Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari

Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

„Brott­hvarf Ingi­bjargar Sól­rúnar og þriggja ann­arra yfir­manna hjá Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­skrif­stofu Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­unar Evr­ópu er enn ein við­vör­un­ar­bjallan um að vegið sé að almennum mann­rétt­ind­um, fjöl­miðla­frelsi og lýð­ræði víða um heim.“

Þetta skrifar Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í dag.

Greint var frá því í fjöl­miðlum í gær að Ing­i­­björg Sól­­rún Gísla­dótt­ir, fyrrum utan­­­rík­­is­ráð­herra og for­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, myndi láta af störfum sem for­­stjóri Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­­stofn­unar ÖSE næst­kom­andi laug­­ar­dag.

Auglýsing

Þor­gerður Katrín segir að nú eigi að grafa undan þeim alþjóða­stofn­unum „sem segja frá þegar lýð­ræðið er afbak­að“. Barnið sem bendir á að keis­ar­inn sé ekki í neinum fötum skuli strokað út úr sög­unni.

„Af hálfu þeirra þjóða sem harð­ast ganga fram er ekki lengur verið að fara í felur með það. Í þess­ari til­teknu aðför eru það Tyrk­land, Aserbaídsjan og Tadsekistan, lík­lega undir vel­vilja og vernd Rússa. Næst verða það aðrar þjóðir enda mörg merki uppi um að þessi kerf­is­bundna atlaga að mann­rétt­indum og frelsi sé rétt að byrja. Nægir að nefna Lög og rétt í Pól­landi, Orban i Ung­verja­landi og Bol­son­aro í Bras­il­íu. Og sumar stór­þjóðir láta sér vel við líka eða setja kík­inn fyrir blinda aug­að,“ skrifar hún.

Vald­boðs­stjórn­mál séu því víða að ryðja sér til rúms þar sem óþol­in­mæði leið­toga gagn­vart rétt­ar­rík­inu, mann­rétt­ind­um, fjöl­miðlum og lýð­ræði sé sýni­lega að aukast.

Tekur undir með ráð­herra sem segir þetta vera aðför að stofn­un­inni

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra sagði í sam­tali við frétta­­stofu RÚV í gær það vera áhyggju­efni að Ing­i­­björg Sól­­rún og aðrir for­­stjórar hjá ÖSE láti af störfum eftir að nokkur aðild­­ar­­ríki lögð­ust gegn því að þau fengju að starfa áfram.

„Ég harma þessa nið­­ur­­stöðu og hún er áhyggju­efni. Þetta er auð­vitað ekki annað en aðför að stofn­un­inni. Hvað okkar full­­trúa varðar þá er ég ásamt miklum meiri­hluta aðild­­ar­­ríkja þeirrar skoð­unar að hún hafi sinnt starfi sínu af heið­­ar­­leika og fag­­mennsku og í sam­ræmi við umboð sitt,“ sagði hann.

Þor­gerður Katrín tekur undir þetta og segir það vera rétt hjá utan­rík­is­ráð­herra að þessar til­fær­ingar hjá ÖSE séu aðför að stofn­un­inni sem ætlað er að hafa eft­ir­lit með grund­vall­ar­mann­rétt­ind­um. „Þetta eru alvar­leg hættu­merki og kallar á að rödd Íslands og Norð­ur­land­anna verður að vera hávær­ari, mark­viss­ari og sam­stillt­ari á alþjóða­vett­vangi. Hvort sem er innan Evr­ópu­sam­vinn­unn­ar, Nató eða Sam­ein­uðu þjóð­anna.“

Brott­hvarf Ingi­bjargar Sól­rúnar og þriggja ann­arra yfir­manna hjá Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­skrif­stofu Örygg­is- og...

Posted by Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir on Tues­day, July 14, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent