Þeir verst settu fái 70.000 krónur en þingmenn 9.000 krónur

Fjármálaráðherra er sammála þingmanni Flokks fólksins að við búum í samfélagi þar sem margir hafa ekki nægilega mikið á milli handanna. Þingmaðurinn spurði hvort ekki væri ráð að snúa við launahækkunum þingmanna og þeirra verst settu.

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, við þingsetningu í síðustu viku.
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, við þingsetningu í síðustu viku.
Auglýsing

„Er hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra ekki sam­mála mér í því að við ættum að snúa þessu við, þannig að eldri borg­arar og þeir sem verst hafa það fái 70.000 krónur en við fáum þær 9.000 krónur sem þeim eru boðn­ar?“

Þannig hljóm­aði fyr­ir­spurn Guð­mundar Inga Krist­ins­son­ar, þing­manns Flokks fólks­ins, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Beindi hann fyr­ir­spurn sinni til fjár­mála­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­son­ar. 

Vís­aði Guð­mundur Ingi í orð Bjarna sem hann lét falla þann 10. des­em­ber í svari við óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn Ingu Sæland en þau voru eft­ir­far­andi:

„Við höfum gert sér­stakar úrbætur fyrir þennan hóp til­tölu­lega nýlega með breyt­ingu sem félags­mála­ráð­herra kynnti fyrir þing­inu. Það kom í kjöl­farið á því að úttekt sem hópur sér­fræð­inga og hags­muna­að­ila fram­kvæmdi sýndi að það væru ein­stak­lingar í við­kvæmri stöðu í þessum hópi, ein­stæð­ingar sér­stak­lega, fólk með mjög lágar líf­eyr­is­tekjur eða eng­ar, og við gætum með sér­stökum úrræðum lyft sér­stak­lega undir með þeim hópi. Þetta gerðum við með laga­breyt­ingu en við höfum ekki boðað því til við­bótar aðrar sér­stakar aðgerð­ir.“

Auglýsing

Þarna gerði Guð­mundur Ingi ráð fyrir að fjár­mála­ráð­herra ætti við búsetu­skerð­ingar sem sam­þykktar voru á þingi. „Bú­setu­skerð­ingar þar sem sam­þykkt voru 90 pró­sent af lægstu upp­hæð sem elli­líf­eyr­is­þegar þurfa lifa á, lægstu upp­hæð sem er undir fátækt­ar­mörk­um. Hann gleymdi að segja frá því og hlýtur líka vera stoltur af því að þarna var settur 100 pró­sent skerð­ing­ar­skatt­ur, króna á móti krónu var aftur sett á þennan hóp og hann skilur þann hóp eftir í algerri fátækt­ar­gildru þar sem hann á ekki mögu­leika á að hjálpa sér.

En síðan bætir hann um betur og segir að sá hópur eigi ekki að fá það sem aðrir hafa fengið fyrir jólin og á þessu ári. Öryrkjar hafa fengið 70.000 krónur ein­greiðslu skatta- og skerð­ing­ar­laust. Það er gott,“ sagði Guð­mundur Ingi.

Spurði hann hvers vegna þessi hópur fengi ekki sömu ein­greiðslu. „Þessi hópur er jafn við­kvæmur og jafn­vel við­kvæm­ari að mörgu leyti. Stór hópur ann­arra eldri borg­ara er líka í sömu stöðu. Það er eig­in­lega stórfurðu­legt í þessu sam­hengi að við skulum ekki hafa haft getu til þess að sjá til þess að þessi hópur fengi líka 70.000 kr. skatta- og skerð­ing­ar­laust. Af hverju ekki? Hvers vegna í ósköp­unum þarf þessi hópur að sitja eft­ir?“ spurði hann.

Segir ráð­stöf­un­ar­tekjur elli­líf­eyr­is­þega hafa tekið stökk á síð­ast­liðnum 5 árum

Bjarni svar­aði og sagði þarna hefði verið rifjað upp að hann hefði þurft að minna á að rík­is­stjórnin hefði beitt sér fyrir því að koma með sér­stakar upp­bætur fyrir þá sem minnst hefðu í hópi elli­líf­eyr­is­þega.

„Fé­lags­mála­ráð­herra lagði til að það yrði útfært með þeim hætti að af tak­mörk­uðum fjár­munum færi mest til þeirra sem hefðu minnst. Það er alveg rétt að til að ná því mark­miði þarf að beita regl­um, skerð­ing­ar­regl­um, sem leiða til þess að þeir sem hafa meira eru ekki með. Ég held að þetta sé mjög skýrt dæmi um að rík­is­stjórnin hafi for­gangs­raðað fjár­munum til þeirra sem eru í bágastri stöðu. Það má síðan spyrja hvers vegna ekki er gert meira.

En þegar við horfum á þróun ráð­stöf­un­ar­tekna elli­líf­eyr­is­þega yfir tíma höfum við séð að þær hafa tekið stökk á síð­ast­liðnum 5 árum. Reyndar ætla ég að leyfa mér að efast um að nokk­urt tíma­bil hafi liðið fyrr þar sem kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna líf­eyr­is­þega hefur vaxið jafn hratt og við á um síð­ustu 5 til 6 ár. Það er mikið fagn­að­ar­efni og þetta er ánægju­efn­i,“ sagði Bjarni.

Var hann sam­mála Guð­mundi Inga að við byggjum í sam­fé­lagi þar sem margir hefðu ekki nægi­lega mikið á milli hand­anna. „En það verður ekki leyst þegar rík­is­sjóður er rek­inn með 320 millj­arða halla með því að vera bara með stöðug yfir­boð. Þetta ger­ist hægt og rólega með því að tryggja jafnt og þétt hag­vöxt í land­inu, meiri verð­mæta­sköpun og svo sann­gjarna skipt­ingu gæð­anna.“

Eng­inn lifir á 200.000 krónum

Guð­mundur Ingi sagði þegar hann kom aftur í pontu að þessi hópur lifði ekki á þróun ráð­stöf­un­ar­tekna. Hann lifði á því sem kæmi í vas­ann. „Það lifir eng­inn á 200.000 krón­um,“ sagði hann.

Spurði Guð­mundur Ingi hvort ráð­herr­ann væri sam­mála því að hækka þessa hópa um 3,6 pró­sent og þing­menn og ráð­herra um svip­aða pró­sentu­tölu sem þýðir að ráð­herra fengi upp undir 70.000 krónur á mán­uði en þessi hópur 9.000 krón­ur.

„Er þetta í lagi? Ég segi nei. Þetta ætti að snúa þessu snú­ast alger­lega við. Það er út í hött að tala um ein­hverja þróun ráð­stöf­un­ar­tekna þegar bilið gliðnar alltaf meira og meira, við eigum að hætta með þessar pró­sentu­tölur og taka upp krónu­töl­ur. Er hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra ekki sam­mála mér í því að við ættum að snúa þessu við, þannig að eldri borg­arar og þeir sem verst hafa það fái 70.000 krónur en við fáum þær 9.000 krónur sem þeim eru boðn­ar?“ spurði þing­mað­ur­inn.

„Þetta eru fram­far­ir“

Bjarni svar­aði í annað sinn og sagði að ef það ætti að taka ein­hverja vit­ræna, sann­gjarna umræðu um þróun kjara þessa hóps þá þyrfti að nota stað­reynd­ir, tölur og gögn.

„Á tekju­sög­unn­i.is, sem ég leyfði mér að fletta upp í meðan hv. þing­maður tal­aði, er hægt að skoða þetta bara krónu fyrir krónu, á grund­velli fram­tala og raun­gagna um það hvað er að ger­ast.

Þegar maður skoðar lægstu tekju­tí­und­ina í hópi 66 ára og eldri og skoðar stöðu hjóna má sjá að kjör þeirra hér eftir fjár­mála­hrunið voru svo slæm að heild­ar­ráð­stöf­un­ar­tekjur hjóna eftir skatt á mán­uði voru um 200.000. Síðan þá hefur leiðin legið upp á við. Núna hefur okkur tek­ist að koma þess­ari sömu tölu, sem lá í kringum 200.000 krón­urn­ar, upp í 370.000 krón­ur. Þetta eru fram­far­ir. Þetta eru fram­farir sem sýna að við höfum látið góðu árin, hag­sæld­ar­skeiðið sem nú er nýlok­ið, renna til þess að bæta stöðu þeirra sem minnst hafa haft,“ sagði ráð­herr­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent