Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur

Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.

Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Auglýsing

Djúp dýfa, mikið atvinnuleysi en skarpur viðsnúningur í fjárfestingu. Þetta er á meðal þess sem kemur fyrir í nýlegum hagspám Íslandsbanka og Seðlabankans. Íslandsbanki gerir ráð rúmlega þriggja prósenta hagvexti á næsta ári, meðal annars vegna stóraukningar í opinberum fjárfestingum á næstu mánuðum. Lengri tíma mun þó taka til að vinna bug á atvinnuleysinu og er búist við því að það verði svipað hátt á þessu og næsta ári.

Tæplega 9 prósenta samdrætti spáð í ár

Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka var birt í morgun, en hún spáir 8,6 prósenta samdrætti í landsframleiðslu í ár. Þar af er búist við því að tveir þriðju hlutar samdráttarins, eða um 5,7 prósentustig, séu tilkomin vegna minni utanríkisviðskipta, á meðan minni eftirspurn innanlands veldur 2,9 prósenta samdrætti í ofanálag.

Þetta er nokkuð svartsýnni spá en var gefin út í Peningamálum Seðlabanka Íslands í síðasta mánuði, þar sem spáð var 7,1 prósenta samdrætti í landsframleiðslu í ár. Helsti munurinn á hagspánum tveimur er sá að Seðlabankinn spáir meira falli í innflutningi á vöru og þjónustu en Íslandsbanki, sem hefði jákvæð áhrif á landsframleiðslu. 

Auglýsing

Burtséð frá því er spá Íslandsbanka bjartsýnni en hjá Seðlabankanum að ýmsu leyti. Til að mynda spáir Íslandsbanki helmingi minni samdrætti í einkaneyslu í ár en Seðlabankinn, eða aðeins um rúm þrjú prósent. Einnig er gert ráð fyrir töluvert minna falli í fjárfestingu íbúðarhúsnæðis en í Peningamálum, en í þjóðhagsspá Íslandsbanka segir að íbúðamarkaðurinn hafi reynst mun þróttmeiri í kjölfar COVID-skellsins en búist var við. 

Mikil innspýting í fjárfestingu ríkisins væntanleg

Samkvæmt þjóðhagsspánni er búist við að hið opinbera muni leiða áfram vöxtinn í fjármunamyndun á næstu árum, á meðan einkafjárfestingar í íbúðarhúsnæði og atvinnuvegum eru enn að taka við sér. 

Íslandsbanki gerir ráð fyrir að opinber fjárfesting muni aukast um u.þ.b. 17 prósent í ár og 11 prósent á næsta ári. 

Þetta yrði mikill viðsnúningur frá núverandi tölum, en Landsbankinn greindi frá miklum samdrætti í fjárfestingum hins opinbera það sem af er ári í Hagsjá sem birtist í dag. Samkvæmt Hagsjánni hafa opinberar fjárfestingar dregist saman um rúmlega 14 prósent á fyrri helmingi ársins, ef miðað er við sama tímabil í fyrra og tekið er tillit til óreglulegra fjárfestingarliða. 

Hér fyrir ofan má sjá kynningu frá Íslandsbanka þar sem aðalhagfræðingur bankans fer yfir helstu niðurstöður.

Samkvæmt Jóni Bjarka Bentssyni, aðalhagfræðingi Íslandsbanka, má þó búast við að opinber fjárfesting aukist töluvert á þessu ári, þrátt fyrir að lítið hafi verið fjárfest á fyrri helmingi ársins. Því til stuðnings nefnir hann að gera megi ráð fyrir að fjöldi fjárfestinga sem dregist hefur verið að fara í á síðustu mánuðum, til dæmis nýr meðferðarkjarni á Landspítalanum, hefjist á næstunni. 

Hins vegar bætir Jón Bjarki við að kúfurinn af væntri fjárfestingarinnspýtingu hins opinbera komi ekki að öllu leyti fyrr en á næsta ári. 

Atvinnuleysið verður langvinnt

Þrátt fyrir tiltölulega skamman viðsnúning í efnahagslífinu er ekki gert ráð fyrir mikilli breytingu á atvinnuleysi í náinni framtíð. Þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir að atvinnuleysið verði að meðaltali 7,8 prósent í ár og svipað á næsta ári, en fari svo niður fyrir fimm prósent eftir tvö ár. 

Í Peningamálum Seðlabankans er einnig spáð svipuðu atvinnuleysi á næstunni og er þar gert ráð fyrir enn hægari viðspyrnu á vinnumarkaði, þar sem spáð atvinnuleysi fyrir árið 2022 verði enn yfir sex prósentum. 

Samkvæmt Íslandsbanka mun batinn í ferðaþjónustunni ráða miklu um hversu hratt atvinnuleysið minnkar á næstunni, sökum þess hversu stór og mannaflsfrek hún er. Í Peningamálum er einnig minnst á mikla óvissu í spám um atvinnuleysi, en þar segir að batinn verður hægur þar sem fyrirtæki muni fara varlega í að ráða nýtt starfsfólk. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar