Ný matvælastefna í blíðu og stríðu

Kári Gautason segir að aðlaga þurfi umhverfi matvælaframleiðslu að kröfunum um kolefnishlutleysi, þannig að hvatar séu fyrir árangri í loftslagsmálum.

Auglýsing

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn kom eins og þruma úr heið­skíru lofti fyrir flest okk­ar. Og fram­tíðin hefur þannig oftar en ekki læð­st  aftan að heim­inum í smáu sem stóru. Dæmin eru mörg um afspyrnu lélega spá­dóma: Neville Chambar­la­in, for­sæt­is­ráð­herra Breta, boð­aði „frið um vora tíma” eftir að hafa gert frið­ar­samn­ing við Hitler. Fólk hélt að tölvu­póstur myndi útrýma papp­írnum og að bitcoin myndi gera seðla­banka úrelta. Eitt sinn var það sett í stefnu rétt fyrir banka­hrun að Ís­land gæti orðið að alþjóð­legri fjár­mála­mið­stöð. Hver vill lenda í slíku aft­ur?

Mark­tæk stefnu­mótun

Ég hafði þetta meðal ann­ars á bak­við eyrað í störfum nefndar sem fékk það hlut­verk að móta mat­væla­stefnu fyrir Ísland. Stefnan sem varð til í þess­ari vinnu var kynnt í gær. Þó að mat­væla­stefnan sé birt í miðjum far­aldri þá var hún samt að uppi­stöðu mótuð á þeim tíma sem heims­far­aldur var eitt­hvað upp úr sögu­bókum eða vís­inda­skáld­sög­um. Þegar áður­nefndur far­aldur setti líf heims­byggð­ar­innar úr skorðum var ákveðið að nema staðar og skoða stefn­una sér­stak­lega til þess að greina hvort þyrfti að end­ur­skoða drögin í ljósi far­ald­urs­ins. Raunin varð sú að þess gerð­ist ekki þörf. Við höfðum rætt mik­il­vægi mat­væla- og fæðu­ör­yggis í hópnum og þau drög sem lágu fyrir tóku þegar mið af slíkum grunn­at­rið­um.

Auglýsing
Þó að eng­inn okkar í hópnum hefði spáð fyrir um kór­ónu­krís­una, þá hélt stefnan sam­t. Þannig þarf mark­tæk stefnu­mótun að vera. Hún þarf að vera í takti við þær áskor­anir sem fyrir eru, vera raun­hæf og sjálf­bær, en fyrst og fremst þarf hún að halda áfram að vísa veg­inn þó að fram­tíðin sé óráð­in. 

Mat­væli eru meira en „bara” leið til að halda sér ofan moldu. Senni­lega er fátt sem maður eyðir meiri tíma í um ævina heldur en að leita að upp­skrift­um, kaupa í mat­inn, elda og njóta mat­ar­ins með fjöl­skyldu og vin­um. Mat­væla­stefnan fjallar um öll stig, frá fram­leiðslu til neyslu. Hún tengir saman mis­mun­andi mark­mið og áskor­an­ir. Hún tvinnar saman lýð­heilsu og fæðu­ör­yggi. Hún tekst á við tengsl fjalla­lambs­ins og ísfisk­s­tog­ar­ans. 

Lofts­lags­rofið stærsta verk­efnið

Ég vona að tím­inn muni leiða í ljós að við höfum oftar haft rétt fyrir okkur en rangt þegar þessi mat­væla­stefna mætir fram­tíð­inni á förnum vegi. Atriði sem ég tel víst að muni stand­ast tím­ans tönn er það að laga mat­væla­fram­leiðslu að kolefn­is­hlut­leysi. Lofts­lags­rofið sem við upp­lifum er að mínu mati stærsta ein­staka verk­efni mann­kyns­ins. Ísland getur þar orðið sýni­dæmi fyrir aðrar þjóðir um hvað sé hægt að ger­a. 

Á meðan það eru ein­staka kola­ver í heim­inum sem losa meira koldí­oxíð heldur en Ísland gerir í heild sinn­i,- það er að segja fram­leiðsla, neysla og eld­fjöll, - þá er auð­velt að fyll­ast sinnu­leysi og gera ekki neitt þar sem okkar við­leitni skiptir litlu. En Íslend­ingar eru ekki vanir því að fyll­ast von­leysi gagn­vart ógn­ar­stórum verk­efn­um. Það hefur glíman við kór­óna­veiru­far­ald­ur­inn sann­að. ­Skrif­aðar hafa verið lærðar greinar um hvaða lær­dóm megi draga af því hvernig Íslend­ingar hafa tek­ist á við sjúk­dóm­inn með sam­stöðu og vís­indi að vopni. Lofts­lags­rofið gerum við bæri­legt með sömu með­ul­u­m. 

Látum stefn­una visa veg­inn

Margar greinar í mat­væla­fram­leiðslu geta dregið veru­lega úr los­un. Það hefur sjáv­ar­út­veg­ur­inn gert með því að fjár­festa í spar­neytn­ari skipum og land­bún­að­ur­inn með því að stór­auka afköst, það er að segja með því að fækka grip­unum sem þarf til að fram­leiða sama magn vöru. En los­unin verður ekki núll í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð, heldur þarf einnig að koma til stór­felld bind­ing á kolefni. Sú bind­ing getur verið í hvaða formi sem er, hvort sem það er með skóg­rækt, land­græðslu eða end­ur­heimt vot­lend­is. Eða með aðferðum sem kunna að upp­götvast á næstu árum. Nátt­úru­vís­inda­mað­ur­inn í mér er sann­færður um að nátt­úran hafi að geyma meiri visku en mað­ur­inn. Með millj­óna ára þró­un­ar­vinnu að baki er ljóstil­lífun lík­leg­ast hag­kvæm­asta leiðin til að fanga kolefni úr lofti. Aðlaga þarf umhverfi mat­væla­fram­leiðslu að kröf­unum um kolefn­is­hlut­leysi, þannig að hvatar séu fyrir árangri í lofts­lags­mál­u­m. 

Ég tel að við getum náð for­skoti með því að ein­henda okkur í þá vinnu að gera mat­væla­fram­leiðsl­una okkar kolefn­is­hlut­lausa. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn sækir hærra afurða­verð m.a. á grund­velli vott­ana um sjálf­bæra nýt­ingu fiski­stofna. Við munum þurfa að gæta vel að vís­ind­unum í þeirri veg­ferð og forð­ast snáka­ol­íu­sölu­menn. Með því að byggja sam­hliða upp inn­við­ina fyrir full­kom­inn rekj­an­leika afurða og nýta tækni til þess að gera eft­ir­lit skil­virkara, ódýr­ara og örugg­ara, eru allar for­sendur fyrir því að við getum náð langt í þessum efn­um. 

Nú getum við látið stefn­una vísa veg­inn og lagt af stað.

Höf­undur er skip­aður án til­nefn­ingar í verk­efn­is­stjórn um mótun mat­væla­stefnu fyrir Ísland.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar