Meira en helmingur áhorfenda hætti að horfa á fréttir Stöðvar 2 þegar þeim var lokað

Sýn segir að áhorfendum að áskriftarleiðum þeirra í sjónvarpi hafi fjölgað mikið og séu nú yfir 40 þúsund allt í allt. Ekki fást upplýsingar um hvernig sá fjöldi skiptist á mismunandi áskriftarleiðir né hversu margir hafi bæst við í janúar 2021.

Frá 18. janúar síðastliðnum hefur fréttatími Stöðvar 2 verið lokaður fyrir öðrum en áskrifendum.
Frá 18. janúar síðastliðnum hefur fréttatími Stöðvar 2 verið lokaður fyrir öðrum en áskrifendum.
Auglýsing

Áhorf á fréttir Stöðvar 2 meira en helm­ing­að­ist eftir að lokað var fyrir að aðrir en áskrif­endur gætu horft á þær mánu­dag­inn 18. jan­ú­ar. Í vik­unni á undan var áhorf á frétt­irnar 23,2 pró­sent en viku síðar var það komið niður í 10,8 pró­sent. 

Til sam­an­burðar var áhorf á fréttir RÚV 29,8 pró­sent. Áhorf á fréttir Stöðvar 2 fór því úr að vera 78 pró­sent af áhorfi RÚV í að vera 36 pró­sent þess.

Hjá ald­urs­hópnum 12-49 ára fór áhorfið úr ell­efu pró­sent í 5,6 pró­sent. 

Þetta kemur fram í tölum sem Gallup birtir viku­lega um áhorf á íslenskar sjón­varps­stöðv­ar. 

Heiðar Guð­jóns­son, for­stjóri Sýn­ar, sagði við vb.is á föstu­dag að það væri ekki rétt að bera saman heild­ar­á­horf á Stöð 2 við línu­lega dag­skrá RÚV þar sem efn­isveitan Stöð 2+ væri utan áhorfs­mæl­inga. Þau skipti sem horft sé á frétta­tím­ann þar mælist því ekki með í áhorfskönn­unum Gallup.  

Vill RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði

Greint var frá ákvörðun Sýnar að loka hinum svo­kall­aða opna glugga, sem í ára­tugi hefur verið að mestu opinn öllum til áhorfs, fyrir öðrum en áskrif­endum 11. jan­úar síð­ast­lið­inn. Ákvörð­unin hefur leitt að sér aukna umræðu um umfang RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði og áhyggjur af því að frétta­stofa rík­is­mið­ils­ins sitji ein að sjón­varps­frétta­tíma­mark­aðnum í opinni dag­skrá. 

Auglýsing
Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, sagði í sam­tali við mbl.is vegna þessa að skyn­sam­leg­ast væri að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði og ná þyrfti póli­tískri sátt um það. Hún sagði enn fremur að brott­hvarf frétta­tíma Stöðvar 2 úr opinni dag­skrá væri slæmt fyrir sam­keppni.

Gefa ekki upp hversu margir hafa bæst við

Í kjöl­far þess að Gallup birti nýjar tölur sínar um sjón­varps­á­horf seint í lið­inni viku sendi Sýn frá sér til­kynn­ingu þar sem kom fram að nýsala áskrifta hefði tvö­fald­ast í jan­úar 2021 miðað við sama mánuð í fyrra og að nú væru yfir 40 þús­und heim­ili með aðgang að Stöð 2+. 

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á Sýn og að um upp­lýs­ingar um fjölda áskrif­enda að hverri sjón­varps­á­skrift­ar­leið sem í boði er hjá félag­inu og upp­lýs­ingar um hversu margir hefðu bæst við í jan­úar 2021. 

Í svari Magn­úsar Haf­liða­son­ar, for­stöðu­manns sam­skipta- og mark­aðs­sviðs, sagði að Sýn gæfi ekki upp fjölda í hverri áskrift­ar­leið að svo stöddu. Þá vildi hann heldur ekki gefa upp fjölda þeirra sem bæst hefðu við í yfir­stand­andi mán­uði. „Það mun mögu­lega koma fram síðar þegar áhrif breyt­ing­anna eru betur komin fram en við erum aðeins rétt rúmar tvær vikur frá breyt­ing­unn­i.“

Magnús sagði enn fremur að fjöldi áskrif­enda hefði auk­ist þvert á allar þrjár leiðir Sýn­ar: Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport. „Frá síð­asta hausti höfum við séð mjög mik­inn vöxt í efn­isveit­unni sem í dag heitir Stöð 2+.“

Aug­lýs­inga­tekjur dróg­ust saman um 15 pró­sent

Sýn keypti ýmsa fjöl­miðla af félag­inu 365 miðlum í lok árs­ins 2017. Um er að ræða ljós­vaka­miðla á borð við Stöð 2, Bylgj­una og tengdar útvarps­­­­­­­stöðvar og frétta­vef­inn Vísi. Kaup­verðið var 8,2 millj­­­­arðar króna. 

Á milli áranna 2018 og 2019 lækk­­­­uðu tekjur Sýnar af umræddum fjöl­miðlum um 446 millj­­­­ónir króna og í upp­­­­hafi árs 2020 var við­­­­skipta­vild sem var til­­­­komin vegna fjöl­mið­l­anna sem voru keyptir lækkuð um 2,5 millj­­­­arða króna.

Í fjár­­­­­festa­kynn­ingu vegna nýjasta upp­­­­­gjörs Sýn­­ar, sem var fyrir þriðja árs­fjórð­ung árs­ins 2020, kom fram aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla Sýnar hafi dreg­ist saman um 15 pró­­­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins í sam­an­­­burði við sama tíma­bil 2019, og að það sé meg­in­á­­­stæða þess að fjöl­miðla­­­tekjur hafi haldið áfram að lækka. Það var sagt að stórum hluta vegna áhrifa af yfir­­­stand­andi heims­far­aldri. Tekjur af sjón­­­varps­dreif­ingu hafi hins vegar auk­ist og jákvæð þróun er sögð í áskrift­­­ar­­­tekjum milli árs­fjórð­unga eftir að þær dróg­ust saman á fyrri hluta árs­ins 2020.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent