Mynd: Samsett 319742095_539639188048408_7956191945947322858_n
Mynd: Samsett

Kjarninn og Stundin sameinast

Nýr óháður fjölmiðill í dreifðu eignarhaldi með nýju nafni mun verða til á nýju ári. Hann verður byggður á ráðandi hugmyndafræði Kjarnans og Stundarinnar. Áhersla verður lögð á rannsóknarblaðamennsku, greiningar og daglegar fréttir frá sjónarhóli almennings fremur en sérhagsmuna. Ritstjórar verða Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson.

Aðstand­endur Kjarn­ans og Stund­ar­innar hafa náð sam­stöðu um að sam­eina fjöl­miðl­ana tvo. Útgáfu­fé­lög þeirra munu renna saman frá og með kom­andi ára­mótum og nýr mið­ill, með nýju nafni, mun verða til. Kjarna­starf­semi hans verður dag­leg frétta­síða og prentút­gáfa sem mun koma út tvisvar í mán­uði. Fyr­ir­hugað er að fyrsta útgáfa nýja mið­ils­ins verði 13. jan­úar 2023. Þangað til munu Kjarn­inn og Stundin halda áfram að starfa í óbreyttu formi og þjón­usta les­endur sína.

Eig­enda­hópur sam­ein­aðs útgáfu­fé­lags mun telja á fjórða tug ein­stak­linga, bæði starfs­manna og áhuga­fólks um fjöl­miðl­un. Eng­inn í hlut­hafa­hópnum fer með meira en tíu pró­sent eign­ar­hlut. Stefnt er að því að vald­dreif­ing verði inn­sigluð í sam­þykktum útgáfu­fé­lags­ins til fram­tíð­ar.

Mark­miðið með sam­ein­ing­unni er að setja saman öfl­ugt íslenskt fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem stendur að óháðri, vand­aðri, gagn­rýn­inni og upp­byggi­legri aðhalds­blaða­mennsku, býður upp á gott starfs­um­hverfi og móta fjöl­miðil sem getur stækk­að, vaxið og dafn­að. Byggt verður á ráð­andi hug­mynda­fræði Kjarn­ans og Stund­ar­innar um vald­dreif­ingu og vald­efl­ingu almenn­ings.

Rit­stjórn­irnar sam­ein­ast

Innan nýja fjöl­mið­ils­ins munu rit­stjórnir Kjarn­ans og Stund­ar­innar sam­ein­ast í eina. Sam­einuð rit­stjórn mun sam­an­standa af blaða­mönnum sem hafa fengið flest blaða­manna­verð­laun einka­rek­inna miðla frá stofn­un. Áhersla verður lögð á rann­sókn­ar­blaða­mennsku, grein­ingar og dag­legar fréttir frá sjón­ar­hóli almenn­ings fremur en sér­hags­muna.

Með stærra fyr­ir­tæki og öfl­ugri rit­stjórn verður hægt að styðja enn betur við bakið á dýpri rann­sókn­ar­blaða­mennsku, grein­ingu á mál­efnum líð­andi stundar og veita vald­höfum sterkt aðhald. Sam­hliða stendur til að breikka efn­is­tök, verða enn áhuga­verð­ari og skemmti­legri, og fjölga þeim leiðum sem efni er miðlað ykk­ar, les­enda okk­ar. 

Ingi­björg og Þórður rit­stjórar

Rit­stjórar hins sam­eig­in­lega nýja mið­ils verða Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dóttir og Þórður Snær Júl­í­us­son, sem stýra í dag Stund­inni og Kjarn­an­um. Rann­sókn­ar­rit­stjóri verður Helgi Selj­an. Fram­kvæmda­stjóri verður Jón Trausti Reyn­is­son.

Ingi­björg Dögg segir sam­ein­ing­una til­komna vegna sam­eig­in­legs til­gangs beggja miðla. „Báðir miðlar eru í dreifðu eign­ar­haldi, óháðir hags­muna­blokkum og hafa lifað eftir ákvörð­unum almenn­ings um að styrkja þá eða kaupa áskrift. Eina raun­hæfa leiðin til að stunda almenni­lega rann­sókn­ar­blaða­mennsku er að starfa á for­sendum almenn­ings.“

Þórður Snær segir að stærri miðil sem byggir á aðkomu og stuðn­ingi almenn­ings hafi mikil tæki­færi til að vaxa og dafna í íslensku fjöl­miðlaum­hverfi. „Það er mikil eft­ir­spurn eftir grein­andi aðhalds­blaða­mennsku sem stendur með almenn­ingi og neyt­end­um. Ég er sann­færður um að saman séum við sterk­ari en í sitt­hvoru lag­i.“ 

Sjálf­bær rekstur for­sendan

Eitt af grunn­mark­miðum nýs fjöl­mið­ils er sjálf­bær rekstur til lengri tíma sem stendur undir sjálf­stæði rit­stjórn­ar. Rekst­ur­inn á þó í sam­keppni við stærri fjöl­miðla sem hafa fengið við­var­andi tap­rekstur nið­ur­greiddan af fjár­sterkum aðil­um, meðal ann­ars eig­endum útgerða og kvóta.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur bent á að eign­ar­hald stærri einka­rek­inna fjöl­miðla hefur færst á hendur fjár­sterkra aðila sem standa fyrir til­tekna skil­greinda hags­muni í íslensku atvinnu­lífi. Eft­ir­litið hefur sagt að sú ráð­stöfun hafi það meg­in­mark­mið að ljá hags­munum við­kom­andi aðila enn sterk­ari rödd og vinna þeim þannig frek­ari fram­gang. 

Atgervis­flótti er úr geir­anum sem birt­ist meðal ann­ars í því að starf­andi á fjöl­miðlum fækk­aði um 45 pró­sent milli 2018 og 2020. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem vinna við almanna­tengsl og hags­muna­gæslu marg­fald­ast. 

Ísland hefur und­an­farin ár fallið á lista yfir fjöl­miðla­frelsi og situr nú í 15. sæti, en hinar Norð­ur­landa­þjóð­irnar skipa efstu sæt­in.

Aðkoma almenn­ings

Í mótun nýs mið­ils verður leitað til almenn­ings um hug­mynd­ir, ábend­ingar og leið­sögn. Styrkj­endum Kjarn­ans býðst að ger­ast áskrif­endur að nýja miðl­in­um, en þeim býðst einnig að halda áfram óbreyttum stuðn­ingi. Áskrif­endur Stund­ar­innar þurfa ekki að skrá sig sér­stak­lega til áfram­hald­andi áskrift­ar.

Þau sem ekki hafa áskrift fyrir geta for­skráð sig fyrir áskrift á slóð­inni kjarn­inn.­stund­in.is.

Þar verður einnig hægt að fylgj­ast með nýjum fréttum af þróun nýs mið­ils.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent