1.200 skammtar af bóluefni Moderna væntanlegir á morgun

Fyrstu skammtarnir af bóluefni Moderna gegn COVID-19 eru væntanlegir til landsins á morgun. Fleiri skammtar munu svo berast reglulega næstu vikur.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Það hefur gengið vel yfir helg­ina,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir við upp­haf upp­lýs­inga­fundar almanna­varna í dag. Þrír greindust með veiruna í gær og voru þeir allir í sótt­kví.Hins vegar greindust sautján á landa­mær­unum sem er áhyggju­efni að sögn sótt­varna­læknis en end­ur­speglar vöxt­inn í far­aldr­inum erlend­is.Í ljósi stöð­unnar inn­an­lands hefur Þórólfur því sent ráð­herra til­lögur um ýmsar til­slak­anir frá og með mið­viku­deg­in­um. Þá mega 20 koma saman og til­slak­anir eru einnig gerðar á ýmissi starf­semi, svo sem heilsu­rækt með skil­yrðum og menn­ing­ar­starf­semi sömu­leið­is. Þórólfur lagði hins vegar áherslu á, og það gerði Alma Möller land­læknir einnig, að allir ættu að forð­ast ónauð­syn­legar hópa­mynd­an­ir. Enn er grímu­skylda og tveggja metra regl­una skal virða áfram.

Auglýsing


Aukn­ing í smitum sem eru að grein­ast á landa­mær­unum er að mati sótt­varna­læknis „helsta hættan sem steðjar að okkur núna, að við fáum smit inn í landið í gegnum landa­mær­in“.Þórólfur hefur því sent heil­brigð­is­ráð­herra til­lögur um hertar aðgerðir á landa­mær­unum eins og fram hefur komið í fréttum um helg­ina. Hann lagði til að ferða­menn fengju ekki lengur val um að sleppa skimun og fara í fjórtán daga sótt­kví. Ef því væri ekki við­komið skal fólk sem velur sótt­kví að taka hana út í sótt­varna­hús­um. Þá hefur Þórólfur lagt til að börn sem komi með for­eldrum sínum til lands­ins verði skylduð til að dvelja í sótt­kví ásamt for­eldrum sín­um.Í fjórða lagi verði aukið eft­ir­lit með fólki í sótt­kví og ein­angrun „og á þann hátt munum við reyna að tryggja eins og hægt er að aukn­ing verði ekki í smitum erlendis frá“. Hann sagði að fólki yrði gefnar skýr­ari og betri leið­bein­ingar og að hringt yrði oftar í fólk til að kanna hvernig gangi. Ef ástæða þykir er svo hægt að senda eft­ir­lits­fólk til fólks í sótt­kví og ein­angrun til að kanna stöð­una.  Þórólfur sagði einnig ástæðu til þess að hvetja alla Íslend­inga til að fara ekki í ferða­lög erlendis að nauð­synja­lausu.

Fleiri skammtar á leið­inniVon er á 1.200 skömmtum af bólu­efni lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Moderna til lands­ins á morg­un. Þeir skammtar verði nýttir til að halda áfram bólu­setn­ingu fram­línu­starfs­fólks. Í fram­hald­inu er von á 1.200 skömmtum frá fyr­ir­tæk­inu reglu­lega næstu vik­urn­ar. Bólu­setja þarf tvisvar með efn­inu og því duga 1.200 skammtar til að bólu­setja 600 manns.Auk þess er von á tæp­lega 3.000 skömmtum bólu­efnis frá Pfiz­er-BioNtech í næstu viku og tæp­lega 2.000 eftir tvær vik­ur. Þessir skammtar verða not­aðir til að halda áfram að bólu­setja eldri íbúa lands­ins.Tvö bólu­efni til við­bótar eru til skoð­unar hjá Evr­ópsku lyfja­stofn­un­inni og í fram­hald­inu verður gefin út dreif­ing­ar­á­ætlun hvað þau varð­ar.„Meg­in­á­skorun okkar allra núna felst í því að við­halda per­sónu­bundnum sótt­vörn­um,“ sagði Þórólf­ur. Þannig mun takast að byggja upp ónæmi með bólu­setn­ingu. Sam­hliða fram­gangi bólu­setn­ingar verður smám saman hægt að slaka meira á tak­mörk­unum en hvernig það verður nákvæm­lega gert er ekki hægt að segja til um á þess­ari stundu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent