Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá

17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.

Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Auglýsing

Þing­menn Pírata, Sam­fylk­ingar og Flokks fólks­ins auk eins þing­manns utan flokka hafa lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við stjórn­ar­skrár­frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra sem í felst að ákvæði frum­varps­ins um nátt­úru­auð­lindir er breytt. Til­lagan gerir ráð fyrir því að ákvæðið verði sam­hljóma því ákvæði sem var að finna í breyt­ing­ar­til­lögu meiri hluta stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar við frum­varp stjórn­laga­ráðs um nýja stjórn­ar­skrá sem lagt var fram 2013, en var ekki afgreitt.

Í frum­varpi Katrínar segir að auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyri íslensku þjóð­inni. Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki séu háð einka­eign­ar­rétti séu þjóð­ar­eign og að eng­inn geti fengið þau gæði eða rétt­indi til eignar eða var­an­legra afnota. þá eigi að kveða á um gjald­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­skyni með lög­um, ekki í stjórn­ar­skrá.

Breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna þriggja felur meðal ann­ars í sér að bannað yrði að veð­setja auð­lindir sem séu sam­eig­in­leg og ævi­var­andi eign þjóð­ar­inn­ar. Það gæti haft mikil áhrif á stöðu mála innan sjáv­ar­út­vegs­ins ef veiði­heim­ildir yrðu inn­kall­aðar með ein­hverjum hætti og leigðar út að nýju, líkt og ýmsir hafa lagt til, þar sem stór hluti úthlut­aðs kvóta hefur verið veð­settur til að kaupa upp veiði­heim­ildir ann­arra eftir að slíkt var leyft með lögum árið 1997. Afleið­ing þessa hefur verið mikið sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi, en sam­kvæmt nýj­ustu tölum halda tíu útgerðir á um helm­ing alls úthlut­aðs kvóta og fjórar blokkir innan geirans halda á tæp­lega 43 pró­sent hans. 

Auglýsing
Tillagan felur líka í sér að fest yrði í stjórn­ar­skrá að stjórn­völd geti leyft afnot eða hag­nýt­ingu auð­linda „gegn eðli­legu gjaldi og til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn.“ 

Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar er Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata. Aðrir flutn­ings­menn eru allir aðrir þing­menn Pírata, Sam­fylk­ingar og Flokks fólks­ins auk Andr­ésar Inga Jóns­son­ar, þing­manns utan flokka. Auð­lind­ar­á­kvæðið sem lagt er til í frum­varpi Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra:

Auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyra íslensku þjóð­inni. Þær skal nýta á sjálf­bæran hátt til hags­bóta lands­mönnum öll­um. Ríkið hefur eft­ir­lit og umsjón með með­ferð og nýt­ingu auð­lind­anna.

Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­eign­ar­rétti eru þjóð­ar­eign. Eng­inn getur fengið þessi gæði eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota. Hand­hafar lög­gjaf­ar­valds og fram­kvæmd­ar­valds fara með for­ræði yfir þeim í umboði þjóð­ar­inn­ar.

Veit­ing heim­ilda til nýt­ingar á nátt­úru­auð­lindum og lands­rétt­indum sem eru í þjóð­ar­eign eða eigu íslenska rík­is­ins skal grund­vall­ast á lögum og gæta skal jafn­ræðis og gagn­sæ­is. Með lögum skal kveða á um gjald­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­skyni.Auð­linda­á­kvæðið sem lagt er til í breyt­ing­ar­til­lög­unn­i:  

Auð­lindir í nátt­úru Íslands sem ekki eru háðar einka­eign­ar­rétti eru sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóð­ar­inn­ar. Eng­inn getur fengið þær eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota og aldrei má selja þær eða veð­setja. Hand­hafar lög­gjaf­ar- og fram­kvæmd­ar­valds fara með for­sjá, vörslu og ráð­stöf­un­ar­rétt auð­lind­anna og rétt­ind­anna í umboði þjóð­ar­inn­ar.

Óheim­ilt er að fram­selja beint eða óbeint með var­an­legum hætti til ann­arra aðila rétt­indi yfir jarð­hita, vatni með virkj­an­legu afli og grunn­vatni, sem og náma­rétt­indi, í eigu rík­is­ins eða félaga sem alfarið eru í eigu þess. Sama gildir um rétt­indi yfir vatni, jarð­hita og jarð­efnum á rík­is­jörðum umfram lág­marks­rétt­indi vegna heim­il­is- og bús­þarfa.

Til þjóð­ar­eignar skv. 1. mgr. telj­ast nytja­stofnar og aðrar auð­lindir hafs­ins innan íslenskrar lög­sögu, auð­lindir á, í eða undir hafs­botn­inum utan net­laga svo langt sem full­veld­is­réttur rík­is­ins nær, vatn, þó að gættum lög­bundnum rétt­indum ann­arra til hag­nýt­ingar og ráð­stöf­unar þess, og auð­lindir og nátt­úru­gæði í þjóð­lend­um. Lög­gjaf­inn getur ákveðið að lýsa fleiri auð­lindir og nátt­úru­gæði þjóð­ar­eign, enda séu þau ekki háð einka­eign­ar­rétti. Í eign­ar­löndum tak­markast réttur eig­enda til auð­linda undir yfir­borði jarðar við venju­lega hag­nýt­ingu fast­eign­ar. Með lögum má kveða á um þjóð­ar­eign á auð­lindum undir til­tek­inni dýpt frá yfir­borði jarð­ar.

Við nýt­ingu auð­lind­anna skal hafa sjálf­bæra þróun og almanna­hag að leið­ar­ljósi.

Stjórn­völd bera, ásamt þeim sem nýta auð­lind­irn­ar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórn­völd geta á grund­velli laga veitt leyfi til afnota eða hag­nýt­ingar auð­linda, sem og ann­arra tak­mark­aðra almanna­gæða, gegn eðli­legu gjaldi og til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafn­ræð­is­grund­velli og þau leiða aldrei til eignar eða óaft­ur­kall­an­legs for­ræð­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent