Er toppstykkið á Trump bilað?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson telur Donald Trump hafa sýnt að hann var nákvæmlega sá forseti sem Bandaríkin þurftu ekki.

Auglýsing

Hvað er að ger­ast í topp­stykk­inu á Don­ald Trump? Þetta er spurn­ing sem und­ir­rit­aður og eflaust margir áhuga­menn um banda­rísk stjórn­mál spyrja sig nán­ast á hverjum degi sem líður frá kjör­deg­inum í banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um, sem fram fóru í byrjun nóv­em­ber síð­ast­liðn­um. 

Það er bara ein­fald­lega eins og vit­leysan ætli engan enda að taka. Það sést meðal ann­ars á tístum for­set­ans á Twitt­er. Þetta er bein­línis átak­an­legt að horfa á og orð­spor Banda­ríkj­anna bíður hnekki.

Don­ald Trump er mann­eskja og mann­eskjur geta bil­að, bæði lík­am­lega og and­lega. Sjálfur kynnt­ist und­ir­rit­aður and­legu hlið­inni sem vakt­maður á geð­spít­al­anum Kleppi með háskóla­námi í HÍ. Það var dýr­mæt reynsla.

Nú telur und­ir­rit­aður að topp­stykkið á mann­inum í Hvíta hús­inu sé eitt­hvað bilað og að hús­bónd­inn þar á bæ neiti að leita sér lækn­is­að­stoð­ar. 

Þið munið jú kannski að hann fékk kóvid hér um dag­inn, enda búinn að hegða sér eins og kjáni í sam­bandi við það, blaðr­andi um útfjólu­bláa geisla­með­ferð, inn­sprautun á sótt­hreins­andi efn­um, þannig að lækn­is­menntað fólk í kringum hann saup hveljur. Fárán­leik­inn var yfir­gengi­legur og í mynd­band­inu sést einnig vel hvað Trump er ein­fald­lega mik­ill dóni.

Við sínu eigin kóvid fékk hans svo hressi­lega ster­a-­með­ferð og þeir geta jú tjúnað mann svaka­lega upp og valdið allskyns auka­verk­un­um.

Tap­aði með 7 millj­óna atkvæða mun

Ekki veit grein­ar­höf­undur hvort það er skýr­ingin á súr­r­eal­ískri hegðun Trumps und­an­far­ið, en eftir að ljóst var að mað­ur­inn sem hann var búinn að upp­nefna vikum saman sem „Sleepy-Joe“ (Joe Biden), vann og það með yfir 7 millj­óna atkvæða mun, þá hefur Trump hrein­lega verið dýr­vit­laus, já eins og naut í flagi.

Bæði hann, aðstoð­ar­menn hans og lög­fræð­ingateymi hafa farið ham­förum í allskyns ásök­un­um, svo stjarn­fræði­lega klikk­uðum að maður hélt að þetta væri bara ekki hægt. Fyrir skömmu hélt Trump svo ræðu þar hann í næstum klukku­tíma ruddi út úr sér allskyns til­hæfu­lausum full­yrð­ing­um, en dóm­stólar hafa nán­ast hafnað öllum kærum hans, nú síð­ast Hæsti­rétt­ur, vegna mála í Penn­syl­van­íu. Þá hafa stuðn­ings­menn hans hótað emb­ætt­is­mönnum ýmissa fylkja Banda­ríkj­anna, sumum bein­línis líf­láti. Það er hegðun sem hefði þótt góð og gild á Ítalíu á þriðja ára­tug síð­ustu ald­ar, þar sem fas­ism­inn var að fæð­ast.

Klikk­aðir vald­hafar

Það eru alveg til dæmi um vald­hafa sem hafa klikk­ast, t.d. Georg III, kon­ungur Bret­lands, sem stjórn­aði Bret­landi frá 1760-1801. Ástandi hans eru gerð skil í verð­launa­kvik­mynd­inni The Mad­ness of King Geor­ge. Þá er næsta víst að bæði Neró og Calígúla fyrrum Róm­ar­keis­arar og Ívan grimmi í Rúss­landi voru illa bil­að­ir. Helstu alræð­is­herrar 20. ald­ar­innar voru senni­lega líka með „at­riði“ sem geð­læknar og sál­fræð­ingar hefðu haft áhuga á.

Grefur undan lýð­ræð­inu

Sumir segja að aðgerðir Trump miði að því að grafa undan lýð­ræð­inu og lýð­ræð­is­hefðum í Banda­ríkj­un­um, nokkuð sem Banda­ríkja­menn monta sig iðu­lega af. Eitt er víst að með hegðun sinni bætir hann ekki orð­spor þess­ara hluta, eða orð­spor sitt, nema kannski hjá helsta kjarna stuðn­ings­manna sinna. Þar með eykur hann enn frekar á þann klofn­ing sem er til staðar í banda­rísku sam­fé­lagi, sem var nægur fyrir og er eitt helsta vanda­mál lands­ins.

Auglýsing
Það sorg­lega er einnig að það virð­ist ekki vera neinn í kringum hann sem virð­ist hafa ein­hvern hemil á mann­in­um. Hans helsta vopn er að upp­nefna og nið­ur­lægja annað fólk í kringum sig og sér­stak­lega þá sem hann etur kappi við. Þetta er dæmi­gerð hegðun götu­stráka. Svo hefur hann rekið fólk unn­vörp­um, eins og hann gerði í þáttum sínum The App­rent­ice. Og sett „sitt“ fólk í emb­ætti í stað­inn.

Sál­rænt áfall?

Fyrir skömmu sýndi RÚV mjög áhuga­verða þætti frá BBC, sem hægt er að mæla með, The Trump Show, þar sem farið var yfir for­seta­tíð Trumps, sem nú er von­andi á enda, en hann hefur samt gefið í skyn að hann ætli að bjóða sig fram aftur 2024. Hann ætlar því senni­lega að reyna að jafna um fyrir þá nið­ur­læg­ingu sem hann varð fyrir í byrjun nóv­em­ber, þegar hann tap­aði fyrir sér eldri manni og manni sem hann greini­lega reikn­aði með að rúlla yfir í kosn­ing­un­um. Það er engu lík­ara en að hann hafi orðið fyrir sál­rænu áfalli.

Trump hefur tíst á Twitter eins og óður væri, en mik­ill fjöldi tíst­anna eru merkt sem beinar lygar eða að þau inni­haldi stað­hæf­ingar sem eru ekki stað­festar og eigi ekki við rök að styðj­ast. Þetta kemur frá æðsta vald­hafa valda­mesta ríkis heims­ins, sem hefur logið nán­ast stans­laust eftir að hann tók við emb­ætti. Hann vinnur greini­lega eftir því lög­máli að ef þú end­ur­tekur lyg­ina nógu oft, þá verði hún að sann­leika. En sem betur fer eru enn til í Banda­ríkj­unum góðir fjöl­miðlar sem afhjúpa lygar for­set­ans.

Stórjók skuldir Banda­ríkj­anna

En hver er arf­leifð Trumps, hvað skilur hann eftir sig? Hann skilur eftir sig illi­lega klofið land, enda hefur hann ekk­ert gert til þess að sam­eina Banda­ríkja­menn, heldur þvert á móti. Þessi klofn­ings­þróun var reyndar löngu byrj­uð, en Trump hefur aðeins aukið hana.

Trump lof­aði lækkun skatta og hann lækk­aði skatta, það verður ekki af honum tek­ið. En á móti þá hefur Trump stór­aukið skuldir Banda­ríkj­anna. Í fram­boði sínu árið 2016 lof­aði hann því að hann myndi útrýma skuldum lands­ins á næstu átta árum. 

Sam­kvæmt frétt í USA Today voru skuldir lands­ins árið 2016 um 20.000 millj­arðar doll­ara,en októ­ber síð­ast­liðnum voru skuldir lands­ins komnar í 27.000 millj­arða doll­ara, sem er 35% hækk­un.

Þá er hann sjálf­sagt stoltur af því að hafa numið úr gildi um 800-1000 reglu­gerðir sem settar voru í for­seta­tíð Obama, en margar þeirra snúa að umhverf­is­mál­um. Þá er hann sjálf­sagt stoltur af því að hafa náðað nokkra dæmda glæpa­menn í kringum hann og von er á fleiri slíkum náð­un­um.

Und­ir­rit­aður leyfir sér að full­yrða það að Don­ald Trump sé eitt mesta póli­tíska stór­slys Banda­ríkj­anna og í sögu lands­ins. Hann var einmitt sá for­seti sem landið þurfti ekki, því ég held ein­fald­lega og mér sýn­ist að hann sé bara ekki góður mað­ur. Hann er bæði illa inn­rættur og svo kann hann ekki mannasiði í þokka­bót, er yfir­gengi­legur ruddi. Það verður frelsandi stund þegar við losnum við hann úr emb­ætti þann 20. jan­úar næst­kom­andi. Von­andi hefur hann þroska til þess að fara af sjálfs­dáð­um.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og áhuga­maður um banda­rísk stjórn­mál.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar