ASÍ og BSRB á móti frumvarpi um frítekjumark

Stéttarfélögin ASÍ og BSRB gagnrýndu frumvarp fjármálaráðherra um hækkun frítekjumarks í umsögnum sínum til alþingis. Reykjavíkurborg gagnrýndi vænta minnkun skatttekna vegna frumvarpsins og lagði til afnám fjármagnstekjuskatts af sveitarfélögum.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) og Banda­lag starfs­manna ríkis og bæjar (BS­RB) leggj­ast gegn frum­varpi fjár­mála­ráð­herra um hækkun frí­tekju­marks og að það myndi ná til arð­greiðslna og sölu­hagnað félaga. Reykja­vík­ur­borg gerir athuga­semd við að frum­varpið gæti minnkað tekjur til sveit­ar­fé­laga og leggur til að sveit­ar­fé­lög þurfi ekki að borga fjár­magnstekju­skatt.

Þetta kemur fram í umsögnum um frum­varpið, sem birtar hafa verið á vef alþing­is. Umsagn­irnar voru alls tíu, en til við­bótar við ASÍ, BSRB og Reykja­vík­ur­borg skrif­uðu meðal ann­ars Sam­tök atvinnu­lífs­ins, Kaup­höllin og Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja umsögn.

Stofn­inn minnk­aður þar sem skatt­ur­inn var hækk­aður

Frum­varpið myndi leiða til hækkun frí­tekju­marks úr 150 þús­und krónum á ári í 300 þús­und krónur á ári, yrði það að lög­um. Enn fremur myndu arðs­tekjur og sölu­hagn­aður félaga sem skráð eru á verð­bréfa­mark­aði eða mark­aðs­torgi fjár­mála­gern­inga falla undir þetta frí­tekju­mark.

Auglýsing

Í frum­varp­inu segir að til­efni og nauð­syn þess­arar laga­setn­ingar megi rekja til sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar um að hækkun á fjár­magnstekju­skatti yrði mætt með minni skatt­stofni þess. Rík­is­stjórnin hækk­aði fjár­magnstekju­skatt úr 20 pró­sentum í 22 pró­sent í byrjun árs 2018, en í við­tali við Kjarn­ann mán­uði fyrr sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra að hækk­unin væri liður í upp­bygg­ingu á rétt­látu skatt­kerf­i. 

„Skiln­ings­leysi“ og „brýtur í bága við skyn­semi“

Í umsögnum sínum til Nefnda­sviðs Alþingis leggj­ast stétt­ar­fé­lögin BSRB og ASÍ alfarið gegn þessu frum­varpi. Sam­kvæmt BSRB lýsa íviln­an­irnar sem fel­ast í frum­varp­inu skiln­ings­leysi á þeim vanda sem ríkið og heim­ili lands­ins standa frammi fyrir þessa stund­ina. Stétt­ar­fé­lagið bætir einnig við að frum­varp­ið, sem búist er við að muni kosta ríkið 770 millj­ónir króna, hættu á ósjálf­bærum rekstri rík­is­sjóðs og að betra væri að ráð­stafa skatta­lækk­unum til tekju­lægstu hópa sam­fé­lags­ins.

ASÍ tekur í sama streng og segir frum­varpið helst hagn­ast tekju­hæstu tíund­inni af fram­telj­endum vaxta­tekna, þar sem núver­andi fyr­ir­komu­lag verji 90 pró­sent þeirra fyrir áhrifum verð­bólgu nú þeg­ar. Að mati félags­ins brýtur það í bága við almenna skyn­semi að létta sköttum af þeim sem eru helst aflögu­færir þegar rík­is­sjóður þarf að þétta örygg­is­netið til að aðstoða þá sem hafa farið verst út úr efna­hags­sam­drætt­in­um.

Vill óbreyttar skatt­tekjur en ekki borga skatt­inn

Reykja­vík­ur­borg leggst ekki alfarið gegn frum­varp­inu, heldur gerir hún athuga­semd við að minni skatt­tekjur rík­is­sjóðs gæti leitt til minni tekna til sveit­ar­fé­lag­anna, líkt og Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga (SÍS) full­yrti í umsögn sinni við frum­varps­drög. Taldi sveit­ar­fé­lagið þá eðli­legt að ræða hvort og þá hvernig Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga væri bætt af þessum sök­um.

Hins vegar lagði Reykja­vík­ur­borg til að fjár­magnstekju­skattur af sveit­ar­fé­lögum yrði afnum­inn og að þeim yrði veitt hlut­deild í tekjum rík­is­sjóðs af hon­um. Því til stuðn­ings nefndi sveit­ar­fé­lagið að margir ein­stak­lingar og lög­að­ilar sem þiggja þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins greiði oft litla eða enga skatta til þess, en dæmi séu um að sveit­ar­fé­lög líði mjög fyrir þetta í tekju­stofnum sín­um.

Tekur ekki afstöðu

Í minn­is­blaði sem birt­ist í kjöl­far umsagn­anna sagð­ist Efna­hags- og við­skipta­nefnd fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins ekki ætla að taka afstöðu til athuga­semda ASÍ, BSRB og Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem þær voru sagðar vera almenns eðl­is. 



Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent