Evald Krog, 1944 – 2020

Guðjón Sigurðsson og Sigursteinn Másson skrifa minningu um áhrifamikinn mann.

IMG_9337-2.jpg
Auglýsing

Evald Krog var ekki stór maður í sniðum en hann fyllti upp í hvern þann sal, sem hann kom inn í, með sterkri nær­veru sinni. Það var næsta kon­ung­leg upp­lifun að fylgj­ast með Evald rúlla inn á raf­magns­hjóla­stólnum sínum óað­finn­an­lega klæddur fötum úr góðum og lit­ríkum efn­um. Gl­ans­andi hönn­un­ar­skórnir und­ir­strik­uðu hár­fínan smekk heims­manns og lífskúnstners sem lifði með reisn allt til síð­asta dags. Guðjón Sigurðsson.Sig­ur­steinn Más­son.

Evald Krog fædd­ist þann 18. Mars 1944. Frá byrjun var ljóst að barnið mundi eiga við erf­iða fötlun að stríða vegna með­fædds SMA tauga­hrörn­un­ar­sjúk­dóms. Læknar sögðu for­eldrum hans að hann mundi í besta falli ná 12 ára aldri. Hann gaf lækn­unum langt nef og varð sex sinnum eldri en það. Þannig var Evald. “Nú eru allir þessir læknar löngu dauð­ir” sagði Evald þegar þetta kom til tals. Þegar ein­hver sagði að hann gæti ekki eitt­hvað sökum fötl­un­ar­innar þá sýndi hann þeim fram á að þeir hefðu rangt fyrir sér. 

Á íslensku er jafnan sagt að ein­hver sé bund­inn við hjóla­stól, sem er ekki gott orð­færi, en ef Evald var bund­inn við eitt­hvað þá var hann bund­inn við sann­fær­ingu sína og rétt­læt­is­kennd. Hann gat ekki unað við það að fólk, eins og hann sjálf­ur, ætti minni mögu­leika í líf­inu en aðr­ir. Það að hann sjálfur væri smátt og smátt að missa mest alla hreyfi­getu ætti ekki að úti­loka á nokkurn hátt að hann nýtti and­lega getu sína sem var óskert. Þannig þró­aði hann hug­mynd­ina um not­enda­stýrða þjón­ustu fyrir fólk eins og hann, fólk með tauga- og vöðva­hrörn­un­ar­sjúk­dóma. Á átt­unda ára­tugnum höfðu Danir tekið alheims­for­ystu á þessu sviði fyrir til­stilli Evalds. 

Auglýsing
Hann stofn­aði sam­tökin Muskelsvind­fonden árið 1971, sem mót­mæla­að­gerð við aðgerð­ar­leysi stjórn­valda og sam­taka fatl­aðra í mál­efnum fólks í sömu stöðu og hann. Fram að þeim tíma var fólk með SMA eða MND sjúk­dóm­inn geymt á sjúkra­húsum og stofn­unum og biðu þess eins að deyja. Sam­tökin voru frá upp­hafi stað­sett í Árósum og fóru fljót­lega í það að þróa hjálp­ar­manna­þjón­ustu eða not­enda­stýrða þjón­ustu í sam­vinnu við félags­mála­yf­ir­völd í Árós­um. Lyk­il­at­riðið var, að mati Evalds, að aðstoð­ar­menn­irnir yrðu ráðnir af hinum fötl­uðu sjálf­um, þjálfaðir af þeim sjálf­um, stjórnað af ein­stak­ling­unum sem nutu þjón­ust­unnar en sveit­ar­fé­lagið mundi ann­ast launa­greiðslur og önnur praktísk mál. 

Evald var vel með­vit­aður um að hann þyrfti einn dag­inn lík­lega að fara í önd­un­ar­vél en fram á tíunda ára­tug­inn var það ávísun á að vera fastur í rúmi á sjúkra­húsi. Nú var farið í að þjálfa fólk með alls­konar bak­grunn að vinna með önd­un­ar­vélar þannig að fólk gæti sem allra lengst verið heima hjá sér og úti í sam­fé­lag­inu þótt það þyrfti á önd­un­ar­vél að halda. Þetta var bylt­ing­ar­kennd stefna og Evald fór út um allan heim til að kynna þetta bar­áttu­mál sem mik­il­væga mann­rétt­inda­stefnu. Það sem var drif­kraft­ur­inn í starfi og áherslum Evalds var and­staða hans við búsetu­stofn­anir fyrir fatl­aða. Hann taldi það lyk­il­at­riði að þjón­ustan mið­aði ætíð við sjálf­stætt líf.Evald Krog á Alþingi Íslendinga fyrir nokkrum árum.Með not­enda­stýrðri per­sónu­legri aðstoð væri best tryggt að þeir sem fyrst og fremst byggju við lík­am­lega fötl­un, og hindr­anir sem þeim fylgdu, nytu sem best jafn­ræðis gagn­vart öðrum í sam­fé­lag­inu, gætu lifað sjálf­stæðu lífi og lagt sitt af mörkum til þjóð­fé­lags­ins. Þetta var bylt­ing­ar­kennd breyt­ing á 8. ára­tugnum en til að þetta yrði að veru­leika og sam­tökin hefðu bol­magn að láta til sín taka þurfti að afla fjár­magns.

Evald rúll­aði einn góðan veð­ur­dag í sínu fín­asta pússi inn á aðal­skrif­stofur Tuborg bjór­fram­leið­and­ans og úr varð árleg tón­list­ar­há­tíð- Grøn Koncert- úti­tón­leikar með þátt­töku margra af vin­sæl­ustu tón­list­ar­mönnum Dan­merk­ur. Það fór eftir danska sum­ar­veðr­inu hvað kom í kass­ann en á þessum grunni var byggð upp fyrsta flokks aðstoð­ar­manna­þjón­usta og öflug rétt­inda- og hags­muna­bar­átta sem á sér fáar hlið­stæður i ver­öld­inni. Eitt af því sem Evald og Muskles­vind­fonden byggðu upp var frí­stunda­mið­stöð í Mus­holm á Fjóni með full­komnu aðgengi fyrir alla. Evald naut þess sjálfur að dvelja í Mus­holm á sumrin þar sem gætt var að hverju smá­at­riði við hönnun og útlit. 

Okkur er það minn­is­stætt, þegar við einu sinni sem oftar við nutum gest­risni Evalds í Mus­holm, að ein­hvern veg­inn barst í tal hæð ein sem blasti við út um glugg­ann og þar á bak við stólpanna í Stóra­belt­is­brúnni. Á kvöldin blikk­uðu rauð ljós á brú­ar­stólp­unum sem mark­aði ævin­týra­lega and­stæðu við ann­ars dæmi­gerða danska sveit. Við þrír vorum að ræða það hvort hæðin væri fær hjóla­stólum því Evald hafði aldrei lagt á þann bratt­ann. Vissi þó að það væri stígur sem lægi þarna upp. Úr varð að við héldum í fjall­göngu, Evald með aðstoð­ar­manni sín­um, dúð­aður þykkri peysu, skær­lit­aðri húfi með dúski og tveimur stórum ull­ar­treflum og við tveir. Og upp fórum við, alla leið, þótt leiðin væri holótt á köflum og Evald hafði nú útsýni sem aldrei fyrr í Mus­holm. Hann fór þangað sem hann vild­i. Evald Krog kom að vinnu sem leiddi til þingsályktunartillögu um notendastýrða persónulega aðstoð árið 2009

Hann kom til Íslands. Sex sinn­um, af því að hann féll fyrir því eins og fal­legri konu og góðri djass­tón­list. Hann féll líka fyrir Tolla. Keypti nokkur verk eftir hann. Evald var heill­aður af frum­kvöðla­kraft­inum á Íslandi. Það að láta hlut­ina ger­ast en týn­ast ekki í enda­lausu tali. Það átti vel við Evald því hann var maður fram­kvæmda. Þegar hann rúll­aði með okkur inn á skrif­stofur hvers ráð­herr­ans á fætur öðrum, for­set­ans, skrif­stofur sveit­ar­stjórn­ar­manna, þing­manna, for­manna flokka og félaga­sam­taka þá vissi maður að eitt­hvað mundi ger­ast. Það var ekki auð­velt að segja nei við Evald og hann var ljós­lif­andi sönnun þess að not­enda­stýrð þjón­usta virkar þegar rétt er að stað­ið. 

Svo fór að Guð­bjartur heit­inn Hann­es­son, heil­brigð­is­ráð­herra, hvatti okk­ur, með Evald í broddi fylk­ingar og Odd Ást­ráðs­son sem starfs­mann verk­efn­is­ins, til að und­ir­búa og skrifa drög að þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð árið 2009. Við tóku 2 mán­uðir þar sem við og Evald hittum og tókum á móti fjöl­mörgum máls­met­andi aðilum úr ýmsum átt­um. Úr varð til­laga sem þing­menn allra flokka tóku við og gerðu að sinni. Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan var svo sam­þykkt sam­hljóða á Alþingi og var upp­hafið að því ferli sem enn er í gang­i. 

Evald Krog var ein­stakur mað­ur, heill­andi og ákaf­lega sterkur per­sónu­leiki sem snerti djúpt  sam­ferða­menn sína með gáfum sín­um, hnyttni og kímni­gáfu. Hann var líka ein­stakur vin­ur, traust­ur, ráða­góður og skemmti­leg­ur. Um leið og við söknum hans sárt þá er það huggun að hug­sjón hans og ævi­starf lifir áfram. Evald sann­aði það fyrir heim­inum að það borgar sig marg­falt að veita fötl­uðum þá þjón­ustu sem lág­markar þörf þeirra fyrir hefð­bundna stofn­ana­þjón­ustu en veitir fólki raun­veru­lega mögu­leika á sjálf­stæðu og inni­halds­ríku lífi utan stofn­ana. 

Útför Evalds verður á laug­ar­dag­inn 12. des­em­ber kl. 12:00 á net­in­u. 

Guð­jón er for­maður MND-­fé­lags­ins á Íslandi og Sig­ur­steinn er rit­höf­undur og fjöl­miðla­mað­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar