Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari

Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

„Brott­hvarf Ingi­bjargar Sól­rúnar og þriggja ann­arra yfir­manna hjá Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­skrif­stofu Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­unar Evr­ópu er enn ein við­vör­un­ar­bjallan um að vegið sé að almennum mann­rétt­ind­um, fjöl­miðla­frelsi og lýð­ræði víða um heim.“

Þetta skrifar Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í dag.

Greint var frá því í fjöl­miðlum í gær að Ing­i­­björg Sól­­rún Gísla­dótt­ir, fyrrum utan­­­rík­­is­ráð­herra og for­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, myndi láta af störfum sem for­­stjóri Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­­stofn­unar ÖSE næst­kom­andi laug­­ar­dag.

Auglýsing

Þor­gerður Katrín segir að nú eigi að grafa undan þeim alþjóða­stofn­unum „sem segja frá þegar lýð­ræðið er afbak­að“. Barnið sem bendir á að keis­ar­inn sé ekki í neinum fötum skuli strokað út úr sög­unni.

„Af hálfu þeirra þjóða sem harð­ast ganga fram er ekki lengur verið að fara í felur með það. Í þess­ari til­teknu aðför eru það Tyrk­land, Aserbaídsjan og Tadsekistan, lík­lega undir vel­vilja og vernd Rússa. Næst verða það aðrar þjóðir enda mörg merki uppi um að þessi kerf­is­bundna atlaga að mann­rétt­indum og frelsi sé rétt að byrja. Nægir að nefna Lög og rétt í Pól­landi, Orban i Ung­verja­landi og Bol­son­aro í Bras­il­íu. Og sumar stór­þjóðir láta sér vel við líka eða setja kík­inn fyrir blinda aug­að,“ skrifar hún.

Vald­boðs­stjórn­mál séu því víða að ryðja sér til rúms þar sem óþol­in­mæði leið­toga gagn­vart rétt­ar­rík­inu, mann­rétt­ind­um, fjöl­miðlum og lýð­ræði sé sýni­lega að aukast.

Tekur undir með ráð­herra sem segir þetta vera aðför að stofn­un­inni

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra sagði í sam­tali við frétta­­stofu RÚV í gær það vera áhyggju­efni að Ing­i­­björg Sól­­rún og aðrir for­­stjórar hjá ÖSE láti af störfum eftir að nokkur aðild­­ar­­ríki lögð­ust gegn því að þau fengju að starfa áfram.

„Ég harma þessa nið­­ur­­stöðu og hún er áhyggju­efni. Þetta er auð­vitað ekki annað en aðför að stofn­un­inni. Hvað okkar full­­trúa varðar þá er ég ásamt miklum meiri­hluta aðild­­ar­­ríkja þeirrar skoð­unar að hún hafi sinnt starfi sínu af heið­­ar­­leika og fag­­mennsku og í sam­ræmi við umboð sitt,“ sagði hann.

Þor­gerður Katrín tekur undir þetta og segir það vera rétt hjá utan­rík­is­ráð­herra að þessar til­fær­ingar hjá ÖSE séu aðför að stofn­un­inni sem ætlað er að hafa eft­ir­lit með grund­vall­ar­mann­rétt­ind­um. „Þetta eru alvar­leg hættu­merki og kallar á að rödd Íslands og Norð­ur­land­anna verður að vera hávær­ari, mark­viss­ari og sam­stillt­ari á alþjóða­vett­vangi. Hvort sem er innan Evr­ópu­sam­vinn­unn­ar, Nató eða Sam­ein­uðu þjóð­anna.“

Brott­hvarf Ingi­bjargar Sól­rúnar og þriggja ann­arra yfir­manna hjá Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­skrif­stofu Örygg­is- og...

Posted by Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir on Tues­day, July 14, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent