Mynd: Samsett

Störukeppni á vinnumarkaði

Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði. Ríkisstjórnin hefur skyndilega verið sett í þá stöðu að hún hefur nokkra daga til að höggva á þennan hnút, annars bætast lausir kjarasamningar við aðra erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa boðað til atkvæða­greiðslu á meðal aðild­ar­fyr­ir­tækja sinna til um afstöðu þeirra til upp­sagnar Lífs­kjara­samn­ings­ins. Þar með leggja stjórn­endur Sam­taka atvinnu­lífs­ins það mat sitt að for­sendur samn­ing­anna séu brostnar í dóm aðild­ar­fyr­ir­tækja sinna. 

Þegar atkvæða­greiðslan var fyrst boðuð stóð til að hún myndi hefj­ast í dag. Eftir funda­lotur síð­ustu daga var ákveðið að fresta henni um einn dag, og á hún að óbreyttu að hefj­ast á morg­un. 

Aðild­ar­fyr­ir­tæki Sam­taka atvinnu­lífs­ins greiða sem nemur 0,19 pró­sent af heild­ar­launa­greiðslum næst­lið­ins árs í árgjald til sam­tak­anna. Þegar þau greiða atkvæði þá svarar hverjar eitt þús­und krónur í greiddum árgjöldum til eins atkvæð­is. Það liggur því fyrir að stærri fyr­ir­tæki, sem greiða mikið í launa­kostn­að, hafa mikið atkvæða­væg­i. 

Fari atkvæða­greiðslan fram, og verði upp­sögn Lífs­kjara­samn­ings­ins sam­þykkt, mun það leiða til þess að vinnu­mark­aðs­deilur muni bæt­ast ofan á 9,4 pró­sent atvinnu­leysi og þann efna­hags­sam­drátt sem hefur orðið vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og áætlað er að hafi þurrkað um 300 millj­arða króna út úr hag­kerf­inu innan árs. 

Hvað er Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn?

Lífs­kjar­ar­samn­ing­arnir sem und­ir­rit­aðir voru í byrjun apríl 2019 eiga að gilda til 1. nóv­em­ber 2022. Þeir voru óvenju­legir að því leyti að samið var um launa­hækk­anir í krónum talið, ekki um hlut­falls­lega launa­hækk­un, sem gerir það að verkum að kjara­bæt­urnar skila sér betur til tekju­lágs launa­fólks. 

Auglýsing

Sú launa­hækkun sem varð 1. apríl í fyrra, alls 17 þús­und krón­ur, hækk­aði til að mynda laun þess sem var með 800 þús­und krónur í mán­að­ar­laun fyrir um 2,1 pró­sent. Laun þess sem var með 300 þús­und krónur hækk­uðu hins vegar um 5,7 pró­sent þrátt fyrir að krónu­tölu­hækk­unin hafi verið sú sama. 

Næstu áfangar launa­hækk­ana eru síðan þannig að þeir sem eru með lægstu laun­un, starfa á kaup­taxta, fá fleiri krónur en hinir sem eru með meira. Annar áfangi launa­hækk­ana á grund­velli samn­ing­anna tók gildi 1. apríl 2020, en þá hækk­uðu laun um 18 þús­und krónur og 24 þús­und krónur hjá þeim sem starfa á kaup­töxt­um. Þriðji áfang­inn á svo að taka gildi um kom­andi ára­mót og laun eiga þá að hækka um 15.750 krónur á mán­uði almennt en um 24 þús­und krónur hjá þeim sem starfna á töxt­um. Þeirri launa­hækkun vilja Sam­tök atvinnu­lífs­ins fresta í ljósi yfir­stand­andi efna­hags­að­stæðn­a. 

For­sendur Lífs­kjara­samn­ings­ins voru þrjár. Í fyrsta lagi að kaup­máttur launa hefði auk­ist á samn­ings­tíma­bil­inu, sam­kvæmt launa­vísi­tölu Hag­stofu Íslands. Í öðru lagi að vextir myndu taka „veru­legum lækk­un­um“ fram að end­ur­skoðun samn­ings­ins í sept­em­ber 2020 og að þeim myndu hald­ast lágir út samn­ings­tím­ann. Í þriðja lagi að stjórn­völd myndu standa við gefin fyr­ir­heit sam­kvæmt yfir­lýs­ingum rík­is­stjórn­ar­innar sem birtar voru í tíu blað­síðna skjali sem bar yfir­skrift­ina „Stuðn­ingur stjórn­valda við lífs­kjara­samn­inga“. 

Mat á því hvort þessar for­sendur hefðu stað­ist átti að eiga sér stað  fyrir lok sept­em­ber 2020 og aftur fyrir lok sept­em­ber 2021. 

Hafi for­send­ur­brestur átt sér stað að mati annað hvort þeirra stétt­ar­fé­laga sem standa að gerð samn­ings­ins sem fram­kvæmda­stjórnar Sam­taka atvinnu­lífs­ins þá ber að til­kynna um það fyrir klukkan 16 þann 30. sept­em­ber næst­kom­andi, eða á mið­viku­dag. Í kjöl­farið mun samn­ing­ur­inn falla úr gildi dag­inn eft­ir, þann 1. októ­ber. 

Hafa for­send­urnar stað­ist?

Ljóst er að tvær fyrst­nefndu for­sendur samn­ings­ins hafa stað­ist. Kaup­mátt­ar­aukn­ing það sem af er samn­ings­tím­anum hefur verið 4,8 pró­sent. 

Ekki var til­­­greint sér­­stak­­lega um það opin­ber­­lega, þegar Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­að­ur, hversu mikið stýri­vextir þyrftu að lækka til að for­­sendur héldu, heldur sagt að þeir þyrftu að taka „veru­legum lækk­un­um“. Kjarn­inn greindi frá, skömmu ef því að gert hafi verið hlið­­­ar­­­sam­komu­lag, svo­­­kallað „skúffu­­­sam­komu­lag“ sem er ekki hluti af opin­berum kjara­­­samn­ingi, sem fól í sér að vextir yrðu að lækka um 0,75 pró­­­sent­u­­­stig fyrir sept­­­em­ber 2020, þegar fyrsta end­­­ur­­­skoðun sér­­­stakrar for­sendu­nefndar mun eiga sér stað, til að kjara­­­samn­ingar hald­i. Þeir hafa lækkað um 3,5 pró­sentu­stig frá því í apríl í fyrra og langt umfram það sem „skúffu­sam­komu­lag­ið“ sagði til um.

Lífskjarasamningurinn var undirritaður í apríl í fyrra eftir nokkuð harðar deilur á vinnumarkaði.
Mynd: Aðsend

Þriðja for­sendan snýst um þær 38 tölu­settu aðgerð­ir, sem verð­metnar voru á 80 millj­arða króna, og rík­is­stjórnir sam­þykkti að ráð­ast í til að liðka fyrir gerð Lífs­kjara­samn­ings­ins. Sumar þeirra aðgerða voru tíma­sett­ar. Þar ber að nefna leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs, breyt­ingu á skerð­ing­ar­mörkum barna­bóta, aukin fram­lög í almenna íbúða­kerf­ið, sam­þykkt hlut­deild­ar­lána, fram­leng­ing á úrræði sem heim­ilar lands­mönnum að nota sér­eign­ar­sparnað skatt­frjálst til að greiða niður hús­næð­is­lán, að sjóðs­fé­lagar í líf­eyr­is­sjóðum mættu ráð­stafa allt 3,5 pró­sent skyldu­ið­gjalds í svo­kall­aða til­greina sér­eign, að gjald­skrár rík­is­ins myndu ekki hækka árið 2019 og ekki meira en um 2,5 pró­sent árið 2020 og að komið yrði á þriggja þrepa skatt­kerfi með nýju lág­tekju­þrepi. Öll þessi atriði eru annað hvort komin í fram­kvæmd eða eru vel á veg kom­in. 

Stendur eitt­hvað út af?

Á meðal þess sem stjórn­­völd skuld­bundu sig líka til að gera var að banna 40 ára verð­­tryggð jafn­­greiðslu­lán frá byrjun árs 2020, nema með ákveðnum skil­yrð­um. Þessi skuld­bind­ing var sett inn í umgjörð Lífs­kjara­samn­ings­ins vegna þess að tveir verka­lýðs­for­ingjar, Ragnar Þór Ing­ólfs­son for­maður VR og Vil­hjálmur Birg­is­son for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, þrýstu á það. Sú krafa var sett fram á loka­metrum samn­ings­gerð­ar­inn­ar, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Frum­varp þess efnis var kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í fyrra. Sam­kvæmt því yrðu nær allir hópar sem eru lík­legir til að taka verð­tryggð jafn­greiðslu­lán til 40 ára, und­an­þegnir banni við töku lán­anna. Því átti að banna þau án þess að banna þau.

Á meðal þeirra sem skil­uðu umsögn um málið voru Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja, aðild­ar­sam­taka innan Sam­taka atvinnu­lífs­ins. Þau bentu á að þessi teg­und lána væri algeng­asta lána­form á Íslandi. Það að stytta hámarks­láns­tíma niður í 25 ár, líkt og lagt var til í frum­varp­inu, hefði umtals­verð áhrif á greiðslu­byrði jafn­greiðslu­lána. Hún myndi raunar hækka um 29 pró­sent. „Að öðru óbreyttu myndi slík breyt­ing hafa veru­lega nei­kvæð áhrif á getu almenn­ings til að fjár­magna íbúð­ar­kaup, sér­stak­lega ungs fólk og tekju­lægri hópa.“ Sam­tökin gagn­rýndu frum­varpið á marg­hátt­aðan annan hátt og veltu meðal ann­ars fyrir sér hvort að það stæð­ist jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar. 

Vilhjálmur Birgisson hefur lengi barist fyrir því að 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán verði bönnuð.
Mynd: Skjáskot/RÚV

Þessu lof­orði stjórn­valda hefur ekki verið hrint í fram­kvæmd og verka­lýðs­hreyf­ingin telur að þetta sé eina tíma­setta lof­orð stjórn­valda sem sé ekki í ferli. Frum­varp um málið verður hins vegar lagt fram á kom­andi haust­þingi, sem hefst á fimmtu­dag.

Hvers vegna eru Sam­tök atvinnu­lífs­ins þá að hóta upp­sögn?

Sam­tök atvinnu­lífs­ins meta kostnað við þær launa­hækk­anir sem eiga að taka gildi um kom­andi ára­mót á um 45 millj­arða króna. Þau telja, í ljósi þess að hag­vöxtur sé nú langt frá því sem spáð var þegar Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn var gerð­ur, vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og efna­hags­legra afleið­inga hans. Þess vegna telja Sam­tök atvinnu­lífs­ins að ekki séu nægir fjár­­munir til staðar hjá fyr­ir­tækjum til að efna umsamdar launa­hækk­­­anir í þessu ástandi.

Til að mæta þess­ari stöðu hafa þau reynt að fá verka­lýðs­hreyf­ing­una til að láta skjól­stæð­inga henn­ar, launa­fólk í land­inu, taka hluta þessa kostn­aðar á sig. Helst hefur það verið reynt með tvennum hætti. Ann­ars vegar með því að draga tíma­bundið úr mót­fram­lagi atvinnu­rek­enda inn í líf­eyr­is­sjóði, og þar með draga úr inn­greiðslum launa­fólks í slíka. Hins vegar með því að fresta umsömdum launa­hækk­unum tíma­bund­ið. 

Auglýsing

Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur fall­ist á hvor­ugt og telur að for­sendur kjara­samn­inga hafi stað­ist. Hún sér ekki ástæðu til þess að launa­fólk gefi frá sér samn­ings­bundin rétt­indi að óbreyttu. For­víg­is­fólk innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sem Kjarn­inn ræddi við telja vanda atvinnu­lífs­ins að mestu bund­inn við ferða­þjón­ust­una, og að það sé ekki þeirra skjól­stæð­inga, sér­stak­lega lág­tekju­hópa, að verja hlutafé eig­enda fyr­ir­tækja í þeim geira með því að gefa eftir launa­hækk­anir eða „lána“ þær tíma­bundið til fyr­ir­tækj­anna í land­inu. Sam­tök atvinnu­lífs­ins telja hins vegar að áhrif kór­ónu­veirunnar séu mun víð­tækari, þótt þau bitni mest á fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu.

Hvað er að ger­ast?

Eftir að Alþýðu­sam­band Íslands til­kynnti á fimmtu­dag að það teldi for­sendur Lífs­kjara­samn­ings­ins standast, þá til­kynntu Sam­tök atvinnu­lífs­ins það nokkrum mín­útum síðar að þau væru á önd­verðu meið­i. 

Síðan þá hefur staðið fyrir störu­keppni og ásök­un­ar­leik­ur. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, hefur sagt opin­ber­lega að Alþýðu­sam­bandið sé „á góðri leið með að stimpla sig út úr vit­rænni umræðu um efna­hags­mál. Þá standa eftir Sam­tök atvinnu­lífs­ins og stjórn­völd.“

Ríkisstjórnin hefur þegar kynnt nokkra aðgerðarpakka vegna kórónuveirufaraldursins, sem hafa mælst misjafnlega fyrir.
Mynd: Bára Huld Beck

Margir við­mæl­endur Kjarn­ans innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar telja að með þessu útspili, og við­tali hans í Silfr­inu í gær þar sem hann tal­aði á svip­uðum nót­um, hafi Hall­dór Benja­mín verið að reyna að stilla verka­lýðs­hreyf­ing­unni upp við vegg, og fá hana til að semja með því að teikna hana upp sem söku­dólg­inn í mál­inu þrátt fyrir að það væru Sam­tök atvinnu­lífs­ins sem hóti upp­sögn kjara­samn­inga. Það var þó sam­hljómur á meðal við­mæl­enda Kjarn­ans um það að bíta ekki á agn­ið. Sú afstaða hefur birst ágæt­lega í fjöl­mörgum greinum sem skrif­aðar hafa verið af lyk­il­fólki í stærstu stétt­ar­fé­lögum lands­ins und­an­farna daga. Hægt er að lesa þær t.d. hér, hér og hér

Hver eru næstu skref?

Verka­lýðs­hreyf­ingin ætlar ekki að setj­ast við samn­inga­borðið að óbreyttu, heldur veðja á að sam­staða fyr­ir­tækja innan Sam­taka atvinnu­lífs­ins um að segja upp kjara­samn­ingum sé ekki jafn breið og Hall­dór Benja­mín hefur gefið til kynna. Innan hennar er talið að um sjón­ar­spil sé að ræða úr hendi for­svars­manna Sam­taka atvinnu­lífs­ins til að setja þrýst­ing á stjórn­völd um að beina frek­ari opin­beru fé í átt að fyr­ir­tækjum lands­ins. 

Þar horfa þau meðal ann­ars til orða Sig­urðar Hann­es­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka iðn­að­ar­ins, í við­tali við Kjarn­ann nýver­ið. Þar sagði Sig­urður meðal ann­ars að aðgerðir stjórn­valda í efna­hags­­málum vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins sýni „svart á hvítu“ að stjórn­­völd séu með atvinn­u­­stefnu af öðrum toga en þá sem hann teldi æski­­lega. „Sú atvinn­u­­stefna gengur út á það að velja sig­­ur­­veg­­ara og þar er raunar einn sig­­ur­­veg­­ari sem er á blaði og það er ferða­­þjón­ust­­an. Aðgerðir stjórn­­­valda miða fyrst og fremst við að bjarga ferða­­þjón­ust­unni. Það er skilj­an­­legt, með hlið­­sjón af því hvaða vægi hún hefur haft, þar eru fjöl­­mörg störf undir og greinin mun sann­­ar­­lega ná fyrri styrk, það er bara spurn­ing um tíma, en á sama tíma eru tæki­­færi sem fara for­­görðum vegna þess að athygli stjórn­­­valda bein­ist ekki að þeim.“

Við­mæl­endur Kjarn­ans innan ýmissa aðild­ar­sam­taka Sam­taka atvinnu­lífs­ins síð­ustu vikur hafa end­u­r­ómað þessa skoð­un. Og yfir­fært hana á for­ystu Sam­taka atvinnu­lífs­ins, sem þeim hefur fund­ist vera að beita sér um of fyrir hönd ferða­þjón­ust­unn­ar, en minna fyrir skjól­stæð­inga ann­arra aðild­ar­sam­taka. 

Hvað getur ríkið gert? 

Sam­tal Sam­taka atvinnu­lífs­ins og stjórn­valda, sem nú stendur yfir, snýst um að finna leiðir þar sem stjórn­völd geti mætt atvinnu­líf­inu með ein­hverjum hætti, fyrst verka­lýðs­hreyf­ingin ætlar ekki gera það.

Líkt og áður sagði er kostn­aður við launa­hækk­anir sem eiga að taka gildi um ára­mót áætl­aður um 45 millj­arðar króna og Sam­tök atvinnu­lífs­ins vilja deila þeim byrðum með ein­hverjum öðrum, í stað þess að aðild­ar­fyr­ir­tæki þeirra axli þær ein. 

Auglýsing

Kostn­aður við launa­hækk­anir sem eiga sam­kvæmt gild­andi kjara­samn­ingi að taka gildi  Sam­tal­ið, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, hverf­ist því um það hvort stjórn­völd geti með ein­hverjum hætti gripið til aðgerða til að draga úr kostn­aði atvinnu­lífs­ins vegna launa­hækk­ana, og þar með komið i veg fyrir að kjara­samn­ingum verði sagt upp á fimmtu­dag. Það er hægt að gera með til dæmis tíma­bundnum skatt­kerf­is­breyt­ingum eða beinni inn­spýt­ingu á fjár­magni til fyr­ir­tækja lands­ins í gegnum frek­ari aðgerð­ar­pakka vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. ­Stefán Ólafs­son, pró­­fessor við Há­skóla Íslands og sér­­fræð­ingur í hluta­­starfi hjá Efl­ing­u, lagði fram eina slíka til­lögu í grein sem hann birti á Kjarn­anum um helg­ina. Þar sagði hann lausn­ina á stöð­unni liggja í að lækk­a ­trygg­inga­gjald­ið ­tíma­bund­ið. „Það auð­veldar fyr­ir­tækjum að taka á hækkun launa­­taxta fyrir lægst laun­aða fólkið á vinn­u­­mark­að­inum og að halda fleirum í vinn­u[...]Það ­myndi auka skuldir rík­­is­ins lít­il­­lega til við­­bótar við ann­að, en skilar sé að öðru leyti í mild­­ari afleið­ingum krepp­unnar og minni þörf fyrir útgjöld til atvinn­u­­leys­is­­bóta.“

Munu stjórn­völd bregð­ast við?

Stjórn­völd hafa hins vegar legið undir ámæli fyrir að klæða sér­tækar aðgerðir fyrir ákveðin fyr­ir­tæki, sér­stak­lega Icelandair Group, í bún­ing almennra aðgerða. Nægir þar að nefna svo­kall­aða upp­sagn­ar­styrki, þar sem um 3,3 millj­arðar króna hið minnsta af þeim átta millj­örðum króna sem greiddir voru út í slíka fóru félags­ins. Þá liggur einnig fyrir að flestar þær efna­hags­að­gerðir sem stjórn­völd hafa kynnt til leiks til að hjálpa atvinnu­líf­inu í heild hafa ekki skilað til­ætl­uðum árangri, utan hinar svoköll­uðu hluta­bóta­leið­ar. Flestar þessar aðgerðir hafa verið óvin­sælar og stjórn­völd hafa verið ásökuð um sér­hags­muna­gæslu vegna þeirra. 

Ríkisstjórnin hefur legið undir ámæli fyrir að hafa sniðið stærstu aðgerðir sínar að ákveðnum fyrirtækjum. Þar er oftast talað um Icelandair Group.
Mynd: FB-síða Icelandair

Við­mæl­endur sem áttu aðkomu að fund­ar­höldum í ráð­herra­bú­staðnum um helg­ina vegna stöð­unnar á vinnu­mark­aði töldu sig skynja pirr­ing á meðal sumra ráð­herra í garð Sam­taka atvinnu­lífs­ins fyrir að hafa stillt þeim upp með þeim hætti sem nú blasir við. Þ.e. að bolt­inn sé nú komin í fang rík­is­stjórn­ar­innar og það sé hennar að leysa úr stöðu sem hún á ekki beina aðkomu að. 

Hver það verður sem sé að lesa stöð­una rétt, í þeirri störu­keppni sem nú stendur yfir, mun skýr­ast á morgun eða hinn. Mikið er und­ir, enda lausir kjara­samn­ingar með til­heyr­andi ófriði á vinnu­mark­aði ofan á mesta sam­drátt sem mælst hef­ur, atvinnu­leysi sem stefnir í tveggja stafa tölu og áfram­hald­andi kór­ónu­veiru­far­aldur eitt­hvað sem flestir vilja forð­ast.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar