Búið að greiða út átta milljarða króna úr ríkissjóði í uppsagnarstyrki

Umsóknir um svokallaða uppsagnarstyrki úr ríkissjóði tóku kipp í ágúst og upphæðin sem greidd hefur verið út vegna þeirra tvöfaldaðist á skömmum tíma. Hún er þrátt fyrir það einungis 30 prósent af því sem áætlað var að styrkirnir myndu kosta.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Fjöldi þeirra umsókna um greiðslu launa á upp­sagn­ar­fresti úr rík­is­sjóði sem búið er að afgreiða hefur næstum tvö­fald­ast á innan við mán­uð­i. Heild­ar­upp­hæðin sem greidd hefur verið út vegna þessa er um átta millj­arðar króna. Þegar frum­varp um upp­­sagn­­ar­­styrki var lagt fram um miðjan maí var gert ráð fyrir því að bein útgjöld rík­­is­­sjóðs vegna úrræð­is­ins yrðu 27 millj­­arðar króna. Enn sem komið hefur því um 30 pró­­sent af áætl­­uðum kostn­aði vegna upp­­sagn­­ar­­styrkja fallið til.

Þetta má lesa úr upp­færðum tölum um stöðu efna­hags­að­gerða stjórn­valda vegna COVID-19 á heima­síðu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. 

Þann 7. ágúst síð­­ast­lið­inn höfðu alls 332 umsóknir borist um upp­sagn­ar­styrk­ina, en um slíka geta fyr­ir­tæki sem orðið hafa fyrir veru­­legu tekju­­falli sótt um til að standa straum af 85 pró­­sent af kostn­að­inum við að segja upp fólki. Þann dag var búið að afgreiða 265 umsóknir vegna 158 rekstr­­ar­að­ila og af þeim umsóknum sem afgreiddar hafa verið nam greiddur stuðn­­ingur um 3,7 millj­­örðum króna vegna launa og 160 millj­­ónir króna vegna orlofs. 

Auglýsing
Í dag er búið að afgreiða alls 619 umsóknir frá alls 273 fyr­ir­tækjum og stuðn­ingur úr rík­is­sjóði sem greiddur hefur verið út nem­ur, líkt og áður sagði, átta millj­örðum króna. 

Í minn­is­­blaði Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem inn­i­heldur yfir­­lit yfir stöðu stærstu efna­hags­að­­gerða stjórn­­­valda vegna COVID-19, og var lagt fyrir rík­­is­­stjórn 14. ágúst, sagði að umsóknir hefðu verið færri en gert hefði verið ráð fyrir á tíma­bil­inu. Síð­asti umsókn­ar­dagur var 20. ágúst og því má búast við því að talan sem greidd verður út í upp­sagn­ar­styrki muni ekki hækka meir. 

Upp­­lýs­ingar um hverjir hafa nýtt sér úrræðið og hversu mik­inn stuðn­­ing þessir aðilar hafa feng­ið,  áttu að birt­ast á vef Skatts­ins eftir 20. ágúst. Þær hafa enn ekki verið birt­ar.

Icelandair fær mest allra

Þann 28. apr­íl var til­­­kynnt um að rík­­­is­­­stjórnin ætl­­­aði að veita ákveðnum fyr­ir­tækj­um, sem hefðu orðið fyrir umfangs­­­miklu tekju­tapi, eða að minnsta kosti 75 pró­­sent, styrki til að eyða ráðn­­­ing­­­ar­­­sam­­­böndum þeirra við starfs­­­fólk sitt. 

Þegar þessi áform voru kynnt lá ekk­ert frum­varp fyr­ir, ekk­ert kostn­að­­­ar­­­mat hafði verið gert opin­bert og engin kynn­ing á áformunum hafði átt sér stað meðal þing­­­flokka. Fyr­ir­tæki hófu að segja fólki upp í miklu magni strax í kjöl­far­ið, og áður en nýr mán­uðum hæf­ist. 

Frum­varp var svo lagt fram um miðjan maí mánuð og kostn­að­­­ar­­­mat kynnt sam­hliða. Það gerði ráð fyrir því að rík­­­is­­­sjóður greiði fyr­ir­tækjum sem upp­­­­­fylla sett skil­yrði alls 27 millj­­­arða króna í styrki í ár til að hjálpa þeim að segja upp fólki. 

Yfir­­­lýst mark­mið var að draga úr fjölda­gjald­­­þrotum og tryggja rétt­indi launa­­­fólks. Hlið­­­ar­á­hrif eru að eign hlut­hafa er var­in. 

­Ljóst er að það fyr­ir­tæki sem hefur helst notið góðs af úrræð­inu er Icelandair Group. Í hálf­s­ár­s­­upp­­­gjöri þess kom fram að það búist við að sækja að minnsta kosti 24 millj­­­ónir banda­ríkja­dala, jafn­­­virði tæp­­­lega 3,3 millj­­­arða íslenskra króna, í styrki til stjórn­­­­­valda vegna greiðslu launa á upp­­­sagn­­­ar­fresti starfs­­­manna. 

Þar seg­ir, á blað­­­síðu 24, að félög í eigu Icelandair Group vinni nú að því að sækja um styrk­ina sem stjórn­­­völd kynntu, en að ennþá sé óvíst hversu margir starfs­­­menn muni verða hluti af umsókn­inni, sem fari meðal ann­­­ars eftir því hversu marga starfs­­­menn félagið muni geta end­­­ur­ráðið áður en upp­­­sagn­­­ar­frestur þeirra rennur út í sumar og í haust.

Icelandair reikn­aði þessi ætl­­­uðu áhrif upp­­­sagn­­­ar­­­styrkja inn sem lækk­­­aðan kostnað við starfs­­­manna­hald á öðrum árs­fjórð­ungi, og því er bætt við að ekki sé loku fyrir það skotið að félagið sæki um enn hærri upp­­­sagn­­­ar­­­styrki, sem komi þá inn í reikn­ings­hald félags­­­ins á þriðja árs­fjórð­ungi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent