Viðreisn vill binda í stjórnarskrá að afnot af auðlindum séu aldrei ótímabundin

Önnur breytingartillaga er komin fram við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Í henni er lagt til að enginn geti fengið afnot af auðlindum ótímabundið. Þá er lagt að gjaldtaka verði bundin í stjórnarskrá.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, hefur lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við stjórn­­­ar­­skrár­frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra sem í felst að ákvæði frum­varps­ins um nátt­úru­auð­lindir er breytt. 

Þetta er önnur breyt­ing­ar­til­lagan sem lögð er fram vegna þessa ákvæðis en þing­menn Pírata, Sam­­fylk­ingar og Flokks fólks­ins auk eins þing­­manns utan flokka hafa einnig gert slíkt. 

Heim­ildir Kjarn­ans herma að Þor­gerður Katrín hafi átt í við­ræðum við for­sæt­is­ráð­herra á síð­asta ári um að ger­ast með­flutn­ings­maður á stjórn­ar­skrár­frum­varpi hennar ef litl­ar, en afdrifa­rík­ar, breyt­ingar yrðu gerðar á auð­linda­á­kvæði þess. Þær breyt­ing­ar, sem eru þær sömu og settar eru fram í breyt­ing­ar­til­lögu hennar nú, voru þess eðlis að for­sæt­is­ráð­herra var ekki til­búin að ganga að þeim. 

Til­laga Þor­gerðar Katrínar gengur ann­ars vegar út á að  orð­inu „var­an­lega“ verði breytt í „ótíma­bundna“ í öðrum máls­lið annar máls­greinar frum­varps Katrín­ar. Sá liður myndi í kjöl­farið hljóma svona: „Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­­eign­­ar­rétti eru þjóð­­ar­­eign. Eng­inn getur fengið þessi gæði eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða ótíma­bund­inna afnota.“

Auglýsing
Með þessu yrði fest í stjórn­ar­skrá að úthlutun á t.d. fisk­veiði­kvóta væri tíma­bund­in, og þar með inn­kall­an­leg. Eins og sakir standa í dag er kvóta úthlutað til vörslu­að­ila hans til ótíma­bund­inna afnota. 

Hins vegar vill Þor­gerður Katrín að í stað þess að síð­asti máls­liður þriðju máls­greinar ákvæð­is­ins orð­ist svona: „Með lögum skal kveða á um gjald­­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­­skyni“ segi í hon­um: „Með lögum skal kveða á um eðli­legt end­ur­gjald fyrir tíma­bundnar heim­ildir til nýt­ingar í ábata­skyn­i.“

Víð­feðm­ari breyt­ing­ar­til­laga

Í frum­varpi Katrínar segir að auð­lindir nátt­úru Íslands til­­heyri íslensku þjóð­inni. Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki séu háð einka­­eign­­ar­rétti séu þjóð­­ar­­eign og að eng­inn geti fengið þau gæði eða rétt­indi til eignar eða var­an­­legra afnota. þá eigi að kveða á um gjald­­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­­skyni með lög­­um, ekki í stjórn­­­ar­­skrá.

Breyt­ing­­ar­til­laga stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­flokk­anna þriggja, sem minnst var á hér að ofan, er mun víð­feðm­ari en til­laga Þor­gerðar Katrín­ar. Hún felur meðal ann­­ars í sér að bannað yrði að veð­­setja auð­lindir sem séu sam­eig­in­­leg og ævi­var­andi eign þjóð­­ar­inn­­ar. Það gæti haft mikil áhrif á stöðu mála innan sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ins ef veið­i­­heim­ildir yrðu inn­­­kall­aðar með ein­hverjum hætti og leigðar út að nýju, þar sem stór hluti úthlut­aðs kvóta hefur verið veð­­settur til að kaupa upp veið­i­­heim­ildir ann­­arra eftir að slíkt var leyft með lögum árið 1997. Afleið­ing þessa hefur verið mikið sam­­þjöppun í sjá­v­­­ar­út­­­vegi, en sam­­kvæmt nýj­­ustu tölum halda tíu útgerðir á um helm­ing alls úthlut­aðs kvóta og fjórar blokkir innan geirans halda á tæp­­lega 43 pró­­sent hans. 

Til­lagan felur líka í sér að fest yrði í stjórn­­­ar­­skrá að stjórn­­völd geti leyft afnot eða hag­nýt­ingu auð­linda „gegn eðli­­legu gjaldi og til til­­­tek­ins hóf­­legs tíma í senn.“ 

Fyrsti flutn­ings­­maður til­­lög­unnar er Helgi Hrafn Gunn­­ar­s­­son, þing­­maður Pírata. Aðrir flutn­ings­­menn eru allir aðrir þing­­menn Pírata, Sam­­fylk­ingar og Flokks fólks­ins auk Andr­ésar Inga Jóns­­son­­ar, þing­­manns utan flokka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent