Hjarðónæmi mun ekki nást fyrr en seinni hluta ársins 2021

„Við munum ekki ná góðu hjarðónæmi hér á landi fyrr en seinni hluta næsta árs,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Bólusetning mun taka lengri tíma en vonast var til. Von er á fyrstu skömmtunum á aðfangadag.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Nú er ljóst að við munum fá færri skammta af bólu­efni á næst­unni en von­ast hafði verið til. Þetta mun verða til þess að hjarð­ó­næmi þjóð­ar­innar næst ekki fyrr en á seinni hluta næsta árs. Fram­línu­fólk og íbúar öldr­un­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ila verða í for­gangi þegar bólu­setn­ing hefst. Þetta sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag.Í gær greindust átta ein­stak­lingar inn­an­lands með COVID-19 sem er svip­aður fjöldi og síð­ustu daga. Sjö voru sótt­kví. Þrír liggja á gjör­gæslu­deild með sjúk­dóminn, þar af tveir í önd­un­ar­vél.„Varð­andi inn­a­lands­smitin þá er far­ald­ur­inn ágæt­lega í rénun þökk sé aðgerðum og sam­stöðu almenn­ings,“ sagði Þórólfur og að sér­stak­lega ánægju­legt væri að sjá hversu fáir væru að grein­ast utan sótt­kví­ar. „En það er hins vegar ljóst að við erum enn með smit úti í sam­fé­lag­inu og lítið þarf til að hóp­sýk­ingar komi upp.“

AuglýsingÞórólfur fór svo yfir stöðu á afhend­ingu bólu­efna. Sam­kvæmt samn­ingi við lyfja­fyr­ir­tækið Pfizer hafa verið tryggð kaup á bólu­efni fyrir 80 þús­und ein­stak­linga alls. En hrá­efna­skortur hefur seinkað fram­leiðsl­unni og því munu færri skammtar af bólu­efni fyr­ir­tæk­is­ins koma hingað til lands á næstu mán­uðum en áætlað var.Um jólin er von á bólu­efni fyrir um 5.000 ein­stak­linga og í jan­úar eða febr­úar skömmtum sem duga til að bólu­setja 8.000 manns til við­bót­ar. Þetta er um helm­ingi minna magn en von­ast hafði verið til.„Þetta þýðir það að við þurfum að stokka aftur upp í for­gangs­röðun bólu­setn­ing­ar,“ sagði Þórólf­ur. „Þannig að við áformum að hefja strax bólu­setn­ingu eftir jólin og byrjað verður á að bólu­setja fram­línu­fólk í heil­brigð­is­stéttum – um 1.000 manns – og jafn­framt vist­menn á hjúkr­un­ar- og öldr­un­ar­heim­ilum sem telja um 3-4.000 manns.“Í jan­úar og febr­úar verður haldið áfram að bólu­setja elstu ald­urs­hópana. „Á­fram­haldið er síðan óljóst,“ sagði Þórólf­ur. „Það ræðst af því hversu hratt við fáum bólu­efnið og hversu marga skammta. Áætlun um fram­haldið verður að bíða betri tíma.“

Enn lengri bið í bólu­efni ann­arra fram­leið­endaHvað önnur bólu­efni varðar er óljóst hvenær afhend­ing getur hafist, „en sam­kvæmt áætl­unum býst ég ekki við að það geti orðið fyrr en um mitt árið 2021 eða seinni hluta þess árs. Við munum því ekki ná góðu hjarð­ó­næmi hér á landi fyrr en seinni hluta næsta árs“. Þórólfur sagði erfitt að segja til um hvaða áhrif þetta mun hafa á far­ald­ur­inn á næst­unni en sagði að „vafa­laust þurfum við að búa við áfram­hald­andi tak­mark­anir fram eftir næsta ári og einnig þurfum við að við­halda ein­stak­lings­bundnum sótt­vörn­um.“Hann sagði hins vegar útlit fyrir að hægt verði að aflétta ein­hverjum tak­mörk­unum þegar búið verður að bólu­setja við­kvæm­ustu hópana „en það verður lík­lega ekki fyrr en um mitt næsta ár“.Núver­andi reglu­gerð um tak­mark­anir vegna far­sótt­ar­innar gildir fram yfir ára­mót. „Við þurfum áfram að standa saman og gæta okkar og passa okk­ur. Þetta er ekki búið. Við von­uð­umst til að sjá hrað­ari bólu­setn­ingar strax eftir ára­mótin en við þurfum að lifa við það að það mun ganga hægar en við von­uð­umst til.“

Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.  Mynd: LögreglanAlma Möller land­læknir minnti á að til­gangur bólu­setn­ing­ar­innar væri að verja fólk fyrir sjúk­dómnum COVID-19. Til að hjarð­ó­næmi náist þurfi að lág­marki að bólu­setja 65 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Unnið er að því að taka saman upp­lýs­ingar sem eiga að auð­velda fólki að taka ákvörðun um bólu­setn­ingu. „Auk ávinn­ings fyrir ein­stak­ling­inn er það líka hagur sam­fé­lags­ins að hjarð­ó­næmi náist,“ sagði hún.

Saman í gegnum skafl­inn

„Við gerum okkur vonir um að fyrstu skammt­arnir af bólu­efni komi 24. des­em­ber," sagði sótt­varna­lækn­ir. „Og þá er okkur ekk­ert að van­bún­aði að hefja bólu­setn­ingu strax eftir jól­in. Við byrjum eins fljótt og hægt er.“Vegna þess að magnið verður ekki eins mikið og vonir stóðu til verður jafn­vel ekki hægt að bólu­setja alla innan ákveð­inna for­gangs­hópa þegar í stað. Sagði Þórólfur að lík­lega eigi óánægju­raddir eftir að heyr­ast. „En við verðum að vinna okkur í gegnum skafl­inn eins og málin þróast,“ sagði hann. „Við verðum að þreyja þorr­ann.“

Upp­fært kl. 6.44:

Til­kyn­ing frá sótt­varna­lækni:

Vegna umræðu um dreif­ingu bólu­efna gegn COVID-19

Að gefnu til­efni vill sótt­varna­læknir taka fram að á þess­ari stundu liggja ein­ungis fyrir áreið­an­legar upp­lýs­ingar um afhend­ingu fyrstu skammta bólu­efnis frá Pfiz­er.

Á upp­lýs­inga­fundi í morgun mátti skilja á orðum mínum að ekki væri að vænta bólu­efna frá öðrum fram­leið­endum fyrr en á síð­ari hluta næsta árs. Þetta var ofsagt. Ísland hefur þegar tryggt sér kaup­rétt á bólu­efni fyrir um 60–70% þjóð­ar­innar en ekki liggur enn fyrir hvenær og hversu mikið bólu­efni kemur í hverri send­ingu.

 

Áætl­anir fram­leið­enda munu skýr­ast þegar fram í sæk­ir.Þórólfur Guðna­son, sótt­varna­lækn­ir.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent