1.200 skammtar af bóluefni Moderna væntanlegir á morgun

Fyrstu skammtarnir af bóluefni Moderna gegn COVID-19 eru væntanlegir til landsins á morgun. Fleiri skammtar munu svo berast reglulega næstu vikur.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Það hefur gengið vel yfir helg­ina,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir við upp­haf upp­lýs­inga­fundar almanna­varna í dag. Þrír greindust með veiruna í gær og voru þeir allir í sótt­kví.Hins vegar greindust sautján á landa­mær­unum sem er áhyggju­efni að sögn sótt­varna­læknis en end­ur­speglar vöxt­inn í far­aldr­inum erlend­is.Í ljósi stöð­unnar inn­an­lands hefur Þórólfur því sent ráð­herra til­lögur um ýmsar til­slak­anir frá og með mið­viku­deg­in­um. Þá mega 20 koma saman og til­slak­anir eru einnig gerðar á ýmissi starf­semi, svo sem heilsu­rækt með skil­yrðum og menn­ing­ar­starf­semi sömu­leið­is. Þórólfur lagði hins vegar áherslu á, og það gerði Alma Möller land­læknir einnig, að allir ættu að forð­ast ónauð­syn­legar hópa­mynd­an­ir. Enn er grímu­skylda og tveggja metra regl­una skal virða áfram.

Auglýsing


Aukn­ing í smitum sem eru að grein­ast á landa­mær­unum er að mati sótt­varna­læknis „helsta hættan sem steðjar að okkur núna, að við fáum smit inn í landið í gegnum landa­mær­in“.Þórólfur hefur því sent heil­brigð­is­ráð­herra til­lögur um hertar aðgerðir á landa­mær­unum eins og fram hefur komið í fréttum um helg­ina. Hann lagði til að ferða­menn fengju ekki lengur val um að sleppa skimun og fara í fjórtán daga sótt­kví. Ef því væri ekki við­komið skal fólk sem velur sótt­kví að taka hana út í sótt­varna­hús­um. Þá hefur Þórólfur lagt til að börn sem komi með for­eldrum sínum til lands­ins verði skylduð til að dvelja í sótt­kví ásamt for­eldrum sín­um.Í fjórða lagi verði aukið eft­ir­lit með fólki í sótt­kví og ein­angrun „og á þann hátt munum við reyna að tryggja eins og hægt er að aukn­ing verði ekki í smitum erlendis frá“. Hann sagði að fólki yrði gefnar skýr­ari og betri leið­bein­ingar og að hringt yrði oftar í fólk til að kanna hvernig gangi. Ef ástæða þykir er svo hægt að senda eft­ir­lits­fólk til fólks í sótt­kví og ein­angrun til að kanna stöð­una.  Þórólfur sagði einnig ástæðu til þess að hvetja alla Íslend­inga til að fara ekki í ferða­lög erlendis að nauð­synja­lausu.

Fleiri skammtar á leið­inniVon er á 1.200 skömmtum af bólu­efni lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Moderna til lands­ins á morg­un. Þeir skammtar verði nýttir til að halda áfram bólu­setn­ingu fram­línu­starfs­fólks. Í fram­hald­inu er von á 1.200 skömmtum frá fyr­ir­tæk­inu reglu­lega næstu vik­urn­ar. Bólu­setja þarf tvisvar með efn­inu og því duga 1.200 skammtar til að bólu­setja 600 manns.Auk þess er von á tæp­lega 3.000 skömmtum bólu­efnis frá Pfiz­er-BioNtech í næstu viku og tæp­lega 2.000 eftir tvær vik­ur. Þessir skammtar verða not­aðir til að halda áfram að bólu­setja eldri íbúa lands­ins.Tvö bólu­efni til við­bótar eru til skoð­unar hjá Evr­ópsku lyfja­stofn­un­inni og í fram­hald­inu verður gefin út dreif­ing­ar­á­ætlun hvað þau varð­ar.„Meg­in­á­skorun okkar allra núna felst í því að við­halda per­sónu­bundnum sótt­vörn­um,“ sagði Þórólf­ur. Þannig mun takast að byggja upp ónæmi með bólu­setn­ingu. Sam­hliða fram­gangi bólu­setn­ingar verður smám saman hægt að slaka meira á tak­mörk­unum en hvernig það verður nákvæm­lega gert er ekki hægt að segja til um á þess­ari stundu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent