Fullveldið

Sigurjón Njarðarson segir þann sem talar eins og fullveldið og sjálfstæðið séu einföld hugtök, og að það sé hægt að „afsala fullveldinu“ eða „afsala sér hluta fullveldis“ með því að gera afturkræfa milliríkjasamninga, ekki hafa góð tök á hugtökunum.

Auglýsing

Full­veld­is­dag­ur­inn er nýlið­in. Alla jafna erum við ekk­ert sér­stak­lega upp­tekin af þessum degi, jafn­vel þótt að í „sjálf­stæð­is­mál­um“ sé senni­lega engin atburður mik­il­væg­ari en akkúrat þessi dag­ur. Það var kannski ekki mein­ing­in, en ég skildi þetta alltaf þannig að full­veld­is­dag­ur­inn væri ein­hvers konar „litli 17. jún­í“. Ein­hver for­veri að hinu raun­veru­lega sjálf­stæði sem Íslend­ingar öðl­uð­ust svo 1944. Fram að þeim tíma­punkti hafi Ísland bara verið hálf­-­sjálf­stætt frá árinu 1918. Öll mat­reiðslan sner­ist um 17. júní en ekki 1. des­em­ber. Engu skipti að það væri skýrt tekið fram í sam­bands­laga- samn­ingnum frá 1918 að samn­ing­ur­inn væri milli tveggja frjálsra og full­valda ríkja. Hafi Ísland verið hálf­-­sjálf­stætt á árunum 1918-1944, þá átti það nákvæm­lega sama við um Dan­mörk út frá sömu for­sendum og sömu rök­um. Engum dettur slík vit­leysis túlkun í hug. Ég veit raunar ein­göngu eitt dæmi þess að annað ríki haldi sér­stak­lega upp á full­veld­is­dag­inn og eigi svo annan þjóð­há­tíð­ar­dag. Yfir­leitt er þjóð­há­tíð­ar­dag­ur­inn sami dagur og ríki öðl­ast full­veldi. Kana­da, Ástr­alía og Nýja-­Sjá­land eiga öll sinn þjóð­há­tíð­ar­dag jafn vel þótt þau séu ein­göngu hálf­-­sjálf­stæð og deila þjóð­höfð­ingja með mörgum öðrum full­valda ríkj­um. Þau virð­ast heldur ekki hafa fattað hvað þau eru ósjálf­stæð. 

„En bíddu“ segir eflaust ein­hver, „Fóru ekki Danir með utan­rík­is­mál Íslands frá 1918-1944?“ Jú, það er rétt, Danir gerðu það, en ein­göngu í umboði Íslend­inga. Það kemur skýrt fram í áður­nefndum sam­bands­lög­um. Þar er fyrsta beit­ing full­valda Íslands á ytra full­veldi sínu. Full­veldi skipt­ist gróf­lega í ytra og innra full­veldi. Allir geta borið kennsl á innra full­veldi. Það er notað til að setja sam­fé­lag­inu hinu ýmsu lög, leyfa og banna hina ýmsu hluti, til dæmis að leyfa eða banna að kaupa og drekka bjór, leyfa fólki að trúa því sem það vill osfrv. osfrv. Í ytra full­veldi felst að full­valda ríki geta gert samn­inga við önnur full­valda ríki og átt við þau alls­konar sam­starf. Ísland kaus því að beita ytra full­veldi sínu og semja við Dan­mörk um að fara með til­tekin þátt full­veldis síns, hinu ytra. Annað dæmi um fram­sal til­tek­ins hluta full­veld­is­ins er þegar Ísland samdi við Banda­ríkin um að ann­ast varnir rík­is­ins fyrir sig. Í þessu ljósi verður það bein­línis kjána­legt þegar máls­met­andi fólk heldur því fram að Ísland hafi „af­salað sér hluta full­veld­is­ins“ þegar EES-­samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­að­ur. Sama fólk segir meir að segja að það sé vafi á því að und­ir­ritun hans hafi stað­ist stjórn­skip­un­ar­lög. Ísland gerði milli­ríkja­samn­ing þar sem til­teknum hluta full­veld­is­ins (að setja borg­urum lands­ins lög) var færður til fjöl­þjóð­legrar stofn­un­ar. Full­valda Ísland getur svo hvenær sem er, að upp­fylltum samn­ings­bundnum kvöð­um, ákveðið að hætta að taka þátt í þessu sam­starfi. Það reynir heldur ekk­ert á stjórn­skipun rík­is­ins. Fyrir slíku aft­ur­kræfu fram­sali full­veldis er löngu búin að mynd­ast stjórn­skip­un­ar­venja, sbr. dæmin tvö hér að ofan. Hið sama gildir um aðild Íslands að Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu á grunni aðildar þess að Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Full­valda íslenskt ríki er rammi utan um sam­fé­lag fólks sem hefur sam­einað sig á ákveðnu land­svæði um ákveðin gildi. Ver­andi pass­lega stór eyja með pass­lega fáu fólki er sá hluti ein­fald­ari en hjá mörgum öðrum ríkj­um, flestum öðrum ríkjum kannski. Um gildin sem sam­eina okkur er flókn­ara að segja, flest höfum við ein­hverja hug­mynd um hvað sam­einar okkur en ríf­umst svo um til­tekna hluta þeirra. Það að við ríf­umst á tungu­máli sem hvort annað skilur er kannski stundum það eina sem sam­einar okk­ur. Ef það eru ekki gildin sem sam­eina okk­ur, þá eru það kannski mark­miðin sem gera það. Flest viljum við geta klætt okkur og fætt, geta gert það sem okkur langar dags dag­lega að gera, stunda áhuga­mál, elska hvort annað (stundum alls ekki). Vera frjáls til orða, athafna og hugs­ana. 

Auglýsing
Hugmyndir flestra okkar um hvernig sam­fé­lagið á að vera urðu ekki til í tóma­rúmi, þótt yfir­leitt teljum við svo vera eða leiðum ekki hug­ann að því. Ísland er vest­rænt lýð­ræð­is­ríki og skil­getið afkvæmi upp­lýs­inga­ald­ar. Við erum skil­yrt til þess að álíta sem svo að frelsi sé æðsta tak­mark hvers ein­stak­lings og hvers sam­fé­lags, vissu­lega greinir okkur á um hvað felst í frels­inu en flest höfum við ein­hverja hug­mynd um það. Þegar við heyrum að ein­hver fjar­lægt eða nálægt sam­fé­lag fólks „berj­ist fyrir sjálf­stæði sínu“ erum við for­rituð til að taka jákvæða afstöðu til mál­stað þess. Sjálf­stæði sam­fé­lags er eitt og sér göf­ugt mark­mið og það er jafn­vel talin blóð bor­inn skylda hvers manns og konu að berj­ast fyrir sjálf­stæði síns sam­fé­lags. Það er á þessum grunni sem hin ýmsu sam­fé­lög hafa spólað sig upp gegn hvort öðru og slátrað hvort öðru í millj­óna­vís á síð­ustu öld­um. 

Við erum líka for­rituð til að álykta sem svo að full­veldi eða sjálf­stæði sé alltaf nauð­syn­legur hluti hag­sæld­ar. Það er kannski ekk­ert skrít­ið. Á sama tíma og við­ur­kenndum sjálf­stæðum ríkjum hefur fjölgað hefur hag­sæld mann­kyns alls tekið stór­stígum fram­för­um. Stríðum hefur fækk­að, örbirgð minnkað jafnt og þétt, hlut­fall þeirra sem líða fyrir ofbeldi minn­kar, fólk lifir lengur og menntun eykst. Á sama tíma og mann­kyni fjölgar gríð­ar­lega hefur aldrei jafn stór hluti þess notið jafn mik­illar vel­sæld­ar. Að segja að þessi árangur hafi náðst vegna þess að svo mörg ríki ráði nú sínum málum sjálf er ein­föld­un. Hin raun­veru­lega ástæða er hvernig ríki hafa beitt full­veld­inu sínu. Með útbreiðslu mark­aðs­bú­skap­ar, auknu frelsi til orða og athafna, auknu frelsi fólks til að mynda með sér félags­skap hafa ríki ver­aldar náð að beisla sitt innra full­veldi til góðs. Und­an­fari þess er oftar en ekki að ríki beita ytra full­veldi sínu og mynda félags­skap með hvort öðru. Þannig hafa við­skipti milli landa auk­ist og sam­hliða menn­ing­ar­leg sam­skipti auk­ist. Með menn­ing­ar­legum sam­skiptum verða einnig menn­ing­ar­leg áhrif landa milli og þegar þegnar ríkja verða vitni að meiri hag­sæld nágranna sinna en hjá sjálfum sér verður sjálf­krafa til þrýst­ingur á vald­hafa að beita innra full­veldi sínu með öðrum hætti. Með mik­illi ein­földun má segja að slíkur menn­ing­ar­legur þrýst­ingur hafi verið það sem réð því að Járn­tjaldið féll og Var­sjár­banda­lagið lið­að­ist í sundur og að lokum sjálf Sov­ét­rík­in.

Full­veldi ríkja er gott og gilt mark­mið en það á ekki og má ekki vera eina mark­mið­ið. William Wallace er ein þekktasta frels­is- og sjálf­stæð­is­hetja sem gerð hefur verið skil á seinni tím­um, í kvik­mynd­inni Bravehe­art. Hann upp­fyllir líka flest það sem okkur finnst að eigi að prýða slíka mann­eskju, hann er hluti yfir­stéttar sam­fé­lags sem er kúgað af vondum erlendum öfl­um. Á dán­ar­stundu á kval­ara­bekk öskrar hann sjálft lyk­il­orðið „FRELSI“, við flest sem verðum ekki ódauð­leg hefðum beðist vægar eða kjökrað eftir ein­hverjum ást­vin, eða það kannski sem skyn­sam­leg­ast er, ekki verið nálægt þess­ari vit­leysu. Okkur finnst aug­ljóst að halda með William Wallace enda voru öflin sem hann barð­ist gegn ekk­ert lítið ill. En hvað ef þau hefðu ekk­ert verið svo ill. Hvað ef Eng­land­s­kóngur hefði stundað virk milli­ríkja­við­skipti, leyft frjálsa versl­un, séð öllum sem vildu fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu, kennt börnum að lesa, hand­tekið mis­ynd­is­fólk og haldið flottar þjóð­há­tíðir á 17. júní. Ef svo hefði ver­ið, hefði þá Wallace yfir leitt getað fengið fólk með sér í suð­ur­átt og höggið mann og annan og brennd heilu borg­irn­ar? Lík­lega ekki, hann hefði lík­lega bara verið álit­inn vera kjána­leg­ur, fyrir rest hefði hann fallið í gleymsk­unnar dá og þegnar kon­ungs hefðu yfir­leitt hætt að spá neitt sér­stak­lega í því að þeir hafi nokkurn tím­ann verið sitt­hvert sam­fé­lag­ið. Það voru bætt lífs­gæði sem fólkið sem fylgdi Wallace að málum var að leit­ast eft­ir, ekki full­veldi sem slíkt. Í því til­viki var „frelsi“ ein­göngu tæki til sam­ein­ingar fólks. Við vitum ekki einu sinni hversu bætt­ara fólk hefði verið með Wallace sem leið­toga. Norð­ur­-Kórea er ríki sem barist hefur fyrir frelsi sínu og ég er ekki viss um að þegnar þess upp­lifi frelsi sitt sem endi­lega mikla bæt­ingu á lífs­kjörum sín­um. Enda er rík­inu stjórnað af öflum sem eru mjög upp­tekin af innra full­veldi þess og telja beit­ingu hins ytra vera óásætt­an­lega fórn á því. 

Á þeim full­veld­is­degi sem nú er ný lið­inn varð sú skemmti­lega til­viljun að fyrri beit­ing full­valda Íslands á ytra full­veldi sínu varð til þess að þær stofn­anir sem fara með innra full­veld­ið, í umboði þeirra sem byggja þetta sam­fé­lag, þurfa að ráð­ast í sjálfs­skoðun á því hvernig manna beri einn þriggja anga rík­is­valds­ins. Um dóm­inn sem slíkan ætla ég ekki að fjalla ítar­lega. Hann er nokkuð skor­in­orður um það að vinnu­brögð vald­hafa af ráðn­ingu dóm­ara á milli­dóms­stig hafi verið slík, að ekki hafi verið hafið yfir vafa að þau hafi lit­ast um of af ómál­efna­legum for­send­um. Undir þetta kvitta allir þeir 17 dóm­arar sem kváðu upp dóm­inn. Ef maður treystir því að allir þessir dóm­arar séu ekki sér­stakir hat­urs­menn Íslands, til­tek­inna íslenskra stjórn­mála­flokka eða jafn­vel til­tek­inna íslenskra stjórn­mála­manna, er eðli­leg ályktun að hér sé nokkuð svig­rúm til bæt­inga á þessu sam­fé­lagi sem er nú bara skrambi gott fyr­ir. 

Það sem er sér­stak­lega gleði­legt er það að þessi dómur er enn ein áminn­ing þess að til­tekið afmarkað og aft­ur­kræft fram­sal á innra full­veldi Íslands getur verið þegnum lands­ins til góðs og er það yfir­leitt. Eng­inn stjórn­völd, neins stað­ar, eru svo öflug að þeim getur ekki orðið á. Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu er settur til að tryggja, eins og kostur er, sam­ræmda túlkun allra aðild­ar­ríkja á ákvæðum Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og mann­rétt­indi eru sett til að tryggja þegnum ákveðna lág­marks vernd fyrir mis­beit­ingu vald­hafa á stöðu sinni. Auk þessa er aðild Íslands að sátt­mál­anum yfir­lýs­ing þess að við erum þátt­tak­endur í sam­fé­lagi þjóða sem sam­ein­ast um ákveðin gildi og ákveðin mark­mið. Það er þung­bært að hlusta á kjörna full­trúa tala með þeim hætti að gildi dóms­ins sé á ein­hvern hátt tak­mark­að, þar sem hann sé erlendur og hafi minna stjórn­skip­un­ar­legt gildi þar eð hann er ekki kveð­inn upp af íslenskum dóm­stól. Slíkt tal minnkar ekki ein­göngu þann sem svo tal­ar, heldur er það til þess fallið að grafa undan stjórn­skipun lands­ins og draga enn frekar úr trausti á stofn­arnir sam­fé­lags­ins. Slíkt tal er ekki til neins ann­ars en að slá ryki í augu fólks í eigin þágu og á kostnað hags­muni alls almenn­ings. 

Eftir því sem nær dregur næstu kosn­ingum til Alþingis munum við örugg­lega fá að heyra úr kunn­ug­legum hornum tal um að Íslend­ingar hafi afsalað sér full­veldi sínu og að við ráðum ekki lengur öllum okkar mál­um. Það er enda við­bú­ið, for­rit­unin okkar er þannig stillt að við hlustum ef ein­hver segir að sjálf­stæð­inu sé ógn­að. Umfram allt verði að verja sjálf­stæðið ann­ars er frels­inu glatað og þá er öllu glat­að. Okkur er ekki tamt að hugsa um full­veldið sem verk­færi til hag­sældar og ham­ingju. 

Sá sem leitar eftir umboði okkar og talar eins full­veldið og sjálf­stæðið séu ein­föld hug­tök og það sé ein­hvern veg­inn hægt að „af­sala full­veld­inu“ eða „af­sala sér hluta full­veld­is“ með því að gera aft­ur­kræfa milli­ríkja­samn­inga, hefur ekki sér­stak­lega góð tök á hug­tak­inu full­veldi. Lík­leg­ast hefur við­kom­andi aldrei lagt sig eftir neinum sér­stökum skiln­ing á því, utan þess að hafa kannski horft á Bravehe­art

Höf­undur er lög­fræð­ing­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar