Viðnámi breytt í sókn

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, vonar að ríkisstjórnin hafi þrek til að skoða af alvöru tillögur Viðreisnar og gera að sínum – líkt og hún hefur stundað að gera með ýmsar tillögur stjórnarandstöðunnar hingað til.

Auglýsing

Staða okkar er snú­in. Að sam­fé­lag­inu steðjar vandi í efna­hags- og félags­málum sem á rót að rekja til heims­far­ald­urs­ins og við­bragð­anna við hon­um. Loks er útlit fyrir að unnt verði að hemja hann með bólu­efnum á næsta ári, en þó varla að fullu fyrr en undir lok þess árs. Búsifjar hafa orðið miklar og verða enn. Engu að síður er ástæða til bjart­sýni um fram­haldið og tíma­bært að blása til sókn­ar.



Stjórn­völd hafa að mörgu leyti staðið sig vel og fengið til þess svig­rúm á hinum póli­tíska vett­vangi. Rík­is­stjórnin hefur hingað til notið fulls stuðn­ings stjórn­ar­and­stöðu til góðra verka og Alþingi greitt götu henn­ar. Það var sjálf­sagt, einkum þegar hendur hennar voru fullar af flókn­um, erf­iðum og óvæntum við­fangs­efn­um. Því miður hefur rík­is­stjórnin ekki kosið þá leið að hafa stjórn­ar­and­stöð­una með í ráðum í aðgerðum og útfærslu þeirra. Á vett­vangi þings­ins hefur þó tek­ist að færa margt til betri vegar með heldur óvenju­legum hætti.



Rík­is­stjórnin hefur beitt sér þannig á Alþingi að hafna með öllu hug­myndum og til­lögum sem koma ekki úr hennar ranni. Þetta gerir hún þrátt fyrir að hafa í stjórn­ar­sátt­mála sínum lagt ríka áherslu á stöðu og hlut­verk Alþingis og sam­vinnu við það. En ef henni hafa þókn­ast til­lögur stjórn­ar­and­stöð­unnar hefur hún stundað að leggja þær sjálf fram í kjöl­far synj­un­ar, lítt breyttar og í eigin nafni. Þetta er óþarfur tví­verkn­að­ur.

Auglýsing


Trygg­inga­gjald og áfeng­is­gjald

Við­reisn hefur talað fyrir stórum skrefum og kraft­miklum aðgerðum strax til að gefa fyr­ir­tækjum og rekstr­ar­að­ilum von um að geta staðið óveðrið af sér. Á það er ekki hlust­að. Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag felldi stjórn­ar­meiri­hlut­inn allar til­lögur Við­reisnar um breyt­ingar á einum af svokölluð band­ormum sem fylgir fjár­lög­um. 



Má nefna til­lögu um að á næsta ári myndu fyr­ir­tæki sem ráða til sín fólk af atvinnu­leys­is­skrá fá helm­ings­af­slátt af trygg­inga­gjaldi. Ekki þarf að fjöl­yrða um þörf­ina á að liðka fyrir atvinnu­sköpun til að draga úr atvinnu­leysi og ömur­legum áhrifum þess. Þess í stað ákvað stjórn­ar­meiri­hlut­inn að hækka sókn­ar­gjöld sér­stak­lega, taldi það brýnna.



Þá var felld til­laga um að falla frá því að hækka áfeng­is­gjald um 2,5%. Rekstr­ar­erf­ið­leikar veit­inga­geirans eru miklir, hvert sem litið er. Snar þáttur í rekstri flestra slíkra fyr­ir­tækja er sala áfeng­is. Hækkun áfeng­is­gjalds mun enn auka á þessa erf­ið­leika og draga úr getu þeirra til þess að þrauka áfram næstu miss­eri. Á því þurfa þau ekki að halda.



Nokkur stór skref Við­reisnar

Fjár­lög eru enn óaf­greidd ásamt fjölda mála sem varða við­brögð við far­aldr­in­um. Mörg þeirra þarf að afgreiða fyrir ára­mót en það er ekki sama hvernig það verður gert. Enn munum við í Við­reisn láta á það reyna að koma að mik­il­vægum breyt­ingum og við­bót­um.

Til­lögur Við­reisnar eru mark­vissar og lík­legar til þess að skila árangri til skamms og langs tíma. Þær eru blanda af nýrri upp­bygg­ingu, örvun atvinnu­lífs, sókn gegn atvinnu­leysi, auk­inni kaup­getu, félags­legum stuðn­ingi og bættri líð­an.



Virð­is­auka­skattur lækk­aður og 15.000 kr í ferða­gjöf

Ferða­þjón­ustan og lista- og menn­ing­ar­geir­inn hafa orðið fyrir meiri áföllum en flest­ir. Leggur Við­reisn því til að ný ferða-, lista- og menn­ing­ar­gjöf verði veitt að fjár­hæð 15.000 kr. sem gildi fram á haust 2021. Gjöfin verði fyrir alla sem eru 12 ára eða eldri. Með þessu verður í senn mikil örvun í þessum greinum og fólki gert auð­veld­ara að ferð­ast og njóta listar og menn­ingar af öllu tagi. Reynslan af núgild­andi ferða­gjöf hefur verið góð og sjálf­sagt að nota þann far­veg með enn meiri krafti en áður. Þannig er lík­legt að inn­lend eft­ir­spurn eftir þjón­ustu þess­ara aðila muni stór­aukast og vega upp á móti því að fjöldi erlendra ferða­manna mun vaxa hægar en vonir stóðu til. Þá er aug­ljóst að gjöfin mun koma mörgum vel, ekki síst þeim sem mega þola atvinnu­leysi eða veru­lega tekju­skerð­ingu.



Það þarf þó að gera enn betur til þess að hleypa lífi í veit­inga­geir­ann. Þess vegna leggur Við­reisn til að virð­is­auka­skattur verði lækk­aður tíma­bundið í rekstri veit­inga­húsa úr 11% í 6%. Það hafa Þjóð­verjar m.a. gert með góðum árangri. Lækk­unin myndi gilda árið 2021.



Félags­leg þjón­usta og and­leg heilsa

Álag á félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna hefur vaxið mikið í far­aldr­inum og á eftir að vaxa enn meira, ekki síst vegna mik­ils atvinnu­leys­is. Sveit­ar­fé­lögin þurfa aðstoð til þess að ráða við þetta stóra verk­efni. Við­reisn leggur til að sveit­ar­fé­lögin fái tvo millj­arða á næsta ári til þess að koma til móts við stór­auk­inn kostn­að. Fram­lag­inu verði skipt  hlut­falls­lega milli sveit­ar­fé­laga í sam­ræmi við útlagðan kostnað þeirra við að veita íbúum þjón­ustu og aðstoð.



Alþingi hefur þegar sam­þykkt frum­varp Við­reisnar um að sál­fræði­með­ferð falli undir greiðslu­þátt­töku­kerfi Sjúkra­trygg­inga og verði þannig veitt á sömu for­sendum og önnur heil­brigð­is­þjón­usta. Fjár­magn til þessa verk­efnis hefur hins vegar ekki enn verið tryggt og því verður lagt til að í fjár­lögum næsta árs verði heim­ilt að veita allt að tveimur millj­örðum til þessa verk­efn­is. Öllum er ljóst að þessi þjón­usta er nauð­syn­legur þáttur í að bæta lýð­heilsu og líðan fjölda fólks. Ekki verður öðru trúað en stjórnin taki þessu vel enda var víð­tækur stuðn­ingur við frum­varp Við­reisnar úr öllum flokk­um.



Nýsköpun og orku­skipti

Nú reynir á að leggja grunn­inn að fjöl­breytt­ara atvinnu­lífi sem gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við sveifl­ur, skapa verð­mæt störf og stór­auka verð­mætan útflutn­ing vöru og þjón­ustu. Rann­sóknir og þróun eru for­senda þess. Þess vegna leggur Við­reisn til að fram­lög til Tækni­þró­un­ar­sjóðs, Rann­sókna­sjóðs og Inn­viða­sjóðs verði aukin um tvo millj­arða á næsta ári. Þrátt fyrir ágæta við­leitni stjórn­valda í þessum efnum verður ein­fald­lega að gera enn bet­ur. Í þessum efnum verður að hugsa stórt og djarft. Við eigum mörg nýleg dæmi um frá­bæran árangur á þessu sviði.



Orku­skipti eru nauð­syn­leg til þess að takast á við lofts­lags­vána. Þar eru fólgin mikil tæki­færi til auk­innar nýt­ingar á inn­lendri hreinni orku með til­heyr­andi gjald­eyr­is­sparn­aði. Þess vegna leggur Við­reisn til að upp­bygg­ingu hleðslu­stöðva verði hraðað veru­lega með 500 millj­óna auka fram­lag­i. 



Loka­sprettur

Senn líður að jólum og hefst þá hefð­bund­inn handa­gangur í öskj­unni í störfum Alþing­is. Rík­is­stjórnin hefur lagt fram tugi laga­frum­varpa á síð­ustu dög­um. Borin von er að þau nái fram að ganga - það vita all­ir.



Brýnt er að sam­þykkja fjár­lög og lög sem hafa þann til­gang að sam­fé­lagið allt geti rétt sem hrað­ast úr kútnum eftir far­ald­ur­inn og hafið kröft­uga sókn.



Við­reisn hefur lagt sig fram um að styðja við góð mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar, veita upp­byggi­legt aðhald og gagn­rýni. Sömu­leiðis hefur Við­reisn lagt fram margar hug­myndir og til­lögur sem eru til þess fallnar að gera enn betur – taka stór skref.



Von­andi hefur rík­is­stjórnin þrek til þess að skoða af alvöru til­lögur Við­reisnar og gera að sín­um. Því miður hræða sporin í þeim efn­um.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar