Ísland fer fram á að tollasamningur við ESB um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður

Utanríkisráðherra segir að úttekt sýni að „verulegt ójafnvægi“ sé í tollasamningi Íslands við Evrópusambandið um landbúnaðarvörur. Mikið sé flutt inn en nær ekkert flutt út.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra, hefur óskað eftir því við Evr­ópu­sam­bandið að tolla­samn­ingur Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins um land­bún­að­ar­vörur verði end­ur­skoð­að­ur. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu. Þar segir að úttekt sem það lét fram­kvæma sýni að for­sendur samn­ings­ins hafa breyst og ójafn­vægi er á milli samn­ings­að­ila, íslenskum útflytj­endum í óhag.  

Auglýsing
Markmið tolla­samn­ings­ins, sem er frá árinu 2015, hafi verið að skapa tæki­færi til auk­inna við­skipta milli Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins. „Fyrr á þessu ári sam­þykkti rík­is­stjórnin að utan­rík­is­ráðu­neytið og atvinnu­vega og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið skyldu gera úttekt á hags­munum Íslands af óbreyttum samn­ingi með hlið­sjón af þeim breyt­ingum sem orðið hafa frá gild­is­töku hans. Úttektin var unnin í nánu sam­ráði við hags­muna­að­ila, for­svars­menn bænda og afurða­stöðva, versl­unar og þjón­ustu, verka­lýðs­hreyf­ing­una og sam­tök neyt­enda.

Nið­ur­staða úttekt­ar­innar er að veru­legt ójafn­vægi ríkir í samn­ingn­um. Nýt­ing íslenskra útflytj­enda á kvótum til ESB er í flestum til­fellum lítil eða engin á meðan toll­kvótar til inn­flutn­ings frá ESB hafa nær allir verið full­nýttir og umtals­vert magn flutt inn utan kvóta. Efna­hags­legt mat utan­að­kom­andi ráð­gjafa frá síð­ast­liðnu vori og vitnað er til í úttekt­inni stað­festir þetta.“

Í nýlegri skýrslu verð­lags­eft­ir­lits Alþýðu­sam­bands­ins sem gerð var fyrir atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið, kom fram að verð á inn­fluttum kjöt­vörum og ost­um, þar sem toll­kvótar hafa stækkað í sam­ræmi við tolla­samn­ing­inn frá 2015, hækk­aði mun minna en við mátti búast vegna veik­ingar krón­unnar á tíma­bil­inu des­em­ber 2019 til sept­em­ber 2020. Í ein­hverjum til­vikum lækk­aði það. 

Sam­hliða hefur úrval af búvörum, bæði inn­fluttum og inn­lend­um, auk­ist. Félag atvinnu­rek­enda, hags­muna­sam­stök ýmissa aðila sem stunda sölu á mat­vöru, hefur sagt að þessi þróun sýni kosti þess að inn­lendur land­bún­aður hafi sam­keppni frá inn­flutn­ingi.

Hall­dóra Kristín Hauks­dótt­ir, stjórn­ar­kona í Bænda­sam­tökum Íslands, sagði í grein sem hún birti á Kjarn­anum í síð­ustu viku að segir það væri rangt að tolla­samn­ing­ur­inn sem gerður var við Evr­ópu­sam­bandið árið 2015 hafi skilað neyt­endum lægra verði.

Í grein hennar sagði m.a.: „Það er stað­­reynd að kjöt hefur hækkað heldur meira en almennt verð­lag í land­inu, með öðrum orðum bændur fá færri krónur í vas­ann á meðan neyt­and­inn þarf að greiða fleiri.  Á sama tíma og tekjur bænda rýrna hafa inn­­flytj­endur á land­­bún­­að­­ar­vörum á þessu tíma­bili feng­ið um 3 millj­­arða end­­ur­greidda frá rík­­inu (sem neyt­endur voru búnir að borga) vegna oftek­inna skatta í formi tolla. ­­Sam­­kvæmt skýrslu starfs­hóps, sem falið var að greina þróun toll­verndar og stöðu íslensks land­­bún­­aðar gagn­vart breyt­ingum í alþjóð­­legu við­­skiptaum­hverfi, jókst inn­­­flutn­ingur land­­bún­­að­­ar­af­­urða veru­­lega frá 2007 til 2019. Í sumum til­­­fellum marg­fald­að­ist inn­­­flutn­ing­­ur­inn.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent