Hlutafjárútboði Icelandair frestað fram í ágúst

Icelandair hefur ekki náð samkomulagi við helstu kröfuhafa sína líkt og stefnt var á að myndi gerast fyrir daginn í dag. Gangi frekari viðræður í júlí ekki vel mun félagið óska eftir greiðslustöðvun.

Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Auglýsing

Icelandair hefur ekki náð samkomulagi við leigusala, Boeing og færsluhirði eins og staðan er í dag, en uppgefinn frestur sem félagið hafði gefið sér til að ljúka slíkum við hagaðila rennur út í dag, 29. júní. 

Í tilkynningu sem send hefur verið til Kauphallar Íslands kemur fram að Icelandair muni reyna áfram að ná samkomulagi við þá hagaðila sem eftir á að semja við í júlímánuði og stefnir nú að því að ætlað hlutafjárútboð, sem átti upphaflega að hefjast í dag, fari nú fram í ágústmánuði.

í tilkynningu Icelandair til Kauphallar Íslands í morgun kemur fram að ef viðræður sem nú standa yfir við lánadrottna, leigusala, Boeing og aðra hagaðila skili ekki árangri muni félagið þurfa að feta aðra slóð og án aðkomu stjórnvalda. Slíkt gæti tekið allt að tólf mánuði og Icelandair myndi þurfa að óska eftir greiðslustöðvun á meðan að á því stæði.

Í tilkynningunni segir félagið vinni nú með íslenskum stjórnvöldum, Íslandsbanka og Landsbankanum, sem báðir eru í eigu íslenska ríkisins og eru stærstu innlendu kröfuhafar flugfélagsins, við útfærslu ríkisábyrgðar á láni til félagsins. „Lánafyrirgreiðsla íslenskra stjórnvalda verður þó meðal annars háð samkomulagi við kröfuhafa og að félagið nái markmiðum sínum um öflun nýs hlutafjár.“

Þar segir að samningaviðræður við hagaðila hafi þokast áfram á undanförnum vikum og gætu skilað niðurstöðu á næstu dögum haldi viðræðurnar áfram á uppbyggilegum nótum. „Með því að ljúka samkomulagi við fyrrnefnda aðila í júlímánuði mun Icelandair Group hefja hlutafjárútboð í ágúst. Fari svo að samningaviðræður skili ekki tilætluðum árangri, mun félagið þurfa að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu án aðkomu íslenskra stjórnvalda. Slíkt ferli gæti tekið allt að tólf mánuði og á meðan á því stæði þyrfti félagið að fresta öllum greiðslum til fjármögnunaraðila félagsins.“

Auglýsing
Handbært fé Icelandair Group er nú tæplega 21 milljarður króna, um 150 milljónir Bandaríkjadala, sem er umfram þriggja mánaða rekstrarkostnað miðað við núverandi aðstæður. Það er mat Icelandair, samkvæmt tilkynningunni, að fjárhagsleg endurskipulagning sem byggir á gagnkvæmum samningum við kröfuhafa sé ákjósanlegasta leið félagsins til að tryggja hagsmuni allra aðila, þar með talið hluthafa, fjármögnunaraðila, birgja, viðskiptavina og starfsfólks.

Fresturinn rennur út í dag

Kjarninn greindi frá því í morgun að Icelandair Group þyrfti að vera búið að ná sam­komu­lagi við íslenska rík­ið, lán­veit­end­ur, leigu­sala og aðra hag­að­ila fyrir lok dags í dag, 29. júní, um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu, sam­kvæmt til­kynn­ingu sem félagið sendi frá sér 15. júní síð­ast­lið­inn.

Sú til­kynn­ing var send í þeim til­gangi að upp­lýsa um að fyrri áætl­an­ir, settar fram á hluta­hafa­fundi Icelandair 22. maí síð­ast­lið­inn, um að ljúka gerð þeirra samn­inga 15. júní hefði frest­ast um tvær vik­ur. Þau eru for­senda þess að Icelandair geti ráð­ist í hluta­fjár­út­boð til að safna vel á þriðja tug millj­arða króna, en sam­kvæmt upp­haf­legri áætlun félags­ins átti það útboð að hefj­ast í dag. 

Í til­kynn­ing­unni 15. júní til­greindi Icelandair að greint yrði frá nýrri tíma­línu atburða þegar við­ræður við hag­að­ila um end­ur­skipu­lagn­ingu væru á loka­metr­un­um. 

Engin slík tíma­lína hafði verið birt í til­kynn­inga­kerfi Kaup­hallar Íslands á síð­ast­liðnum tveimur vik­um. Að óbreyttu hefði Icelandair því þurft að hand­sala sam­komu­lag við alla ofan­greinda hag­að­ila í dag, eða fresta enn frekar áformum sínum um að ljúka fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu með hluta­fjár­út­boði.

Tilkynning um breytta tímalínu var svo send til Kauphallar Íslands klukkan 8:45 í morgun. 

Kapp­hlaup við tím­ann

Það nær algjöra stopp sem varð á flug­um­ferð í heim­inum sam­hliða útbreiðslu COVID-19 og sú mikla óvissa sem er uppi um ferða­­þjón­­ustu vegna þessa hefur haft gríð­­ar­­leg áhrif á Icelanda­ir. Félagið hefur notið fjöl­margra úrræða stjórn­­­valda eins og hluta­­bóta­­leið­­ar­innar og styrkja til að segja fólki upp í mæra mæli en nokk­­urt annað fyr­ir­tæki. 

Samt hefur blasað við lengi að Icelandair þarf að ná sér í nýtt fé til að lifa af. Og það ætlar fyr­ir­tækið að gera í hluta­fjár­­út­­­boði sem á að hefj­­ast í lok mán­að­­ar. Þar ætlar það sér að sækja allt að 200 millj­­ónir dali, um 28 millj­­arða króna á gengi dags­ins í dag.

Lyk­il­breyta í því að geta sótt það fé var að semja upp á nýtt lyk­il­­starfs­­fólk. Samn­ingar þeirra þóttu óhag­­stæðir í augum fjár­­­festa og draga úr sam­keppn­is­hæfni Icelanda­ir.

Þar hefur náðst árang­ur. Aðfara­nótt síð­ast­lið­ins föstu­dags var skrifað undir nýjan lang­tíma­samn­ing við Flug­freyju­fé­lag Íslands (FFÍ). Félags­menn FFÍ eiga þó enn eftir að sam­þykkja samn­ing­inn. 

Flug­­­menn og flug­­­virkjar Icelandair voru þegar búnir að semja um lang­­tíma­kjara­­samn­inga. Því stóðu flug­­freyjur og -þjónar fyr­ir­tæk­is­ins einir eftir af lyk­il­­stéttum sem þurfti að ná nýju sam­komu­lagi við, sem gæti liðkað fyrir fjár­­hags­­legri end­­ur­­skipu­lagn­ingu Icelanda­ir. 

Eiga eftir að semja við lán­veit­end­ur, leigusala, ríkið og Boeing

Á hlut­hafa­fundi Icelandair þann 22. maí síð­ast­lið­inn, þar sem veitt var heim­ild til að auka hlutafé félags­ins svo mikið að núver­andi hlut­hafar gætu þynnst niður í 15,3 pró­sent eign­ar­hlut, var kynnt áætlun um hvernig hin fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ing myndi fara fram. Sam­kvæmt henni átti að und­ir­rita sam­komu­lag við alla hag­að­ila 15. júní, birta átti lýs­ingu á hluta­fjár­út­boð­inu og kynn­ingu til vænt­an­legra hlut­hafa 16-22. júní og útboðið sjálft átti svo að hefj­ast 29. júní, eða í dag, og standa fram á fimmtu­dag. Sú tíma­lína hefur ekki stað­ist og 15. júní síð­ast­lið­inn var greint frá því að sam­komu­lag við hag­að­ila væri ekki í höfn. Ný tíma­lína gerði ráð fyrir að það myndi klár­ast fyrir lok dags 29. júní. Öll önnur skref frest­ast í sam­ræmi við það. Tilkynningin sem send var út í dag segir svo að ljúka þurfi samkomulagi við hagaðila í júlí svo að hægt sé að ráðast í hlutafjárútboðið í ágúst. Engar nákvæmari dagsetningar eru tilgreindar. 

Til að hluta­fjár­­út­­­boðið fari fram og geti mög­u­­lega skilað til­­ætl­­uðum árangri þarf margt að gerast. Í fyrsta lagi þarf að semja við lán­veit­endur, færsluhirði og leig­u­­sala. 

Stærstu lán­veit­endur Icelandair eru rík­­is­­bank­­arnir tveir, Íslands­­­banki og Lands­­bank­inn, og banda­ríski bank­inn CIT Bank. 

Við­­mæl­endur Kjarn­ans telja borð­­leggj­andi að þessir kröf­u­hafar þurfi að breyta kröfum í hlutafé til að hægt verði að ná í nýtt hlutafé í rekst­­ur­inn. Ekki sé til­­hlýð­i­­legt að kröf­u­hafar sitji einir eftir með að fá allt sitt, þegar allir aðrir sem tengj­­ast Icelandair þurfa að taka á sig aðlögun vegna aðstæðna. Hið minnsta þurfi að veita félag­inu langt greiðslu­hlé og breyta ýmsum skil­­málum í lána­samn­ing­um, mög­u­­lega á þann veg að um verði að ræða breyt­i­­lega samn­inga sem verði ein­fald­­lega breytt í hlutafé náist ekki ákveð­inn árangur í rekstr­­ar­við­­snún­­ing­i.  

Auglýsing
Það á einnig eftir að ganga frá sam­komu­lagi við íslenska ríkið um fyr­ir­greiðslu, en það hefur þegar gefið óljóst vil­yrði um að eiga sam­­tal um veit­ingu lána­línu eða ábyrgð á lánum til félags­­ins. Sú fyr­ir­greiðsla er hins vegar bundin við að hag­­stæð nið­­ur­­staða liggi fyrir í samn­inga­við­ræðum við lán­veit­end­­ur, leig­u­­sala og birgja og að hluta­fjár­­út­­­boðið gangi vel. 

Gangi allt ofan­­greint eftir er því verk­efni ólokið að semja við flug­­­véla­fram­­leið­and­ann Boeing um að losna undan kaup­­samn­ingum á þeim Boeing 737 Max vélum sem Icelandair hefur enn ekki fengið afhend­­ar, og um frek­­ari skaða­bætur vegna þeirra sem félagið hefur þegar keypt en getur ekki notað vegna kyrr­­setn­ingar á vél­un­­um. Þær við­ræður hafa verið skil­­greindar „í gangi“ af Icelanda­ir. Í tilkynningunni í dag segir að niðurstaða í þeim viðræðum gæti legið fyrir á næstu dögum „haldi viðræðurnar áfram á uppbyggilegum nótum.“ Sömu sögu sé að segja um viðræður við flugvélaleigusala og færsluhirði.

Klárist þetta allt saman þarf að sann­­færa fjár­­­festa um að setja tugi millj­­arða króna inn í Icelandair í hluta­fjár­út­boði sem nú er áætlað að fari fram í ágúst. 

Þar er helst horft til íslenskra líf­eyr­is­­sjóða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent