Ritari Sjálfstæðisflokks segir að þjóðgarður verði ekki að veruleika í vetur

„[L]ögfesting frumvarps um hálendisþjóðgarð getur aldrei orðið að veruleika á þessum vetri,“ skrifar Jón Gunnarsson þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokks í Voga, árlegt rit sjálfstæðismanna í Kópavogi.

Jón Gunnarsson, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Jón Gunnarsson, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ritari og fyrrverandi ráðherra, segir í grein í nýútkomnu blaði sjálfstæðismanna í Kópavogi að Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hafi boðið upp á „flýtimeðferð“ sem sé „óboðleg“, með frumvarpi sínu um hálendisþjóðgarð. 

 „[L]ögfesting frumvarps um hálendisþjóðgarð getur aldrei orðið að veruleika á þessum vetri,“ skrifar þingmaðurinn í Voga, árlegt rit sjálfstæðismanna í Kópavogi.

Í grein sinni segir Jón að umhverfisráðherra hafi árið 2018 skipað vinnuhóp til að fjalla um kosti hálendisþjóðgarðs, fyrst og fremst út frá náttúruverndarsjónarmiðum. 

„Ekkert mat var lagt á aðra hagsmuni sem þó liggur í augum uppi að eru mjög miklir. Hverju erum við að fórna með því að loka á alla aðra mögulega nýtingu á hálendinu?“ skrifar þingmaðurinn. 

Auglýsing

Jón skrifar að Íslendingar hafi mikil tækifæri til orkuvinnslu umfram aðrar þjóðir og segir m.a. að Ísland eigi að nýta þessi tækifæri til að „verða fremst á meðal þjóða í að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis“ og „leggja grunn að nýsköpun í atvinnulífi á grundvelli grænnar atvinnustarfsemi eins og t.d. í gagnaveraiðnaði.“

 „En grunnur að slíkri uppbyggingu byggir á nýtingu hagkvæmustu virkjanakosta okkar, en ekki þeirra óhagkvæmari,“ skrifar Jón og segir ennfremur að „[v]ið getum ekki á þessum tímum tekið ákvarðanir sem binda svo mjög hendur komandi kynslóða.“

Jón segir að umhverfisráðherra sé tíðrætt um að stærsti þjóðgarður í Evrópu myndi skapa mikil tækifæri til kynningar á landi og þjóð og myndi stuðla að mjög jákvæðri ímynd fyrir ferðaþjónustu. „Höfum við ekki þegar náð þeim áfanga?“ spyr Jón og spyr svo á ný hvort ímynd okkar sé ekki mjög jákvæð „einmitt t.d. vegna náttúrunnar og ábyrgrar nýtingar okkar á orkuauðlindum?“ 

Óttast að þjóðgarðurinn „verði eins og ríki í ríkinu“

„Ég tek undir með þeim sem óttast að hálendisþjóðgarður verði eins og ríki í ríkinu þar sem lýðræði sé meira og minna óvirkt, ákvörðunarvald verði hjá þröngum hópi fólks sem margt hefur ekkert lýðræðislegt umboð sér að baki,“ skrifar Jón í greininni, sem hlýtur að teljast eitt harðasta útspil stjórnarþingmanns gegn frumvarpi umhverfisráðherra til þessa. 

Guðmundur Ingi umhverfisráðherra ræddi frumvarpið í Kastljósi í síðustu viku og sagðist þá ekki hafa áhyggjur af því frumvarp sitt, sem samþykkt hefur verið í ríkisstjórn, dagaði uppi hjá umhverfis- og samgöngunefnd þingsins á þessum þingvetri.

„Ég hef nú áður fengið fyr­ir­vara á mál sem ég hef farið með í þingið og við höfum leyst úr því. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Guð­mundur Ingi.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent