Þingmenn Sjálfstæðisflokks leggja aftur fram eigið frumvarp um skattaafslátt til fjölmiðla

Á sama tíma og ráðherra fjölmiðlamála í ríkisstjórn, sem inniheldur meðal annar Sjálfstæðisflokkinn, hefur boðað aðgerðir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla hafa nokkrir þingmenn eins stjórnarflokksins lagt fram eigið frumvarp um málið.

Óli Björn Kárason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Óli Björn Kárason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Fjórir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þau Óli Björn Kára­son, Vil­hjálmur Árna­son, Diljá Mist Ein­ars­son og Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, hafa lagt fram frum­varp sem felur í sér und­an­þágu fjöl­miðla á greiðslu trygg­inga­gjalds. Um er að ræða sama frum­varp og nokkrir þing­menn flokks­ins, meðal ann­ars Óli Björn og Vil­hjálm­ur, lögðu fram í des­em­ber 2019, en hlaut þá ekki braut­ar­geng­i. 

Ef frum­varpið verður að lögum mun trygg­inga­gjald sem á laun þeirra sem starfa á fjöl­miðlum sem eru undir 979.847 krón­um, eða í tveimur lægri skatt­þrep­un­um, falla nið­ur. 

Trygg­inga­gjaldið er í dag alls 6,35 pró­sent og leggst á heild­ar­laun. Fyrir hvern starfs­mann, upp að ofan­greindu hámarki launa, er því hægt að fá allt að 62.220 krónur í skatt­afslátt. Und­an­þágan frá greiðslu trygg­inga­gjalds tekur ein­ungis til fjöl­miðla­hluta fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is, þeirra sem „starfa við fram­leiðslu frétta­efn­is, svo sem blaða­manna, útvarps­manna, og ann­arra starfs­manna sem styðja við þá fram­leiðslu, svo sem tækni­manna, starfs­manna aug­lýs­inga­deildar og starfs­manna launa­bók­halds.“

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins kemur fram að ekki sé búið að kostn­að­ar­meta það en að gera megi ráð fyrir að það„ hafi áhrif á trygg­inga­gjald vegna launa­greiðslna 600-700 starfs­manna einka­rek­inna fjöl­miðla.“

Auglýsing
Meðaltal reglu­legra heild­ar­launa blaða­manna og ann­arra höf­unda rit­aðs máls voru, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands, 720 þús­und krónur á mán­uði á árinu 2020. Miðað við þá tölu má ætla að kostn­aður við frum­varpið muni vera frá 330 til 384 millj­ónir króna á ári.

Stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækin myndu fá lang­mest

Leiðin sem þing­menn­irnir fjórir vilja fara gagn­ast að mestu þremur stærstu einka­reknu fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum lands­ins sem sinna frétta­þjón­ustu. Þar er um að ræða Árvak­ur, Torg og Sýn. 

Árvak­ur, sem gefur út Morg­un­blaðið og tengda miðla, greiddi til að mynda 103 millj­ónir króna í trygg­inga­gjald og önnur launa­tengd gjöld utan líf­eyr­is­sjóðs­gjalda á árinu 2020. Fyr­ir­tækið gæti sloppið við þorra þeirrar greiðslu ef frum­varp þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks yrði að lög­um. Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, greiddi 182,6 millj­ónir króna í launa­tengd gjöld árið 2020, en í árs­reikn­ingi félags­ins er ekki gerður aðskiln­aður á greiðslum í líf­eyr­is­sjóð og öðrum launa­tengdum gjöld­um. Ætla má að hlutur ann­arra launa­tengdra gjalda hjá Torgi, sem eru að nán­ast öllu leyti trygg­inga­gjald, sé um 70 millj­ónir króna. 

Davíð Oddsson hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins frá árinu 2009. Mynd: Birgir Þór Harðarson.

Sýn er skráð félag á markað og að mestu í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða. Félagið rekur umfangs­mikla fjar­skipta- og afþrey­ing­ar­starf­semi sam­hliða rekstri frétta­tengdra miðla. Engin aðskiln­aður er gerður í árs­reikn­ingi Sýnar sem sýnir starfs­fólk hverrar ein­ingar fyrir sig og því er ekki hægt að áætla hversu háa upp­hæð félagið myndi fá til sín. Miðað við umfang starf­sem­innar má ætla að það yrði meira en það sem Torg fær getur átt von á að fá í skatt­afslátt. Sýn kall­aði sér­stak­lega eftir að þessi leið yrði far­inn til að styðja við einka­rekna fjöl­miðla í umsögn sem félagið skil­aði inn til Alþingis fyrir tæpu ári síð­an. 

Lögðu fram frum­varp á sama tíma og ráð­herra

Frum­varpið um und­an­þágu fjöl­miðla á greiðslu trygg­inga­gjalds var síð­ast lagt fram í des­em­ber 2019, á nán­ast sama tíma og Lilja Alfreðs­dótt­ir, ráð­herra fjöl­miðla­mála, lagði fram frum­varp um end­ur­greiðslur á rekstr­ar­kostn­aði til fjöl­miðla. Lilja hafði unnið að sínu frum­varpi í umtals­verðan tíma og mætt mik­illi and­stöðu innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins vegna þess. Það náði ekki fram að ganga vegna þeirrar and­stöðu.

Eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á var breyttri útgáfu þess, sem tryggði hærri end­ur­greiðslur til stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækj­anna, breytt í nokkur konar kór­ónu­veiru­far­ald­urs­styrk til einka­rek­inna fjöl­miðla upp á 350 millj­ónir króna. Næstum tvær af hverjum þremur krónum sem úthlutað var fóru til Árvak­urs, Sýnar og Torgs. 

Lilja Alfreðsdóttir fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórninni.

Alþingi afgreiddi loks beitt frum­varp Lilju um styrkja­kerfi fyrir einka­rekna fjöl­miðla í lok maí í fyrra. Helsta breyt­ingin fólst í því að styrkja­kerfið var lög­fest til tveggja ára, og gildir því fyrir árin 2021 og 2022. 

Í því fólst að 388,8 millj­­ónum króna var skipt á milli þeirra einka­reknu fjöl­miðla sem upp­­­fylltu skil­yrði fyrir styrkja­greiðsl­unni á síð­asta ári. Sú upp­hæð lækkar svo um átta millj­ónir króna í ár vegna tveggja pró­senta aðhalds­kröfu.

Bentu á fækkun starfs­fólks

Blaða­manna­fé­lag Íslands gerði athuga­semd við þessa aðhalds­kröfu, sér­stak­lega með til­liti til þess að fram­lög til RÚV í ár hækka um 430 millj­ónir króna, í umsögn sinni um fjár­laga­frum­varp árs­ins 2022. Ekki var tekið til­lit til athuga­semda þess.

Auglýsing
Í umsögn­inni sagði að starfs­­fólki í fjöl­miðlum hafi fækkað um 45 pró­­sent á árunum 2018 til 2020, eða um 731 alls. „Reynslan af þeim tveimur árum sem einka­reknir fjöl­miðlar hafa fengið opin­bera styrki hefur sýnt að þeir skipta gríð­­ar­­lega miklu máli fyrir fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki í vexti og sem eru að þróa sjálf­­bæran rekstur og hafa jafn­­vel leitt til fjölg­unar starfa á þeim mið­l­­um. [...] Til að mynda má benda á að á árinu 2020 fékk útgáfu­­fé­lag Stund­­ar­innar styrk upp á 17,8 millj­­ónir króna en tekjur þess juk­ust um 38,8 millj­­ónir króna, eða 21 pró­­sent. Á sama ári fékk útgáfu­­fé­lag Kjarn­ans styrk upp á 9,3 millj­­ónir króna en tekjur þess juk­ust um 18,3 millj­­ónir króna á því ári, eða 31 pró­­sent. Í til­­­felli þess­­ara miðla sést skýrt að hver króna í styrk leiðir af sér aðra krónu í nýjum tekj­­um. Þær tekjur umbreyt­­ast svo í ný störf.“

Ráð­herra hefur boðað „mjög ákveðna atlögu“

Lilja fer enn með mál­efni fjöl­miðla í rík­is­stjórn þótt hún hafi fært sig um ráðu­neyti eftir að stjórn­ar­flokk­arnir Vinstri græn, Fram­sókn­ar­flokkur og Sjálf­stæð­is­flokkur end­ur­nýj­uðu sam­starf sitt eftir kosn­ing­arnar á síð­asta ári. 

Í við­tali við Morg­un­blaðið í lok síð­asta árs sagði hún ljóst að enn væri þörf á stuðn­ingi við fjöl­miðla, svo mik­il­vægir væru þeir fyrir upp­lýs­inga- og frétta­miðl­un, lýð­ræð­is­lega umræðu og íslenska tungu. „Fram­tíð fjöl­miðla á Íslandi er í húfi og ég mun því á næstu mán­uðum gera mjög ákveðna atlögu sem miðar að því að bæta rekstr­ar­um­hverfi þeirra. Eitt er að breyta leik­reglum þannig að Rík­is­út­varpið gefi öðrum miðlum meira rými á aug­lýs­inga­mark­aði [...] Í annan stað þarf að skapa jafn­vægi í rekstr­ar­um­hverfi milli inn­lendra fjöl­miðla og félags­miðla og erlendra streym­isveitna, sem eru umsvifa­miklar á mark­aði hér. Skatt­lagn­ingu þarna þarf að breyta og þar er valdið hjá fjár­mála­ráð­herra, sem ég legg mikla áherslu á að bæti úr. Fjöl­miðlar eru aðgöngu­miði okkar út í sam­fé­lagið og lyk­ill að tungu­mál­in­u.“

Heim­ildir Kjarn­ans herma að þessi vinna sé komin vel af stað og að verið sé að skoða þann mögu­leika að skrifa svo­kall­aða græn­bók um stöðu fjöl­miðla hér­lend­is. Þess utan standi til að skipa starfs­hóp sem hafi það hlut­verk að vinna skýrar til­lögur sem geti komið til fram­kvæmda strax á þessu ári og hjálpað til við að létta undir með rekstri einka­rek­inna fjöl­miðla. 

Það er við þessar aðstæður sem fjórir þing­menn eins stjórn­ar­flokks­ins, þess sem hefur lagst harð­ast gegn vinnu ráð­herr­ans þegar kemur að fjöl­miðla­mál­um, leggja fram frum­varp um að afnema trygg­inga­gjald á fjöl­miðla. 

Athuga­­semd rit­­stjórnar: Kjarn­inn er eitt þeirra fjöl­miðla­­fyr­ir­tækja sem nýtur opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar