Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá

17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.

Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Auglýsing

Þing­menn Pírata, Sam­fylk­ingar og Flokks fólks­ins auk eins þing­manns utan flokka hafa lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við stjórn­ar­skrár­frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra sem í felst að ákvæði frum­varps­ins um nátt­úru­auð­lindir er breytt. Til­lagan gerir ráð fyrir því að ákvæðið verði sam­hljóma því ákvæði sem var að finna í breyt­ing­ar­til­lögu meiri hluta stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar við frum­varp stjórn­laga­ráðs um nýja stjórn­ar­skrá sem lagt var fram 2013, en var ekki afgreitt.

Í frum­varpi Katrínar segir að auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyri íslensku þjóð­inni. Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki séu háð einka­eign­ar­rétti séu þjóð­ar­eign og að eng­inn geti fengið þau gæði eða rétt­indi til eignar eða var­an­legra afnota. þá eigi að kveða á um gjald­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­skyni með lög­um, ekki í stjórn­ar­skrá.

Breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna þriggja felur meðal ann­ars í sér að bannað yrði að veð­setja auð­lindir sem séu sam­eig­in­leg og ævi­var­andi eign þjóð­ar­inn­ar. Það gæti haft mikil áhrif á stöðu mála innan sjáv­ar­út­vegs­ins ef veiði­heim­ildir yrðu inn­kall­aðar með ein­hverjum hætti og leigðar út að nýju, líkt og ýmsir hafa lagt til, þar sem stór hluti úthlut­aðs kvóta hefur verið veð­settur til að kaupa upp veiði­heim­ildir ann­arra eftir að slíkt var leyft með lögum árið 1997. Afleið­ing þessa hefur verið mikið sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi, en sam­kvæmt nýj­ustu tölum halda tíu útgerðir á um helm­ing alls úthlut­aðs kvóta og fjórar blokkir innan geirans halda á tæp­lega 43 pró­sent hans. 

Auglýsing
Tillagan felur líka í sér að fest yrði í stjórn­ar­skrá að stjórn­völd geti leyft afnot eða hag­nýt­ingu auð­linda „gegn eðli­legu gjaldi og til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn.“ 

Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar er Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata. Aðrir flutn­ings­menn eru allir aðrir þing­menn Pírata, Sam­fylk­ingar og Flokks fólks­ins auk Andr­ésar Inga Jóns­son­ar, þing­manns utan flokka. Auð­lind­ar­á­kvæðið sem lagt er til í frum­varpi Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra:

Auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyra íslensku þjóð­inni. Þær skal nýta á sjálf­bæran hátt til hags­bóta lands­mönnum öll­um. Ríkið hefur eft­ir­lit og umsjón með með­ferð og nýt­ingu auð­lind­anna.

Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­eign­ar­rétti eru þjóð­ar­eign. Eng­inn getur fengið þessi gæði eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota. Hand­hafar lög­gjaf­ar­valds og fram­kvæmd­ar­valds fara með for­ræði yfir þeim í umboði þjóð­ar­inn­ar.

Veit­ing heim­ilda til nýt­ingar á nátt­úru­auð­lindum og lands­rétt­indum sem eru í þjóð­ar­eign eða eigu íslenska rík­is­ins skal grund­vall­ast á lögum og gæta skal jafn­ræðis og gagn­sæ­is. Með lögum skal kveða á um gjald­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­skyni.Auð­linda­á­kvæðið sem lagt er til í breyt­ing­ar­til­lög­unn­i:  

Auð­lindir í nátt­úru Íslands sem ekki eru háðar einka­eign­ar­rétti eru sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóð­ar­inn­ar. Eng­inn getur fengið þær eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota og aldrei má selja þær eða veð­setja. Hand­hafar lög­gjaf­ar- og fram­kvæmd­ar­valds fara með for­sjá, vörslu og ráð­stöf­un­ar­rétt auð­lind­anna og rétt­ind­anna í umboði þjóð­ar­inn­ar.

Óheim­ilt er að fram­selja beint eða óbeint með var­an­legum hætti til ann­arra aðila rétt­indi yfir jarð­hita, vatni með virkj­an­legu afli og grunn­vatni, sem og náma­rétt­indi, í eigu rík­is­ins eða félaga sem alfarið eru í eigu þess. Sama gildir um rétt­indi yfir vatni, jarð­hita og jarð­efnum á rík­is­jörðum umfram lág­marks­rétt­indi vegna heim­il­is- og bús­þarfa.

Til þjóð­ar­eignar skv. 1. mgr. telj­ast nytja­stofnar og aðrar auð­lindir hafs­ins innan íslenskrar lög­sögu, auð­lindir á, í eða undir hafs­botn­inum utan net­laga svo langt sem full­veld­is­réttur rík­is­ins nær, vatn, þó að gættum lög­bundnum rétt­indum ann­arra til hag­nýt­ingar og ráð­stöf­unar þess, og auð­lindir og nátt­úru­gæði í þjóð­lend­um. Lög­gjaf­inn getur ákveðið að lýsa fleiri auð­lindir og nátt­úru­gæði þjóð­ar­eign, enda séu þau ekki háð einka­eign­ar­rétti. Í eign­ar­löndum tak­markast réttur eig­enda til auð­linda undir yfir­borði jarðar við venju­lega hag­nýt­ingu fast­eign­ar. Með lögum má kveða á um þjóð­ar­eign á auð­lindum undir til­tek­inni dýpt frá yfir­borði jarð­ar.

Við nýt­ingu auð­lind­anna skal hafa sjálf­bæra þróun og almanna­hag að leið­ar­ljósi.

Stjórn­völd bera, ásamt þeim sem nýta auð­lind­irn­ar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórn­völd geta á grund­velli laga veitt leyfi til afnota eða hag­nýt­ingar auð­linda, sem og ann­arra tak­mark­aðra almanna­gæða, gegn eðli­legu gjaldi og til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafn­ræð­is­grund­velli og þau leiða aldrei til eignar eða óaft­ur­kall­an­legs for­ræð­is.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent