Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari

Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

„Brott­hvarf Ingi­bjargar Sól­rúnar og þriggja ann­arra yfir­manna hjá Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­skrif­stofu Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­unar Evr­ópu er enn ein við­vör­un­ar­bjallan um að vegið sé að almennum mann­rétt­ind­um, fjöl­miðla­frelsi og lýð­ræði víða um heim.“

Þetta skrifar Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í dag.

Greint var frá því í fjöl­miðlum í gær að Ing­i­­björg Sól­­rún Gísla­dótt­ir, fyrrum utan­­­rík­­is­ráð­herra og for­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, myndi láta af störfum sem for­­stjóri Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­­stofn­unar ÖSE næst­kom­andi laug­­ar­dag.

Auglýsing

Þor­gerður Katrín segir að nú eigi að grafa undan þeim alþjóða­stofn­unum „sem segja frá þegar lýð­ræðið er afbak­að“. Barnið sem bendir á að keis­ar­inn sé ekki í neinum fötum skuli strokað út úr sög­unni.

„Af hálfu þeirra þjóða sem harð­ast ganga fram er ekki lengur verið að fara í felur með það. Í þess­ari til­teknu aðför eru það Tyrk­land, Aserbaídsjan og Tadsekistan, lík­lega undir vel­vilja og vernd Rússa. Næst verða það aðrar þjóðir enda mörg merki uppi um að þessi kerf­is­bundna atlaga að mann­rétt­indum og frelsi sé rétt að byrja. Nægir að nefna Lög og rétt í Pól­landi, Orban i Ung­verja­landi og Bol­son­aro í Bras­il­íu. Og sumar stór­þjóðir láta sér vel við líka eða setja kík­inn fyrir blinda aug­að,“ skrifar hún.

Vald­boðs­stjórn­mál séu því víða að ryðja sér til rúms þar sem óþol­in­mæði leið­toga gagn­vart rétt­ar­rík­inu, mann­rétt­ind­um, fjöl­miðlum og lýð­ræði sé sýni­lega að aukast.

Tekur undir með ráð­herra sem segir þetta vera aðför að stofn­un­inni

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra sagði í sam­tali við frétta­­stofu RÚV í gær það vera áhyggju­efni að Ing­i­­björg Sól­­rún og aðrir for­­stjórar hjá ÖSE láti af störfum eftir að nokkur aðild­­ar­­ríki lögð­ust gegn því að þau fengju að starfa áfram.

„Ég harma þessa nið­­ur­­stöðu og hún er áhyggju­efni. Þetta er auð­vitað ekki annað en aðför að stofn­un­inni. Hvað okkar full­­trúa varðar þá er ég ásamt miklum meiri­hluta aðild­­ar­­ríkja þeirrar skoð­unar að hún hafi sinnt starfi sínu af heið­­ar­­leika og fag­­mennsku og í sam­ræmi við umboð sitt,“ sagði hann.

Þor­gerður Katrín tekur undir þetta og segir það vera rétt hjá utan­rík­is­ráð­herra að þessar til­fær­ingar hjá ÖSE séu aðför að stofn­un­inni sem ætlað er að hafa eft­ir­lit með grund­vall­ar­mann­rétt­ind­um. „Þetta eru alvar­leg hættu­merki og kallar á að rödd Íslands og Norð­ur­land­anna verður að vera hávær­ari, mark­viss­ari og sam­stillt­ari á alþjóða­vett­vangi. Hvort sem er innan Evr­ópu­sam­vinn­unn­ar, Nató eða Sam­ein­uðu þjóð­anna.“

Brott­hvarf Ingi­bjargar Sól­rúnar og þriggja ann­arra yfir­manna hjá Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­skrif­stofu Örygg­is- og...

Posted by Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir on Tues­day, July 14, 2020


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent