Reiðufé jókst í umferð en ekki endilega í viðskiptum

10 þúsund króna seðlum fjölgaði mikið á síðasta ári. Að mati aðalféhirðis Seðlabankans er það möguleg vísbending um að fólk hafi ákveðið að geyma hluta eigna sinna í reiðufé vegna óvissu í efnahagsmálum.

krónur
Auglýsing

Magn reiðu­fjár í umferð jókst mikið hér á landi í fyrra, miðað við árin á und­an, þótt ekki sé víst að við­skipti með reiðufé hafi auk­ist. Vís­bend­ingar eru um að þessi aukn­ing hafi verið til­komin vegna þess að fólk hafi ákveðið að færa eignir sínar á örugg­ara form vegna óvissu í efna­hags­mál­u­m. 

Þetta kemur fram í grein Stef­áns Arn­ar­son­ar, aðal­fé­hirðis Seðla­banka Íslands, sem birt­ist í nýjasta tíma­riti Vís­bend­ingar síð­ast­lið­inn föstu­dag. Sam­kvæmt Stef­áni er ásókn fólks í öruggar eign­ir, líkt og gull og reiðu­fé, þekkt á óvissu­tím­um, en aukn­ing 10 þús­und króna seðla í umferð í mars og apríl gæti hafa verið birt­ing­ar­mynd slíkrar hegð­un­ar. 

50 seðlar á mann

73 millj­arðar króna af reiðufé eru í umferð hér­lendis í dag. Það gerir að með­al­tali 50 seðla á hvern lands­mann, að verð­mæti 209 þús­und krón­ur, og 12 þús­und krónur í klinki sem vega 4 kg. Hins veg­ar, þegar lands­menn eru spurðir í könn­unum hversu mikið reiðufé þeir hafi á sér, segj­ast þeir ganga með um 10 þús­und krón­ur. Stefán segir það þýða að ein­hverjir Íslend­ingar geymi háar fjár­hæðir í reiðufé á góðum stöð­um.

Auglýsing

Hins vegar segir Stefán að ýmsir þættir hamli grein­ingu á notkun reiðu­fjár, þar sem upp­lýs­ingar um hvernig hún skipt­ist milli við­skipta og geymslu liggi ekki fyr­ir. 

Meira reiðufé en ekki endi­lega í við­skiptum

Hver sem notk­unin var má þó sjá frá tölum Seðla­bank­ans að árin 2017 til 2019 hægði á vexti reiðu­fjár í umferð, en í byrjun síð­asta árs nam vöxt­ur­inn á árs­grund­velli fjórum pró­sent­um. Við­snún­ingur var á þess­ari þróun í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins og efna­hag­skrepp­unni sem henni fylgdi, en á seinni hluta árs­ins nam tólf mán­aða vöxtur reiðu­fjár í umferð rúm­lega tíu pró­sent­u­m.  

Þrátt fyrir mik­inn vöxt reiðu­fjár í umferð nefnir Stefán að ýmsir þættir bendi til þess að notkun reiðu­fjár í við­skiptum á síð­ustu mán­uðum hafi minnk­að, til að mynda hafi net­verslun aukist, auk þess sem yfir­völd og bankar hafi hvatt fólk til að nota snerti­lausar greiðslu­lausn­ir. Einnig hafi ferða­mönnum á land­inu fækk­að, en þeir eru alla jafna gjarnir á að nota reiðu­fé.

Önnur vís­bend­ing um að geymsla reiðu­fjár hafi auk­ist fæst þegar skoð­aðar eru teg­undir reiðu­fjár sem auk­ist hefur í umferð á síð­asta ári. Nær öll aukn­ing reiðu­fjár árið 2020 var vegna auk­ins fjölda 10 þús­und króna seðla, en þeim fjölg­aði um 17,2 pró­sent á meðan aukn­ingin var mun minni hjá smærri seðlum og mynt­u­m. 

Öruggar eignir á óvissu­tímumSvo virð­ist sem mikið af aukn­ingu 10 þús­und króna seðla í umferð hafi átt sér stað á fyrstu vikum far­ald­urs­ins í mars og apr­íl. Dag­inn sem fyrsta sam­komu­bannið var aug­lýst streymdu til dæmis út 350 millj­ónir króna af 10 þús­und króna seðl­u­m. 

Sam­kvæmt Stef­áni er mögu­leg skýr­ing á þess­ari fjölgun sú að fólk hafi brugð­ist við óvissu í efna­hags­málum með því að færa eignir sínar inn á örugg­ara form, þ.e. íslenskt reiðu­fé. Hann segir að þessi hegð­un, sem kölluð er „flight to quality“  á ensku, birt­ist til dæmis sem ásókn í gull á óvissu­tím­um. Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu með því að smella hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent