Telur hugsanlegt frumvarp munu leiða til fjöldauppsagna í kvikmyndaiðnaðinum

Sagafilm telur að segja verði upp öllu fastráðnum starfsmönnum í íslenskum kvikmyndaiðnaði, verði ný frumvarpsdrög um kvikmyndastyrki að lögum.

sagafilm123.jpg
Auglýsing

Kvik­mynda­fram­leið­and­inn Sagafilm segir að frum­varps­drög ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra hygli fyr­ir­tækjum sem byggja starf­semi sína á verk­töku, á kostnað þeirra sem hafa fast­ráðna starfs­menn. Fyr­ir­tækið býst við fjölda­upp­sögnum í grein­inni nái frum­varps­drögin að verða að lögum í óbreyttri mynd. 

Þetta kemur fram í umsögn Sagafilm um frum­varps­drögin sem birt­ist á sam­ráðs­gátt stjórn­valda síð­ast­lið­inn föstu­dag. Kjarn­inn hefur áður fjallað um fyr­ir­hugað frum­varp, en mark­mið þess er að reglur um rík­is­styrki til kvik­mynda­fram­leið­enda verði skýr­ari, auk þess sem fram­leið­end­urnir verði bundnir strang­ari skil­yrðum til þess að geta fengið þá. 

Frum­varps­höf­undar sýni „van­þekk­ingu og skiln­ings­leysi“

Sam­kvæmt frum­varps­drög­unum yrði ekki lengur hægt að fá þann fram­leiðslu­kostnað sem reikn­aður er sem hlut­deild af rekstri félags­ins end­ur­greidd­an.  Sagafilm gerir alvar­lega athuga­semd við þá til­lögu og segir hana vera þá óskýr­ustu og alvar­leg­ustu í drög­un­um, auk þess sem hún varpi „mestu ljósi á van­þekk­ingu og skiln­ings­leysi frum­varps­höf­unda á rekstri fram­leiðslu­fyr­ir­tækja.“

Auglýsing

Í umsögn­inni segir að þessi til­laga komi sér­stak­lega niður á Sagafilm, þar sem fjöldi starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins eru fast­ráðn­ir. Því sé eðli­legt að launa­kostn­aður þeirra, sem sé stór hluti af rekstr­ar­kostn­aði fyr­ir­tæk­is­ins, sé tek­inn með í fram­leiðslu­kostn­aði á kvik­myndum eða þátt­u­m. 

Segir gervi­verk­töku einu leið­ina

Sagafilm segir að hlut­deildin sem fyr­ir­tækið telji með til fram­leiðslu­kostn­aðar hafi verið reiknað út frá starfs­manna­kostn­aði þess. Þar er með­tal­inn allur skrif­stofu- og stjórn­un­ar­kostn­aður félags­ins, til við­bótar við bók­halds- og end­ur­skoð­un­ar­kostn­að­ar, auka ann­ars beins starfs­manna­kostn­að­ar. 

„Óhjá­kvæmi­leg afleið­ing þessa ákvæðis frum­varps­ins, verði það að lög­um, er að kvik­mynda­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki veigra sér við að fast­ráða starfs­menn sem taka þátt í fram­leiðslu kvik­mynda,“ segir í umsögn­inni. Fyr­ir­tækið segir því að eina leiðin til þess að halda áfram óbreyttri starf­semi og upp­fylla skil­yrði regl­unnar sé með gervi­verk­töku, eða að segja upp öllum fast­ráðnum starfs­mönnum og ráða þá sem verk­taka. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent