Jón Þór hættir á þingi

Þrír þingmenn Pírata af sex hafa nú sagst ekki ætla að gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum.

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata
Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata
Auglýsing

Jón Þór Ólafs­son þing­maður Pírata hyggst ekki gefa kost á sér í næstu alþing­is­kosn­ing­um, sam­kvæmt grein sem birt­ist á vef Vísis í morg­un. 

Í grein­inni seg­ist Jón Þór ekki lengur vera nauð­syn­legur í fram­línu Pírata. Verk­efni hans innan flokks­ins fær­ist nú til gras­rót­ar­innar við að styðja fram­bjóð­endur með­fram þing­stör­f­unum fram að kosn­ingum og styðja svo nýja þing­menn sem taka sæti fyrir flokk­inn eftir kosn­ing­ar. 

Jón Þór er þriðji þing­maður Pírata af sex sem hafa gefið út að þeir ætla ekki að bjóða sig fram í næstu kosn­ing­um, en líkt og Kjarn­inn greindi frá síð­ast­lið­inn sept­em­ber hafa þing­menn­irnir Helgi Hrafn Gunn­ars­son og Smári McCarthy líka í hyggju að hætta á þing­i. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingum sínum sögðu þing­menn­irnir báðir að þeim hugn­að­ist ekki að ílengj­ast um of á þing­inu, auk þess sem að umbóta­málum þurfi ekki síður að sinna utan veggja Alþing­is. 

Hinir þrír þing­menn Pírata, Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, Hall­dóra Mog­en­sen og Björn Leví Gunn­ars­son hafa hins vegar allir gefið út að þeir ætli að gefa kost á sér í kom­andi kosn­ing­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent