Vér óskum oss meiri kvóta

Benedikt Jóhannesson skrifar um grein formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um sig sem birtist nýverið í Morgunblaðinu.

Auglýsing

Einn laug­ar­dag í maí árið 2017 skein sól í heiði og allir voru glaðir á Siglu­firði. Allur bær­inn var mættur til að taka á móti Sól­bergi ÓF, glæsi­legu skipi, ísfisk­tog­ara með full­kom­inn fisk­vinnslu­sal með fín­ustu tæki frá ýmsum tækni­fyr­ir­tækj­um, bæði innan lands og utan. Á staðnum voru fjöl­margir vel­unn­arar og glödd­ust með bæj­ar­bú­um, meðal ann­arra ráð­herrar og útgerð­ar­menn. 

Auð­vitað voru ræð­ur, stuttar og snarp­ar. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra flutti ágæta ræðu og Ólafur Mart­eins­son, for­stjóri Ramma hf., tal­aði líka stutt. Mér er minn­is­stætt að þegar gefa átti skip­inu nafn brotn­aði kampa­víns­flaskan ekki á stefni skips­ins, þrátt fyrir ítrek­aðar til­raun­ir. Loks greip for­stjór­inn sjálfur inn í, kastaði flösk­unni af krafti og þá brotn­aði hún loks við fögnuð við­staddra.

Varla hvarfl­aði það að nokkrum þá að skipið væri verð­mæt­ara en allt íbúð­ar­hús­næði á Ólafs­firði, heima­bær Sól­bergs ÓF. Ólafur kom því fyrst á fram­færi við þjóð­ina í grein um mig, sem hann birti í Morg­un­blað­inu þriðju­dag­inn 8. des­em­ber.

Mér sýn­ist að í grein­inni sé ég nefndur á nafn tíu sinnum og auk þess vísað til mín níu sinnum sem „hann“, „hon­um“ eða „hans“. Ég er því aðal­efnið í nán­ast hverri ein­ustu setn­ingu. Mér er auð­vitað heiður að því. Sjaldn­ast ná menn svo háu hlut­falli í minn­ing­ar­grein­um. 

Reyndar er tónn­inn heldur kulda­legri en í flestum eft­ir­mæl­um, því höf­undur tekur fram að „bak við grímuna er maður sem hirðir ekki um stað­reynd­ir, beitir talna­brellum til þess að leiða upp­lýsta umræðu af vegi … þegar nánar er að gáð, ísmeygi­leg útgáfa af popúlista.“ Varla þarf að taka fram ísmeygi­legi popúlist­inn bak­við grímuna mun vera und­ir­rit­að­ur.

Útgerðin á „hund­rað Ólafs­firði“

Mark­miðið með grein­inni, sem Ólafur Mart­eins­son skrifar undir sem for­maður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), mun vera að reyna að hrekja stuttan pistil minn sem birt­ist nokkrum dögum áður í Morg­un­blað­inu. En svo mikið er kappið að lýsa því hvaða mann ég hafi að geyma að grein­ar­höf­undur hrekur enga stað­hæf­ingu í minni grein. Rekjum pistil SFS, lið fyrir lið. Greinin seg­ir: „Bene­dikt fer í talna­leik „sem fæstir skilja“ eins og hann segir sjálf­ur.“ 

Auglýsing
Svar: Hér er farið rangt með. Ég sagði: „Til hvers er allur þessi talna­leikur sem skilar svo háum tölum að fæstir skilja þær vel? Jú, setjum þær í sam­band við gróða útgerð­ar­manna und­an­far­inn ára­tug.“ 

Glöggur les­andi áttar sig því á að hér er aðeins verið að setja geysistórar töl­ur, hagnað og arð­greiðslur til útgerð­ar­manna í ára­tug, í sam­band við önnur verð­mæti og áþreif­an­legri. Ólafur bætir svo um betur og sýnir fram á að eitt skip er mun verð­mæt­ara en öll íbúð­ar­hús í 800 manna heima­byggð þess. Verð­mæti hins glæsi­lega Sól­bergs er aðeins um 1% af heild­ar­eignum útvegs­manna (heild­ar­eign­um, ekki hreinni eign). Kann ég Ólafi hinar bestu þakkir fyrir að benda á að þær jafn­gilda meira en 100 búsæld­ar­legum sjáv­ar­pláss­um. Almenn­ingi er mik­il­vægt að fá skilj­an­legan sam­an­burð við ofur­tölur í sjáv­ar­út­vegi.

Talna­leikir og sleikip­innar

Í grein­inni seg­ir: „Bene­dikt lætur í veðri vaka að hagn­aður sé það sem eftir stendur þegar útgerðir hafa greitt bæði verk­smiðjur og skipa­stól.“ Svo mik­il­vægt telur sá sem heldur um penna þetta vera að nokkrum línum neðar seg­ir: „Bene­dikt veit líka vel að fjár­fest­ingar eru gjald­færðar á löngum tíma, en hann lætur samt í veðri vaka að þær séu gjald­færðar í heild sinni við kaup.“

Svar: Hér snýr höf­undur út úr orðum mín­um: „Munum líka að hér erum við að tala um afkom­una eftir að tekið hefur verið til­lit til þess að flestar útgerðir hafa end­ur­nýjað skipa­stól sinn og verk­smiðjur á sama tíma.“ Setn­ingin er hár­rétt. Það eru fleiri en Rammi hf. sem hafa end­ur­nýjað skip af mynd­ar­skap. Fjár­fest­ingar í var­an­legum rekstr­ar­fjár­munum námu 23 millj­örðum króna að með­al­tali und­an­farin sex ár eða um 140 millj­örðum króna alls. Á sex árum voru fjár­fest­ingar í skip­um, verk­smiðjum og öðrum rekstr­ar­fjár­munum meiri en heild­ar­verð­mæti slíkra eigna útgerð­anna voru í árs­byrjun 2014. Afskrifta­stofn stækkar og afskriftir aukast frá því sem áður var. Engum dettur í hug að les­endur Morg­un­blaðs­ins eða ann­arra íslenskra fjöl­miðla haldi að kaup á skipi eða loðnu­verk­smiðju séu eins og sleikip­inni sem hverfi úr öllu bók­haldi dag­inn sem þau eru afgreidd.

Ein rétt full­yrð­ing og margar rangar

Í grein­ar­gerð SFS kemur fram að ég hef setið í stjórnum margra fyr­ir­tækja. Það er rétt, og nán­ast það eina rétta í grein­inni. Strax í kjöl­farið koma tvær rangar setn­ing­ar: „Bene­dikt … er því vel ljóst að arð­greiðslur í sjáv­ar­út­vegi eru ekki umfram það sem almennt ger­ist í atvinnu­líf­inu. Hann veit líka vel að arð­semi eig­in­fjár í sjáv­ar­út­vegi er minni en gengur og ger­ist meðal félaga sem skráð eru í Kaup­höll­inn­i.“

Svar: Ræðum arð­greiðsl­ur. Vissu­lega er erfitt að bera saman hlut­föll milli atvinnu­greina, en tökum tölur Hag­stof­unnar um arð og hagn­að, ann­ars vegar í sjáv­ar­út­vegi og hins vegar í við­skipta­hag­kerf­inu að und­an­skil­inni lyfja­fram­leiðslu, sorp­hirðu, fjár­mála- og vátrygg­inga­starf­semi og sjáv­ar­út­vegi. Við getum borið saman tölur úr árs­reikn­ingum árin 2014-18 (sem eru nýj­ustu tölur úr árs­reikn­ingum á vef Hag­stof­unn­ar).

Hvort sem litið er á arð eða hagnað eru töl­urnar mun hærri hjá sjáv­ar­út­veg­inum þessi fimm ár.

Seinni full­yrð­ing SFS um að arð­semi eig­in­fjár sé minni í sjáv­ar­út­vegi hjá félögum í Kaup­höll­inni er sér­stæð. Tökum sam­an­lagðan hagnað félaga í Kaup­höll­inni að Brimi, eina skráða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu, slepptu. Nið­ur­staðan er í þess­ari töflu:

Taflan sýnir að full­yrð­ingin er bæði sér­stæð og röng. Verð á Brimi í Kaup­höll­inni gefur til kynna að heild­ar­verð­mæti útgerð­ar­inn­ar, reiknað út frá hagn­aði, sé á bil­inu 600 til 850 millj­arðar króna.

Og svo nokkrar skrítnar setn­ingar í lokin

Enn heldur sá sem skrifar áfram: „Sjáv­ar­út­vegur er fjár­magns­frek atvinnu­grein og til þess að standa undir þeirri kröfu sem til hennar eru gerðar þarf hún að hafa meira eigið fé en flestar aðrar atvinnu­greinar á Íslandi. Meðal ann­ars þess vegna er arð­semi eig­in­fjár minni í sjáv­ar­út­vegi en í mörgum öðrum atvinnu­greinum sem ekki þurfa að binda eins mikið fé í rekstri sín­um. Allt þetta veit Bene­dikt.“

Hér er Bene­dikt eignuð ýmis kunn­átta, sem virð­ist byggja á ein­hvers konar hlið­stæðum vís­ind­um, óháð stað­reynd­um. Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar eiga sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hluti í öðrum félögum fyrir hátt á annað hund­rað millj­arða króna. Til dæmis á Rammi ehf. ekki bara Sól­berg Ólafs­fjarð­ar­jafna, heldur einnig tæp­lega 7% hlut í Árvakri, þekktu fjöl­miðla­fyr­ir­tæki. Ég skil að í sjáv­ar­út­veg þurfi skip og vinnslu, en hluta­bréf? Ég hef verið fjar­ver­andi þegar það var kennt.

Lík­lega eru fáar atvinnu­greinar sem búa við það öryggi sem útgerðin hefur notið eftir að kvóta­kerf­inu var komið á. Einmitt á sjáv­ar­út­vegs­deg­inum er brugðið ljósi á þetta með snjallri mynd Jónasar Gests Jón­as­sonar lög­gilts end­ur­skoð­anda hjá Deloitte, sem sýnir hvernig svo­nefnd EBID­TA-fram­legð hefur þró­ast allt frá 1979 til 2019. Eins og glæran sýnir er hún á upp­leið. Ég man þá tíð þegar útgerðir kepptu að því að ná 20% EBID­TA-fram­legð. Und­an­farin ár hefur hún oft­ast verið miklu hærri og var 26% í fyrra. Kost­ur­inn við að horfa á slíka stærð yfir langt tíma­bil er að hún er óháð­ari fjár­mögnun og fjár­fest­ingum en hagn­aður árs­ins og hentar því til sam­an­burð­ar.Heimild: Deloitte á sjávarútvegsdegi SFS 2020.

Engin mynd sýnir betur hag­ræðið af kvóta­kerf­inu, þegar sam­eig­in­leg auð­lind þjóð­ar­innar var sett undir stífa stjórn og vernd. Kvóta­kerfið er gott, en ósann­girnin felst í ein­ok­un­ar­að­stöðu útgerð­ar­manna í lok­uðu kerf­i. 

Aldrei verður sátt um kerfið fyrr en auð­linda­gjald­ið, aðgöngu­mið­inn að mið­un­um, verður mark­aðstengt. Oft mun mark­að­teng­ing eflaust skila meiri tekjum en nú, ef á móti blæs kannski minni tekjum ein­hver ár. Því munu útgerð­ar­menn ráða sjálfir, því þeir mynda eft­ir­spurn­ina.

Auglýsing
Líklega er ein­kenni­leg­asta full­yrð­ingin í grein­ar­gerð SFS: „Það er lík­lega af ráðnum hug að hann notar alltaf orðið útgerð­ar­menn í stað sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, enda er það í takt við skrum­skæl­ingu hans um að sjáv­ar­út­vegur hafi að geyma örfáa ein­stak­linga sem maka krók­inn. Það er auð­vitað fjarri sann­i.“ 

Hið ágæta félag Ólafs, Rammi hf., er ell­efta stærsta útgerð lands­ins með um 3,5% kvóta­hlut­deild. Þar eiga tíu ein­stak­lingar meira en 90% hluta­fjár. Engum dettur í hug annað en að þeir séu allir óskyld­ir. Sumir starfs­menn SFS hafa skamma starfs­reynslu, en ég veit að Ólafur Mart­eins­son man það vel að for­veri SFS var LÍÚ, Lands­sam­band íslenskra útvegs­manna. Þá voru menn stoltir af því að vera útgerð­ar­menn. 

Ekk­ert af þessu er samt aðal­at­rið­ið, heldur hitt, að gæðum þjóð­ar­innar er deilt á und­ir­verði til lok­aðs hóps. Um það verður aldrei sátt.

Kjarni máls­ins

Svo ein­kenni­legt sem það er kom grein SFS aldrei að aðal­at­rið­inu í grein minni: „Vand­inn felst í því að útgerð­ar­menn eru í ein­ok­un­ar­að­stöðu í lok­uðu kerfi. Eng­inn fær að nýta fiski­mið­in, sam­eign þjóð­ar­innar að lög­um, nema til­tekin útgerð­ar­fé­lög. Eng­inn unn­andi frjálsrar sam­keppni ver ein­ok­un­ar­hagn­að.

Eftir að greinar mínar um þetta mikla órétt­læti birt­ast fæ ég stundum sím­töl, pósta eða orð­send­ingar með ónotum í minn garð. Ég ali á öfund og ill­vilja í garð grein­ar­inn­ar. Ekk­ert er fjær sanni. Ég vil ein­fald­lega að þjóðin fái sinn sann­gjarna skerf. Sátt skap­ast fyrst þegar auð­linda­gjald ræðst á mark­að­i. 

Allt sem við viljum er sann­girn­i.“

­Sama dag og grein SFS birt­ist skrifar Þröstur Ólafs­son hag­fræð­ingur grein um kvóta­kerfið í Morg­un­blað­ið. Hann orðar sömu hugsun svona: „Frjálst fram­sal veiði­heim­ilda umturn­aði aðstæðum í sjáv­ar­plássum, ef afla­heim­ildir voru seldar burtu. Nýir tímar voru í fæð­ingu. Því má ekki gleyma að þetta nýja kerfi skapar mik­inn auð og er mjög hag­kvæmt, því útgerð­irnar þurfa ekki lengur að keppa með ærnum til­kostn­aði um tak­mark­aðan afla. Afla­heim­ildir eru skýr­ar. Við það lág­marka útgerð­irnar sókn­ar­kostnað sinn. 

Kvóta­kerfið var einnig upp­haf að hnatt­væð­ingu sjáv­ar­út­vegs­ins, bæði með eign­ar­haldi í erlendum útgerðum en líka með ógagn­sæjum og flóknum sölu­ferlum íslensks fisks út um heim. Þessu til við­bótar fengu útgerð­irnar afhentan nýt­ing­ar­rétt­inn án þess að þurfa að greiða eðli­legt gjald fyrir afnot­in. Það er óþarfi að geta þess að almenna reglan er sú, að greiða þarf fyrir afnot af ann­arra eign, en fiski­miðin eru sam­kvæmt lögum eign íslensku þjóð­ar­inn­ar.“

Útgerð­ar­menn og sam­tök þeirra hafa hin seinni ár valið að vera stöðugt í stríði við þjóð­ina, sem vill sann­gjarnt auð­linda­gjald. Í stað þess að skatt­yrð­ast við þá sem vilja nýta kosti frjáls og opins mark­að­ar, ætti þetta ágæta fólk að slíðra sverðin og taka þátt í því að skapa sann­gjarnt kerfi sem sátt getur ríkt um til fram­búð­ar.

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Við­reisnar og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar