Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá

17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.

Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Auglýsing

Þing­menn Pírata, Sam­fylk­ingar og Flokks fólks­ins auk eins þing­manns utan flokka hafa lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við stjórn­ar­skrár­frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra sem í felst að ákvæði frum­varps­ins um nátt­úru­auð­lindir er breytt. Til­lagan gerir ráð fyrir því að ákvæðið verði sam­hljóma því ákvæði sem var að finna í breyt­ing­ar­til­lögu meiri hluta stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar við frum­varp stjórn­laga­ráðs um nýja stjórn­ar­skrá sem lagt var fram 2013, en var ekki afgreitt.

Í frum­varpi Katrínar segir að auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyri íslensku þjóð­inni. Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki séu háð einka­eign­ar­rétti séu þjóð­ar­eign og að eng­inn geti fengið þau gæði eða rétt­indi til eignar eða var­an­legra afnota. þá eigi að kveða á um gjald­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­skyni með lög­um, ekki í stjórn­ar­skrá.

Breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna þriggja felur meðal ann­ars í sér að bannað yrði að veð­setja auð­lindir sem séu sam­eig­in­leg og ævi­var­andi eign þjóð­ar­inn­ar. Það gæti haft mikil áhrif á stöðu mála innan sjáv­ar­út­vegs­ins ef veiði­heim­ildir yrðu inn­kall­aðar með ein­hverjum hætti og leigðar út að nýju, líkt og ýmsir hafa lagt til, þar sem stór hluti úthlut­aðs kvóta hefur verið veð­settur til að kaupa upp veiði­heim­ildir ann­arra eftir að slíkt var leyft með lögum árið 1997. Afleið­ing þessa hefur verið mikið sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi, en sam­kvæmt nýj­ustu tölum halda tíu útgerðir á um helm­ing alls úthlut­aðs kvóta og fjórar blokkir innan geirans halda á tæp­lega 43 pró­sent hans. 

Auglýsing
Tillagan felur líka í sér að fest yrði í stjórn­ar­skrá að stjórn­völd geti leyft afnot eða hag­nýt­ingu auð­linda „gegn eðli­legu gjaldi og til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn.“ 

Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar er Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata. Aðrir flutn­ings­menn eru allir aðrir þing­menn Pírata, Sam­fylk­ingar og Flokks fólks­ins auk Andr­ésar Inga Jóns­son­ar, þing­manns utan flokka. Auð­lind­ar­á­kvæðið sem lagt er til í frum­varpi Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra:

Auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyra íslensku þjóð­inni. Þær skal nýta á sjálf­bæran hátt til hags­bóta lands­mönnum öll­um. Ríkið hefur eft­ir­lit og umsjón með með­ferð og nýt­ingu auð­lind­anna.

Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­eign­ar­rétti eru þjóð­ar­eign. Eng­inn getur fengið þessi gæði eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota. Hand­hafar lög­gjaf­ar­valds og fram­kvæmd­ar­valds fara með for­ræði yfir þeim í umboði þjóð­ar­inn­ar.

Veit­ing heim­ilda til nýt­ingar á nátt­úru­auð­lindum og lands­rétt­indum sem eru í þjóð­ar­eign eða eigu íslenska rík­is­ins skal grund­vall­ast á lögum og gæta skal jafn­ræðis og gagn­sæ­is. Með lögum skal kveða á um gjald­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­skyni.Auð­linda­á­kvæðið sem lagt er til í breyt­ing­ar­til­lög­unn­i:  

Auð­lindir í nátt­úru Íslands sem ekki eru háðar einka­eign­ar­rétti eru sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóð­ar­inn­ar. Eng­inn getur fengið þær eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota og aldrei má selja þær eða veð­setja. Hand­hafar lög­gjaf­ar- og fram­kvæmd­ar­valds fara með for­sjá, vörslu og ráð­stöf­un­ar­rétt auð­lind­anna og rétt­ind­anna í umboði þjóð­ar­inn­ar.

Óheim­ilt er að fram­selja beint eða óbeint með var­an­legum hætti til ann­arra aðila rétt­indi yfir jarð­hita, vatni með virkj­an­legu afli og grunn­vatni, sem og náma­rétt­indi, í eigu rík­is­ins eða félaga sem alfarið eru í eigu þess. Sama gildir um rétt­indi yfir vatni, jarð­hita og jarð­efnum á rík­is­jörðum umfram lág­marks­rétt­indi vegna heim­il­is- og bús­þarfa.

Til þjóð­ar­eignar skv. 1. mgr. telj­ast nytja­stofnar og aðrar auð­lindir hafs­ins innan íslenskrar lög­sögu, auð­lindir á, í eða undir hafs­botn­inum utan net­laga svo langt sem full­veld­is­réttur rík­is­ins nær, vatn, þó að gættum lög­bundnum rétt­indum ann­arra til hag­nýt­ingar og ráð­stöf­unar þess, og auð­lindir og nátt­úru­gæði í þjóð­lend­um. Lög­gjaf­inn getur ákveðið að lýsa fleiri auð­lindir og nátt­úru­gæði þjóð­ar­eign, enda séu þau ekki háð einka­eign­ar­rétti. Í eign­ar­löndum tak­markast réttur eig­enda til auð­linda undir yfir­borði jarðar við venju­lega hag­nýt­ingu fast­eign­ar. Með lögum má kveða á um þjóð­ar­eign á auð­lindum undir til­tek­inni dýpt frá yfir­borði jarð­ar.

Við nýt­ingu auð­lind­anna skal hafa sjálf­bæra þróun og almanna­hag að leið­ar­ljósi.

Stjórn­völd bera, ásamt þeim sem nýta auð­lind­irn­ar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórn­völd geta á grund­velli laga veitt leyfi til afnota eða hag­nýt­ingar auð­linda, sem og ann­arra tak­mark­aðra almanna­gæða, gegn eðli­legu gjaldi og til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafn­ræð­is­grund­velli og þau leiða aldrei til eignar eða óaft­ur­kall­an­legs for­ræð­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent