Fréttatíma Stöðvar 2 verður lokað fyrir öðrum en áskrifendum

Þeir sem eru ekki áskrifendur að Stöð 2, en hafa vanist þess síðustu áratugi að horfa á fréttir stöðvarinnar í opinni dagskrá, munu ekki lengur geta það frá og með næstu viku.

Fréttastofa
Auglýsing

Frétta­tími Stöðvar 2 verður í lok­aðri dag­skrá frá 18. jan­úar næst­kom­andi, en honum hefur í 34 ára verið sjón­varpað í opinni dag­skrá. Það þýðir að aðrir en áskrif­endur að Stöð 2 munu ekki lengur geta horft á frétta­tím­ann. 

Honum verður hins vegar áfram útvarpað á Bylgj­unni og því verður hægt að hlusta á frétt­irnar í beinni útsend­ingu. Auk þess munu birt­ast mynd­brot úr honum á frétta­vefnum Vísi eftir að útsend­ingu lýkur á Stöð 2.

Þórir Guð­munds­son, rit­stjóri frétta­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unnar segir í frétta­til­kynn­ingu að breyt­ing­arnar gefi frétta­stof­unni kleift að standa vörð um öfl­uga frétta­þjón­ustu í sjón­varpi. Breyttar aðstæður kalla á nýjar áherslur í fjöl­miðlun en það sem breyt­ist ekki er áhersla okkar á traust, vand­virkni og nálægð við fólk. Frétta­stofan verður því áfram leið­andi í miðlun frétta – á Stöð 2, Vísi og Bylgj­unn­i.“

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Þór­halli Gunn­ars­syni, fram­kvæmda­stjóra fjöl­miðla Stöðvar 2, að um sókn­ar­að­gerð sé að ræða. „Með þess­ari aðgerð erum við að tryggja frétta­stof­una enn frekar í sessi. Við erum þess full­viss að með stuðn­ingi áskrif­enda skap­ist for­sendur til að standa vörð um öfl­uga frétta­þjón­ustu og fram­leiðslu inn­lends efn­is. Á síð­asta ári fram­leiddi Stöð 2 alls 48 íslenskar þátt­araðir og við­burði sem er gríð­ar­leg aukn­ing frá fyrri árum. Við höldum ótrauð áfram á sömu braut og kynnum á sama tíma fleiri við­skipta­vinum fyrir Stöð2+ stærstu efn­isveitu lands­ins með íslenskt efni, á áður óþekktu verð­i.”

Þær breyt­ingar eru gerð­ar  á áskrift að Stöð 2 að henni fylgir fram­vegis aðgangur að Stöð 2+. sem hét áður Mara­þon, á 7.990 krónur á mán­uði. Sam­tímis verður sú breyt­ing gerð á áskrift­ar­skil­málum að engin bind­ing er á áskriftum umfram líð­andi mán­uð. Það þýðir að hægt verður að segja upp eða gera breyt­ingar á áskriftum fyrir 25. hvers mán­aðar sem taka þá gildi fyrsta dag næsta mán­að­ar.

Tekjur vegna fjöl­miðla­rekst­urs hafa dreg­ist saman

Stöð 2 er í eigu fjöl­miðla- og fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Sýn­ar. ­Sýn keypti ýmsa fjöl­miðla af félag­inu 365 miðlum í lok árs­ins 2017. Um er að ræða ljós­vaka­miðla á borð við Stöð 2, Bylgj­una og tengdar útvarps­­­­­stöðvar og frétta­vef­inn Vísi. Kaup­verðið var 8,2 millj­­­arðar króna. 

Á milli áranna 2018 og 2019 lækk­­­uðu tekjur Sýnar af umræddum fjöl­miðlum um 446 millj­­­ónir króna og í upp­­­hafi árs 2020 var við­­­skipta­vild sem var til­­­komin vegna fjöl­mið­l­anna sem voru keyptir lækkuð um 2,5 millj­­­arða króna.

Í fjár­­­festa­kynn­ingu vegna nýjasta upp­­­gjörs Sýn­ar, sem var fyrir þriðja árs­fjórð­ung árs­ins 2020, kom fram ayg­lýs­inga­­tekjur fjöl­miðla Sýnar hafi dreg­ist saman um 15 pró­­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins í sam­an­­burði við sama tíma­bil 2019, og að það sé meg­in­á­­stæða þess að fjöl­miðla­­tekjur hafi haldið áfram að lækka. Það var sagt að stórum hluta vegna áhrifa af yfir­­stand­andi heims­far­aldri. Tekjur af sjón­­varps­dreif­ingu hafi hins vegar auk­ist og jákvæð þróun er sögð í áskrift­­ar­­tekjum milli árs­fjórð­unga eftir að þær dróg­ust saman á fyrri hluta árs­ins 2020.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent