Meira en þúsund fjölskyldur beðið um hjálp

Efnahagsþrengingar sem fylgt hafa heimsfaraldrinum hafa orðið til þess að 40 prósent fleiri fjölskyldur hafa leitað eftir aðstoða Hjálparstarfs kirkjunnar síðustu mánuði.

Hjálparstarf kirkjunnar einbeitir sér m.a. að aðstoð við barnafjölskyldur.
Hjálparstarf kirkjunnar einbeitir sér m.a. að aðstoð við barnafjölskyldur.
Auglýsing

Yfir þús­und fjöl­skyldur leit­uðu aðstoðar hjá Hjálp­ar­starfi kirkj­unnar frá  byrjun mars og til októ­ber­loka á þessu ári. Aukn­ingin er yfir 40 pró­sent frá sama tíma­bili í fyrra er 743 fjöl­skyldur ósk­uðu eftir efn­is­legri aðstoð. Lík­lega er fjölg­unin sam­bæri­leg þegar kemur að jóla­að­stoð­inni sem veitt er í des­em­ber í formi inn­eigna í mat­vöru­versl­un­um, jóla- og skógjöfum fyrir börn og fatn­aði.

 „Það varð mikil aukn­ing á umsóknum um aðstoð í kjöl­far banka­hruns­ins en aukn­ingin nú er vissu­lega meiri en við höfum séð síð­ustu ár,“ segir Kristín Ólafs­dótt­ir, fræðslu­full­trúi Hjálp­ar­starfs­ins, í sam­tali við Kjarn­ann.

Auglýsing

Í grein­ingu sér­fræð­inga­hóps ASÍ, BHM og BSRB kemur fram að vís­bend­ingar séu um að efna­hags­leg áhrif COVID-far­ald­urs­ins komi harð­ast niður á lág­launa­hópum á Íslandi. Konur eru sér­stak­lega útsettar fyrir áhrifum kóf­s­ins en einnig ungt fólk og inn­flytj­end­ur. Hópur segir að þegar megi sjá merki þess hér á landi að ójöfn­uður fari vax­andi vegna heims­far­ald­urs­ins.

„Við vitum auð­vitað ekki hvernig atvinnu­leysið mun þró­ast og efna­hags­á­standið almennt,“ segir Kristín um hvernig hún meti stöð­una framund­an. „Það er mín til­finn­ing og rann­sóknir hafa einnig bent til þess að þeir sem eru í erf­iðri stöðu fyrir verða í enn erf­ið­ari stöðu þegar það kreppir að og hafa þess vegna enn minni tæki­færi til að spyrna sér upp aft­ur. Við verðum að gera ráð fyrir að þetta ástand sé ekki búið.“

Sjálfboðaliðar hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, þær Sigrún, Mjöll og Elsa, að störfum.

Hjálp­ar­starf kirkj­unnar er í sam­starfi við önnur hjálp­ar­sam­tök víðs­vegar um landið og í sam­ráði við þau ein­beitir það sér að fjöl­skyldu­fólki, þ.e. fólki með börn á sínu fram­færi.

Spurð hvort að sama fólkið þurfi jafn­vel á aðstoð að halda í mörg ár segir Kristín að reynslan sýni að það sé fólk í sömu aðstæðum sem þurfi aðstoð ár eftir ár. „Það eru ekki alltaf sömu ein­stak­ling­arnir en það eru ákveðnar aðstæður sem valda því að fólk þarf að leita til okk­ar.“

Hús­næð­islið­ur­inn að sliga fólk

Þrír félags­ráð­gjafar eru starf­andi hjá Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar. Þeir veita fólki sem sæk­ist eftir aðstoð stuðn­ing, ráð­gjöf og leið­sögn og meta þörf hverrar fjöl­skyldu fyrir sig fyrir aðstoð. Kristín segir að sá útgjalda­liður sem helst sé að sliga fólk, nú sem áður, sé kostn­aður við hús­næði. Fólk með örorku, ein­stæðir for­eldr­ar, inn­flytj­endur og lág­launa­fólk séu þeir hópar sem hvað erf­ið­ast eiga með að ná endum sam­an. „Í fleiri ár og jafn­vel ára­tugi er það hár hús­næð­is­kostn­aður sem verður til þess að fólk lendir í miklum fjár­hags­vand­ræð­u­m,“ segir Krist­ín.

Hún bendir á að það sé hlut­verk stjórn­valda að tryggja vel­ferð fólks og aðstoð Hjálp­ar­starfs kirkj­unnar sé alltaf neyð­ar­að­stoð. Starfið sé í sífelldri þróun og taki breyt­ingum eftir því hvar þörfin er mest hverju sinni.



Kristín Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.Í sept­em­ber hófst í þriðja sinn verk­efnið Stattu með sjálfri þér sem miðar að sjálf­styrk­ingu kvenna sem allar eiga það sam­eig­in­legt að vera með örorku, hafa börn á sínu fram­færi og að hafa þurft að leita á náðir Hjálp­ar­starfs­ins í lengri tíma. Verk­efnið stendur í tvö ár og yfir fimmtán konur eru þátt­tak­endur að þessu sinni.

Árang­ur­inn af verk­efn­inu hefur verið frá­bær að sögn Krist­ín­ar. „Þá er ég ekki endi­lega að meina að hann sé mæl­an­legur í pen­ingum hjá hverri og einni konu heldur að þeim líður bet­ur. Þetta miðar auð­vitað allt að því – að kon­unum líði betur og að þær verði virk­ari í sínu eigin lífi og innan sinnar fjöl­skyldu. Hafi meiri trú á sjálfri sér. Það skilar miklu til fjöl­skyld­unnar í heild. Við viljum leggja okkar af mörkum svo að fólk geti kom­ist út úr sínum erf­ið­leik­um. Þó að félags­ráð­gjaf­arnir okkar séu ekki göldróttir þá geta þeir sann­ar­lega veitt góð ráð.“

Sjálf­boða­liðar eru mjög mik­il­vægir í allri starf­semi Hjálp­ar­starfs kirkj­unnar og und­an­farið hefur verið í nógu að snú­ast hjá þeim sem og félags­ráð­gjöf­unum við að und­ir­búa jóla­að­stoð­ina. Vegna sam­komu­tak­mark­ana þurfti að skipu­leggja hana með öðrum hætti en hingað til. Fata­mið­stöðin hefur til að mynda ekki verið opin vegna sótt­varna­að­gerða. En nú í des­em­ber hefur fólk getað komið í mið­stöð­ina eftir fatn­aði fyrir börnin og jafn­vel getað fengið inn­eign­ar­kort í barna­fata­versl­an­ir.

Í fjölda mörg ár hefur fólk sem á þarf að halda getað fengið inn­eign­ar­kort í mat­vöru­versl­unum hjá Hjálp­ar­starf­inu í des­em­ber. Það er stærsti lið­ur­inn í aðstoð sam­tak­anna fyrir jól ár hvert. Í ár er fólk nú beðið að koma og sækja inn­eign­ar­kortin sem og jóla­gjafir fyrir börnin á fyr­ir­fram ákveðnum tíma og á mis­mun­andi stöðum til að lág­marka smit­hættu.

Vantar tengsla­netið

Flestir þeirra sem leita til Hjálp­ar­starfs­ins eru Íslend­ingar en fólk af erlendum upp­runa er þó í meiri­hluta þeirra sem fá notuð föt hjá sam­tök­un­um. „Þetta er fólk sem er ekki með sterkt tengsla­net hér á landi. Það getur ekki leitað til frænku og frænda til að fá notuð barna­föt. Þetta er hópur sem má ekki gleymast, fólk sem er jafn­vel nýlega komið hingað og þekkir ekki sín rétt­indi og hvert það getur leitað eftir aðstoð þegar eitt­hvað bjátar á.“

Til að styðja við þennan hóp heldur Hjálp­ar­starfið úti sauma­verk­efni fyrir konur af erlendum upp­runa sem hafa lítið tengsla­net hér á landi. Það byrj­aði smátt í sniðum en nú eru þátt­tak­endur orðnir hátt í hund­rað. Margir vel­vilj­aðir ein­stak­lingar gáfu sauma­vélar og nokkrar versl­anir gefa efni. Kon­urnar koma saman og sauma og styrkja sam­tímis böndin sín á milli. Pok­arnir sem þær sauma eru svo seldir hjá Hjálp­ar­starf­inu og ágoð­inn fer aftur inn í verk­efn­ið.

Aðstæður alls staðar versnað

Auk þessa mikla inn­an­lands­starfs er Hjálp­ar­starfið einnig í sam­vinnu­verk­efnum í Eþíópíu og Úganda. „Þar hefur far­ald­ur­inn vissu­lega haft nei­kvæðar afleið­ingar lík­a,“ segir Krist­ín. „Framundan er mikið verk til að kom­ast aftur á sama stað og við vorum fyrir far­ald­ur­inn. Aðstæður hafa versnað alls stað­ar.“

Spurð hvort að þessi mikla áskorun sé ekki yfir­þyrm­andi fyrir starfs­fólk og sjálf­boða­liða Hjálp­ar­starfs­ins svarar Krist­ín: „Við trúum því að aðferða­fræðin okk­ar, hjálp til sjálfs­hjálpar og sam­vinn­an, virki vel. Það þýðir ekk­ert annað en að halda áfram. Og við finnum fyrir miklum stuðn­ingi og vel­vild, bæði almenn­ings og fyr­ir­tækja. Það er alveg greini­legt að Íslend­ingum finnst hlut­verk Hjálp­ar­starfs­ins vera brýnt núna. Og það er aukin þörf, við finnum það.“

Heima­síða Hjálp­ar­starfs kirkj­unnar



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent