Umfang efnahagsaðgerða hér á landi undir meðaltali þróaðra ríkja

Efnahagsaðgerðir íslenskra stjórnvalda til að bregðast við yfirstandandi kreppu í ár og í fyrra nema sjö prósentum af landsframleiðslu, sem er mest allra Norðurlanda en nokkuð undir meðaltali þróaðra ríkja.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd verja um sjö pró­sentum af lands­fram­leiðslu í beinum mót­væg­is­að­gerðum gegn efna­hags­á­hrifum yfir­stand­andi heims­far­ald­urs. Þetta er mest allra Norð­ur­landa, en undir með­al­tali þró­aðra ríkja, sem eru rúm níu pró­sent af lands­fram­leiðslu. 

Þetta kemur fram í annarri skýrslu starfs­hóps fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um eft­ir­fylgni efna­hags­að­gerða vegna far­ald­urs­ins. Í skýrsl­unni er horft til aðgerða stjórn­valda sem lúta beint að atvinnu­á­stand­inu, fólki í við­kvæmri stöðu og stuðn­ingi við sveit­ar­fé­lög. 

Þar er umfang þess­ara aðgerða í ár og í fyrra borið saman á milli landa. Hér á landi nema þær ríf­lega 200 millj­örðum króna, sem sam­svarar um sjö pró­sentum af lands­fram­leiðslu árið 2019. Til sam­an­burðar nema sam­bæri­legar aðgerðir 5-6 pró­sentum af lands­fram­leiðslu í Dan­mörku, Nor­egi og Sví­þjóð, og ein­ungis 2,6 pró­sentum af lands­fram­leiðslu í Finn­land­i. 

Auglýsing

Hins vegar eru aðgerð­irnar ekki miklar ef þær eru bornar saman við önnur þróuð lönd, sem að með­al­tali eyða um 9,3 pró­sentum af lands­fram­leiðslu í efna­hags­legum björg­un­ar­pökk­um. 

Margt ótalið

Sam­kvæmt starfs­hópnum er stór hluti efna­hags­að­gerða gegn krepp­unni ekki tal­inn með í tölum Íslands, þar sem hann fylgir hag­sveifl­unni sjálf­krafa. Þessir þætt­ir, sem eru til dæmis atvinnu­leys­is­trygg­ingar og skatt­greiðsl­ur, eru kall­aðir sjálf­virkir sveiflu­jafn­arar. Sam­kvæmt hópnum eru þessi sjálf­virku við­brögð ekki jafn­sterk í lönd­unum sem hafa varið meira í beinum efna­hags­að­gerð­u­m. 

Einnig bætir hóp­ur­inn við að ýmsar aðgerðir sem hafa óbein áhrif á rík­is­sjóð, en styðja þó við hag­kerf­ið, eru heldur ekki talin með hér. Þar má helst nefna rík­is­tryggð lán, greiðslu­fresti á skatt­greiðslum og greiðslu­skjól. 

Aftur á móti eru beinar mót­væg­is­að­gerðir rík­is­sjóðs af ýmsum toga, en í skýrsl­unni eru tugir þeirra sem ráð­ist var í á síð­asta ári nefnd­ir. Af rúmum 90 millj­örðum króna rík­is­stjórnin varði í þessar aðgerðir á síð­asta ári fór langstærstur hluti þeirra, eða um 80 millj­arð­ar, í tekju­tengdar atvinnu­leys­is­bæt­ur, hluta­bætur og aðrar hækk­anir atvinnu­leys­is­bóta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent