Fréttatíma Stöðvar 2 verður lokað fyrir öðrum en áskrifendum

Þeir sem eru ekki áskrifendur að Stöð 2, en hafa vanist þess síðustu áratugi að horfa á fréttir stöðvarinnar í opinni dagskrá, munu ekki lengur geta það frá og með næstu viku.

Fréttastofa
Auglýsing

Fréttatími Stöðvar 2 verður í lokaðri dagskrá frá 18. janúar næstkomandi, en honum hefur í 34 ára verið sjónvarpað í opinni dagskrá. Það þýðir að aðrir en áskrifendur að Stöð 2 munu ekki lengur geta horft á fréttatímann. 

Honum verður hins vegar áfram útvarpað á Bylgjunni og því verður hægt að hlusta á fréttirnar í beinni útsendingu. Auk þess munu birtast myndbrot úr honum á fréttavefnum Vísi eftir að útsendingu lýkur á Stöð 2.

Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar segir í fréttatilkynningu að breytingarnar gefi fréttastofunni kleift að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu í sjónvarpi. Breyttar aðstæður kalla á nýjar áherslur í fjölmiðlun en það sem breytist ekki er áhersla okkar á traust, vandvirkni og nálægð við fólk. Fréttastofan verður því áfram leiðandi í miðlun frétta – á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.“

Auglýsing
Í tilkynningunni er haft eftir Þórhalli Gunnarssyni, framkvæmdastjóra fjölmiðla Stöðvar 2, að um sóknaraðgerð sé að ræða. „Með þessari aðgerð erum við að tryggja fréttastofuna enn frekar í sessi. Við erum þess fullviss að með stuðningi áskrifenda skapist forsendur til að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu og framleiðslu innlends efnis. Á síðasta ári framleiddi Stöð 2 alls 48 íslenskar þáttaraðir og viðburði sem er gríðarleg aukning frá fyrri árum. Við höldum ótrauð áfram á sömu braut og kynnum á sama tíma fleiri viðskiptavinum fyrir Stöð2+ stærstu efnisveitu landsins með íslenskt efni, á áður óþekktu verði.”

Þær breytingar eru gerðar  á áskrift að Stöð 2 að henni fylgir framvegis aðgangur að Stöð 2+. sem hét áður Maraþon, á 7.990 krónur á mánuði. Samtímis verður sú breyting gerð á áskriftarskilmálum að engin binding er á áskriftum umfram líðandi mánuð. Það þýðir að hægt verður að segja upp eða gera breytingar á áskriftum fyrir 25. hvers mánaðar sem taka þá gildi fyrsta dag næsta mánaðar.

Tekjur vegna fjölmiðlareksturs hafa dregist saman

Stöð 2 er í eigu fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Sýn keypti ýmsa fjöl­miðla af félag­inu 365 miðlum í lok árs­ins 2017. Um er að ræða ljós­vaka­miðla á borð við Stöð 2, Bylgj­una og tengdar útvarps­­­stöðvar og frétta­vef­inn Vísi. Kaup­verðið var 8,2 millj­­arðar króna. 

Á milli áranna 2018 og 2019 lækk­­uðu tekjur Sýnar af umræddum fjöl­miðlum um 446 millj­­ónir króna og í upp­­hafi árs 2020 var við­­skipta­vild sem var til­­komin vegna fjöl­mið­l­anna sem voru keyptir lækkuð um 2,5 millj­­arða króna.

Í fjár­festa­kynn­ingu vegna nýjasta upp­gjörs Sýnar, sem var fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2020, kom fram ayg­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla Sýnar hafi dreg­ist saman um 15 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins í sam­an­burði við sama tíma­bil 2019, og að það sé meg­in­á­stæða þess að fjöl­miðla­tekjur hafi haldið áfram að lækka. Það var sagt að stórum hluta vegna áhrifa af yfir­stand­andi heims­far­aldri. Tekjur af sjón­varps­dreif­ingu hafi hins vegar auk­ist og jákvæð þróun er sögð í áskrift­ar­tekjum milli árs­fjórð­unga eftir að þær dróg­ust saman á fyrri hluta ársins 2020.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent