Fréttatíma Stöðvar 2 verður lokað fyrir öðrum en áskrifendum

Þeir sem eru ekki áskrifendur að Stöð 2, en hafa vanist þess síðustu áratugi að horfa á fréttir stöðvarinnar í opinni dagskrá, munu ekki lengur geta það frá og með næstu viku.

Fréttastofa
Auglýsing

Frétta­tími Stöðvar 2 verður í lok­aðri dag­skrá frá 18. jan­úar næst­kom­andi, en honum hefur í 34 ára verið sjón­varpað í opinni dag­skrá. Það þýðir að aðrir en áskrif­endur að Stöð 2 munu ekki lengur geta horft á frétta­tím­ann. 

Honum verður hins vegar áfram útvarpað á Bylgj­unni og því verður hægt að hlusta á frétt­irnar í beinni útsend­ingu. Auk þess munu birt­ast mynd­brot úr honum á frétta­vefnum Vísi eftir að útsend­ingu lýkur á Stöð 2.

Þórir Guð­munds­son, rit­stjóri frétta­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unnar segir í frétta­til­kynn­ingu að breyt­ing­arnar gefi frétta­stof­unni kleift að standa vörð um öfl­uga frétta­þjón­ustu í sjón­varpi. Breyttar aðstæður kalla á nýjar áherslur í fjöl­miðlun en það sem breyt­ist ekki er áhersla okkar á traust, vand­virkni og nálægð við fólk. Frétta­stofan verður því áfram leið­andi í miðlun frétta – á Stöð 2, Vísi og Bylgj­unn­i.“

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Þór­halli Gunn­ars­syni, fram­kvæmda­stjóra fjöl­miðla Stöðvar 2, að um sókn­ar­að­gerð sé að ræða. „Með þess­ari aðgerð erum við að tryggja frétta­stof­una enn frekar í sessi. Við erum þess full­viss að með stuðn­ingi áskrif­enda skap­ist for­sendur til að standa vörð um öfl­uga frétta­þjón­ustu og fram­leiðslu inn­lends efn­is. Á síð­asta ári fram­leiddi Stöð 2 alls 48 íslenskar þátt­araðir og við­burði sem er gríð­ar­leg aukn­ing frá fyrri árum. Við höldum ótrauð áfram á sömu braut og kynnum á sama tíma fleiri við­skipta­vinum fyrir Stöð2+ stærstu efn­isveitu lands­ins með íslenskt efni, á áður óþekktu verð­i.”

Þær breyt­ingar eru gerð­ar  á áskrift að Stöð 2 að henni fylgir fram­vegis aðgangur að Stöð 2+. sem hét áður Mara­þon, á 7.990 krónur á mán­uði. Sam­tímis verður sú breyt­ing gerð á áskrift­ar­skil­málum að engin bind­ing er á áskriftum umfram líð­andi mán­uð. Það þýðir að hægt verður að segja upp eða gera breyt­ingar á áskriftum fyrir 25. hvers mán­aðar sem taka þá gildi fyrsta dag næsta mán­að­ar.

Tekjur vegna fjöl­miðla­rekst­urs hafa dreg­ist saman

Stöð 2 er í eigu fjöl­miðla- og fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Sýn­ar. ­Sýn keypti ýmsa fjöl­miðla af félag­inu 365 miðlum í lok árs­ins 2017. Um er að ræða ljós­vaka­miðla á borð við Stöð 2, Bylgj­una og tengdar útvarps­­­­­stöðvar og frétta­vef­inn Vísi. Kaup­verðið var 8,2 millj­­­arðar króna. 

Á milli áranna 2018 og 2019 lækk­­­uðu tekjur Sýnar af umræddum fjöl­miðlum um 446 millj­­­ónir króna og í upp­­­hafi árs 2020 var við­­­skipta­vild sem var til­­­komin vegna fjöl­mið­l­anna sem voru keyptir lækkuð um 2,5 millj­­­arða króna.

Í fjár­­­festa­kynn­ingu vegna nýjasta upp­­­gjörs Sýn­ar, sem var fyrir þriðja árs­fjórð­ung árs­ins 2020, kom fram ayg­lýs­inga­­tekjur fjöl­miðla Sýnar hafi dreg­ist saman um 15 pró­­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins í sam­an­­burði við sama tíma­bil 2019, og að það sé meg­in­á­­stæða þess að fjöl­miðla­­tekjur hafi haldið áfram að lækka. Það var sagt að stórum hluta vegna áhrifa af yfir­­stand­andi heims­far­aldri. Tekjur af sjón­­varps­dreif­ingu hafi hins vegar auk­ist og jákvæð þróun er sögð í áskrift­­ar­­tekjum milli árs­fjórð­unga eftir að þær dróg­ust saman á fyrri hluta árs­ins 2020.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent