Arion banki væntir þess að skila hluthöfum sínum meira en 50 milljörðum á næstu árum

Til stendur að greiða hluthöfum Arion banka út 18 milljarða króna í ár. Stjórn bankans áskilur sér rétt til að greiða enn meira út þegar líður á árið. Áform eru uppi um að skila hluthöfum tugum milljarða króna á næstu árum.

Paul Richard Horner, Renier Lemmens, Liv Fiksdahl, Herdís Dröfn Fjeldsted (varaformaður), Brynjólfur Bjarnason (formaður), Steinunn Kristín Þórðardóttir og Gunnar Sturluson skipa stjórn Arion banka.
Paul Richard Horner, Renier Lemmens, Liv Fiksdahl, Herdís Dröfn Fjeldsted (varaformaður), Brynjólfur Bjarnason (formaður), Steinunn Kristín Þórðardóttir og Gunnar Sturluson skipa stjórn Arion banka.
Auglýsing

Á grund­velli stöðu Arion banka um síð­ustu ára­mót ætlar bank­inn að kaupa eigin bréf fyrir 15 millj­arða króna og greiða hlut­höfum sínum arð upp á þrjá millj­arða króna á þessu ári. Því munu hlut­hafar Arion banka fá 18 millj­arða króna í greiðslu frá bank­anum á árinu 2021 gangi áformin eft­ir. 

Í upp­gjör­skynn­ingu Arion banka, sem birt var sam­hliða árs­reikn­ingi bank­ans síð­degis í gær, kemur fram að umfram eigið fé bank­ans sé um 40 millj­arðar króna þegar búið er að draga 18 millj­arða króna sem greiða á til hlut­hafa frá því. Því áskilur stjórn bank­ans sér rétt til að kalla saman auka­að­al­fund síðar á þessu ári til að taka ákvörðun um frek­ari útgreiðslu arðs eða end­ur­kaup á bréfum hlut­hafa, til að skila enn hærri upp­hæð til þeirra. 

Í kynn­ing­unni kemur fram að Arion banki ætli sér að fylgja stað­fast­lega stefnu sinni um losun fjár­magns til hlut­hafa (e. capi­tal rel­e­ase stra­tegy) næstu árin. Þar stendur enn fremur að bank­inn reikni með að greiða út arð eða kaupa til baka bréf hlut­hafa fyrir meira en 50 millj­arða króna á næstu árum. Það sé þó ekki úti­lokað að þessir fjár­munir verði frekar nýttir til innri eða ytri vaxt­ar. 

Lengi legið fyrir

Ekk­ert í þess­ari áætlun stjórnar Arion banka ætti að koma neinum á óvart. Þegar Arion banki var skráður á markað á fyrri hluta árs­ins 2018 lá fyrir að mark­mið ráð­andi hlut­hafa væri að greiða sér út eins mikið af eigin fé hans og hægt væri, á sem skemmstum tíma. 

Auglýsing
Í fjár­festa­kynn­ingu sem Kvika vann fyrir Kaup­þing, þá stærsta eig­anda Arion banka, í aðdrag­anda skrán­ingar kom fram að svig­rúm væri til að greiða út allt að 80 millj­arða króna, eða þriðj­ung alls eigin fjár Arion banka, á til­tölu­lega skömmum tíma með ýmsum hætt­i. 

Það væri hægt að gera í gegnum breyt­ingu á fjár­mögnun bank­ans, með því að draga úr útlánum hans, með því að minnka kostnað í gegnum upp­sagnir á starfs­fólki, með því að hrinda í gang umfangs­mik­illi end­ur­kaupa­á­ætlun á hluta­bréfum í bank­anum og svo auð­vitað í gegnum arð­greiðsl­ur. 

Þá á átti að selja und­ir­liggj­andi eignir sem væru ekki hluti af kjarna­starf­semi Arion banka.

Tíma­bundið stopp vegna COVID-19

Í byrjun árs 2020 hafði flest í þeirri leik­á­ætlun gengið eft­ir. Eigið fé Arion banka hafði lækkað úr 225,7 millj­örðum króna í 190 millj­arða króna frá lokum árs 2017 og fram til loka árs 2019, eða um tæpa 36 millj­arða króna. 

Til við­bótar töldu grein­ing­ar­að­ilar að bank­inn geti búið þannig um hnút­anna að það myndi losna um tugi millj­arða króna til útgreiðslu þegar árið 2020 er á enda, aðal­lega með því að minnka útlán sín. Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Til stóð að minnka þau um 20 pró­sent á síð­asta ári. Í afkomu­spá sem Hag­fræði­deild Lands­bank­ans vann um upp­gjör Arion banka í aðdrag­anda birt­ingu árs­reikn­ings hans fyrir árið 2019 var því spáð að arð­greiðslur bank­ans gæti orðið 50 millj­arðar króna á tólf mán­uð­um. Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn kom í veg fyrir að þau áform gengu eftir sam­kvæmt þeirri tíma­línu sem lagt var upp með. Sam­hliða því að Seðla­banki Íslands réðst í að veita bönk­unum miklar til­slak­anir til að þeir gætu aðstoðað í bar­átt­unni við efna­hagslægð­ina sagði Ásgeir Jóns­son, seðla­banka­stjóri, að það væri algjör­lega ótækt af Arion banka að íhuga arð­greiðslur eða end­ur­kaup á bréfum við ríkj­andi aðstæð­ur.

Eig­in­fjár­grunnur jókst um 28 millj­arða í fyrra

Þessi staða hefur nú breyst ansi hratt og Arion banki hefur fengið heim­ild Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands til að ráð­ast í þau end­ur­kaup á hluta­bréfum sem bank­inn stefnir á að fram­kvæma á árinu 2021. Auk þess telur bank­inn að arð­greiðslu­mark­mið hans séu í takti við það sem heim­ilt er að ger­a. 

Auglýsing
Arion banki fór enda ansi vel í gegnum síð­asta ár. Hagn­aður bank­ans nam 12,5 millj­örðum króna og hann náði því mark­miði sínu á síð­asta árs­fjórð­ungi að vera með arð­semi á eigin fé sitt yfir tíu pró­sent­um, en hún var alls 11,8 pró­sent á síð­ustu þremur mán­uðum síð­asta árs.

Heildar eigið fé nam 198 millj­­örðum króna í árs­­lok 2020, sem er átta millj­­örðum krónum hærra en það var í árs­­lok 2019. Að með­­­töldum arð­greiðslum og þeim fjár­­hæðum sem nýttar verða í kaup á eigin bréfum jókst eig­in­fjár­­grunnur sam­­stæð­unnar því um 28 millj­­arða króna frá árs­lokum 2019. 

Eig­end­urnir sem fá mest

Tölu­verð breyt­ing hefur orðið á hlut­hafa­hóp ­Arion ­banka á síð­­­ustu mán­uð­u­m. Frá því í lok sept­­­em­ber í fyrra, fyrir fjórum mán­uðum síð­­­an, hafa tveir stærstu eig­endur bank­ans á und­an­­­förnum árum selt sam­tals stóran hlut í hon­um. Um er að ræða vog­un­­­ar­­­sjóð­ina Tacon­ic Capital A­dvis­or­s og Sculptor Capital Mana­gement. Á örfáum vikum hefur eign­ar­hlut­ur Tacon­ic í ­Arion ­banka t.d. farið úr 23 pró­sentum í 14,55 pró­sent. 

Fleiri vog­un­­­ar­­­sjóð­ir, sem komu inn í eig­enda­hóp ­Arion ­banka eftir að hafa til­­­heyrt kröf­u­hafa­hópi ­Kaup­þings,hafa  líka verið að selja sig niður að und­an­­­förn­­­um. 

Inn­­­­­lendir fag­fjár­­­­­festar hafa keypt stærstan hluta þess sem vog­un­­­ar­­­sjóð­irnir hafa selt. Þeir eru að mestu íslenskir líf­eyr­is­­­sjóð­­­ir. Á síð­­­­­ustu fjórum mán­uðum hafa þrír stærstu líf­eyr­is­­­sjóðir lands­ins: Gildi, Líf­eyr­is­­­sjóð­ur­ verzl­un­ar­manna og Líf­eyr­is­­­sjóður starfs­­­manna rík­­­is­ins (LSR) bætt við vel við sig og eiga nú sam­tals 25,19 pró­sent eign­ar­hlut í bank­an­umm

Fleiri líf­eyr­is­­­sjóð­ir: Stapi, Birta, Frjálsi líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn og Lífs­verk hafa allir líka bætt við sig í Arion ­banka á síð­­­­­ustu mán­uð­u­m. 

Sam­an­lagður eign­­­ar­hluti þeirra líf­eyr­is­­­sjóða sem birt­­­ast á lista yfir 20 stærstu eig­endur bank­ans var 22,42 pró­­­sent í byrjun síð­­­asta árs. Í lok sept­­­em­ber 2020 hafði hann auk­ist í 29,17 pró­­­sent og síð­­­­­ustu fjóra mán­uði hefur hann farið upp í 37,8 pró­­­sent. Á rúmu ári hefur hlutur sjóð­anna því stækkað um tæp 70 pró­­­sent. 

Einka­fjár­festar bæta líka við sig

Á meðal ann­­arra sem keyptu hluta­bréf í Arion ­banka af  Tacon­ic Capital­ný­ver­ið eru íslensku fjár­­­­­fest­inga­­­fé­lög­in ­Mótás, Hval­­­ur, Stál­­­skip og Sjá­v­­­­ar­­­sýn. Hvalur sem átti fyrir 1,5 pró­­­sent hlut, stækk­­­aði sig upp í 2,13 pró­­­sent með því að kaupa bréf fyrir um millj­­­arð króna. ­Mótás, sem nýverið keypti sig inn í Stoð­ir, stærsta inn­­­­­lenda einka­fjár­­­­­fest­inn í Arion ­banka, keypti 0,6 pró­­­sent hlut fyrir tæp­­­lega 800 millj­­­ónir króna. Fjár­­­­­fest­inga­­­fé­lagið Stál­­­skip, í eigu eigu hjón­anna Guð­rúnar Lár­us­dóttur og Ágústs Sig­­­urðs­­­sonar og þriggja barna þeirra, keypti fyrir 300 millj­­­ónir króna og Sjá­v­­­­ar­­­sýn, í eigu Bjarna Ármanns­­­son­­­ar, for­­­stjóra Iceland ­Seafood og fyrr­ver­andi banka­­­stjóra Glitn­is, keypti fyrir 200 millj­­­ónir króna.

Þorri þess sem út af stendur hefur verið keypt af sjóð- og eigna­­­stýr­ing­­­ar­­­fyr­ir­tækjum banka eða ein­fald­­­lega í nafni ann­­­arra banka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar