Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið

Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.

Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Auglýsing

Grein­ing­ar­deild Íslands­banka er orðin svart­sýnni um stöð­una á vinnu­mark­aðnum í ár og gerir ekki lengur ráð fyrir eins mik­illi aukn­ingu í fjár­fest­ingu hins opin­bera og hún gerði í fyrra­haust. Þetta kemur fram í nýbirtri þjóð­hags­spá Íslands­banka fyrir tíma­bilið 2021-2023, en hún er fyrsta hag­spá árs­ins. 

Þrá­lát­ari far­aldur og óvissa um ferða­menn

Í henni segir að margar blikur hafi vaxið á lofti und­an­farið um að far­ald­ur­inn verði heldur þrá­lát­ari og efna­hags­bat­inn hæg­ari en von­ast var til, þrátt fyrir að margir hafi von­ast til skjóts við­snún­ings í ár. 

Í ár er búist við að hag­vöxt­ur­inn nái 3,2 pró­sent­um, en sam­kvæmt grein­ing­ar­deild­inni ræðst kraftur við­spyrn­unnar fyrst og fremst af því hversu hraður upp­takt­ur­inn verður í komu ferða­manna á kom­andi miss­er­um.

Auglýsing

Sökum mik­illar óvissu um fjölda ferða­manna á næstu miss­erum útbjuggu höf­undar þjóð­hags­spár­innar þrjár sviðs­mynd­ir. Í svört­ustu sviðs­mynd­inni er búist við að ein­ungis 400 þús­und ferða­menn komi til lands­ins í ár, á meðan búist er við þeir verði tæp­lega milljón tals­ins í þeirri björt­ust­u. 

Í grunn­s­viðs­mynd­inni sinni telur grein­ing­ar­deildin þó að ferða­menn verði 700 þús­und tals­ins í ár og að lang­flestir þeirra komi á seinni hluta árs­ins. Á næsta ári er svo gert ráð fyrir 1,3 milljón ferða­manna og 1,5 milljón ferða­manna á því þarnæsta. 

9,4 pró­senta atvinnu­leysi 

Gangi grunn­s­viðs­mynd bank­ans upp má búast við að atvinnu­leysi verði um 9,4 pró­sent í ár, en það er nokkru hærra en með­al­at­vinnu­leysi árs­ins 2020, sem áætlað er að hafi verið 8,6 pró­sent. 

Nýju spá­tölur Íslands­banka um vinnu­mark­að­inn í ár eru tölu­vert svart­sýnni en þær sem birt­ust í síð­ustu þjóð­hags­spá þeirra í fyrra­haust. Mun­inn má sjá á mynd hér að neð­an, en í gömlu spánni var gert ráð fyrir 7,6 pró­senta atvinnu­leysi í ár. Aftur á móti hafa lang­tíma­horf­urnar ekki breyst, enn er spáð því að atvinnu­leysið verði komið niður í fimm pró­sent á næsta ári.Vænt atvinnuleysi í þjóðhagsspám Íslandsbanka.pngJón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræð­ingur Íslands­banka, segir í sam­tali við Kjarn­ann að spáin sé breytt þar sem nú sé búist við því að upp­takt­ur­inn í efna­hags­líf­inu verði seinna á ferð­inni en áður var ætl­að. Slík seinkun þýðir að meiri bið verður á ráðn­ingum í mann­afls­frekum atvinnu­grein­um, líkt og ferða­þjón­ust­unni, sem útskýri meiri atvinnu­leysi í ár. 

Opin­berar fjár­fest­ingar undir spám

Í stórum dráttum hefur þjóð­hags­spáin þó lítið breyst hjá Íslands­banka frá því í sept­em­ber, þar sem spár um vöxt lands­fram­leiðslu og einka­neyslu fyrir árin 2020 og 2021 voru svip­aðar og nú. 

Hins vegar má sjá mik­inn mun í væntum fjár­fest­ingum hins opin­bera á milli spáa, en þær eru áætl­aðar hafa verið um fimmt­ungi minni í fyrra en bank­inn spáði síð­asta sept­em­ber. Mun­inn á væntum fjár­fest­ingum má sjá á mynd hér að neð­an.Heimild: Íslandsbanki

Í þjóð­hags­spá sinni í fyrra­haust gerði grein­ing­ar­deildin ráð fyrir því að fjár­fest­ingar hins opin­bera myndu aukast um 17 pró­sent, þar sem gert var ráð fyrir því að ráð­ist yrði í fjölda fjár­fest­ing­ar­verk­efna á síð­ustu mán­uðum árs­ins. 

Sam­kvæmt Jóni Bjarka var það svo ljóst út frá 9 mán­aða þjóð­hags­reikn­ingum Hag­stofu og nýju fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar að minna yrði um opin­berar fjár­fest­ingar heldur en áður var talið. Í nýju þjóð­hags­spánni gerir Íslands­banki ráð fyrir að heild­ar­fjár­fest­ingar hins opin­bera á árunum 2020-2023 nemi um 336 millj­örðum króna, sem er 38 millj­örðum krónum minna en bank­inn gerði ráð fyrir í sept­em­ber.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent