Fyrirkomulagið hefur ekki skilað sér til neytenda

Halldóra Kristín Hauksdóttir, stjórnarkona í Bændasamtökum Íslands, segir það rangt að tollasamningur sem gerður var við Evrópusambandið árið 2015 hafi skilað neytendum lægra verði.

Auglýsing

Úr ákveðnum ranni er full­yrt að tolla­samn­ing­ur­inn sem gerður var við ESB árið 2015 og tók gildi 1. maí 2018 hafi skilað neyt­endum lægra verði, það er röng full­yrð­ing. Af­koma bænda hefur rýrnað veru­lega bæði með tolla­samn­ingum sem gerðir voru við ESB 2007 og 2015 og svo nú síð­ast með því að breyta fyr­ir­komu­lagi við útboð á toll­kvót­u­m. Það er stað­reynd að kjöt hefur hækkað heldur meira en almennt verð­lag í land­inu, með öðrum orðum bændur fá færri krónur í vas­ann á meðan neyt­and­inn þarf að greiða fleiri. 

Á sama tíma og tekjur bænda rýrna hafa inn­flytj­endur á land­bún­að­ar­vörum á þessu tíma­bili feng­ið um 3 millj­arða end­ur­greidda frá rík­inu (sem neyt­endur voru búnir að borga) vegna oftek­inna skatta í formi tolla. ­Sam­kvæmt skýrslu starfs­hóps, sem falið var að greina þróun toll­verndar og stöðu íslensks land­bún­aðar gagn­vart breyt­ingum í alþjóð­legu við­skiptaum­hverfi, jókst inn­flutn­ingur land­bún­að­ar­af­urða veru­lega frá 2007 til 2019. Í sumum til­fellum marg­fald­að­ist inn­flutn­ing­ur­inn. 

Auk­inni eft­ir­spurn mætt með inn­flutn­ingi

Aukn­ingin á þessu ára­bili var mest í óunnum kjöt­vörum, eða 333% en sala á inn­lendri fram­leiðslu jókst á sama tíma um 15%. Inn­flutn­ingur á mjólk­ur­vörum jókst um 136% og um 45% á græn­meti. Skýr­ingin á mjólk­ur­vörum var að miklu leyti vegna osta en á sama tíma jókst inn­vegin mjólk frá bændum um 23%. Á þessum tíma dróst sala á inn­lendu græn­meti saman um 20%. Þar vó þyngst sölu­sam­dráttur í kart­öflum um 34% og um 20% í tómöt­u­m. 

Auglýsing
Framleiðsla getur sveifl­ast nokkuð milli ára vegna tíð­ar­fars. Á tíma­bil­inu 2007 til 2019 jókst íbúa­fjöldi um 11% hér á landi og ferða­mönnum fjölg­aði um 337%. Hlut­fall verð­mætis inn­flutn­ings af fram­leiðslu­virði inn­an­lands hefur sam­hliða auknum inn­flutn­ingi hækkað úr 3-6% fyrstu ár tíma­bils­ins í 12-15% 2018 og 2019. Auk­inni eft­ir­spurn hefur þannig verið mætt að meira leyti með inn­flutn­ingi frekar en inn­lendri fram­leiðslu. 

Staða ein­stakra búgreina

Rétt er að benda á að inn­flutn­ingur á svína­kjöti hefur farið úr því að vera lít­ill í byrjun þessa tíma­bils yfir í að vera orð­inn um fjórð­ungur af allri neyslu á svína­kjöti. Þá er reyndar eftir að taka til­lit til þess að inn­fluttar pylsur og unnar kjöt­vörur eru að uppi­stöðu til úr svína­kjöti, þannig að inn­flutn­ingur er í raun umtals­vert meiri. Hvað þá held­ur, ef satt reynist, að ekki komi allur inn­flutn­ingur fram í opin­berum töl­um. Ef þessi þróun heldur áfram stytt­ist í að inn­flutt svína­kjöt fari fram úr inn­lendri fram­leiðslu..

Sam­dráttur í sölu og aukin hlut­deild inn­fluttra búvara á mark­aði hefur leitt til verð­falls til bænda fyrir sínar afurð­ir. Birgðir safn­ast upp og verð til kúa­bænda frá afurða­stöðvum fyrir naut­gripi hefur lækkað um allt að 30% frá árs­byrjun 2020. Fram­leiðslu­kostn­aður hefur hækkað með verð­hækk­unum á aðföng­um, hærri launa­kostn­aði og hærri kostn­aði fyrir aðkeypta þjón­ustu. Haldi áfram sem horfir er ljóst að ákveðnar búgreinar hér­lendis eiga enn meira í vök að verj­ast en áður og því verða stjórn­völd að svara því ákalli hvert stefna eigi með inn­lenda fram­leiðslu. Neyt­endur eiga kröfu á að fá skýrt svar um það.  

Höf­undur er stjórn­ar­kona í Bænda­sam­tökum Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar