EPA

„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“

Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, eða ÖSE eins og stofnunin er iðulega kölluð hér á landi, hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna og þegar taka á ákvarðanir um hin ýmsu mál. Þetta hefur sína kosti og galla en til þess að fara ofan í kjölinn á þessu máli náði Kjarninn tali af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur en hún hefur starfað hjá stofnuninni frá árinu 2017. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi.“

Nokkuð hefur gustað í vik­unni um Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, fyrr­ver­andi utan­­­rík­­is­ráð­herra og for­­mann Sam­­fylk­ing­­ar­inn­ar og síðar for­­stjóra Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­­stofn­unar Örygg­is- og sam­vinn­u­­­stofn­unar Evr­­­ópu (ODI­HR). Tads­ík­­­ist­an setti sig upp á móti áfram­hald­andi skip­an henn­ar í for­stjóra­emb­ættið og Tyrk­land tók und­­ir þær mót­bár­ur. Þetta varð til þess að hún var ekki end­ur­skipuð í starfið þrátt fyrir að sækj­ast eftir því.

Ingi­björg Sól­rún segir í sam­tali við Kjarn­ann að þessi fram­vinda hafi að vissu leyti komið sér á óvart. „Fyrir svona rúmum mán­uði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfir­vof­andi. Ef menn hefðu virt ákveðnar siða­reglur hefðu þeir látið mig vita að þetta væri eitt­hvað sem þeir ætl­uðu að gera áður en að þeir létu til skarar skríða.“ Þá hefði hún hugs­an­lega metið stöð­una öðru­vísi.

Albanía gegnir nú for­mennsku í ÖSE og fram var komin til­laga frá þeim að end­ur­ráða hana, sem og tvo aðra for­­stjóra yfir öðrum und­ir­­stofn­unum ÖSE og fram­­kvæmda­­stjóra ÖSE. „Þar af leið­andi datt mér ekki í huga að annað væri í stöð­unni en að það yrði gert.“ Ingi­björg Sól­rún frétti af þessum nýju vend­ingum fyrir um hálfum mán­uði síð­an, það er að Tyrk­land og Tads­ík­­­ist­an myndu leggj­ast gegn því að til­lagan um end­ur­ráðn­ingu yrði sam­þykkt.

Auglýsing

Tyrkir að senda ákveðin skila­boð

Aðspurð hvað Ingi­björgu Sól­rúnu þyki um þessa afgreiðslu þá segir hún að henni finn­ist hún mjög vond að mörgu leyt­i. 

„Í fyrsta lagi að Tyrkir skuli ganga svona fram fyrir skjöldu og leggj­ast gegn minni end­ur­ráðn­ingu með þessum hætti. Það segir mér að þeir séu að senda skila­boð um að það hafi afleið­ingar í för með sér ef menn makki ekki rétt þegar þeir eigi hlut að máli. Þeir hefðu vel getað gert þetta með öðrum hætti en þeir kusu að gera þetta svona. 

Hitt er að fyrst Tyrkir kusu að gera þetta svona þá þýðir það að það verður eng­inn yfir­maður í þess­ari stofnun að minnsta kosti þangað til í des­em­ber og vænt­an­lega lengur – en það var komin til­laga um að tíma­bundin ráðn­ing yrði fram í des­em­ber svo það væri tími til þess að ganga frá ýmsum hlutum á þessu tíma­bil­i,“ segir hún. 

Þá telur Ingi­björg Sól­rún þetta veikja veru­lega þær stofn­anir sem hlut eiga að máli og mynda ákveðið tóma­rúm. Þegar krísa sem þessi mynd­ast sé mjög erfitt að vinda ofan af henn­i. 

Fyr­ir­komu­lagið hefur sína kosti og galla

Eins og fram hefur komið í umfjöllun um þetta mál þá eiga 57 ríki aðild að ÖSE og hef­ur hvert þeirra neit­un­­­ar­­­vald þegar kem­ur að skip­an æðstu yf­ir­­­manna. Þegar Ingi­björg Sól­rún er spurð út í það fyr­ir­komu­lag þá segir hún að tvær hliðar séu á þeim pen­ing­i. 

„Í fyrsta lagi þessi hug­mynd um að allar ákvarð­anir séu teknar með sam­mæli allra; hún gekk vel og var mik­il­væg í byrjun 10. ára­tug­ar­ins þegar stofn­unin var að verða til. Þá voru menn líka bjart­sýnir og fram­sæknir – og þá var allt þetta umboð sem okkur var gefið á sviði lýð­ræð­is, mann­rétt­inda og rétt­ar­rík­is­ins mjög sterkt.“ Hún segir að nú sé ekki hægt að taka þetta umboð til baka. Til þess þurfi sam­þykki allra. „Þetta er mjög mik­il­vægt til að verja stofn­un­ina því það er ekki hægt að veikja umboð­ið.“

Svo er það hin hlið­in: „Á meðan þetta er svona þá er alltaf hægt að taka mál í gísl­ingu. Fjár­hags­á­ætlun er á hverju ári til dæmis tekin í gísl­ingu. Menn reyna að ná ein­hverju fram og „vetóa“ fjár­hags­á­ætl­un­ina eða ein­hverja fundi sem á að halda. Svo er dag­skrá „vetó­uð“, tíma­setn­ingar og ann­að. Það er alltaf verið að reyna að taka ein­hver mál í gísl­ingu. Nú var það þannig að ég var tekin í gísl­ing­u.“

Byrj­aði strax árið 2017

Ástæðan fyrir því að Ingi­björg Sól­rún var ekki í náð­inni hjá Tyrk­landi og Tads­ík­­­ist­an var að hennar sögn sú að hún var ekki til­búin að skil­greina ákveðin félaga­sam­tök sem hryðju­verka­sam­tök.

„Þetta byrj­aði strax þegar ég kom til starfa í ágúst árið 2017. Á hverju ári er hald­inn mjög stór fundur í sept­em­ber þar sem full­trúar ríkj­anna koma saman og full­trúar frjálsra félaga­sam­taka. Þar sitja allir við sama borð og hafa sama rétt til að tala og tjá sig. Þetta hefur alltaf verið styrkur ÖSE að geta boðið frjálsum félaga­sam­tökum til fundar og þangað koma þau sam­tök sem vilja koma. Það er ekki valið inn á fund­inn. Ef þau vilja vera þá geta þau það,“ segir hún. 

Árið 2017 mót­mæltu Tyrkir að tvö til­tekin sam­tök væru skráð á fund­inn, að sögn Ingi­bjargar Sól­rún­ar, og sögðu þau vera hryðju­verka­sam­tök – og að þeir myndu ekki sitja við sama borð og þau. „Tyrkir hafa aldrei getað komið fram með neinar sann­anir fyrir því að svo sé og ég var búin að segja í þrjú ár að ég gæti ekki upp á mitt ein­dæmi sett slíkan merki­miða á ein­hver ­fé­laga­sam­tök – bara vegna þess að Tyrkir kjósi að nefna þau sem slík.“

Hún segir að þessi afstaða hennar sé studd af lang­flestum ÖSE-­ríkj­un­um. 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
EPA

Tyrkir tengja sam­tökin við ­Fet­hullah Gülen

Þessi félaga­sam­tök sem Tyrkir sögðu að væru hryðju­verka­sam­tök eru eða voru ekki endi­lega starf­rækt þar í landi, að sögn Ingi­bjargar Sól­rún­ar. „Öll eru þau þó að vinna að tyrk­neskum mál­um. Þetta eru til dæmis sam­tök í Þýska­landi sem vinna að málum flótta­manna og hafa ein­beitt sér að málum tyrk­neskra flótta­manna. Þetta eru einnig sam­tök rit­höf­unda og blaða­manna – og sam­tök sem telja sig vera að vinna á sviði mann­rétt­inda. Þannig eru þetta sam­tök sem eru öll að vinna á okkar mála­sviði en ástæðan fyrir því að Tyrkir vilja skil­greina þau sem hryðju­verka­sam­tök er að þau eiga hug­mynda­fræði­lega sam­leið með Fet­hullah Gülen.“ 

Téður Fet­hullah Gülen er útlagi í Fíla­delfíu í Banda­ríkj­unum en hann hefur verið sak­aður um að standa að valda­ránstil­raun í Tyrk­landi árið 2016. „En jafn­vel þótt að þessi sam­tök séu hug­mynda­fræði­lega tengd þessum manni og að hann hefði verið hreyfi­aflið í valda­ránstil­raun­inni þá er ekk­ert sem segir að þau séu hryðju­verka­sam­tök.“

Hún nefnir einnig að Tads­ík­­­ist­an hafi úti­lokað ákveðin félaga­sam­tök sem þeir telji að séu hryðju­verka­menn. 

Auglýsing

Ekk­ert eins mik­il­vægt og orð­spor stofn­un­ar­innar

Varð­andi starfið sjálft síð­ast­liðin þrjú ár segir Ingi­björg Sól­rún að það hefði verði mjög gef­andi. „Mála­flokk­arnir sem við vinnum með eru mála­flokkar sem skipta fólk máli. Dags dag­lega átta menn sig kannski ekki á því að allt sem lýtur að lýð­ræð­is­legum stofn­un­um, kosn­ing­um, mann­rétt­indum og rétt­ar­rík­inu er alveg gríð­ar­lega mik­il­vægt. Ef þessir þættir virka ekki þá er það mjög hættu­legt fyrir almenn­ing í við­kom­andi rík­i.“

Hún segir að gaman hafi verið að vinna á þessu mála­sviði og með því öfl­uga fag­fólki sem starfar hjá stofn­un­inni – og vinni það að málum af heilum hug. „Það sem ég hef hins vegar lært af þessu starfi er að það skiptir mjög miklu máli að vinna með aðild­ar­ríkj­unum og aðstoða þau við að standa við sínar skuld­bind­ingar en ég hef einmitt lagt mikla áherslu á það. Ég held að það sé mik­il­vægt en um leið er líka mik­il­vægt að standa í fæt­urna þegar ríkin reyna að hafa áhrif á það sem maður er að gera með ein­hverjum óeðli­legum hætt­i.“

Ekk­ert sé eins mik­il­vægt og orð­spor stofn­un­ar­innar og heil­indi.

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra hefur tjáð sig um málið og sagt það vera aðför að ÖSE. Ingi­björg Sól­rún tekur undir það og segir þessa úrvinnslu veikja stofn­un­ina. „Þetta eru skila­boð um að ekki sé sams­konar sam­mæli um þessi gildi og um þessar skuld­bind­ingar og voru á 10. ára­tugn­um. Þannig að mér finnst mjög vont að þetta hafi gerst.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal