Hjarðónæmi mun ekki nást fyrr en seinni hluta ársins 2021

„Við munum ekki ná góðu hjarðónæmi hér á landi fyrr en seinni hluta næsta árs,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Bólusetning mun taka lengri tíma en vonast var til. Von er á fyrstu skömmtunum á aðfangadag.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Nú er ljóst að við munum fá færri skammta af bólu­efni á næst­unni en von­ast hafði verið til. Þetta mun verða til þess að hjarð­ó­næmi þjóð­ar­innar næst ekki fyrr en á seinni hluta næsta árs. Fram­línu­fólk og íbúar öldr­un­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ila verða í for­gangi þegar bólu­setn­ing hefst. Þetta sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag.Í gær greindust átta ein­stak­lingar inn­an­lands með COVID-19 sem er svip­aður fjöldi og síð­ustu daga. Sjö voru sótt­kví. Þrír liggja á gjör­gæslu­deild með sjúk­dóminn, þar af tveir í önd­un­ar­vél.„Varð­andi inn­a­lands­smitin þá er far­ald­ur­inn ágæt­lega í rénun þökk sé aðgerðum og sam­stöðu almenn­ings,“ sagði Þórólfur og að sér­stak­lega ánægju­legt væri að sjá hversu fáir væru að grein­ast utan sótt­kví­ar. „En það er hins vegar ljóst að við erum enn með smit úti í sam­fé­lag­inu og lítið þarf til að hóp­sýk­ingar komi upp.“

AuglýsingÞórólfur fór svo yfir stöðu á afhend­ingu bólu­efna. Sam­kvæmt samn­ingi við lyfja­fyr­ir­tækið Pfizer hafa verið tryggð kaup á bólu­efni fyrir 80 þús­und ein­stak­linga alls. En hrá­efna­skortur hefur seinkað fram­leiðsl­unni og því munu færri skammtar af bólu­efni fyr­ir­tæk­is­ins koma hingað til lands á næstu mán­uðum en áætlað var.Um jólin er von á bólu­efni fyrir um 5.000 ein­stak­linga og í jan­úar eða febr­úar skömmtum sem duga til að bólu­setja 8.000 manns til við­bót­ar. Þetta er um helm­ingi minna magn en von­ast hafði verið til.„Þetta þýðir það að við þurfum að stokka aftur upp í for­gangs­röðun bólu­setn­ing­ar,“ sagði Þórólf­ur. „Þannig að við áformum að hefja strax bólu­setn­ingu eftir jólin og byrjað verður á að bólu­setja fram­línu­fólk í heil­brigð­is­stéttum – um 1.000 manns – og jafn­framt vist­menn á hjúkr­un­ar- og öldr­un­ar­heim­ilum sem telja um 3-4.000 manns.“Í jan­úar og febr­úar verður haldið áfram að bólu­setja elstu ald­urs­hópana. „Á­fram­haldið er síðan óljóst,“ sagði Þórólf­ur. „Það ræðst af því hversu hratt við fáum bólu­efnið og hversu marga skammta. Áætlun um fram­haldið verður að bíða betri tíma.“

Enn lengri bið í bólu­efni ann­arra fram­leið­endaHvað önnur bólu­efni varðar er óljóst hvenær afhend­ing getur hafist, „en sam­kvæmt áætl­unum býst ég ekki við að það geti orðið fyrr en um mitt árið 2021 eða seinni hluta þess árs. Við munum því ekki ná góðu hjarð­ó­næmi hér á landi fyrr en seinni hluta næsta árs“. Þórólfur sagði erfitt að segja til um hvaða áhrif þetta mun hafa á far­ald­ur­inn á næst­unni en sagði að „vafa­laust þurfum við að búa við áfram­hald­andi tak­mark­anir fram eftir næsta ári og einnig þurfum við að við­halda ein­stak­lings­bundnum sótt­vörn­um.“Hann sagði hins vegar útlit fyrir að hægt verði að aflétta ein­hverjum tak­mörk­unum þegar búið verður að bólu­setja við­kvæm­ustu hópana „en það verður lík­lega ekki fyrr en um mitt næsta ár“.Núver­andi reglu­gerð um tak­mark­anir vegna far­sótt­ar­innar gildir fram yfir ára­mót. „Við þurfum áfram að standa saman og gæta okkar og passa okk­ur. Þetta er ekki búið. Við von­uð­umst til að sjá hrað­ari bólu­setn­ingar strax eftir ára­mótin en við þurfum að lifa við það að það mun ganga hægar en við von­uð­umst til.“

Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.  Mynd: LögreglanAlma Möller land­læknir minnti á að til­gangur bólu­setn­ing­ar­innar væri að verja fólk fyrir sjúk­dómnum COVID-19. Til að hjarð­ó­næmi náist þurfi að lág­marki að bólu­setja 65 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Unnið er að því að taka saman upp­lýs­ingar sem eiga að auð­velda fólki að taka ákvörðun um bólu­setn­ingu. „Auk ávinn­ings fyrir ein­stak­ling­inn er það líka hagur sam­fé­lags­ins að hjarð­ó­næmi náist,“ sagði hún.

Saman í gegnum skafl­inn

„Við gerum okkur vonir um að fyrstu skammt­arnir af bólu­efni komi 24. des­em­ber," sagði sótt­varna­lækn­ir. „Og þá er okkur ekk­ert að van­bún­aði að hefja bólu­setn­ingu strax eftir jól­in. Við byrjum eins fljótt og hægt er.“Vegna þess að magnið verður ekki eins mikið og vonir stóðu til verður jafn­vel ekki hægt að bólu­setja alla innan ákveð­inna for­gangs­hópa þegar í stað. Sagði Þórólfur að lík­lega eigi óánægju­raddir eftir að heyr­ast. „En við verðum að vinna okkur í gegnum skafl­inn eins og málin þróast,“ sagði hann. „Við verðum að þreyja þorr­ann.“

Upp­fært kl. 6.44:

Til­kyn­ing frá sótt­varna­lækni:

Vegna umræðu um dreif­ingu bólu­efna gegn COVID-19

Að gefnu til­efni vill sótt­varna­læknir taka fram að á þess­ari stundu liggja ein­ungis fyrir áreið­an­legar upp­lýs­ingar um afhend­ingu fyrstu skammta bólu­efnis frá Pfiz­er.

Á upp­lýs­inga­fundi í morgun mátti skilja á orðum mínum að ekki væri að vænta bólu­efna frá öðrum fram­leið­endum fyrr en á síð­ari hluta næsta árs. Þetta var ofsagt. Ísland hefur þegar tryggt sér kaup­rétt á bólu­efni fyrir um 60–70% þjóð­ar­innar en ekki liggur enn fyrir hvenær og hversu mikið bólu­efni kemur í hverri send­ingu.

 

Áætl­anir fram­leið­enda munu skýr­ast þegar fram í sæk­ir.Þórólfur Guðna­son, sótt­varna­lækn­ir.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent