Ísland fer fram á að tollasamningur við ESB um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður

Utanríkisráðherra segir að úttekt sýni að „verulegt ójafnvægi“ sé í tollasamningi Íslands við Evrópusambandið um landbúnaðarvörur. Mikið sé flutt inn en nær ekkert flutt út.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra, hefur óskað eftir því við Evr­ópu­sam­bandið að tolla­samn­ingur Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins um land­bún­að­ar­vörur verði end­ur­skoð­að­ur. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu. Þar segir að úttekt sem það lét fram­kvæma sýni að for­sendur samn­ings­ins hafa breyst og ójafn­vægi er á milli samn­ings­að­ila, íslenskum útflytj­endum í óhag.  

Auglýsing
Markmið tolla­samn­ings­ins, sem er frá árinu 2015, hafi verið að skapa tæki­færi til auk­inna við­skipta milli Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins. „Fyrr á þessu ári sam­þykkti rík­is­stjórnin að utan­rík­is­ráðu­neytið og atvinnu­vega og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið skyldu gera úttekt á hags­munum Íslands af óbreyttum samn­ingi með hlið­sjón af þeim breyt­ingum sem orðið hafa frá gild­is­töku hans. Úttektin var unnin í nánu sam­ráði við hags­muna­að­ila, for­svars­menn bænda og afurða­stöðva, versl­unar og þjón­ustu, verka­lýðs­hreyf­ing­una og sam­tök neyt­enda.

Nið­ur­staða úttekt­ar­innar er að veru­legt ójafn­vægi ríkir í samn­ingn­um. Nýt­ing íslenskra útflytj­enda á kvótum til ESB er í flestum til­fellum lítil eða engin á meðan toll­kvótar til inn­flutn­ings frá ESB hafa nær allir verið full­nýttir og umtals­vert magn flutt inn utan kvóta. Efna­hags­legt mat utan­að­kom­andi ráð­gjafa frá síð­ast­liðnu vori og vitnað er til í úttekt­inni stað­festir þetta.“

Í nýlegri skýrslu verð­lags­eft­ir­lits Alþýðu­sam­bands­ins sem gerð var fyrir atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið, kom fram að verð á inn­fluttum kjöt­vörum og ost­um, þar sem toll­kvótar hafa stækkað í sam­ræmi við tolla­samn­ing­inn frá 2015, hækk­aði mun minna en við mátti búast vegna veik­ingar krón­unnar á tíma­bil­inu des­em­ber 2019 til sept­em­ber 2020. Í ein­hverjum til­vikum lækk­aði það. 

Sam­hliða hefur úrval af búvörum, bæði inn­fluttum og inn­lend­um, auk­ist. Félag atvinnu­rek­enda, hags­muna­sam­stök ýmissa aðila sem stunda sölu á mat­vöru, hefur sagt að þessi þróun sýni kosti þess að inn­lendur land­bún­aður hafi sam­keppni frá inn­flutn­ingi.

Hall­dóra Kristín Hauks­dótt­ir, stjórn­ar­kona í Bænda­sam­tökum Íslands, sagði í grein sem hún birti á Kjarn­anum í síð­ustu viku að segir það væri rangt að tolla­samn­ing­ur­inn sem gerður var við Evr­ópu­sam­bandið árið 2015 hafi skilað neyt­endum lægra verði.

Í grein hennar sagði m.a.: „Það er stað­­reynd að kjöt hefur hækkað heldur meira en almennt verð­lag í land­inu, með öðrum orðum bændur fá færri krónur í vas­ann á meðan neyt­and­inn þarf að greiða fleiri.  Á sama tíma og tekjur bænda rýrna hafa inn­­flytj­endur á land­­bún­­að­­ar­vörum á þessu tíma­bili feng­ið um 3 millj­­arða end­­ur­greidda frá rík­­inu (sem neyt­endur voru búnir að borga) vegna oftek­inna skatta í formi tolla. ­­Sam­­kvæmt skýrslu starfs­hóps, sem falið var að greina þróun toll­verndar og stöðu íslensks land­­bún­­aðar gagn­vart breyt­ingum í alþjóð­­legu við­­skiptaum­hverfi, jókst inn­­­flutn­ingur land­­bún­­að­­ar­af­­urða veru­­lega frá 2007 til 2019. Í sumum til­­­fellum marg­fald­að­ist inn­­­flutn­ing­­ur­inn.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent