1.200 skammtar af bóluefni Moderna væntanlegir á morgun

Fyrstu skammtarnir af bóluefni Moderna gegn COVID-19 eru væntanlegir til landsins á morgun. Fleiri skammtar munu svo berast reglulega næstu vikur.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Það hefur gengið vel yfir helgina,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir við upphaf upplýsingafundar almannavarna í dag. Þrír greindust með veiruna í gær og voru þeir allir í sóttkví.


Hins vegar greindust sautján á landamærunum sem er áhyggjuefni að sögn sóttvarnalæknis en endurspeglar vöxtinn í faraldrinum erlendis.


Í ljósi stöðunnar innanlands hefur Þórólfur því sent ráðherra tillögur um ýmsar tilslakanir frá og með miðvikudeginum. Þá mega 20 koma saman og tilslakanir eru einnig gerðar á ýmissi starfsemi, svo sem heilsurækt með skilyrðum og menningarstarfsemi sömuleiðis. Þórólfur lagði hins vegar áherslu á, og það gerði Alma Möller landlæknir einnig, að allir ættu að forðast ónauðsynlegar hópamyndanir. Enn er grímuskylda og tveggja metra regluna skal virða áfram.

Auglýsing

Aukning í smitum sem eru að greinast á landamærunum er að mati sóttvarnalæknis „helsta hættan sem steðjar að okkur núna, að við fáum smit inn í landið í gegnum landamærin“.


Þórólfur hefur því sent heilbrigðisráðherra tillögur um hertar aðgerðir á landamærunum eins og fram hefur komið í fréttum um helgina. Hann lagði til að ferðamenn fengju ekki lengur val um að sleppa skimun og fara í fjórtán daga sóttkví. Ef því væri ekki viðkomið skal fólk sem velur sóttkví að taka hana út í sóttvarnahúsum. Þá hefur Þórólfur lagt til að börn sem komi með foreldrum sínum til landsins verði skylduð til að dvelja í sóttkví ásamt foreldrum sínum.


Í fjórða lagi verði aukið eftirlit með fólki í sóttkví og einangrun „og á þann hátt munum við reyna að tryggja eins og hægt er að aukning verði ekki í smitum erlendis frá“. Hann sagði að fólki yrði gefnar skýrari og betri leiðbeiningar og að hringt yrði oftar í fólk til að kanna hvernig gangi. Ef ástæða þykir er svo hægt að senda eftirlitsfólk til fólks í sóttkví og einangrun til að kanna stöðuna.  


Þórólfur sagði einnig ástæðu til þess að hvetja alla Íslendinga til að fara ekki í ferðalög erlendis að nauðsynjalausu.

Fleiri skammtar á leiðinni


Von er á 1.200 skömmtum af bóluefni lyfjafyrirtækisins Moderna til landsins á morgun. Þeir skammtar verði nýttir til að halda áfram bólusetningu framlínustarfsfólks. Í framhaldinu er von á 1.200 skömmtum frá fyrirtækinu reglulega næstu vikurnar. Bólusetja þarf tvisvar með efninu og því duga 1.200 skammtar til að bólusetja 600 manns.


Auk þess er von á tæplega 3.000 skömmtum bóluefnis frá Pfizer-BioNtech í næstu viku og tæplega 2.000 eftir tvær vikur. Þessir skammtar verða notaðir til að halda áfram að bólusetja eldri íbúa landsins.


Tvö bóluefni til viðbótar eru til skoðunar hjá Evrópsku lyfjastofnuninni og í framhaldinu verður gefin út dreifingaráætlun hvað þau varðar.


„Megináskorun okkar allra núna felst í því að viðhalda persónubundnum sóttvörnum,“ sagði Þórólfur. Þannig mun takast að byggja upp ónæmi með bólusetningu. Samhliða framgangi bólusetningar verður smám saman hægt að slaka meira á takmörkunum en hvernig það verður nákvæmlega gert er ekki hægt að segja til um á þessari stundu.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent