Þeir verst settu fái 70.000 krónur en þingmenn 9.000 krónur

Fjármálaráðherra er sammála þingmanni Flokks fólksins að við búum í samfélagi þar sem margir hafa ekki nægilega mikið á milli handanna. Þingmaðurinn spurði hvort ekki væri ráð að snúa við launahækkunum þingmanna og þeirra verst settu.

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, við þingsetningu í síðustu viku.
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, við þingsetningu í síðustu viku.
Auglýsing

„Er hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra ekki sam­mála mér í því að við ættum að snúa þessu við, þannig að eldri borg­arar og þeir sem verst hafa það fái 70.000 krónur en við fáum þær 9.000 krónur sem þeim eru boðn­ar?“

Þannig hljóm­aði fyr­ir­spurn Guð­mundar Inga Krist­ins­son­ar, þing­manns Flokks fólks­ins, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Beindi hann fyr­ir­spurn sinni til fjár­mála­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­son­ar. 

Vís­aði Guð­mundur Ingi í orð Bjarna sem hann lét falla þann 10. des­em­ber í svari við óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn Ingu Sæland en þau voru eft­ir­far­andi:

„Við höfum gert sér­stakar úrbætur fyrir þennan hóp til­tölu­lega nýlega með breyt­ingu sem félags­mála­ráð­herra kynnti fyrir þing­inu. Það kom í kjöl­farið á því að úttekt sem hópur sér­fræð­inga og hags­muna­að­ila fram­kvæmdi sýndi að það væru ein­stak­lingar í við­kvæmri stöðu í þessum hópi, ein­stæð­ingar sér­stak­lega, fólk með mjög lágar líf­eyr­is­tekjur eða eng­ar, og við gætum með sér­stökum úrræðum lyft sér­stak­lega undir með þeim hópi. Þetta gerðum við með laga­breyt­ingu en við höfum ekki boðað því til við­bótar aðrar sér­stakar aðgerð­ir.“

Auglýsing

Þarna gerði Guð­mundur Ingi ráð fyrir að fjár­mála­ráð­herra ætti við búsetu­skerð­ingar sem sam­þykktar voru á þingi. „Bú­setu­skerð­ingar þar sem sam­þykkt voru 90 pró­sent af lægstu upp­hæð sem elli­líf­eyr­is­þegar þurfa lifa á, lægstu upp­hæð sem er undir fátækt­ar­mörk­um. Hann gleymdi að segja frá því og hlýtur líka vera stoltur af því að þarna var settur 100 pró­sent skerð­ing­ar­skatt­ur, króna á móti krónu var aftur sett á þennan hóp og hann skilur þann hóp eftir í algerri fátækt­ar­gildru þar sem hann á ekki mögu­leika á að hjálpa sér.

En síðan bætir hann um betur og segir að sá hópur eigi ekki að fá það sem aðrir hafa fengið fyrir jólin og á þessu ári. Öryrkjar hafa fengið 70.000 krónur ein­greiðslu skatta- og skerð­ing­ar­laust. Það er gott,“ sagði Guð­mundur Ingi.

Spurði hann hvers vegna þessi hópur fengi ekki sömu ein­greiðslu. „Þessi hópur er jafn við­kvæmur og jafn­vel við­kvæm­ari að mörgu leyti. Stór hópur ann­arra eldri borg­ara er líka í sömu stöðu. Það er eig­in­lega stórfurðu­legt í þessu sam­hengi að við skulum ekki hafa haft getu til þess að sjá til þess að þessi hópur fengi líka 70.000 kr. skatta- og skerð­ing­ar­laust. Af hverju ekki? Hvers vegna í ósköp­unum þarf þessi hópur að sitja eft­ir?“ spurði hann.

Segir ráð­stöf­un­ar­tekjur elli­líf­eyr­is­þega hafa tekið stökk á síð­ast­liðnum 5 árum

Bjarni svar­aði og sagði þarna hefði verið rifjað upp að hann hefði þurft að minna á að rík­is­stjórnin hefði beitt sér fyrir því að koma með sér­stakar upp­bætur fyrir þá sem minnst hefðu í hópi elli­líf­eyr­is­þega.

„Fé­lags­mála­ráð­herra lagði til að það yrði útfært með þeim hætti að af tak­mörk­uðum fjár­munum færi mest til þeirra sem hefðu minnst. Það er alveg rétt að til að ná því mark­miði þarf að beita regl­um, skerð­ing­ar­regl­um, sem leiða til þess að þeir sem hafa meira eru ekki með. Ég held að þetta sé mjög skýrt dæmi um að rík­is­stjórnin hafi for­gangs­raðað fjár­munum til þeirra sem eru í bágastri stöðu. Það má síðan spyrja hvers vegna ekki er gert meira.

En þegar við horfum á þróun ráð­stöf­un­ar­tekna elli­líf­eyr­is­þega yfir tíma höfum við séð að þær hafa tekið stökk á síð­ast­liðnum 5 árum. Reyndar ætla ég að leyfa mér að efast um að nokk­urt tíma­bil hafi liðið fyrr þar sem kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna líf­eyr­is­þega hefur vaxið jafn hratt og við á um síð­ustu 5 til 6 ár. Það er mikið fagn­að­ar­efni og þetta er ánægju­efn­i,“ sagði Bjarni.

Var hann sam­mála Guð­mundi Inga að við byggjum í sam­fé­lagi þar sem margir hefðu ekki nægi­lega mikið á milli hand­anna. „En það verður ekki leyst þegar rík­is­sjóður er rek­inn með 320 millj­arða halla með því að vera bara með stöðug yfir­boð. Þetta ger­ist hægt og rólega með því að tryggja jafnt og þétt hag­vöxt í land­inu, meiri verð­mæta­sköpun og svo sann­gjarna skipt­ingu gæð­anna.“

Eng­inn lifir á 200.000 krónum

Guð­mundur Ingi sagði þegar hann kom aftur í pontu að þessi hópur lifði ekki á þróun ráð­stöf­un­ar­tekna. Hann lifði á því sem kæmi í vas­ann. „Það lifir eng­inn á 200.000 krón­um,“ sagði hann.

Spurði Guð­mundur Ingi hvort ráð­herr­ann væri sam­mála því að hækka þessa hópa um 3,6 pró­sent og þing­menn og ráð­herra um svip­aða pró­sentu­tölu sem þýðir að ráð­herra fengi upp undir 70.000 krónur á mán­uði en þessi hópur 9.000 krón­ur.

„Er þetta í lagi? Ég segi nei. Þetta ætti að snúa þessu snú­ast alger­lega við. Það er út í hött að tala um ein­hverja þróun ráð­stöf­un­ar­tekna þegar bilið gliðnar alltaf meira og meira, við eigum að hætta með þessar pró­sentu­tölur og taka upp krónu­töl­ur. Er hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra ekki sam­mála mér í því að við ættum að snúa þessu við, þannig að eldri borg­arar og þeir sem verst hafa það fái 70.000 krónur en við fáum þær 9.000 krónur sem þeim eru boðn­ar?“ spurði þing­mað­ur­inn.

„Þetta eru fram­far­ir“

Bjarni svar­aði í annað sinn og sagði að ef það ætti að taka ein­hverja vit­ræna, sann­gjarna umræðu um þróun kjara þessa hóps þá þyrfti að nota stað­reynd­ir, tölur og gögn.

„Á tekju­sög­unn­i.is, sem ég leyfði mér að fletta upp í meðan hv. þing­maður tal­aði, er hægt að skoða þetta bara krónu fyrir krónu, á grund­velli fram­tala og raun­gagna um það hvað er að ger­ast.

Þegar maður skoðar lægstu tekju­tí­und­ina í hópi 66 ára og eldri og skoðar stöðu hjóna má sjá að kjör þeirra hér eftir fjár­mála­hrunið voru svo slæm að heild­ar­ráð­stöf­un­ar­tekjur hjóna eftir skatt á mán­uði voru um 200.000. Síðan þá hefur leiðin legið upp á við. Núna hefur okkur tek­ist að koma þess­ari sömu tölu, sem lá í kringum 200.000 krón­urn­ar, upp í 370.000 krón­ur. Þetta eru fram­far­ir. Þetta eru fram­farir sem sýna að við höfum látið góðu árin, hag­sæld­ar­skeiðið sem nú er nýlok­ið, renna til þess að bæta stöðu þeirra sem minnst hafa haft,“ sagði ráð­herr­ann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent