Ný matvælastefna í blíðu og stríðu

Kári Gautason segir að aðlaga þurfi umhverfi matvælaframleiðslu að kröfunum um kolefnishlutleysi, þannig að hvatar séu fyrir árangri í loftslagsmálum.

Auglýsing

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn kom eins og þruma úr heið­skíru lofti fyrir flest okk­ar. Og fram­tíðin hefur þannig oftar en ekki læð­st  aftan að heim­inum í smáu sem stóru. Dæmin eru mörg um afspyrnu lélega spá­dóma: Neville Chambar­la­in, for­sæt­is­ráð­herra Breta, boð­aði „frið um vora tíma” eftir að hafa gert frið­ar­samn­ing við Hitler. Fólk hélt að tölvu­póstur myndi útrýma papp­írnum og að bitcoin myndi gera seðla­banka úrelta. Eitt sinn var það sett í stefnu rétt fyrir banka­hrun að Ís­land gæti orðið að alþjóð­legri fjár­mála­mið­stöð. Hver vill lenda í slíku aft­ur?

Mark­tæk stefnu­mótun

Ég hafði þetta meðal ann­ars á bak­við eyrað í störfum nefndar sem fékk það hlut­verk að móta mat­væla­stefnu fyrir Ísland. Stefnan sem varð til í þess­ari vinnu var kynnt í gær. Þó að mat­væla­stefnan sé birt í miðjum far­aldri þá var hún samt að uppi­stöðu mótuð á þeim tíma sem heims­far­aldur var eitt­hvað upp úr sögu­bókum eða vís­inda­skáld­sög­um. Þegar áður­nefndur far­aldur setti líf heims­byggð­ar­innar úr skorðum var ákveðið að nema staðar og skoða stefn­una sér­stak­lega til þess að greina hvort þyrfti að end­ur­skoða drögin í ljósi far­ald­urs­ins. Raunin varð sú að þess gerð­ist ekki þörf. Við höfðum rætt mik­il­vægi mat­væla- og fæðu­ör­yggis í hópnum og þau drög sem lágu fyrir tóku þegar mið af slíkum grunn­at­rið­um.

Auglýsing
Þó að eng­inn okkar í hópnum hefði spáð fyrir um kór­ónu­krís­una, þá hélt stefnan sam­t. Þannig þarf mark­tæk stefnu­mótun að vera. Hún þarf að vera í takti við þær áskor­anir sem fyrir eru, vera raun­hæf og sjálf­bær, en fyrst og fremst þarf hún að halda áfram að vísa veg­inn þó að fram­tíðin sé óráð­in. 

Mat­væli eru meira en „bara” leið til að halda sér ofan moldu. Senni­lega er fátt sem maður eyðir meiri tíma í um ævina heldur en að leita að upp­skrift­um, kaupa í mat­inn, elda og njóta mat­ar­ins með fjöl­skyldu og vin­um. Mat­væla­stefnan fjallar um öll stig, frá fram­leiðslu til neyslu. Hún tengir saman mis­mun­andi mark­mið og áskor­an­ir. Hún tvinnar saman lýð­heilsu og fæðu­ör­yggi. Hún tekst á við tengsl fjalla­lambs­ins og ísfisk­s­tog­ar­ans. 

Lofts­lags­rofið stærsta verk­efnið

Ég vona að tím­inn muni leiða í ljós að við höfum oftar haft rétt fyrir okkur en rangt þegar þessi mat­væla­stefna mætir fram­tíð­inni á förnum vegi. Atriði sem ég tel víst að muni stand­ast tím­ans tönn er það að laga mat­væla­fram­leiðslu að kolefn­is­hlut­leysi. Lofts­lags­rofið sem við upp­lifum er að mínu mati stærsta ein­staka verk­efni mann­kyns­ins. Ísland getur þar orðið sýni­dæmi fyrir aðrar þjóðir um hvað sé hægt að ger­a. 

Á meðan það eru ein­staka kola­ver í heim­inum sem losa meira koldí­oxíð heldur en Ísland gerir í heild sinn­i,- það er að segja fram­leiðsla, neysla og eld­fjöll, - þá er auð­velt að fyll­ast sinnu­leysi og gera ekki neitt þar sem okkar við­leitni skiptir litlu. En Íslend­ingar eru ekki vanir því að fyll­ast von­leysi gagn­vart ógn­ar­stórum verk­efn­um. Það hefur glíman við kór­óna­veiru­far­ald­ur­inn sann­að. ­Skrif­aðar hafa verið lærðar greinar um hvaða lær­dóm megi draga af því hvernig Íslend­ingar hafa tek­ist á við sjúk­dóm­inn með sam­stöðu og vís­indi að vopni. Lofts­lags­rofið gerum við bæri­legt með sömu með­ul­u­m. 

Látum stefn­una visa veg­inn

Margar greinar í mat­væla­fram­leiðslu geta dregið veru­lega úr los­un. Það hefur sjáv­ar­út­veg­ur­inn gert með því að fjár­festa í spar­neytn­ari skipum og land­bún­að­ur­inn með því að stór­auka afköst, það er að segja með því að fækka grip­unum sem þarf til að fram­leiða sama magn vöru. En los­unin verður ekki núll í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð, heldur þarf einnig að koma til stór­felld bind­ing á kolefni. Sú bind­ing getur verið í hvaða formi sem er, hvort sem það er með skóg­rækt, land­græðslu eða end­ur­heimt vot­lend­is. Eða með aðferðum sem kunna að upp­götvast á næstu árum. Nátt­úru­vís­inda­mað­ur­inn í mér er sann­færður um að nátt­úran hafi að geyma meiri visku en mað­ur­inn. Með millj­óna ára þró­un­ar­vinnu að baki er ljóstil­lífun lík­leg­ast hag­kvæm­asta leiðin til að fanga kolefni úr lofti. Aðlaga þarf umhverfi mat­væla­fram­leiðslu að kröf­unum um kolefn­is­hlut­leysi, þannig að hvatar séu fyrir árangri í lofts­lags­mál­u­m. 

Ég tel að við getum náð for­skoti með því að ein­henda okkur í þá vinnu að gera mat­væla­fram­leiðsl­una okkar kolefn­is­hlut­lausa. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn sækir hærra afurða­verð m.a. á grund­velli vott­ana um sjálf­bæra nýt­ingu fiski­stofna. Við munum þurfa að gæta vel að vís­ind­unum í þeirri veg­ferð og forð­ast snáka­ol­íu­sölu­menn. Með því að byggja sam­hliða upp inn­við­ina fyrir full­kom­inn rekj­an­leika afurða og nýta tækni til þess að gera eft­ir­lit skil­virkara, ódýr­ara og örugg­ara, eru allar for­sendur fyrir því að við getum náð langt í þessum efn­um. 

Nú getum við látið stefn­una vísa veg­inn og lagt af stað.

Höf­undur er skip­aður án til­nefn­ingar í verk­efn­is­stjórn um mótun mat­væla­stefnu fyrir Ísland.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar