Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Auglýsing

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrrum utan­rík­is­ráð­herra og for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, mun láta af störfum sem for­stjóri lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­stofn­unar Örygg­is- og sam­vinn­u­­stofn­un Evr­­ópu (ÖSE) næst­kom­andi laug­ar­dag. Hún var ráðin í emb­ættið fyrir þremur árum, á sama tíma og tveir aðrir for­stjórar tóku við hjá öðrum und­ir­stofn­unum ÖSE og nýr fram­kvæmda­stjóri ÖSE var skip­að­ur.

Fram kemur í frétt RÚV um málið að ráðn­ing þeirra fjög­urra hafi hald­ist í hendur og fram­leng­ing á störfum þeirra hafi átt að gera það einnig, en öll sótt­ust þau eftir að starfa áfram.

Auglýsing

Tyrkir vildu að hún­ úti­lok­aði ákveðin fé­laga­­sam­tök frá fund­um stofn­un­­ar­inn­ar

57 ríki eiga aðild að ÖSE og hef­ur hvert þeirra neit­un­­ar­­vald þegar kem­ur að skip­an æðstu yf­ir­­manna. Ingi­björg Sól­rún segir í sam­tali við mbl.is að það sem komið hafi upp hafi verið að Aser­baíd­­sj­an set­ti sig upp á móti þeim sem er yfir fjöl­miðla­stofn­un­inni. Tads­ík­­ist­an hafi síðar sett sig upp á móti skip­an henn­ar og Tyrk­ir tekið und­­ir. Því munu all­ir fjór­ir yf­ir­­menn ÖSE láta af störf­­um.

„Tyrk­land hef­ur viljað að ég úti­­lok­aði ákveðin fé­laga­­sam­tök frá fund­um stofn­un­­ar­inn­­ar. Þau segja að það séu hryðju­verka­­sam­tök, en ég hef ekki séð nein­ar sann­an­ir fyr­ir því. Ég get ekki ákveðið upp á mitt ein­­dæmi að út­­nefna sam­tök sem hryðju­verka­­sam­tök,“ seg­ir Ing­i­­björg Sól­rún við mbl.­is. 

Hún játar því að það setji yf­ir­­menn stofn­un­­ar­inn­ar í erf­iða stöðu að hvert ein­asta ríki hafi neit­un­­ar­­vald gagn­vart skip­an þeirra enda sé það hlut­verk stofn­un­­ar­inn­ar að hafa eft­ir­lit með fram­­ferði ríkj­anna. „Það ger­ir það í sjálfu sér. Við erum að strjúka ríkj­un­um and­hær­­is.“

Ing­i­­björg Sól­rún seg­ir enn fremur að árin þrjú í starfi hafi verið ánægju­­leg og hún hafi haft gam­an af að vinna þar. „Ég sé eft­ir því sam­­starfi en það er auð­vitað erfitt að vinna þegar reynt er að væng­­stýfa mann.“ Hún er á Íslandi núna og seg­ir óvíst hvað fram­tíðin beri í skauti sér en að hún muni í það minnsta reyna að njóta ís­­lenska sum­­­ar­s­ins næstu vik­­ur.

Harmar þessa nið­ur­stöðu

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra segir í sam­tali við frétta­stofu RÚV það vera áhyggju­efni að Ingi­björg Sól­rún og aðrir for­stjórar hjá ÖSE láti af störfum eftir að nokkur aðild­ar­ríki lögð­ust gegn því að þau fengju að starfa áfram.

„Ég harma þessa nið­ur­stöðu og hún er áhyggju­efni. Þetta er auð­vitað ekki annað en aðför að stofn­un­inni. Hvað okkar full­trúa varðar þá er ég ásamt miklum meiri­hluta aðild­ar­ríkja þeirrar skoð­unar að hún hafi sinnt starfi sínu af heið­ar­leika og fag­mennsku og í sam­ræmi við umboð sitt,“ segir hann.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent