Leggur til skýrari reglur um ríkisstyrki til kvikmyndaframleiðenda

Kvikmyndaframleiðendur þyrftu að láta löggilta endurskoðendur fara yfir uppgjör sín til þess að geta fengið styrk frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, verði hugsanlegt frumvarp að lögum.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
Auglýsing

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið leggur til að end­ur­greiðslur til sjón­varps- og kvik­mynda­fram­leiðslu­fyr­ir­tækja lúti skýr­ari reglum og séu bundnar strang­ari skil­yrð­um, sam­kvæmt drögum að nýju frum­varpi í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Meðal ann­ars er lagt til að fram­leiðslu­kostn­aður fyr­ir­tækj­anna verði betur skil­greindur og að þau fái lög­gilta end­ur­skoð­endur til að fara yfir upp­gjör þeirra. 

Drögin birt­ust í Sam­ráðs­gátt­inni í gær og byggja á skýrslu sem Rík­is­end­ur­skoðun skil­aði til Alþingis um end­ur­greiðslu­kerfi til kvik­mynda­fyr­ir­tækja og fram­kvæmd þess. Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu eru laga­breyt­inga­til­lög­urnar í frum­varp­inu gerðar til að bregð­ast við athuga­semdum Rík­is­end­ur­skoð­unar í skýrsl­unni sinni.

Auglýsing

Upp­gjör og end­ur­skoðun á öllum verk­efnum

Sam­kvæmt núgild­andi lögum þurfa kvik­mynda­fyr­ir­tækin að skila end­ur­skoð­uðu upp­gjöri ef þeir fá meiri en 20 millj­ónir króna í end­ur­greiðslu frá rík­inu. Þetta þýðir þó að tals­verðar fjár­hæðir eru greiddar til kvik­mynda­fyr­ir­tækja án þess að upp­gjör liggi fyr­ir, en þær námu 223 millj­ónum króna vegna 35 verk­efna árið 2018 eins og kemur fram í frum­varps­drög­un­um. 

Ráðu­neytið leggur til að öll fram­leiðslu­fyr­ir­tæki sem fá end­ur­greiðslu frá rík­inu þurfa nú að skila kostn­að­ar­upp­gjöri sem farið hefur verið yfir með lög­giltum end­ur­skoð­anda, óháð upp­hæð.

Allur vafi tek­inn af

Til við­bótar við kröfu um kostn­að­ar­upp­gjör fela frum­varps­drögin í sér skýr­ari skil­grein­ingu á fram­leiðslu­kostn­aði sem hægt er að fá end­ur­greiðslu fyr­ir. Hann feli í sér allan þann kostnað sem fellur til hér­lend­is, eða stundum í öðrum EES-lönd­um, við gerð kvik­mynda­verks og teng­ist annað hvort und­ir­bún­ings­tíma­bili, fram­leiðslu­tíma­bili eða eft­ir­vinnslu­tíma­bili fram­leiðslu. Þessi kostn­aður verði að vera skráður í fjár­hags­bók­haldi umsækj­anda. 

Þar að auki inni­heldur frum­varpið ýmis önnur skil­yrði sem er ætlað að taka af allan vafa um skil­yrðin sem fylgja end­ur­greiðsl­unni. Þeirra á meðal er að end­ur­greiðsla til sjón­varps­þátta eða kvik­mynda verði alltaf til­greind í kredit­lista og að skýrt verði nánar hvenær fram­leiðslu telst vera lok­ið. 

Ráðu­neytið hefur opnað fyrir umsagnir við frum­varps­drögin og mun taka á móti þeim fram að ára­mót­um. Enn sem komið er hefur eng­inn skrifað umsögn.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent