Nokkrar staðreyndir um nýja fæðingarorlofsfrumvarpið

Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM, segir mjög brýnt að hækka hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi.

Auglýsing

Um þessar mundir eru 20 ár frá því að gild­andi lög um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof voru sett. Þá var feðrum í fyrsta sinn tryggður sjálf­stæður réttur til fæð­ing­ar­or­lofs. Ekki leið langur tími þar til krafan um að lengja fæð­ing­ar­or­lofið úr níu mán­uðum í tólf varð almenn. Nú hefur sú ára­langa bar­átta skilað sér í frum­varpi til nýrra heild­ar­laga sem félags- og barna­mála­ráð­herra hefur lagt fram á Alþingi. Fyrir utan lang­þráða leng­ingu orlofs­ins felur frum­varpið í sér ýmsar jákvæðar breyt­ingar sé miðað við gild­andi lög. BHM styður frum­varpið en lýsir von­brigðum með að þar sé ekki lögð til hækkun á hámarks­greiðslu til for­eldra í fæð­ing­ar­or­lofi. Mjög brýnt er að hækka þetta hámark til að stuðla að því að lögin nái mark­miði sínu.

BHM hefur um ára­bil barist fyrir leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs­ins, hækkun hámarks­greiðslna og öðrum umbótum á kerf­inu. Á und­an­förnum árum hefur BHM einnig tekið virkan þátt í sam­ráði stjórn­valda og hag­hafa um stefnu­mótun á þessu sviði. Und­ir­rit­aður sat fyrir hönd BHM í starfs­hópi sem félags- og barna­mála­ráð­herra skip­aði á síð­asta ári til að end­ur­skoða lög um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof í heild sinni. Afrakstur þeirrar vinnu birt­ist í frum­varpi því sem hér um ræð­ir.

Rétt­indi barns og rétt­indi for­eldra fara saman

BHM hefur lagt áherslu á þá grunn­for­sendu lag­anna að réttur til launa í fæð­ing­ar­or­lofi er ein­stak­lings­bund­inn réttur sem fólk aflar sér með þátt­töku á vinnu­mark­aði. Einnig hefur banda­lagið ávallt talið að tví­þættu mark­miði lag­anna – að barn njóti sam­vista við báða for­eldra og að for­eldrar geti sam­ræmt fjöl­skyldu- og atvinnu­líf – yrði best náð með því að orlofið skipt­ist sem jafn­ast milli for­eldra. Jöfn skipt­ing tryggir bæði rétt­indi barns­ins og rétt­indi for­eldr­anna. Því styður BHM þá skipt­ingu sem kveðið er á um í frum­varp­inu, þ.e. að báðir for­eldrar hafi sex mán­aða sjálf­stæðan rétt til fæð­ing­ar­or­lofs en að heim­ilt sé að fram­selja einn mánuð til hins for­eldr­is­ins. 

Komið til móts við ólíkar þarfir

Í frum­varp­inu er kveðið á um ýmis til­vik sem leitt geta til leng­ingar fæð­ing­ar­or­lofs eða heim­ildar til auk­ins fram­sals eða til­færslu á rétt­inum milli for­eldra. Í sumum til­vikum getur for­eldri þannig átt rétt á tólf mán­aða fæð­ing­ar­or­lofi. Þessi ákvæði eru ítar­legri en í gild­andi lögum og taka til fleiri til­vika. 

Auglýsing
BHM fagnar þessum breyt­ingum enda fela þær í sér við­leitni til að koma til móts við ólíkar þarfir og aðstæður fólks. Sem dæmi má nefna að ef annað for­eldri á hvorki rétt á fæð­ing­ar­or­lofi né fæð­ing­ar­styrk, hér á landi eða erlend­is, fær­ist rétt­ur­inn til hins for­eldr­is­ins. Einnig að við til­teknar aðstæður sé Vinnu­mála­stofnun heim­ilt að færa ónýttan rétt for­sjár­lauss for­eldris til for­sjár­for­eldr­is. Þess má einnig geta að sam­kvæmt frum­varpi ráð­herra á réttur til fæð­ing­ar­or­lofs að gilda í 24 mán­uði frá fæð­ingu barns, frumætt­leið­ingu barns eða töku barns í var­an­legt fóst­ur. Í þessu felst tals­verður sveigj­an­leiki sem auð­veldar for­eldrum að sam­ræma fjöl­skyldu­líf og þátt­töku á vinnu­mark­aði.

Hækkun þaks­ins er jafn­rétt­is­mál

Ekki er lögð til hækkun á hámarks­greiðslu fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslna í nýju frum­varpi og veldur það tölu­verðum von­brigð­um. Hámarks­greiðsla í fæð­ing­ar­or­lofi nú, 600 þús­und krónur á mán­uði, er um 50% lægri að raun­gildi en hámarks­greiðsla var árið 2007.

Há­marks­greiðsla fæð­ing­ar­or­lofs er nú um 65% af með­al­heild­ar­launum karl­kyns sér­fræð­inga með háskóla­menntun en 80% af með­al­heild­ar­launum kvenna í sama flokki. 

Það má ekki vera þannig að fjöl­skyldur verði fyrir miklu tekju­falli við það að nýta rétt sinn sam­kvæmt lög­un­um. Hallar þar veru­lega á feður í sam­búð vegna þess launa­munar sem enn er milli kynj­anna í íslensku sam­fé­lagi. Það bein­línis vinnur gegn mark­miði lag­anna. 

Horn­steinn jafn­réttis í íslensku sam­fé­lagi

Fyr­ir­komu­lag fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lofs er horn­steinn jafn­réttis í íslensku sam­fé­lagi. Það þjónar hags­munum barna og for­eldra og fram­tíð­ar­innar að gera nauð­syn­legar umbætur á lög­gjöf­inni og afgreiða frum­varp félags- og barna­mála­ráð­herra sem fyrst svo að 12 mán­aða fæð­ing­ar­or­lof taki gildi 1. jan­úar 2021.

Höf­undur er lög­maður BHM.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar