Stjórnendur Arion banka geta fengið allt að 25 prósent af árslaunum í bónusgreiðslur

Arion banki innleiðir nýtt kaupaukakerfi á næsta ári sem felur í sér að allir starfsmenn geta fengið bónus ef bankinn sýnir meiri arðsemi en helstu samkeppnisaðilar hans á Íslandi.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Allt starfsfólk Arion banka mun geta fengið allt að tíu prósent af föstum árslaunum sínum á næsta ári í kaupauka þegar ársreikningur bankans fyrir árið 2021 liggur fyrir, ef þau markmið sem nýtt kaupaukakerfi tilgreinir nást. 

Þeir stjórnendur og það starfsfólk sem hefur hvað mest áhrif á tekjur og kostnað bankans mun geta fengið allt að 25 prósent af föstum árslaunum í kaupaukagreiðslu, en þá í formi hlutabréfa í bankanum sem verða ekki laus til ráðstöfunar fyrr en að þremur árum liðnum. 

Það fólk er með mun hærri laun en venjulegt starfsfólk bankans. Mánaðarlaun Benedikts Gíslasonar, bankastjóra Arion banka, voru til að mynda 4,7 milljónir króna á mánuði í fyrra. 

Auglýsing
Miðað við þau laun eru árslaun hans um 56,4 milljónir króna og bónusgreiðsla til hans, samkvæmt nýja kerfinu, gæti numið um 14 milljónum króna á ári miðað við þau laun sem hann hafði árið 2019. 

Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason var ráðinn aðstoðarbankastjóri Arion banka í fyrra og hóf störf  5. september. Hann starfaði auk þess sem framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingabankasviðs frá 26. september. Laun Ásgeirs voru að meðaltali hærri en laun bankastjórans, en alls fékk hann greiddar 22,5 milljónir króna í fyrra fyrir tæplega fjögurra mánaða störf. Það þýðir að meðallaun hans á mánuði voru um 5,6 milljónir króna.  Miðað við það myndi Ásgeir fá tæpar 17 milljónir króna í bónus ef markmiðum nýja kaupaukakerfisins yrði náð. 

Stefán Pétursson, fjármálastjóri Arion banka, er líka með ágætis laun, eða um fjórar milljónir króna á mánuði.  Slík laun gætu skilað honum um 12 milljónum króna í bónus vegna ársins 2021. 

Þurfa að græða meira en hinir bankarnir

Þau markmið sem Arion banki þarf að ná til að kaupaaukakerfið fari í gang fela í sér að arðsemi bankans verðir að vera hærri en vegið meðaltal arðsemi helstu keppinauta bankans: Íslandsbanka, Landsbanka og Kviku. „Náist þetta markmið ekki, verður ekki greiddur út kaupauki. Heildarfjárhæðin sem veitt verður til kaupaukagreiðslna verður þó aldrei hærri en sem nemur arðsemi bankans umfram vegið meðaltal arðsemi samkeppnisaðila,“ segir í tilkynningu frá Arion banka til þeirra hlutabréfamarkaða sem bankinn er skráður á, en hann er tvískráður á Íslandi og í Svíþjóð.

Stjórn Arion banka hefur samþykkti hið breytta kaupaukakerfi og telur það í fullu samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins um kaupaukagreiðslur starfsfólks fjármálafyrirtækja og starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var á hluthafafundi. Áður hafði stjórn bankans samþykkt að engar kaupaukagreiðslur yrðu greiddar út vegna ársins 2020.

Með of mikið eigið fé

Þegar uppgjör þriðja ársfjórðungs Arion banka var birt í október síðastliðnum var haft eftir Bene­dikt í tilkynningu að bankinn væri í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé sem nær ómögu­legt væri að ávaxta í takt við eigin mark­mið. Frá ára­mótum og til loka septembermánaðar jókst eig­in­fjár­grunnur sam­stæð­unnar um tæpa 30 millj­arða. Eig­in­fjár­hlut­fall hans var 27,6 pró­sent í lok september 2020. 

Sam­kvæmt upp­gjör­inu nam hagnaður bank­ans tæpum fjórum millj­örðum króna á nýliðnum árs­fjórð­ungi, sem var fimm sinnum meiri en afkoma bank­ans á sama tíma­bili í fyrra. Tekjur uxu og kostn­aður lækk­aði, en sam­kvæmt bank­anum spiluðu skipu­lags­breyt­ingar sem fram­kvæmdar voru í fyrra miklu máli þar. 

Tekjur af kjarna­starf­semi jukust um 6,2 pró­sent milli ára, en bank­inn hefur einnig aukið útlán til heim­ila í kjöl­far mik­illa vaxta­lækk­ana Seðla­bank­ans í vor. Lána­bók bank­ans hækkaði um sjö pró­sent frá ára­mót­um, auk þess sem bank­inn jók vaxta­mun sinn. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent