Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari

Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

„Brott­hvarf Ingi­bjargar Sól­rúnar og þriggja ann­arra yfir­manna hjá Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­skrif­stofu Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­unar Evr­ópu er enn ein við­vör­un­ar­bjallan um að vegið sé að almennum mann­rétt­ind­um, fjöl­miðla­frelsi og lýð­ræði víða um heim.“

Þetta skrifar Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í dag.

Greint var frá því í fjöl­miðlum í gær að Ing­i­­björg Sól­­rún Gísla­dótt­ir, fyrrum utan­­­rík­­is­ráð­herra og for­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, myndi láta af störfum sem for­­stjóri Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­­stofn­unar ÖSE næst­kom­andi laug­­ar­dag.

Auglýsing

Þor­gerður Katrín segir að nú eigi að grafa undan þeim alþjóða­stofn­unum „sem segja frá þegar lýð­ræðið er afbak­að“. Barnið sem bendir á að keis­ar­inn sé ekki í neinum fötum skuli strokað út úr sög­unni.

„Af hálfu þeirra þjóða sem harð­ast ganga fram er ekki lengur verið að fara í felur með það. Í þess­ari til­teknu aðför eru það Tyrk­land, Aserbaídsjan og Tadsekistan, lík­lega undir vel­vilja og vernd Rússa. Næst verða það aðrar þjóðir enda mörg merki uppi um að þessi kerf­is­bundna atlaga að mann­rétt­indum og frelsi sé rétt að byrja. Nægir að nefna Lög og rétt í Pól­landi, Orban i Ung­verja­landi og Bol­son­aro í Bras­il­íu. Og sumar stór­þjóðir láta sér vel við líka eða setja kík­inn fyrir blinda aug­að,“ skrifar hún.

Vald­boðs­stjórn­mál séu því víða að ryðja sér til rúms þar sem óþol­in­mæði leið­toga gagn­vart rétt­ar­rík­inu, mann­rétt­ind­um, fjöl­miðlum og lýð­ræði sé sýni­lega að aukast.

Tekur undir með ráð­herra sem segir þetta vera aðför að stofn­un­inni

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra sagði í sam­tali við frétta­­stofu RÚV í gær það vera áhyggju­efni að Ing­i­­björg Sól­­rún og aðrir for­­stjórar hjá ÖSE láti af störfum eftir að nokkur aðild­­ar­­ríki lögð­ust gegn því að þau fengju að starfa áfram.

„Ég harma þessa nið­­ur­­stöðu og hún er áhyggju­efni. Þetta er auð­vitað ekki annað en aðför að stofn­un­inni. Hvað okkar full­­trúa varðar þá er ég ásamt miklum meiri­hluta aðild­­ar­­ríkja þeirrar skoð­unar að hún hafi sinnt starfi sínu af heið­­ar­­leika og fag­­mennsku og í sam­ræmi við umboð sitt,“ sagði hann.

Þor­gerður Katrín tekur undir þetta og segir það vera rétt hjá utan­rík­is­ráð­herra að þessar til­fær­ingar hjá ÖSE séu aðför að stofn­un­inni sem ætlað er að hafa eft­ir­lit með grund­vall­ar­mann­rétt­ind­um. „Þetta eru alvar­leg hættu­merki og kallar á að rödd Íslands og Norð­ur­land­anna verður að vera hávær­ari, mark­viss­ari og sam­stillt­ari á alþjóða­vett­vangi. Hvort sem er innan Evr­ópu­sam­vinn­unn­ar, Nató eða Sam­ein­uðu þjóð­anna.“

Brott­hvarf Ingi­bjargar Sól­rúnar og þriggja ann­arra yfir­manna hjá Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­skrif­stofu Örygg­is- og...

Posted by Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir on Tues­day, July 14, 2020


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent