Meira en helmingur áhorfenda hætti að horfa á fréttir Stöðvar 2 þegar þeim var lokað

Sýn segir að áhorfendum að áskriftarleiðum þeirra í sjónvarpi hafi fjölgað mikið og séu nú yfir 40 þúsund allt í allt. Ekki fást upplýsingar um hvernig sá fjöldi skiptist á mismunandi áskriftarleiðir né hversu margir hafi bæst við í janúar 2021.

Frá 18. janúar síðastliðnum hefur fréttatími Stöðvar 2 verið lokaður fyrir öðrum en áskrifendum.
Frá 18. janúar síðastliðnum hefur fréttatími Stöðvar 2 verið lokaður fyrir öðrum en áskrifendum.
Auglýsing

Áhorf á fréttir Stöðvar 2 meira en helm­ing­að­ist eftir að lokað var fyrir að aðrir en áskrif­endur gætu horft á þær mánu­dag­inn 18. jan­ú­ar. Í vik­unni á undan var áhorf á frétt­irnar 23,2 pró­sent en viku síðar var það komið niður í 10,8 pró­sent. 

Til sam­an­burðar var áhorf á fréttir RÚV 29,8 pró­sent. Áhorf á fréttir Stöðvar 2 fór því úr að vera 78 pró­sent af áhorfi RÚV í að vera 36 pró­sent þess.

Hjá ald­urs­hópnum 12-49 ára fór áhorfið úr ell­efu pró­sent í 5,6 pró­sent. 

Þetta kemur fram í tölum sem Gallup birtir viku­lega um áhorf á íslenskar sjón­varps­stöðv­ar. 

Heiðar Guð­jóns­son, for­stjóri Sýn­ar, sagði við vb.is á föstu­dag að það væri ekki rétt að bera saman heild­ar­á­horf á Stöð 2 við línu­lega dag­skrá RÚV þar sem efn­isveitan Stöð 2+ væri utan áhorfs­mæl­inga. Þau skipti sem horft sé á frétta­tím­ann þar mælist því ekki með í áhorfskönn­unum Gallup.  

Vill RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði

Greint var frá ákvörðun Sýnar að loka hinum svo­kall­aða opna glugga, sem í ára­tugi hefur verið að mestu opinn öllum til áhorfs, fyrir öðrum en áskrif­endum 11. jan­úar síð­ast­lið­inn. Ákvörð­unin hefur leitt að sér aukna umræðu um umfang RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði og áhyggjur af því að frétta­stofa rík­is­mið­ils­ins sitji ein að sjón­varps­frétta­tíma­mark­aðnum í opinni dag­skrá. 

Auglýsing
Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, sagði í sam­tali við mbl.is vegna þessa að skyn­sam­leg­ast væri að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði og ná þyrfti póli­tískri sátt um það. Hún sagði enn fremur að brott­hvarf frétta­tíma Stöðvar 2 úr opinni dag­skrá væri slæmt fyrir sam­keppni.

Gefa ekki upp hversu margir hafa bæst við

Í kjöl­far þess að Gallup birti nýjar tölur sínar um sjón­varps­á­horf seint í lið­inni viku sendi Sýn frá sér til­kynn­ingu þar sem kom fram að nýsala áskrifta hefði tvö­fald­ast í jan­úar 2021 miðað við sama mánuð í fyrra og að nú væru yfir 40 þús­und heim­ili með aðgang að Stöð 2+. 

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á Sýn og að um upp­lýs­ingar um fjölda áskrif­enda að hverri sjón­varps­á­skrift­ar­leið sem í boði er hjá félag­inu og upp­lýs­ingar um hversu margir hefðu bæst við í jan­úar 2021. 

Í svari Magn­úsar Haf­liða­son­ar, for­stöðu­manns sam­skipta- og mark­aðs­sviðs, sagði að Sýn gæfi ekki upp fjölda í hverri áskrift­ar­leið að svo stöddu. Þá vildi hann heldur ekki gefa upp fjölda þeirra sem bæst hefðu við í yfir­stand­andi mán­uði. „Það mun mögu­lega koma fram síðar þegar áhrif breyt­ing­anna eru betur komin fram en við erum aðeins rétt rúmar tvær vikur frá breyt­ing­unn­i.“

Magnús sagði enn fremur að fjöldi áskrif­enda hefði auk­ist þvert á allar þrjár leiðir Sýn­ar: Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport. „Frá síð­asta hausti höfum við séð mjög mik­inn vöxt í efn­isveit­unni sem í dag heitir Stöð 2+.“

Aug­lýs­inga­tekjur dróg­ust saman um 15 pró­sent

Sýn keypti ýmsa fjöl­miðla af félag­inu 365 miðlum í lok árs­ins 2017. Um er að ræða ljós­vaka­miðla á borð við Stöð 2, Bylgj­una og tengdar útvarps­­­­­­­stöðvar og frétta­vef­inn Vísi. Kaup­verðið var 8,2 millj­­­­arðar króna. 

Á milli áranna 2018 og 2019 lækk­­­­uðu tekjur Sýnar af umræddum fjöl­miðlum um 446 millj­­­­ónir króna og í upp­­­­hafi árs 2020 var við­­­­skipta­vild sem var til­­­­komin vegna fjöl­mið­l­anna sem voru keyptir lækkuð um 2,5 millj­­­­arða króna.

Í fjár­­­­­festa­kynn­ingu vegna nýjasta upp­­­­­gjörs Sýn­­ar, sem var fyrir þriðja árs­fjórð­ung árs­ins 2020, kom fram aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla Sýnar hafi dreg­ist saman um 15 pró­­­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins í sam­an­­­burði við sama tíma­bil 2019, og að það sé meg­in­á­­­stæða þess að fjöl­miðla­­­tekjur hafi haldið áfram að lækka. Það var sagt að stórum hluta vegna áhrifa af yfir­­­stand­andi heims­far­aldri. Tekjur af sjón­­­varps­dreif­ingu hafi hins vegar auk­ist og jákvæð þróun er sögð í áskrift­­­ar­­­tekjum milli árs­fjórð­unga eftir að þær dróg­ust saman á fyrri hluta árs­ins 2020.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent