Fyrirkomulagið hefur ekki skilað sér til neytenda

Halldóra Kristín Hauksdóttir, stjórnarkona í Bændasamtökum Íslands, segir það rangt að tollasamningur sem gerður var við Evrópusambandið árið 2015 hafi skilað neytendum lægra verði.

Auglýsing

Úr ákveðnum ranni er fullyrt að tollasamningurinn sem gerður var við ESB árið 2015 og tók gildi 1. maí 2018 hafi skilað neytendum lægra verði, það er röng fullyrðing. Afkoma bænda hefur rýrnað verulega bæði með tollasamningum sem gerðir voru við ESB 2007 og 2015 og svo nú síðast með því að breyta fyrirkomulagi við útboð á tollkvótum. Það er staðreynd að kjöt hefur hækkað heldur meira en almennt verðlag í landinu, með öðrum orðum bændur fá færri krónur í vasann á meðan neytandinn þarf að greiða fleiri. 

Á sama tíma og tekjur bænda rýrna hafa innflytjendur á landbúnaðarvörum á þessu tímabili fengið um 3 milljarða endurgreidda frá ríkinu (sem neytendur voru búnir að borga) vegna oftekinna skatta í formi tolla. Samkvæmt skýrslu starfshóps, sem falið var að greina þróun tollverndar og stöðu íslensks landbúnaðar gagnvart breytingum í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, jókst innflutningur landbúnaðarafurða verulega frá 2007 til 2019. Í sumum tilfellum margfaldaðist innflutningurinn. 

Aukinni eftirspurn mætt með innflutningi

Aukningin á þessu árabili var mest í óunnum kjötvörum, eða 333% en sala á innlendri framleiðslu jókst á sama tíma um 15%. Innflutningur á mjólkurvörum jókst um 136% og um 45% á grænmeti. Skýringin á mjólkurvörum var að miklu leyti vegna osta en á sama tíma jókst innvegin mjólk frá bændum um 23%. Á þessum tíma dróst sala á innlendu grænmeti saman um 20%. Þar vó þyngst sölusamdráttur í kartöflum um 34% og um 20% í tómötum. 

Auglýsing
Framleiðsla getur sveiflast nokkuð milli ára vegna tíðarfars. Á tímabilinu 2007 til 2019 jókst íbúafjöldi um 11% hér á landi og ferðamönnum fjölgaði um 337%. Hlutfall verðmætis innflutnings af framleiðsluvirði innanlands hefur samhliða auknum innflutningi hækkað úr 3-6% fyrstu ár tímabilsins í 12-15% 2018 og 2019. Aukinni eftirspurn hefur þannig verið mætt að meira leyti með innflutningi frekar en innlendri framleiðslu. 

Staða einstakra búgreina

Rétt er að benda á að innflutningur á svínakjöti hefur farið úr því að vera lítill í byrjun þessa tímabils yfir í að vera orðinn um fjórðungur af allri neyslu á svínakjöti. Þá er reyndar eftir að taka tillit til þess að innfluttar pylsur og unnar kjötvörur eru að uppistöðu til úr svínakjöti, þannig að innflutningur er í raun umtalsvert meiri. Hvað þá heldur, ef satt reynist, að ekki komi allur innflutningur fram í opinberum tölum. Ef þessi þróun heldur áfram styttist í að innflutt svínakjöt fari fram úr innlendri framleiðslu..

Samdráttur í sölu og aukin hlutdeild innfluttra búvara á markaði hefur leitt til verðfalls til bænda fyrir sínar afurðir. Birgðir safnast upp og verð til kúabænda frá afurðastöðvum fyrir nautgripi hefur lækkað um allt að 30% frá ársbyrjun 2020. Framleiðslukostnaður hefur hækkað með verðhækkunum á aðföngum, hærri launakostnaði og hærri kostnaði fyrir aðkeypta þjónustu. Haldi áfram sem horfir er ljóst að ákveðnar búgreinar hérlendis eiga enn meira í vök að verjast en áður og því verða stjórnvöld að svara því ákalli hvert stefna eigi með innlenda framleiðslu. Neytendur eiga kröfu á að fá skýrt svar um það.  

Höfundur er stjórnarkona í Bændasamtökum Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar