Ísland fer fram á að tollasamningur við ESB um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður

Utanríkisráðherra segir að úttekt sýni að „verulegt ójafnvægi“ sé í tollasamningi Íslands við Evrópusambandið um landbúnaðarvörur. Mikið sé flutt inn en nær ekkert flutt út.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að úttekt sem það lét framkvæma sýni að forsendur samningsins hafa breyst og ójafnvægi er á milli samningsaðila, íslenskum útflytjendum í óhag.  

Auglýsing
Markmið tollasamningsins, sem er frá árinu 2015, hafi verið að skapa tækifæri til aukinna viðskipta milli Íslands og Evrópusambandsins. „Fyrr á þessu ári samþykkti ríkisstjórnin að utanríkisráðuneytið og atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið skyldu gera úttekt á hagsmunum Íslands af óbreyttum samningi með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa frá gildistöku hans. Úttektin var unnin í nánu samráði við hagsmunaaðila, forsvarsmenn bænda og afurðastöðva, verslunar og þjónustu, verkalýðshreyfinguna og samtök neytenda.

Niðurstaða úttektarinnar er að verulegt ójafnvægi ríkir í samningnum. Nýting íslenskra útflytjenda á kvótum til ESB er í flestum tilfellum lítil eða engin á meðan tollkvótar til innflutnings frá ESB hafa nær allir verið fullnýttir og umtalsvert magn flutt inn utan kvóta. Efnahagslegt mat utanaðkomandi ráðgjafa frá síðastliðnu vori og vitnað er til í úttektinni staðfestir þetta.“

Í nýlegri skýrslu verðlagseftirlits Alþýðusambandsins sem gerð var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, kom fram að verð á innfluttum kjötvörum og ostum, þar sem tollkvótar hafa stækkað í samræmi við tollasamninginn frá 2015, hækkaði mun minna en við mátti búast vegna veikingar krónunnar á tímabilinu desember 2019 til september 2020. Í einhverjum tilvikum lækkaði það. 

Samhliða hefur úrval af búvörum, bæði innfluttum og innlendum, aukist. Félag atvinnurekenda, hagsmunasamstök ýmissa aðila sem stunda sölu á matvöru, hefur sagt að þessi þróun sýni kosti þess að innlendur landbúnaður hafi samkeppni frá innflutningi.

Halldóra Kristín Hauksdóttir, stjórnarkona í Bændasamtökum Íslands, sagði í grein sem hún birti á Kjarnanum í síðustu viku að segir það væri rangt að tollasamningurinn sem gerður var við Evrópusambandið árið 2015 hafi skilað neytendum lægra verði.

Í grein hennar sagði m.a.: „Það er stað­reynd að kjöt hefur hækkað heldur meira en almennt verð­lag í land­inu, með öðrum orðum bændur fá færri krónur í vas­ann á meðan neyt­and­inn þarf að greiða fleiri.  Á sama tíma og tekjur bænda rýrna hafa inn­flytj­endur á land­bún­að­ar­vörum á þessu tíma­bili feng­ið um 3 millj­arða end­ur­greidda frá rík­inu (sem neyt­endur voru búnir að borga) vegna oftek­inna skatta í formi tolla. ­Sam­kvæmt skýrslu starfs­hóps, sem falið var að greina þróun toll­verndar og stöðu íslensks land­bún­aðar gagn­vart breyt­ingum í alþjóð­legu við­skiptaum­hverfi, jókst inn­flutn­ingur land­bún­að­ar­af­urða veru­lega frá 2007 til 2019. Í sumum til­fellum marg­fald­að­ist inn­flutn­ing­ur­inn.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent