Nokkrar staðreyndir um nýja fæðingarorlofsfrumvarpið

Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM, segir mjög brýnt að hækka hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi.

Auglýsing

Um þessar mundir eru 20 ár frá því að gild­andi lög um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof voru sett. Þá var feðrum í fyrsta sinn tryggður sjálf­stæður réttur til fæð­ing­ar­or­lofs. Ekki leið langur tími þar til krafan um að lengja fæð­ing­ar­or­lofið úr níu mán­uðum í tólf varð almenn. Nú hefur sú ára­langa bar­átta skilað sér í frum­varpi til nýrra heild­ar­laga sem félags- og barna­mála­ráð­herra hefur lagt fram á Alþingi. Fyrir utan lang­þráða leng­ingu orlofs­ins felur frum­varpið í sér ýmsar jákvæðar breyt­ingar sé miðað við gild­andi lög. BHM styður frum­varpið en lýsir von­brigðum með að þar sé ekki lögð til hækkun á hámarks­greiðslu til for­eldra í fæð­ing­ar­or­lofi. Mjög brýnt er að hækka þetta hámark til að stuðla að því að lögin nái mark­miði sínu.

BHM hefur um ára­bil barist fyrir leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs­ins, hækkun hámarks­greiðslna og öðrum umbótum á kerf­inu. Á und­an­förnum árum hefur BHM einnig tekið virkan þátt í sam­ráði stjórn­valda og hag­hafa um stefnu­mótun á þessu sviði. Und­ir­rit­aður sat fyrir hönd BHM í starfs­hópi sem félags- og barna­mála­ráð­herra skip­aði á síð­asta ári til að end­ur­skoða lög um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof í heild sinni. Afrakstur þeirrar vinnu birt­ist í frum­varpi því sem hér um ræð­ir.

Rétt­indi barns og rétt­indi for­eldra fara saman

BHM hefur lagt áherslu á þá grunn­for­sendu lag­anna að réttur til launa í fæð­ing­ar­or­lofi er ein­stak­lings­bund­inn réttur sem fólk aflar sér með þátt­töku á vinnu­mark­aði. Einnig hefur banda­lagið ávallt talið að tví­þættu mark­miði lag­anna – að barn njóti sam­vista við báða for­eldra og að for­eldrar geti sam­ræmt fjöl­skyldu- og atvinnu­líf – yrði best náð með því að orlofið skipt­ist sem jafn­ast milli for­eldra. Jöfn skipt­ing tryggir bæði rétt­indi barns­ins og rétt­indi for­eldr­anna. Því styður BHM þá skipt­ingu sem kveðið er á um í frum­varp­inu, þ.e. að báðir for­eldrar hafi sex mán­aða sjálf­stæðan rétt til fæð­ing­ar­or­lofs en að heim­ilt sé að fram­selja einn mánuð til hins for­eldr­is­ins. 

Komið til móts við ólíkar þarfir

Í frum­varp­inu er kveðið á um ýmis til­vik sem leitt geta til leng­ingar fæð­ing­ar­or­lofs eða heim­ildar til auk­ins fram­sals eða til­færslu á rétt­inum milli for­eldra. Í sumum til­vikum getur for­eldri þannig átt rétt á tólf mán­aða fæð­ing­ar­or­lofi. Þessi ákvæði eru ítar­legri en í gild­andi lögum og taka til fleiri til­vika. 

Auglýsing
BHM fagnar þessum breyt­ingum enda fela þær í sér við­leitni til að koma til móts við ólíkar þarfir og aðstæður fólks. Sem dæmi má nefna að ef annað for­eldri á hvorki rétt á fæð­ing­ar­or­lofi né fæð­ing­ar­styrk, hér á landi eða erlend­is, fær­ist rétt­ur­inn til hins for­eldr­is­ins. Einnig að við til­teknar aðstæður sé Vinnu­mála­stofnun heim­ilt að færa ónýttan rétt for­sjár­lauss for­eldris til for­sjár­for­eldr­is. Þess má einnig geta að sam­kvæmt frum­varpi ráð­herra á réttur til fæð­ing­ar­or­lofs að gilda í 24 mán­uði frá fæð­ingu barns, frumætt­leið­ingu barns eða töku barns í var­an­legt fóst­ur. Í þessu felst tals­verður sveigj­an­leiki sem auð­veldar for­eldrum að sam­ræma fjöl­skyldu­líf og þátt­töku á vinnu­mark­aði.

Hækkun þaks­ins er jafn­rétt­is­mál

Ekki er lögð til hækkun á hámarks­greiðslu fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslna í nýju frum­varpi og veldur það tölu­verðum von­brigð­um. Hámarks­greiðsla í fæð­ing­ar­or­lofi nú, 600 þús­und krónur á mán­uði, er um 50% lægri að raun­gildi en hámarks­greiðsla var árið 2007.

Há­marks­greiðsla fæð­ing­ar­or­lofs er nú um 65% af með­al­heild­ar­launum karl­kyns sér­fræð­inga með háskóla­menntun en 80% af með­al­heild­ar­launum kvenna í sama flokki. 

Það má ekki vera þannig að fjöl­skyldur verði fyrir miklu tekju­falli við það að nýta rétt sinn sam­kvæmt lög­un­um. Hallar þar veru­lega á feður í sam­búð vegna þess launa­munar sem enn er milli kynj­anna í íslensku sam­fé­lagi. Það bein­línis vinnur gegn mark­miði lag­anna. 

Horn­steinn jafn­réttis í íslensku sam­fé­lagi

Fyr­ir­komu­lag fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lofs er horn­steinn jafn­réttis í íslensku sam­fé­lagi. Það þjónar hags­munum barna og for­eldra og fram­tíð­ar­innar að gera nauð­syn­legar umbætur á lög­gjöf­inni og afgreiða frum­varp félags- og barna­mála­ráð­herra sem fyrst svo að 12 mán­aða fæð­ing­ar­or­lof taki gildi 1. jan­úar 2021.

Höf­undur er lög­maður BHM.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar