Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Auglýsing

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, mun láta af störfum sem forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un Evr­ópu (ÖSE) næstkomandi laugardag. Hún var ráðin í embættið fyrir þremur árum, á sama tíma og tveir aðrir forstjórar tóku við hjá öðrum undirstofnunum ÖSE og nýr framkvæmdastjóri ÖSE var skipaður.

Fram kemur í frétt RÚV um málið að ráðning þeirra fjögurra hafi haldist í hendur og framlenging á störfum þeirra hafi átt að gera það einnig, en öll sóttust þau eftir að starfa áfram.

Auglýsing

Tyrkir vildu að hún úti­lokaði ákveðin fé­laga­sam­tök frá fund­um stofn­un­ar­inn­ar

57 ríki eiga aðild að ÖSE og hef­ur hvert þeirra neit­un­ar­vald þegar kem­ur að skip­an æðstu yf­ir­manna. Ingibjörg Sólrún segir í samtali við mbl.is að það sem komið hafi upp hafi verið að Aser­baíd­sj­an set­ti sig upp á móti þeim sem er yfir fjöl­miðlastofn­un­inni. Tads­ík­ist­an hafi síðar sett sig upp á móti skip­an henn­ar og Tyrk­ir tekið und­ir. Því munu all­ir fjór­ir yf­ir­menn ÖSE láta af störf­um.

„Tyrk­land hef­ur viljað að ég úti­lokaði ákveðin fé­laga­sam­tök frá fund­um stofn­un­ar­inn­ar. Þau segja að það séu hryðju­verka­sam­tök, en ég hef ekki séð nein­ar sann­an­ir fyr­ir því. Ég get ekki ákveðið upp á mitt ein­dæmi að út­nefna sam­tök sem hryðju­verka­sam­tök,“ seg­ir Ingi­björg Sólrún við mbl.is. 

Hún játar því að það setji yf­ir­menn stofn­un­ar­inn­ar í erfiða stöðu að hvert ein­asta ríki hafi neit­un­ar­vald gagn­vart skip­an þeirra enda sé það hlut­verk stofn­un­ar­inn­ar að hafa eft­ir­lit með fram­ferði ríkj­anna. „Það ger­ir það í sjálfu sér. Við erum að strjúka ríkj­un­um and­hær­is.“

Ingi­björg Sólrún seg­ir enn fremur að árin þrjú í starfi hafi verið ánægju­leg og hún hafi haft gam­an af að vinna þar. „Ég sé eft­ir því sam­starfi en það er auðvitað erfitt að vinna þegar reynt er að væng­stýfa mann.“ Hún er á Íslandi núna og seg­ir óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér en að hún muni í það minnsta reyna að njóta ís­lenska sum­ars­ins næstu vik­ur.

Harmar þessa niðurstöðu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir í samtali við fréttastofu RÚV það vera áhyggjuefni að Ingibjörg Sólrún og aðrir forstjórar hjá ÖSE láti af störfum eftir að nokkur aðildarríki lögðust gegn því að þau fengju að starfa áfram.

„Ég harma þessa niðurstöðu og hún er áhyggjuefni. Þetta er auðvitað ekki annað en aðför að stofnuninni. Hvað okkar fulltrúa varðar þá er ég ásamt miklum meirihluta aðildarríkja þeirrar skoðunar að hún hafi sinnt starfi sínu af heiðarleika og fagmennsku og í samræmi við umboð sitt,“ segir hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent