Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið

Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.

Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Auglýsing

Grein­ing­ar­deild Íslands­banka er orðin svart­sýnni um stöð­una á vinnu­mark­aðnum í ár og gerir ekki lengur ráð fyrir eins mik­illi aukn­ingu í fjár­fest­ingu hins opin­bera og hún gerði í fyrra­haust. Þetta kemur fram í nýbirtri þjóð­hags­spá Íslands­banka fyrir tíma­bilið 2021-2023, en hún er fyrsta hag­spá árs­ins. 

Þrá­lát­ari far­aldur og óvissa um ferða­menn

Í henni segir að margar blikur hafi vaxið á lofti und­an­farið um að far­ald­ur­inn verði heldur þrá­lát­ari og efna­hags­bat­inn hæg­ari en von­ast var til, þrátt fyrir að margir hafi von­ast til skjóts við­snún­ings í ár. 

Í ár er búist við að hag­vöxt­ur­inn nái 3,2 pró­sent­um, en sam­kvæmt grein­ing­ar­deild­inni ræðst kraftur við­spyrn­unnar fyrst og fremst af því hversu hraður upp­takt­ur­inn verður í komu ferða­manna á kom­andi miss­er­um.

Auglýsing

Sökum mik­illar óvissu um fjölda ferða­manna á næstu miss­erum útbjuggu höf­undar þjóð­hags­spár­innar þrjár sviðs­mynd­ir. Í svört­ustu sviðs­mynd­inni er búist við að ein­ungis 400 þús­und ferða­menn komi til lands­ins í ár, á meðan búist er við þeir verði tæp­lega milljón tals­ins í þeirri björt­ust­u. 

Í grunn­s­viðs­mynd­inni sinni telur grein­ing­ar­deildin þó að ferða­menn verði 700 þús­und tals­ins í ár og að lang­flestir þeirra komi á seinni hluta árs­ins. Á næsta ári er svo gert ráð fyrir 1,3 milljón ferða­manna og 1,5 milljón ferða­manna á því þarnæsta. 

9,4 pró­senta atvinnu­leysi 

Gangi grunn­s­viðs­mynd bank­ans upp má búast við að atvinnu­leysi verði um 9,4 pró­sent í ár, en það er nokkru hærra en með­al­at­vinnu­leysi árs­ins 2020, sem áætlað er að hafi verið 8,6 pró­sent. 

Nýju spá­tölur Íslands­banka um vinnu­mark­að­inn í ár eru tölu­vert svart­sýnni en þær sem birt­ust í síð­ustu þjóð­hags­spá þeirra í fyrra­haust. Mun­inn má sjá á mynd hér að neð­an, en í gömlu spánni var gert ráð fyrir 7,6 pró­senta atvinnu­leysi í ár. Aftur á móti hafa lang­tíma­horf­urnar ekki breyst, enn er spáð því að atvinnu­leysið verði komið niður í fimm pró­sent á næsta ári.Vænt atvinnuleysi í þjóðhagsspám Íslandsbanka.pngJón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræð­ingur Íslands­banka, segir í sam­tali við Kjarn­ann að spáin sé breytt þar sem nú sé búist við því að upp­takt­ur­inn í efna­hags­líf­inu verði seinna á ferð­inni en áður var ætl­að. Slík seinkun þýðir að meiri bið verður á ráðn­ingum í mann­afls­frekum atvinnu­grein­um, líkt og ferða­þjón­ust­unni, sem útskýri meiri atvinnu­leysi í ár. 

Opin­berar fjár­fest­ingar undir spám

Í stórum dráttum hefur þjóð­hags­spáin þó lítið breyst hjá Íslands­banka frá því í sept­em­ber, þar sem spár um vöxt lands­fram­leiðslu og einka­neyslu fyrir árin 2020 og 2021 voru svip­aðar og nú. 

Hins vegar má sjá mik­inn mun í væntum fjár­fest­ingum hins opin­bera á milli spáa, en þær eru áætl­aðar hafa verið um fimmt­ungi minni í fyrra en bank­inn spáði síð­asta sept­em­ber. Mun­inn á væntum fjár­fest­ingum má sjá á mynd hér að neð­an.Heimild: Íslandsbanki

Í þjóð­hags­spá sinni í fyrra­haust gerði grein­ing­ar­deildin ráð fyrir því að fjár­fest­ingar hins opin­bera myndu aukast um 17 pró­sent, þar sem gert var ráð fyrir því að ráð­ist yrði í fjölda fjár­fest­ing­ar­verk­efna á síð­ustu mán­uðum árs­ins. 

Sam­kvæmt Jóni Bjarka var það svo ljóst út frá 9 mán­aða þjóð­hags­reikn­ingum Hag­stofu og nýju fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar að minna yrði um opin­berar fjár­fest­ingar heldur en áður var talið. Í nýju þjóð­hags­spánni gerir Íslands­banki ráð fyrir að heild­ar­fjár­fest­ingar hins opin­bera á árunum 2020-2023 nemi um 336 millj­örðum króna, sem er 38 millj­örðum krónum minna en bank­inn gerði ráð fyrir í sept­em­ber.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent