Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari

Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

„Brott­hvarf Ingi­bjargar Sól­rúnar og þriggja ann­arra yfir­manna hjá Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­skrif­stofu Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­unar Evr­ópu er enn ein við­vör­un­ar­bjallan um að vegið sé að almennum mann­rétt­ind­um, fjöl­miðla­frelsi og lýð­ræði víða um heim.“

Þetta skrifar Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í dag.

Greint var frá því í fjöl­miðlum í gær að Ing­i­­björg Sól­­rún Gísla­dótt­ir, fyrrum utan­­­rík­­is­ráð­herra og for­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, myndi láta af störfum sem for­­stjóri Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­­stofn­unar ÖSE næst­kom­andi laug­­ar­dag.

Auglýsing

Þor­gerður Katrín segir að nú eigi að grafa undan þeim alþjóða­stofn­unum „sem segja frá þegar lýð­ræðið er afbak­að“. Barnið sem bendir á að keis­ar­inn sé ekki í neinum fötum skuli strokað út úr sög­unni.

„Af hálfu þeirra þjóða sem harð­ast ganga fram er ekki lengur verið að fara í felur með það. Í þess­ari til­teknu aðför eru það Tyrk­land, Aserbaídsjan og Tadsekistan, lík­lega undir vel­vilja og vernd Rússa. Næst verða það aðrar þjóðir enda mörg merki uppi um að þessi kerf­is­bundna atlaga að mann­rétt­indum og frelsi sé rétt að byrja. Nægir að nefna Lög og rétt í Pól­landi, Orban i Ung­verja­landi og Bol­son­aro í Bras­il­íu. Og sumar stór­þjóðir láta sér vel við líka eða setja kík­inn fyrir blinda aug­að,“ skrifar hún.

Vald­boðs­stjórn­mál séu því víða að ryðja sér til rúms þar sem óþol­in­mæði leið­toga gagn­vart rétt­ar­rík­inu, mann­rétt­ind­um, fjöl­miðlum og lýð­ræði sé sýni­lega að aukast.

Tekur undir með ráð­herra sem segir þetta vera aðför að stofn­un­inni

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra sagði í sam­tali við frétta­­stofu RÚV í gær það vera áhyggju­efni að Ing­i­­björg Sól­­rún og aðrir for­­stjórar hjá ÖSE láti af störfum eftir að nokkur aðild­­ar­­ríki lögð­ust gegn því að þau fengju að starfa áfram.

„Ég harma þessa nið­­ur­­stöðu og hún er áhyggju­efni. Þetta er auð­vitað ekki annað en aðför að stofn­un­inni. Hvað okkar full­­trúa varðar þá er ég ásamt miklum meiri­hluta aðild­­ar­­ríkja þeirrar skoð­unar að hún hafi sinnt starfi sínu af heið­­ar­­leika og fag­­mennsku og í sam­ræmi við umboð sitt,“ sagði hann.

Þor­gerður Katrín tekur undir þetta og segir það vera rétt hjá utan­rík­is­ráð­herra að þessar til­fær­ingar hjá ÖSE séu aðför að stofn­un­inni sem ætlað er að hafa eft­ir­lit með grund­vall­ar­mann­rétt­ind­um. „Þetta eru alvar­leg hættu­merki og kallar á að rödd Íslands og Norð­ur­land­anna verður að vera hávær­ari, mark­viss­ari og sam­stillt­ari á alþjóða­vett­vangi. Hvort sem er innan Evr­ópu­sam­vinn­unn­ar, Nató eða Sam­ein­uðu þjóð­anna.“

Brott­hvarf Ingi­bjargar Sól­rúnar og þriggja ann­arra yfir­manna hjá Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­skrif­stofu Örygg­is- og...

Posted by Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir on Tues­day, July 14, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent