Styðja fjölmiðlafrumvarpið en segja það ekki duga til að fréttatími Stöðvar 2 verði opnaður

Sýn leggur fram margháttaðar tillögur að breyttu rekstrarumhverfi fjölmiðla í umsögn sinni um frumvarp um styrkjagreiðslur til fjölmiðla. Félagið vill meðal annars láta leggja niður „hina fjölmennu og ágengu auglýsingadeild“ RÚV.

Fréttatíma Stöðvar 2 var lokað fyrir öðrum en áskrifendum í síðasta mánuði. Samhliða dróst áhorf á hann saman um rúmlega helming.
Fréttatíma Stöðvar 2 var lokað fyrir öðrum en áskrifendum í síðasta mánuði. Samhliða dróst áhorf á hann saman um rúmlega helming.
Auglýsing

Sýn, sem rekur frétta­stofu Stöðvar 2, Bylgj­unnar og Vís­is, styður fram­lagt fjöl­miðla­frum­varp Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, eins langt og það nær. Félagið segir sam­þykkt frum­varps­ins þó ekki duga að óbreyttu til þess að þeirri ákvörðun að senda fréttir Stöðvar 2 út ein­ungis fyrir áskrif­endur verði snú­ið.

Þetta kemur fram í umsögn Sýnar um fjöl­miðla­frum­varp­ið.

Sam­kvæmt frum­varp­inu munu einka­reknir fjöl­miðlar sem upp­fylla skil­yrði þess geta fengið allt að 25 pró­sent af rit­stjórn­ar­kostn­aði end­ur­greiddan úr rík­is­sjóði. Hámarks­upp­hæð styrkja er 100 millj­ónir króna og sem stendur eru þeir fjár­munir sem settir hafa verið til hliðar fyrir kerfið 400 millj­ónir króna. Ef umsóknir fara yfir þá upp­hæð, sem er óum­flýj­an­legt miðað við rekstr­ar­kostnað íslenskra fjöl­miðla, þá munu fram­lög til allra skerð­ast jafn­t. 

Vilja RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði

Í umsögn Sýnar segir að staða einka­rek­inna fjöl­miðla muni ekki verða lag­færð fyrr en að RÚV verði tekið af aug­lýs­inga­mark­aði og sam­keppn­is­staða inn­lendra miðla við erlendar efn­isveitur verði jöfn­uð. 

Þar er bent á að árunum 2016 til 2019 hafi hlut­deild erlendra aðila á aug­lýs­inga­mark­aði hér á landi farið úr 29 pró­sent upp í 41 pró­sent þegar horft sé til heild­ar­greiðsla fyrir birt­ingu aug­lýs­inga. „Á sama tíma lækk­aði hlut­deild inn­lendra aðila úr 71 pró­sent  niður í 59 pró­sent. Á þessu tíma­bili juk­ust greiðslur til erlendu aðil­anna um tæp­lega 2 millj­arða en greiðslur til inn­lendra fjöl­miðla dróg­ust saman um rúm­lega 3 millj­arða. Þetta er meðal þess sem sjá má í tölum Hag­stof­unnar um tekjur fjöl­miðla fyrir árið 2019 sem birtar voru 22. jan­ú­ar.“

Þá er rakið að á árunum 2018 til 2019 hafi hlutur RÚV í sam­an­lögðum auglys­inga­tekjum útvarps (hljóð­varps og sjón­varps) hækkað úr 40 pró­sent í 44 pró­sent. „Af þessu verður ráðið að brýn nauð­syn ber til að tak­marka fyr­ir­ferð RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði í áföng­um, til að mynda um 25% á ári á fjög­urra ára tíma­bili. Telur Voda­fone [Sýn] að þrátt fyrir slíka skerð­ingu á tekju­öfl­un­ar­mögu­leikum þá muni rekstr­ar­af­koma RÚV ekki skerð­ast í sömu hlut­föll­um. Ræðst þetta af því að sam­hliða væri unnt að draga veru­lega úr starf­semi eða leggja niður hina fjöl­mennu og ágengu aug­lýs­inga­deild, sem nú er starf­rækt á RÚV. Sala RÚV á aug­lýs­ingum á tíma­bil­inu færi einkum fram á net­inu á grund­velli opin­berrar og gagn­særrar verð­skrár og með lág­marks umsýslu­kostn­aði. Kostn­aður við rekstur aug­lýs­inga­deildar myndi lækka á lág­marki um 80 pró­sent. Staða RÚV mun að lík­indum styrkj­ast þegar ákvarð­anir um dagskrá mið­ast ekki við áhorfs­mæl­ingar og aug­lýs­inga­tekjur heldur efn­is­tök og gæð­i.“

Auglýsing
Í umsögn­inni segir enn­fremur að í kjöl­far þess að mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra und­ir­rit­aði nýjan þjón­ustu­samn­ing við RÚV, sem gerð­ist fyrr á þessu ári, hafi hömlur verið settar á heim­ildir RÚV til að veita afslátt­ar­kjör á aug­lýs­inga­mark­aði. Það hafi leitt til þess að RÚV lækk­aði opin­bera birta gjald­skrá sína um 30 pró­sent að með­al­tali. „Með öðrum orðum stundar RÚV nú stór­felldar nið­ur­greiðslur á aug­lýs­inga­mark­aði með til­heyr­andi sam­keppn­is­rösk­un.“

Hafa áhyggjur af efn­isveitum

Sýn hefur verið að missa spón úr aski sínum und­an­far­ið, en efn­isveitan Viaplay hefur náð til sín hluta af sýn­inga­rétti á meist­ara­deild Evr­ópu. Í nán­ustu fram­tíð verður því sýnt frá þeirri keppni bæði á rásum Sýnar og á Viaplay. Þá tryggði síð­ar­nefnda fyr­ir­tækið sér nýverið sýn­ing­ar­rétt á leikjum íslenska karla­lands­liðs­ins í knatt­spyrnu á ára­bil­inu 2022-2028.

Í umsögn Sýnar segir að nauð­syn­legt sé að lög­gjaf­inn tryggi að erlendar efn­isveitur beri sömu skyldur og inn­lendar til að mynda þegar kemur að kröfum til tal­setn­ingar og þýð­ingar efn­is.

Félagið vill auk þess að mynd­deili­veitum á borð við Google og Face­book verði gert að afla sam­þykkis rétt­hafa fyrir deil­ingu deil­ingu á fréttum og frétta­tengdu efni og að rétt­höfum verði heim­ilt að krefj­ast sann­gjarns end­ur­gjalds fyrir afnot af slíku höf­unda­rétt­ar­vörðu efni sínu.

Þá vill Sýn að trygg­ing­ar­gjald á fjöl­miðla­veitur með skatta­legt heim­il­is­festi hér á landi verði lækk­að. 

Þrjú fyr­ir­tæki fengu 64 pró­sent af upp­hæð­inni

Frum­varpið sem nú liggur frammi, og virð­ist njóta nægj­an­legs stuðn­ings til að verða afgreitt, er umtals­vert breytt frá upp­runa­legum hug­myndum um styrkja­kerfi fyrir einka­rekna fjöl­miðla. Stærsta breyt­ingin felur í sér að þak á greiðslu til hvers fjöl­mið­ils hefur verið hækkað úr 50 í 100 millj­ónir króna. Frum­varpið sem nú liggur frammi tekur mið að reglu­gerð um stuðn­ing til einka­rek­inna fjöl­miðla vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru sem sett var í fyrra. Reglu­gerðin gerði það að verkum að greiðslur sem upp­­­runa­­­lega voru ætl­­­aðar 20 smærri fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum skert­ust um 106 millj­­­ónir króna en sama upp­­­hæð flutt­ist til þriggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla­­­­fyr­ir­tækja lands­ins, Árvak­­­­urs, Sýnar og Torgs. Árvak­­­ur, sem gefur út Morg­un­­­blaðið og tengda miðla, fékk mest allra, eða hámarks­­­­­styrk upp á 99,9 millj­­­ónir króna. Sýn fékk 91,1 milljón króna og Torg, sem gefur út Frétta­blaðið og tengda miðla, fékk 64,7 millj­ónir króna. Alls fóru 64 pró­sent styrkj­anna til þess­arra þriggja fjöl­miðla­fyr­ir­tækja.

Kjarn­inn er einn þeirra fjöl­miðla sem upp­­­fyllir þau skil­yrði sem sett eru fyrir stuðn­­ings­greiðslum eins og frum­varpið er í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent