Arion banki væntir þess að skila hluthöfum sínum meira en 50 milljörðum á næstu árum

Til stendur að greiða hluthöfum Arion banka út 18 milljarða króna í ár. Stjórn bankans áskilur sér rétt til að greiða enn meira út þegar líður á árið. Áform eru uppi um að skila hluthöfum tugum milljarða króna á næstu árum.

Paul Richard Horner, Renier Lemmens, Liv Fiksdahl, Herdís Dröfn Fjeldsted (varaformaður), Brynjólfur Bjarnason (formaður), Steinunn Kristín Þórðardóttir og Gunnar Sturluson skipa stjórn Arion banka.
Paul Richard Horner, Renier Lemmens, Liv Fiksdahl, Herdís Dröfn Fjeldsted (varaformaður), Brynjólfur Bjarnason (formaður), Steinunn Kristín Þórðardóttir og Gunnar Sturluson skipa stjórn Arion banka.
Auglýsing

Á grundvelli stöðu Arion banka um síðustu áramót ætlar bankinn að kaupa eigin bréf fyrir 15 milljarða króna og greiða hluthöfum sínum arð upp á þrjá milljarða króna á þessu ári. Því munu hluthafar Arion banka fá 18 milljarða króna í greiðslu frá bankanum á árinu 2021 gangi áformin eftir. 

Í uppgjörskynningu Arion banka, sem birt var samhliða ársreikningi bankans síðdegis í gær, kemur fram að umfram eigið fé bankans sé um 40 milljarðar króna þegar búið er að draga 18 milljarða króna sem greiða á til hluthafa frá því. Því áskilur stjórn bankans sér rétt til að kalla saman aukaaðalfund síðar á þessu ári til að taka ákvörðun um frekari útgreiðslu arðs eða endurkaup á bréfum hluthafa, til að skila enn hærri upphæð til þeirra. 

Í kynningunni kemur fram að Arion banki ætli sér að fylgja staðfastlega stefnu sinni um losun fjármagns til hluthafa (e. capital release strategy) næstu árin. Þar stendur enn fremur að bankinn reikni með að greiða út arð eða kaupa til baka bréf hluthafa fyrir meira en 50 milljarða króna á næstu árum. Það sé þó ekki útilokað að þessir fjármunir verði frekar nýttir til innri eða ytri vaxtar. 

Lengi legið fyrir

Ekkert í þessari áætlun stjórnar Arion banka ætti að koma neinum á óvart. Þegar Arion banki var skráður á markað á fyrri hluta ársins 2018 lá fyrir að markmið ráðandi hluthafa væri að greiða sér út eins mikið af eigin fé hans og hægt væri, á sem skemmstum tíma. 

Auglýsing
Í fjárfestakynningu sem Kvika vann fyrir Kaupþing, þá stærsta eiganda Arion banka, í aðdraganda skráningar kom fram að svigrúm væri til að greiða út allt að 80 milljarða króna, eða þriðjung alls eigin fjár Arion banka, á tiltölulega skömmum tíma með ýmsum hætti. 

Það væri hægt að gera í gegnum breytingu á fjármögnun bankans, með því að draga úr útlánum hans, með því að minnka kostnað í gegnum uppsagnir á starfsfólki, með því að hrinda í gang umfangsmikilli endurkaupaáætlun á hlutabréfum í bankanum og svo auðvitað í gegnum arðgreiðslur. 

Þá á átti að selja undirliggjandi eignir sem væru ekki hluti af kjarnastarfsemi Arion banka.

Tímabundið stopp vegna COVID-19

Í byrjun árs 2020 hafði flest í þeirri leikáætlun gengið eftir. Eigið fé Arion banka hafði lækkað úr 225,7 milljörðum króna í 190 milljarða króna frá lokum árs 2017 og fram til loka árs 2019, eða um tæpa 36 milljarða króna. 

Til viðbótar töldu greiningaraðilar að bankinn geti búið þannig um hnútanna að það myndi losna um tugi milljarða króna til útgreiðslu þegar árið 2020 er á enda, aðallega með því að minnka útlán sín. Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Til stóð að minnka þau um 20 prósent á síðasta ári. Í afkomuspá sem Hagfræðideild Landsbankans vann um uppgjör Arion banka í aðdraganda birtingu ársreiknings hans fyrir árið 2019 var því spáð að arðgreiðslur bankans gæti orðið 50 milljarðar króna á tólf mánuðum. Kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir að þau áform gengu eftir samkvæmt þeirri tímalínu sem lagt var upp með. Samhliða því að Seðlabanki Íslands réðst í að veita bönkunum miklar tilslakanir til að þeir gætu aðstoðað í baráttunni við efnahagslægðina sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, að það væri algjörlega ótækt af Arion banka að íhuga arðgreiðslur eða endurkaup á bréfum við ríkjandi aðstæður.

Eiginfjárgrunnur jókst um 28 milljarða í fyrra

Þessi staða hefur nú breyst ansi hratt og Arion banki hefur fengið heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að ráðast í þau endurkaup á hlutabréfum sem bankinn stefnir á að framkvæma á árinu 2021. Auk þess telur bankinn að arðgreiðslumarkmið hans séu í takti við það sem heimilt er að gera. 

Auglýsing
Arion banki fór enda ansi vel í gegnum síðasta ár. Hagnaður bankans nam 12,5 milljörðum króna og hann náði því markmiði sínu á síðasta ársfjórðungi að vera með arðsemi á eigin fé sitt yfir tíu prósentum, en hún var alls 11,8 prósent á síðustu þremur mánuðum síðasta árs.

Heildar eigið fé nam 198 millj­örðum króna í árs­lok 2020, sem er átta millj­örðum krónum hærra en það var í árs­lok 2019. Að með­töldum arð­greiðslum og þeim fjár­hæðum sem nýttar verða í kaup á eigin bréfum jókst eig­in­fjár­grunnur sam­stæð­unnar því um 28 millj­arða króna frá árs­lokum 2019. 

Eigendurnir sem fá mest

Tölu­verð breyt­ing hefur orðið á hlut­hafa­hóp Arion banka á síð­ustu mán­uð­u­m. Frá því í lok sept­­em­ber í fyrra, fyrir fjórum mán­uðum síð­­an, hafa tveir stærstu eig­endur bank­ans á und­an­­förnum árum selt sam­tals stóran hlut í honum. Um er að ræða vog­un­­ar­­sjóð­ina Taconic Capital Advisors og Sculptor Capital Management. Á örfáum vikum hefur eignarhlutur Taconic í Arion banka t.d. farið úr 23 prósentum í 14,55 prósent. 

Fleiri vog­un­­ar­­sjóð­ir, sem komu inn í eig­enda­hóp Arion banka eftir að hafa til­­heyrt kröf­u­hafa­hópi Kaupþings,hafa  líka verið að selja sig niður að und­an­­förn­­um. 

Inn­­­lendir fag­fjár­­­festar hafa keypt stærstan hluta þess sem vog­un­­ar­­sjóð­irnir hafa selt. Þeir eru að mestu íslenskir líf­eyr­is­­sjóð­­ir. Á síð­­­ustu fjórum mán­uðum hafa þrír stærstu líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins: Gildi, Líf­eyr­is­­sjóður verzlunarmanna og Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LSR) bætt við vel við sig og eiga nú samtals 25,19 prósent eignarhlut í bankanumm

Fleiri líf­eyr­is­­sjóð­ir: Stapi, Birta, Frjálsi líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn og Lífs­verk hafa allir líka bætt við sig í Arion banka á síð­­­ustu mán­uð­u­m. 

Sam­an­lagður eign­­ar­hluti þeirra líf­eyr­is­­sjóða sem birt­­ast á lista yfir 20 stærstu eig­endur bank­ans var 22,42 pró­­sent í byrjun síð­­asta árs. Í lok sept­­em­ber 2020 hafði hann auk­ist í 29,17 pró­­sent og síð­­­ustu fjóra mán­uði hefur hann farið upp í 37,8 pró­­sent. Á rúmu ári hefur hlutur sjóð­anna því stækkað um tæp 70 pró­­sent. 

Einkafjárfestar bæta líka við sig

Á meðal ann­arra sem keyptu hluta­bréf í Arion banka af  Taconic Capitalnýverið eru íslensku fjár­­­fest­inga­­fé­lögin Mótás, Hval­­ur, Stál­­skip og Sjá­v­­­ar­­sýn. Hvalur sem átti fyrir 1,5 pró­­sent hlut, stækk­­aði sig upp í 2,13 pró­­sent með því að kaupa bréf fyrir um millj­­arð króna. Mótás, sem nýverið keypti sig inn í Stoð­ir, stærsta inn­­­lenda einka­fjár­­­fest­inn í Arion banka, keypti 0,6 pró­­sent hlut fyrir tæp­­lega 800 millj­­ónir króna. Fjár­­­fest­inga­­fé­lagið Stál­­skip, í eigu eigu hjón­anna Guð­rúnar Lár­us­dóttur og Ágústs Sig­­urðs­­sonar og þriggja barna þeirra, keypti fyrir 300 millj­­ónir króna og Sjá­v­­­ar­­sýn, í eigu Bjarna Ármanns­­son­­ar, for­­stjóra Iceland Seafood og fyrr­ver­andi banka­­stjóra Glitn­is, keypti fyrir 200 millj­­ónir króna.

Þorri þess sem út af stendur hefur verið keypt af sjóð- og eigna­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tækjum banka eða ein­fald­­lega í nafni ann­­arra banka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar