Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari

Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

„Brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar og þriggja annarra yfirmanna hjá Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu er enn ein viðvörunarbjallan um að vegið sé að almennum mannréttindum, fjölmiðlafrelsi og lýðræði víða um heim.“

Þetta skrifar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í dag.

Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrrum utan­rík­is­ráð­herra og for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, myndi láta af störfum sem for­stjóri Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­stofn­unar ÖSE næst­kom­andi laug­ar­dag.

Auglýsing

Þorgerður Katrín segir að nú eigi að grafa undan þeim alþjóðastofnunum „sem segja frá þegar lýðræðið er afbakað“. Barnið sem bendir á að keisarinn sé ekki í neinum fötum skuli strokað út úr sögunni.

„Af hálfu þeirra þjóða sem harðast ganga fram er ekki lengur verið að fara í felur með það. Í þessari tilteknu aðför eru það Tyrkland, Aserbaídsjan og Tadsekistan, líklega undir velvilja og vernd Rússa. Næst verða það aðrar þjóðir enda mörg merki uppi um að þessi kerfisbundna atlaga að mannréttindum og frelsi sé rétt að byrja. Nægir að nefna Lög og rétt í Póllandi, Orban i Ungverjalandi og Bolsonaro í Brasilíu. Og sumar stórþjóðir láta sér vel við líka eða setja kíkinn fyrir blinda augað,“ skrifar hún.

Valdboðsstjórnmál séu því víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast.

Tekur undir með ráðherra sem segir þetta vera aðför að stofnuninni

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í sam­tali við frétta­stofu RÚV í gær það vera áhyggju­efni að Ingi­björg Sól­rún og aðrir for­stjórar hjá ÖSE láti af störfum eftir að nokkur aðild­ar­ríki lögð­ust gegn því að þau fengju að starfa áfram.

„Ég harma þessa nið­ur­stöðu og hún er áhyggju­efni. Þetta er auð­vitað ekki annað en aðför að stofn­un­inni. Hvað okkar full­trúa varðar þá er ég ásamt miklum meiri­hluta aðild­ar­ríkja þeirrar skoð­unar að hún hafi sinnt starfi sínu af heið­ar­leika og fag­mennsku og í sam­ræmi við umboð sitt,“ sagði hann.

Þorgerður Katrín tekur undir þetta og segir það vera rétt hjá utanríkisráðherra að þessar tilfæringar hjá ÖSE séu aðför að stofnuninni sem ætlað er að hafa eftirlit með grundvallarmannréttindum. „Þetta eru alvarleg hættumerki og kallar á að rödd Íslands og Norðurlandanna verður að vera háværari, markvissari og samstilltari á alþjóðavettvangi. Hvort sem er innan Evrópusamvinnunnar, Nató eða Sameinuðu þjóðanna.“

Brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar og þriggja annarra yfirmanna hjá Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og...

Posted by Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir on Tuesday, July 14, 2020

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent