Ritari Sjálfstæðisflokks segir að þjóðgarður verði ekki að veruleika í vetur

„[L]ögfesting frumvarps um hálendisþjóðgarð getur aldrei orðið að veruleika á þessum vetri,“ skrifar Jón Gunnarsson þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokks í Voga, árlegt rit sjálfstæðismanna í Kópavogi.

Jón Gunnarsson, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Jón Gunnarsson, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, rit­ari og fyrr­ver­andi ráð­herra, segir í grein í nýút­komnu blaði sjálf­stæð­is­manna í Kópa­vogi að Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra hafi boðið upp á „flýti­með­ferð“ sem sé „óboð­leg“, með frum­varpi sínu um hálend­is­þjóð­garð. 

 „[L]ög­fest­ing frum­varps um hálend­is­þjóð­garð getur aldrei orðið að veru­leika á þessum vetri,“ skrifar þing­mað­ur­inn í Voga, árlegt rit sjálf­stæð­is­manna í Kópa­vogi.

Í grein sinni segir Jón að umhverf­is­ráð­herra hafi árið 2018 skipað vinnu­hóp til að fjalla um kosti hálend­is­þjóð­garðs, fyrst og fremst út frá nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­mið­u­m. 

„Ekk­ert mat var lagt á aðra hags­muni sem þó liggur í augum uppi að eru mjög mikl­ir. Hverju erum við að fórna með því að loka á alla aðra mögu­lega nýt­ingu á hálend­in­u?“ skrifar þing­mað­ur­inn. 

Auglýsing

Jón skrifar að Íslend­ingar hafi mikil tæki­færi til orku­vinnslu umfram aðrar þjóðir og segir m.a. að Ísland eigi að nýta þessi tæki­færi til að „verða fremst á meðal þjóða í að draga úr notkun jarð­efna­elds­neyt­is“ og „leggja grunn að nýsköpun í atvinnu­lífi á grund­velli grænnar atvinnu­starf­semi eins og t.d. í gagna­ver­a­iðn­að­i.“

 „En grunnur að slíkri upp­bygg­ingu byggir á nýt­ingu hag­kvæm­ustu virkj­ana­kosta okk­ar, en ekki þeirra óhag­kvæm­ari,“ skrifar Jón og segir enn­fremur að „[v]ið getum ekki á þessum tímum tekið ákvarð­anir sem binda svo mjög hendur kom­andi kyn­slóða.“

Jón segir að umhverf­is­ráð­herra sé tíð­rætt um að stærsti þjóð­garður í Evr­ópu myndi skapa mikil tæki­færi til kynn­ingar á landi og þjóð og myndi stuðla að mjög jákvæðri ímynd fyrir ferða­þjón­ustu. „Höfum við ekki þegar náð þeim áfanga?“ spyr Jón og spyr svo á ný hvort ímynd okkar sé ekki mjög jákvæð „einmitt t.d. vegna nátt­úr­unnar og ábyrgrar nýt­ingar okkar á orku­auð­lind­um?“ 

Ótt­ast að þjóð­garð­ur­inn „verði eins og ríki í rík­inu“

„Ég tek undir með þeim sem ótt­ast að hálend­is­þjóð­garður verði eins og ríki í rík­inu þar sem lýð­ræði sé meira og minna óvirkt, ákvörð­un­ar­vald verði hjá þröngum hópi fólks sem margt hefur ekk­ert lýð­ræð­is­legt umboð sér að baki,“ skrifar Jón í grein­inni, sem hlýtur að telj­ast eitt harð­asta útspil stjórn­ar­þing­manns gegn frum­varpi umhverf­is­ráð­herra til þessa. 

Guð­mundur Ingi umhverf­is­ráð­herra ræddi frum­varpið í Kast­ljósi í síð­ustu viku og sagð­ist þá ekki hafa áhyggjur af því frum­varp sitt, sem sam­þykkt hefur verið í rík­is­stjórn, dag­aði uppi hjá umhverf­is- og sam­göngu­nefnd þings­ins á þessum þing­vetri.

„Ég hef nú áður fengið fyr­ir­vara á mál sem ég hef farið með í þingið og við höfum leyst úr því. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Guð­­mundur Ingi.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent