Fyrirkomulagið hefur ekki skilað sér til neytenda

Halldóra Kristín Hauksdóttir, stjórnarkona í Bændasamtökum Íslands, segir það rangt að tollasamningur sem gerður var við Evrópusambandið árið 2015 hafi skilað neytendum lægra verði.

Auglýsing

Úr ákveðnum ranni er full­yrt að tolla­samn­ing­ur­inn sem gerður var við ESB árið 2015 og tók gildi 1. maí 2018 hafi skilað neyt­endum lægra verði, það er röng full­yrð­ing. Af­koma bænda hefur rýrnað veru­lega bæði með tolla­samn­ingum sem gerðir voru við ESB 2007 og 2015 og svo nú síð­ast með því að breyta fyr­ir­komu­lagi við útboð á toll­kvót­u­m. Það er stað­reynd að kjöt hefur hækkað heldur meira en almennt verð­lag í land­inu, með öðrum orðum bændur fá færri krónur í vas­ann á meðan neyt­and­inn þarf að greiða fleiri. 

Á sama tíma og tekjur bænda rýrna hafa inn­flytj­endur á land­bún­að­ar­vörum á þessu tíma­bili feng­ið um 3 millj­arða end­ur­greidda frá rík­inu (sem neyt­endur voru búnir að borga) vegna oftek­inna skatta í formi tolla. ­Sam­kvæmt skýrslu starfs­hóps, sem falið var að greina þróun toll­verndar og stöðu íslensks land­bún­aðar gagn­vart breyt­ingum í alþjóð­legu við­skiptaum­hverfi, jókst inn­flutn­ingur land­bún­að­ar­af­urða veru­lega frá 2007 til 2019. Í sumum til­fellum marg­fald­að­ist inn­flutn­ing­ur­inn. 

Auk­inni eft­ir­spurn mætt með inn­flutn­ingi

Aukn­ingin á þessu ára­bili var mest í óunnum kjöt­vörum, eða 333% en sala á inn­lendri fram­leiðslu jókst á sama tíma um 15%. Inn­flutn­ingur á mjólk­ur­vörum jókst um 136% og um 45% á græn­meti. Skýr­ingin á mjólk­ur­vörum var að miklu leyti vegna osta en á sama tíma jókst inn­vegin mjólk frá bændum um 23%. Á þessum tíma dróst sala á inn­lendu græn­meti saman um 20%. Þar vó þyngst sölu­sam­dráttur í kart­öflum um 34% og um 20% í tómöt­u­m. 

Auglýsing
Framleiðsla getur sveifl­ast nokkuð milli ára vegna tíð­ar­fars. Á tíma­bil­inu 2007 til 2019 jókst íbúa­fjöldi um 11% hér á landi og ferða­mönnum fjölg­aði um 337%. Hlut­fall verð­mætis inn­flutn­ings af fram­leiðslu­virði inn­an­lands hefur sam­hliða auknum inn­flutn­ingi hækkað úr 3-6% fyrstu ár tíma­bils­ins í 12-15% 2018 og 2019. Auk­inni eft­ir­spurn hefur þannig verið mætt að meira leyti með inn­flutn­ingi frekar en inn­lendri fram­leiðslu. 

Staða ein­stakra búgreina

Rétt er að benda á að inn­flutn­ingur á svína­kjöti hefur farið úr því að vera lít­ill í byrjun þessa tíma­bils yfir í að vera orð­inn um fjórð­ungur af allri neyslu á svína­kjöti. Þá er reyndar eftir að taka til­lit til þess að inn­fluttar pylsur og unnar kjöt­vörur eru að uppi­stöðu til úr svína­kjöti, þannig að inn­flutn­ingur er í raun umtals­vert meiri. Hvað þá held­ur, ef satt reynist, að ekki komi allur inn­flutn­ingur fram í opin­berum töl­um. Ef þessi þróun heldur áfram stytt­ist í að inn­flutt svína­kjöt fari fram úr inn­lendri fram­leiðslu..

Sam­dráttur í sölu og aukin hlut­deild inn­fluttra búvara á mark­aði hefur leitt til verð­falls til bænda fyrir sínar afurð­ir. Birgðir safn­ast upp og verð til kúa­bænda frá afurða­stöðvum fyrir naut­gripi hefur lækkað um allt að 30% frá árs­byrjun 2020. Fram­leiðslu­kostn­aður hefur hækkað með verð­hækk­unum á aðföng­um, hærri launa­kostn­aði og hærri kostn­aði fyrir aðkeypta þjón­ustu. Haldi áfram sem horfir er ljóst að ákveðnar búgreinar hér­lendis eiga enn meira í vök að verj­ast en áður og því verða stjórn­völd að svara því ákalli hvert stefna eigi með inn­lenda fram­leiðslu. Neyt­endur eiga kröfu á að fá skýrt svar um það.  

Höf­undur er stjórn­ar­kona í Bænda­sam­tökum Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar