Sextán greinst í seinni sýnatöku – meira en Þórólfur átti von á

Hlutfall virkra smita í landamæraskimun hefur tífaldast á síðustu dögum. Sóttvarnalæknir segir að ef slakað yrði á takmörkununum myndi hann hafa áhyggjur af þróuninni. „Við erum með lítið smit innanlands út af þessum aðgerðum. Það er ástæðan.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

 „Enn erum við að sjá nokkur [inn­an­lands] smit á hverjum degi en virkum smitum í heild fer heldur fækk­and­i,“ sagði Þórólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi land­læknis og almanna­varna í dag. Enn eru flestir sem grein­ast í sótt­kví eða um 60 pró­sent að með­al­tali. Sama afbrigði veirunnar er enn að smit­ast manna á milli hér á landi og staðan er áfram sú að ekki tekst alltaf að finna aug­ljós tengsl milli smit­aðra. Frá 15. júní hafa tæp­lega 220 greinst inn­an­lands og í dag eru rúm­lega 600 manns í sótt­kví.Fjöldi þeirra sem er að grein­ast á landa­mærum hefur hins vegar heldur auk­ist und­an­farið þrátt fyrir að ferða­mönnum hafi fækkað á sama tíma. Milli 15. júní og 19. ágúst var hlut­fall far­þega með virk smit 0,04 pró­sent. Síðan þá hefur það hækkað upp í 0,3 pró­sent. „Það hefur tífaldast,“ sagði Þórólfur um virku smit­in. Spurður hvort að hann hefði áhyggjur af þess­ari þróun sagði hann að ef lítið væri gert hefði hann vissu­lega áhyggj­ur. „Ef þessi þróun heldur áfram og við slökum á skimunum þá munum við fá fleiri smit hérna inn.“Ekki sé skyn­sam­legt að slaka á tak­mörk­unum inn­an­lands og við landa­mærin sam­tím­is. „Þetta er bara eins og að fara yfir stór­fljót. Við verðum að feta okkur áfram.“Þórólfur sagði að mögu­lega væri fjölgun smit­aðra á landa­mær­unum að end­ur­spegla útbreiðslu far­ald­urs­ins erlendis eða að hingað væri að koma fólk frá öðrum svæðum en fyrr í sum­ar.´

AuglýsingUm 100 hafa sam­tals greinst með virk smit við landa­mærin frá því að skimun við þau hófst um miðjan júní. Þar af hafa 84 greinst í fyrri sýna­töku og sextán í þeirri seinni, þ.a. fólk sem var nei­kvætt í þeirri fyrri. Þórólfur sagði þetta hærra hlut­fall en hann hafði fyr­ir­fram búist við. Um 60 pró­sent þeirra sem greinst hafa á landa­mærum eru með lög­heim­ili á Íslandi. Af þeim sextán sem greinst hafa jákvæðir í seinni sýna­töku er um þriðj­ungur með íslenskt rík­is­fang og búsettur hér, þriðj­ungur erlendir ein­stak­lingar með tengsl hér og sama hlut­fall svo af hefð­bundnum erlendum ferða­mönn­um.Þórólfur greindi frá til­lögum sínum um til­slak­anir á tak­mörk­unum inn­an­lands á fundi dags­ins, m.a. að tveggja metra reglan yrði að eins metra reglu og að fjölda­tak­mörk­unum yrði breytt úr 100 manns í 200. Von er á aug­lýs­ingu heil­brigð­is­ráð­herra um breyttar reglur fljót­lega, jafn­vel í dag.Hann sagði einnig frá því að í und­ir­bún­ingi væri end­ur­skoðun á skimunum á landa­mær­um. Frá 19. Ágúst hefur sú regla verið í gildi að allir sem koma til lands­ins þurfa að fara í tvær sýna­tökur með 4-6 daga milli­bili og vera í sótt­kví þeirra á milli. „Ég tel að menn þurfi að skoða áfram­hald­andi fyr­ir­komu­lag á landa­mærum í ljósi þeirrar reynslu sem við höfum feng­ið,“ sagði Þórólfur en hann mun senda heil­brigð­is­ráð­herra til­lögur sínar í næstu viku.

Veiran ekki væg­ari en  áðurÁ fund­inum benti Þórólfur á að ekk­ert hefði komið fram, hvorki hér né erlend­is, sem styddi þá kenn­ingu að veiran væri væg­ari núna en í vet­ur. Skýr­ing­una á minni veik­indum nú megi lík­lega finna í sam­setn­ingu sjúk­linga­hóps­ins – yngra fólk er nú að smit­ast en í fyrstu bylgj­unni. Spurður um þá gagn­rýni, sem m.a. hefur komið fram í leið­urum Frétta­blaðs­ins um að aðgerðir við landa­mærin væru of harðar svar­aði Þórólf­ur: „Ég bendi á það að við erum með lítið smit út af þessum aðgerðum sem við höfum verið að grípa til. Það er ástæð­an. Við erum að sjá aukna útbreiðslu í mörgum löndum og á  mörgum svæðum er verið að grípa til harð­ari aðgerðir en áður.“ Hann sagð­ist stundum líkja þess­ari umræðu við bólu­setn­ing­ar­sjúk­dóma: „Við erum ekki að sjá neina bólu­setn­ing­ar­sjúk­dóma og hvers vegna erum við þá að bólu­setj­a?“Þórólfur vill að hægt verði farið í aflétt­ingu tak­mark­ana og segir ekki skyn­sam­legt að draga úr tak­mörk­unum á landa­mærum og inn­an­lands sam­tím­is. „Hvar liggur hætt­an? Í mínum huga er hún sú að við fáum mikið af veiru inn erlendis frá. Menn þurfa að finna jafn­vægi á milli þessa að gera of mikið og of lít­ið. Þartil­bær stjórn­völd verða að leggja mat á það.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent