Reykjavíkurborg búin að stefna ríkinu og vill 8,7 milljarða króna úr ríkissjóði

Deilur Reykjavíkurborgar við íslenska ríkið um milljarðaframlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru á leið fyrir dómstóla. Borgarstjóri hefur boðið að sáttaviðræður geti haldið áfram samhliða málarekstri.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg hefur stefnt íslenska rík­inu og krefst þess að það greiði sér 8,7 millj­arða króna auk vaxta og drátt­ar­vaxta. Málið verður þing­fest í lok mán­að­ar.

Ástæða kröf­unnar er að borgin telur sig hafa verið úti­lok­aða með ólög­­mætum hætti frá því að eiga mög­u­­leika á að fá ákveðin fram­lög úr Jöfn­un­­ar­­sjóði sveit­­ar­­fé­laga. Um er að ræða tekju­­jöfn­un­­ar­fram­lög, jöfn­un­­ar­fram­lög vegna rekst­­urs grunn­­skóla og fram­lög til nýbú­a­fræðslu. Deil­­urnar snúa að upp­i­­­stöðu að reglum sem úti­­loka borg­ina frá fram­lögum í skóla­­mál­um, t.d. vegna barna af erlendum upp­­runa, en þau eru lang­flest í Reykja­vík (43,4 pró­­sent erlendra rík­­is­­borg­­ara á Íslandi búa í Reykja­vík­­). 

Sam­an­lagt metur borgin þá upp­­hæð sem hún inni á 8,7 millj­­arða króna auk vaxta vegna tíma­bils­ins 2015-2019.

Bréf sent í lið­inni viku

Reykja­vík sendi rík­is­lög­manni bréf 5. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og krafð­ist greiðslu á upp­hæð­inni. Ef hún feng­ist ekki greidd myndi hún höfða mál. 

Auglýsing
Íslenska ríkið hefur neitað að greiða upp­hæð­ina og Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, gagn­rýndi Reykja­vík­ur­borg harð­lega fyrir að setja kröf­una fram og sagt hana frá­leita.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans áttu sér stað þreif­ingar um sættir eða sátta­við­ræður fyrir síð­ustu jól. Þær skil­uðu ekki sam­komu­lag­i. 

Þann 30. des­em­ber 2020 var íslenska rík­inu því birt stefna í mál­inu og að öllu óbreyttu verður málið þing­fest fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­víkur 28. jan­úar næst­kom­andi.

Í bréfi sem Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, lagði fyrir borg­ar­ráð á fimmtu­dag, sem stílað er á Sig­urð Inga og er dag­sett 5. jan­ú­ar, er því lýst yfir að Reykja­vík­ur­borg sé viljug til við­ræðna við íslenska ríkið um hugs­an­legar sættir í mál­inu þrátt fyrir að búið sé að stefna. „Reykja­vík­ur­borg hefur fulla trú á að slíkar við­ræður geti skilað árangri og  von­ast til að ríkið nálgist málið af sama hug.“

Verði af þeim við­ræðum munu borg­ar­rit­ari og borg­ar­lög­maður ann­ast þær fyrir hönd Reykja­vík­ur­borg­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent