu nam hagn­aður bank­ans tæpum fjórum millj­­örðum króna á nýliðnum árs­fjórð­ungi, sem var fimm sinnum meiri en afkoma bank­ans á sama tíma­bili í fyrra. Tekjur uxu og kostn­aður lækk­­aði, en sam­­kvæmt bank­­anum spil­uðu skipu­lags­breyt­ingar sem fram­­kvæmdar voru í fyrra miklu máli þar. 

Tekjur af kjarna­­starf­­semi juk­ust um 6,2 pró­­sent milli ára, en bank­inn hefur einnig aukið útlán til heim­ila í kjöl­far mik­illa vaxta­­lækk­­ana Seðla­­bank­ans í vor. Lána­­bók bank­ans hækk­aði um sjö pró­­sent frá ára­­mót­um, auk þess sem bank­inn jók vaxta­mun sinn. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent