Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið

Haukur Logi Karlsson skrifar um dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu.

Auglýsing

Í grunn­inn er málið gam­al­gróin íslensk inn­an­sveit­ar­kron­ika, sem rambaði óvænt í þá stöðu að verða að mik­il­vægu próf­máli um evr­ópska rétt­ar­rík­ið. Hvorki meira né minna.

 I. ­Evr­ópska rétt­ar­ríkið

Málið er í sjálfu sér frekar ein­falt lög­fræði­lega séð. Ef við stígum aðeins til baka og skoðum stóru lín­urnar í mál­inu, þá snérist það í grunn­inn um þá megin kröfu rétt­ar­rík­is­ins að sam­ræmi sé á milli efnis laga og laga­fram­kvæmd­ar. Í rétt­ar­heim­speki lit­ara­t­úrnum hefur það verið talið til marks um ólög­mæti ef stjórn­völd fram­fylgja lögum með öðrum hætti en ætla má af texta eða efni lag­anna (Lon ­Full­er, The mora­lity of law).

Venju­lega má segja að stjórn­völdum beri að stefna að því að heiðra þetta göf­uga við­mið og að þeim beri jafn­framt skylda til að brjóta ekki gegn því með grófum hætti. Það er því sið­ferð­is­legt mark­mið að fram­kvæma lög með efn­is­lega réttum hætti og jafn­framt sið­ferð­is­leg skylda að brjóta ekki gegn því mark­miði með grófum hætti. Skilin á milli sið­ferð­is­legu skyld­unnar og sið­ferð­is­lega mark­miðs­ins, ákvarða svo skilin á milli þess hvort til­tekin laga­fram­kvæmd skuli að engu höfð, eða ekki.

Það sem er hins vegar við að eiga í þessu máli er að skyldan til fylgja lögum efn­is­lega í fram­kvæmd­inni er bein­línis bundin í stjórn­lög þegar kemur að skipun dóm­ara, sbr. 6. gr. M­SE og 59. gr. stjskr.  Skyldan er því enn þyngri þegar kemur að því að skipa dóm­ara en venju­lega. Þetta er stóra hug­myndin sem verið var að takast á um í mál­inu.

Það vildi síðan þannig til að dóma­fram­kvæmdin um þetta atriði í Evr­ópu var enn­þá í mótun og því lendir málið í þeirri stöðu að verða að nokk­urs konar for­dæm­is­máli um hversu bók­staf­lega beri að skilja þennan áskilnað um að sam­ræmi skuli vera á milli efnis og fram­kvæmdar laga. Tog­uð­ust þar á sjón­ar­mið um að svig­rúm til að víkja frá efni laga við skipun dóm­ara ætti að vera ekk­ert, og þess að játa ætti stjórn­völdum svig­rúm til að gera viss mis­tök sem teld­ust ekki vera alvar­leg frá­vik.

Sú dóma­fram­kvæmd sem lá fyrir þegar mál Ást­ráðs­sonar var fyrir Hæsta­rétti og síðar þegar það kom til­ Strass­borg­ar hafði tekið nokkuð afdrátt­ar­laust þá línu að svig­rúmið væri svo til ekk­ert til að víkja frá efni laga við skipun dóm­ara. Helst var þar horft til dóms EFTA ­dóm­stóls­ins í máli sem varð­aði nýlega end­ur­skipun norska dóm­ar­ans í þann sama ­dóm­stól (­mál E-21/16 Pascal Nobile), og til dóms lægra ­dóm­stigs ­Evr­ópu­dóms­stóls­ins (mál T-639/16 P FV v Council), sem hafði tekið mjög stífa línu í máli varð­andi skipun dóm­ara í Stafs­manna­dóms­stól Evr­ópu­sam­bands­ins.

Fyrri dóm­ur M­DE í máli Ást­ráðs­sonar sló nýjan tón varð­andi þetta, þar sem hann kvað upp úr um það að frá­vik frá efni laga þyrfti að vera visst alvar­legt (fla­grant), til þess að koma til greina sem brot á 6. gr. M­SE. Engu að síður var brotið nátt­úru­lega talið það alvar­legt að engin vafi var á að um brot væri að ræða.

Það sem ger­ist síðan er að efri deild Evr­ópu­dóms­stóls­ins ákveður að end­ur­skoða málið varð­andi Starfs­manna­dóms­stól­inn og færa sig nær þess­ari nálg­un M­DE í Ást­ráðs­son­ar­mál­inu, sem leiðir til þess að sú skipun sem áður hafði talist brot varð­andi Starfs­manna­dóm­stól­inn, var það ekki lengur sökum þess að alvar­leika­stig­inu var ekki náð (sjá sam­einuð mál C-542/18 RX-I­I og C-543/18 RX-II Simp­son v Council and HG v Commission).

Auglýsing
Seinni dóm­ur­inn í Ást­ráðs­son­ar­mál­inu, sem nú er fall­inn, stað­festir svo þessa nálg­un, þ.e. að frá­vik frá efni laga um skipun dóm­ara þurfi að ná vissu stigi alvar­leika til þess að telj­ast brjóta gegn skyldum sam­kvæmt 6. gr. M­SE. Til þess að meta þennan alvar­leika leggur dóm­stóll­inn svo til þriggja þátta próf. Íslenska fram­kvæmdin kol­féll nátt­úr­lega á þessu prófi og er því orðin að sam­evr­ópsku við­miði um hvernig á ekki að gera hlut­ina.

 II. Inn­an­sveit­ar­kron­ikan

Eins og ég nefndi áðan þá var málið ekki bara próf­mál á evr­ópska vísu um kröfur rétt­ar­rík­is­ins, heldur lík­a inn­an­sveit­ar­kron­ika af bestu (eða verstu) gerð.

Við sem hér erum, og flestir sem á hlýða vita að mikil ein­földun er fólgin í því að segja að málið hafi snú­ist um valda­bar­áttu hins sið­spillta ráð­herra, sem vildi koma póli­tískum sam­herjum á dóm­ara­bekk­inn, og hinar dyggð­ugu mats­nefnd­ar, sem vildi standa vörð um sjálf­stæði dóms­valds­ins með fag­legum ráð­legg­ing­um. Eins og í öllum góðum kron­ik­um, þá eru skilin á milli góðs og ills óljós og sögu­hetj­urnar dygðugar og breyskar á víxl.

Það er hægt að rekja átökin um skipun dóm­ara hér­lendis langt aftur í tím­ann. Alveg til stofn­unar Hæsta­réttar og Jónasar frá Hriflu ef því er að skipta. Í grunn­inn hafa ­stjórn­mála­el­ít­an og ­dóm­ara­el­ít­an ­jafnan tek­ist á um þessi völd. Pendúll­inn hefur sveifl­ast fram og aftur með tíð­ar­and­anum og þetta mál allt saman er hluti af þeirri átaka­sögu.

Þró­unin á síð­ustu árum hefur verið í þá átt að færa meiri völd í hendur mats­nefnda, sem hefur hér­lendis í reynd fært völd frá­ ­stjórn­mála­el­ít­unn­i og yfir til efsta lags lög­fræð­inga­stétt­ar­inn­ar. Þetta er í sam­ræmi við þró­un­ina í Evr­ópu, þar sem slíkar nefnir hafa orðið útbreiddar á síð­ustu 20-30 árum að und­ir­lagi Evr­ópu­ráðs­ins. Í Evr­ópu hefur þessi þróun gerst undir þeim for­merkjum að mats­nefndir séu fag­leg­ar, en að póli­tísk yfir­völd séu, einmitt það; póli­tísk.

Við á Íslandi vitum hins vegar af reynslu síð­ustu ára og ára­tuga að mats­nefnd­irnar eru ekki óskeik­ular fremur en póli­tík­in. Það eru kannski ekki ­flokkspóli­tísk ­sjón­ar­mið sem ráða för innan nefnd­anna, en það eru þó ýmsar vís­bend­ingar um að þær noti stundum svig­rúm sitt til þess að hygla vissum kandídötum og til þess að setja aðra nið­ur, án þess að byggja fag­legum sjón­ar­mið­um. Það er því ein­hvers konar kunn­ingjapóli­tík sem ræður á stundum þar för.

Það vill svo til að dómur yfir­deild­ar­innar í máli Ást­ráðs­sonar kemur inn á þetta atriði, þó í fram­hjá­hlaupi sé (sjá t.d. mgr. 226; 233; 247).

Í evr­ópsku dóma­fram­kvæmd­inni er lögð áhersla á að skil­yrð­inu um að dóms­vald­inu sé skipað með lögum sé einkum ætlað að koma í veg fyrir að fram­kvæmda­valdið seilist til áhrifa innan dóms­valds­ins og því þurfi að fylgja þeim við­miðum sem lög­gjaf­inn setur með sem nákvæmustum hætti við skipun dóm­ara.

Í Ást­ráðs­sonar mál­inu má hins vegar í báðum dómunum sjá sér­kenni­lega klausu um það að áskiln­að­inum um skipan með lögum sé einnig ætlað að koma í veg fyrir ótil­hlýði­leg áhrif dóms­valds­ins á skipun dóm­ara. Það er sér­stakt og jafn­vel ein­kenni­legt að þetta sé tekið fram í ljósi þess að mál­ið snérist ekk­ert um það, og Evr­ópu­dóm­stóll­inn útskýrði í syst­ur­mál­unum til­gang ákvæð­is­ins bara með vísun í ótil­hlýði­leg áhrif fram­kvæmda­valds­ins. (sjá mgr. 99 í fyrri dómn­um).

Nið­ur­staða M­DE ­felur því bæði í sér að póli­tísk yfir­völd eigi ekki að skipta sér ótil­hlýði­lega af skipun dóm­ara, og að dóms­valdið eigi ekki heldur að gera það. Það sé lög­gjafans að mæla fyrir um það með almennum hætti og að þeim fyr­ir­mælum skuli fylgja af sem mestri nákvæmni.

Sú spurn­ing sem vaknar hjá mér við þetta, er hvort M­DE sé þarna að gauka að okkur lausn á sorg­um inn­an­sveit­ar­kron­ikunn­ar. Væru kannski réttu við­brögðin við dómnum m.a. þau að lög­gjaf­inn sníði mats­nefnd­inni þrengri stakk og minnki þannig svig­rúm henn­ar. Það myndi mögu­lega auka traust póli­tík­ur­innar á ferl­inu og þá jafn­framt minnka lík­urnar á að hún blandi sér í málið með þeim hætti sem gert var við frum­skipun Lands­rétt­ar.

Með öðrum orðum að lög­gjaf­inn ákveði með lögum hvernig heppi­legur dóm­ari skuli vera á hverju ­dóm­stig­i og minnki þannig svig­rúm póli­tík­ur­innar og dóms­valds­ins til þess að hafa ótil­hlýði­leg áhrif á skipun dóm­ara.

Ég held að við höfum að stórum hluta lent í þess­ari stöðu með Lands­rétt vegna gagn­kvæms van­trausts á milli dóms­valds­ins og fram­kvæmda­valds­ins um það að hvor aðili um sig myndi reyna nota svig­rúm sitt til þess að hafa ótil­hlýði­leg áhrif í frum­skipun Lands­rétt­ar. Í mínum huga er ítar­legri reglu­setn­ing af hálfu lög­gjafans eðli­legt við­bragð við slíku van­trausti.

Höf­undur er nýdoktor við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík.*Er­indið var upp­haf­lega flutt 3. des­em­ber 2020 á Mál­þingi Rétt­ar­fars­stofn­unar Háskól­ans í Reykja­vík um dóm yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í máli Ást­ráðs­sonar gegn íslenska rík­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar